Morgunblaðið - 26.02.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.02.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar næst verður gengið til þingkosn- inga á Íslandi mun Davíð Oddsson hafa setið lengur í stóli forsætisráðherra heldur en Mar- grét Thatcher gerði í Bretlandi. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá stöðu sem Thatcher naut og nýt- ur í hugum hægri sinnaðra stjórnmálaáhugamanna, hvort heldur sem er á Íslandi eða í Bretlandi. Svo fór þó um síðir að hún var hrakin frá völdum, ekki af stjórnarandstöðunni heldur af eigin flokksmönnum. Raunar var það einn af hennar helstu liðsfor- ingjum, Geoffrey Howe, sem veitti járnfrúnni náðarhöggið er hann sagði af sér ráðherradómi 13. nóvember 1990. Þetta er ekki rifjað upp hér til að spá svo fyrir um að Davíð Oddsson muni hljóta sömu örlög. Því verður hins vegar ekki neitað að ýmsir sem standa ráðherranum nærri hafa valdið því að ekki er sami dýrð- arljóminn yfir árum hans í stjórn- arráðinu og ella. Þeir hafa í sögu- legum skilningi veikt stöðu hans. Sumir hefðu kannski viljað að forsætisráðherra brygðist hraðar við í máli forstöðumanns Þjóð- menningarhúss – hann tilkynnti í gær að Guðmundi Magnússyni hefði verið veitt lausn frá störfum – en á hinn bóginn ber auðvitað að stíga varlega til jarðar í málum sem þessum, gæta að andmæla- rétti einstaklings og grandskoða alla málvöxtu. Dómur götunnar er víst nægilega harkalegur fyrir þó að ekki sé hlaupið til og honum fullnægt í einni svipan. Hitt er vandi Davíðs í þessu efni, að töfin hefur á sér yfirborð hiks. Kannski er það pólitískur styrkur forsætisráðherra að vera tilbúinn að taka því. En svo haldið sé áfram að líta aftur til stjórnarára íhaldsmanna í Bretlandi minna uppljóstranir síðustu missera hér heima æ meir á það sem á gekk undir lokin í for- sætisráðherratíð Johns Majors. Þar eins og hér þrjóskuðust menn gjarnan við að gangast við ábyrgð sinni – þingmaðurinn fyrrver- andi, Neil Hamilton, er besta dæmið um þetta, gott ef hann heldur því ekki enn fram að hann hafi einfaldlega verið fórnarlamb óprúttinna fjölmiðlamanna. Draga má þá ályktun af síðasta kjörtímabili breskra íhaldsmanna við völd – og heimfæra upp á það sem nú er að gerast í íslensku samfélagi – að þegar einn stjórn- málaflokkur er við völd í langan tíma taki að gæta á siðferðislegu andvaraleysi. Alla vega er ljóst að í augum almennings hafa nú á síð- ustu misserum nöfn óheppilega margra einstaklinga, sem tengst hafa Sjálfstæðisflokknum með einum eða öðrum hætti, dregist inn í mál sem vekja undrun, og í sumum tilfellum hneykslan manna. Kenningin er þá sú – og hún hefur svo sem heyrst áður – að vald spilli, algert vald gjörspilli. Hið merkilega við öll þessi mál, sem hér er vísað til, er kannski að sjaldnast er um hæst settu ein- staklingana að ræða, heldur frek- ar það sem kalla má „næstum- því-menn“; stjórnmálamenn sem ekki hafa náð þeim frama sem þeir sennilega hefðu viljað. Jon- athan Aitken er gott dæmi frá Bretlandi en framan af var rætt um hann sem hugsanlegan forvíg- ismann Íhaldsflokksins. Síðar endaði hann í fangelsi fyrir mein- særi og spillingu. Hér heima má hins vegar nefna Árna Johnsen, sem í fyrra gerðist uppvís að ýmsu misjöfnu og hvers mál verða væntanlega leidd til lykta á næstu vikum og mán- uðum. Það er auðvitað alltaf gremju- legt þegar á daginn kemur að fólk hefur brugðist því trausti sem til þess hefur verið borið. Ekki síst er slíkt alvarlegt ef verið er að sýsla með fjármuni almennings. Þá duga engin vettlingatök, forsætisráðherrann eða aðrir til þess hæfir stjórnmálaleiðtogar verða að taka til sinna ráða. Ég er engan veginn sammála þeirri skoðun, sem nokkrir alþing- ismenn settu fram í Silfri Egils á sunnudag, að forstöðumaður Þjóðmenningarhúss, svo dæmi sé tekið, ætti einfaldlega að eiga það við samvisku sína hvort hann segði af sér eður ei. Hafi maður brotið af sér – og mér sýnist að forstöðumaðurinn sé í öllu falli rúinn trausti almennings – er honum það ekkert í sjálfsvald sett hvort hann situr áfram. Að færa rök fyrir slíku er ekki sæmandi stjórnmálamönnum sem vilja axla pólitíska ábyrgð. Það sem flækir hins vegar óneitanlega málin þessi misserin er sú staðreynd að í sömu svipan eru komin upp á yfirborðið mörg mál, misjafnlega alvarleg að því er virðist, heil súpa af áleitnum siðferðisspurningum, sem gerir það kannski að verkum að enginn veit sitt rjúkandi ráð. Um leið verður erfitt að meta hvar raun- verulega hefur verið framið brot og hvar ekki – öllu er fleygt í einn graut og hann hrærður vel og lengi. Enn á ný sannast þá að oft er það yfirborð hlutanna sem skiptir máli í dægurþrasi stjórn- málanna. Hafi hlutirnir á sér yf- irborð