Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 7 Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 4 9 6 / si a. is ÞÚKEMSTLENGRA ÁOKKARKOSTUM! *Samkvæmt úttekt og samanburði Morgunblaðsins á séreignarlífeyrissjóðum, 24. okt. 2001. Mótframlag launagreiðanda í séreignasparnað hækkaði 1. janúar 2002 í 2%. Njóttu kostanna án þess að borga meira, skráðu þig í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Lægsta umsýslugjald,* sem til lengri tíma sparar umtalsverðar fjárhæðir. Hæsta ávöxtun á innlendum skuldabréfasjóði.* Hæsta ávöxtun á erlendum hlutabréfaleiðum.* Hæsta ávöxtun á aldursleiðum.* Enginn sölukostnaður. Verði vanskil á séreignarsparnaði verða þau innheimt af starfsmönnum sjóðsins. Reiknað á Netinu! Finndu ávöxtun mismunandi tímabila og ávöxtunarleiða á lifeyrir.is. Séreignarsparnaður sem stendur upp úr Sameinaði lífeyrissjóðurinn er einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Í rekstri sjóðsins eru kostir stærðarinnar nýttir til fulls, viðskiptavinum til hagsbóta. Þess vegna fögnum við samanburði á séreignarlífeyrissjóðum, hvenær sem er. PÁLMI Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, hefur í kjölfar full harkalegra bruna- boða í verslanamiðstöðinni á sunnudag, þar sem send voru út sjálfvirk boð um rýmingu hús- næðisins, gefið hönnuðum eld- varnakerfisins fyrirmæli um að breyta kerfinu á þann hátt að brunaboð verði framvegis send út á íslensku og ensku. Brunaboðin voru eingöngu send út á íslensku en það er ekki fyrr en á síðari viðvörunarstigum sem einnig er sent út á ensku. Þess má geta að alls eru stigin 18. Pálmi segir að fjöldinn allur af útlendingum hafi verið í Smára- lindinni á sunnudaginn þegar rýmingarboðin ómuðu um Smára- lind, þ. á m. liðsmenn varnarliðs- ins á Keflavíkurvelli á frívakt, sem hafi brugðið í brún. Í kjölfar brunaboðanna komu ábendingar um þennan ágalla eldvarnakerf- isins frá verslunum og veitinga- stöðum þar sem útlendingar voru staddir. „Það er ljóst að við mun- um strax í framhaldi af þessari reynslu taka ensku inn á fyrsta stigi,“ segir Pálmi og bætir við að það verði vart flókið verk. Eldvarnakerfið fór í gang um kl. 14 á sunnudag og virðist sem að glóð úr sígarettu hafi orsakað smávægilegan eld í vörumóttöku hússins. Talsvert af fólki var í Smáralind þegar kerfið fór í gang. Brunaboð í Smáralind verða einnig send út á ensku RAFMAGN fór af í Árneshreppi á Ströndum aðfaranótt föstudags síð- astliðinn en þá var norðaustan stór- hríð og frost. Viðgerðarmenn frá Orkubúi Vest- fjarða komust ekki yfir Trékyllis- heiði vegna veðurs fyrr enn á laug- ardagskvöld og þá í leiðindagjósti og éljagangi, til að fara með línunni. Í Reykjarfirði var brotinn staur og slitin lína. Rafmagn komst á flesta bæi um kl. fjögur aðfaranótt sunnudags og síð- ustu tvo bæina seinna á sunnudag. Var því rafmagnslaust í tvo sólar- hringa og rúmlega það á tveimur bæjum. Þetta er í annað sinn í þess- um mánuði sem rafmagn fer af í óviðri en síðast fór rafmagn í byrjun febrúar þá í tvo til þrjá sólarhringa. Rafmagnslaust í Árneshreppi Árneshreppi. Morgunblaðið. GUNNAR Sigurðsson varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi um helgina vegna komandi sveitastjórnar- kosninga. Guð- rún Elsa Gunn- arsdóttir hafnaði í öðru sæti en hún er ný á lista. Á kjörskrá voru 800 manns en rétt rúmur helmingur þeirra kaus, eða 435. Aðeins Gunnar fékk bindandi kosn- ingu, eða 338 atkvæði í fyrsta sætið. Sjálfstæðismenn á Akranesi hafa verið með þrjá fulltrúa af níu í bæj- arstjórn Akraness síðasta kjörtíma- bil og tveir þeirra voru ekki í kjöri áfram, þau Pétur Ottesen og Elín- björg Magnúsdóttir. Guðrún Elsa fékk 173 atkvæði í fyrsta og annað sætið, Jón Á. Gunn- laugsson varð þriðji með 143 atkvæði í 1. til 3. sæti og Þórður Þ. Þórðarson varð fjórði með 158 atkvæði í 1. til 4. sæti. Í fimmta sæti varð Sæmundur Víglundsson með 210 atkvæði í fimm efstu sætin og Sævar Haukdal varð sjötti með 207 atkvæði í sex efstu sætin. Tólf manns gáfu kost á sér í prófkjörinu. Sem fyrr segir er Guðrún Elsa ný á lista sjálfstæðismanna og Jón fær- ist upp um þrjú sæti frá síðustu kosningum. Þórður hefur áður verið á lista flokksins, í kosningunum 1994, Sæmundur er nýliði í sveitarstjórn- armálum en Sævar var í áttunda sætinu fyrir kosningarnar árið 1998. „Gott að fá 92% atkvæða“ Gunnar Sigurðsson sagði við Morgunblaðið að hann væri mjög ánægður með sína útkomu í próf- kjörinu. Það gæti ekki talist annað en gott að fá 92% atkvæða í efsta sætið eftir átta ára dvöl í bæjar- stjórn. „Ég er einnig mjög ánægður með allt það fólk sem gaf kost á sér í próf- kjörið. Í raun má segja að algjör end- urnýjun eigi sér stað í efstu sætun- um, ef ég er undanskilinn. Vissulega hefði ég viljað sjá meiri þátttöku en hún virðist almennt ekki vera mjög góð hjá öðrum flokkum í öðrum sveitarfélögum þegar prófkjör er annars vegar,“ sagði Gunnar sem átti von á að niðurröðunin á listanum héldist miðað við prófkjörið þótt hann einn hefði náð bindandi kjöri. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi Gunnar Sigurðs- son varð efstur í prófkjöri Gunnar Sigurðsson ♦ ♦ ♦ alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.