spillingar er gerð krafa um aðgerðir. Ég veit ekki – kannski hafa þeir rétt fyrir sér sem segja enga spillingu hafa átt sér stað í Landssímanum, í Þjóðmenning- arhúsi eða annars staðar. Það er örugglega rétt þegar t.d. er borið saman við afrek C.J. Haughey, fyrrverandi forsætisráðherra Ír- lands, sem hafði bara svona rétt verkamannslaun en gat engu að síður fjárfest í stórum búgarði í nágrenni Dublin, keypt sér heila eyju undan vesturströnd Írlands, rekið glæsibíla og skútur. Ég efast um að nokkur þeirra einstaklinga íslenskra sem verið hafa á milli tannanna á fólki eigi eyju í Breiðafirði, sér til ánægju og yndisauka. En það er samt vond lykt af þessu öllu saman og því miður fyrir Davíð Oddsson hefur aur óhjákvæmilega slest á hann sjálfan – manninn í brúnni – og flokk hans í heild sinni. Eyja spillingar? Hafi maður brotið af sér – og mér sýnist að forstöðumaðurinn sé í öllu falli rúinn trausti almennings – er hon- um það ekkert í sjálfsvald sett hvort hann situr áfram. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UNDIRRITAÐUR ritaði grein í Mbl. 6. febrúar sl. vegna skýrslu sem ráðherraskipuð nefnd lagði fram um framtíðar- uppbyggingu Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss. Ingólfur Þórisson fram- kvæmdastjóri tækni og eigna var ritari nefndarinnar og gerir nokkrar athugasemdir við grein mína í Mbl. 13. febrúar sl. Ingólfur misskilur hlutverk ráðgjafa Ementor. Þeir eru ekki aðeins rekstrar- ráðgjafar heldur hafa þeir unnið að úttekt á þörfum og fyrirkomu- lagi spítala á Norður- löndum og í Þýskalandi. Það er rétt að arkitektar koma síðan til skjalanna og útfæra hug- myndir ráðgjafanna. Þessir ráð- gjafar gerðu mjög ítarlega úttekt á starfsemi og framtíðarþörfum spít- alans. Niðurstaða þeirra var sú að besta lausnin væri bygging nýs spítala frá grunni. Kostnaður við það væri hinsvegar svo mikill (um 40–50 milljarðar króna) að fjár- magn fengist örugglega ekki til þess. Ementor benti því á þá leið að sameina í Fossvogi skurðstofur, gjörgæsludeildir, myndgreiningu og rannsóknastofur sem er dýr starfsemi og flytja þangað einnig þær legudeildir sem háðar eru þessari þjónustu. Önnur starfsemi yrði á Hringbraut og sem mest af núverandi húsnæði notað áfram. Ráðgjafarnir töldu að þessi að- gerð væri forsenda þess að hag- ræðing næðist með sameiningu spítalanna. Óbreytt ástand með þessa starfsemi á tveimur stöðum mun ekki ná því markmiði. Þörf fyrir nýbyggingar í Fossvogi væru því á næstu árum um 30 þúsund fermetrar sem hægt væri að byggja í áföngum. Þessi leið væri sú fljótvirkasta og hagkvæmasta sem völ væri á. Ingólfur upplýsir nú að starfs- nefnd ráðherra hafi ekki einu sinni skoðað þessar hugmyndir og þar af leiðandi ekki gert sér grein fyrir kostum þeirra og göllum. Má samt áætla að þessi leið sé mun ódýrari en sú sem nefndin leggur til og gæti þar munað allt að tveim tug- um milljarða króna. Staðsetning spítalans Í skýrslu nefndarinnar er mikið rætt um nauðsyn þess að spítalinn sé staðsettur á lóð í nágrenni við háskólann og það talin vera for- senda þess að spítalinn geti gegnt hlutverki sínu sem háskólaspítali. Á fundi í byrjun apríl 2001 þar sem Ementor kynnti niðurstöður sínar fyrir þróunarnefnd spítalans (sem þá var enn starfandi) lýstu fulltrúar háskólans yfir því að þessi staðsetning skipti engu máli fyrir þetta hlutverk. Undirritaður hefur nýlega látið af störfum eftir að hafa unnið á spítölum hér og erlendis í 40 ár. Alls staðar hafa menn rætt um þrí- þætt hlutverk spítala: 1. Þjónusta við sjúklinga 2. Kennsla heilbrigðisstarfsfólks 3. Rannsóknir Yfirgnæfandi í þessu efni er að sjálfsögðu þjónustan við sjúk- lingana. Umfang þessa þáttar í starfseminni er vafalítið vel yfir 90% af heildarstarfseminni. Það er því mjög nauðsynlegt að taka tillit til hagsmuna þeirra sem eiga er- indi við spítalann. Um 4.000 starfsmenn munu þurfa að mæta til vinnu á hverjum degi alla daga ársins. Hátt í 30 þúsund sjúklingar leggjast inn og ef til vill kemur annar eins fjöldi í heimsóknir. Um 50–60 þúsund koma á slysadeild á hverju ári. Komur á dag- og göngudeildir skipta hundruðum þúsunda. Nú vill svo til að spítalinn þjónar íbú- um höfuðborgarsvæð- isins sem eini spítali þess. Staðsetning hans hlýtur því að skipta miklu máli fyr- ir allt þetta fólk. Byggðin á höfuðborg- arsvæðinu hefur breyst mikið síðan spítalinn við Hring- braut var byggður í útjaðri hans fyrir 70 árum. Miðja byggðar- innar er samkvæmt upplýsingum skipulagsfræðings í Ráðhúsi Reykjavíkur nokkru aust- an við spítalann í Fossvogi. Þessi staðreynd er ekki nefnd í skýrsl- unni. Mikið af atvinnustarfsemi er á austurhluta svæðisins og aðal um- ferðaræðar frá Vestur- og Suður- landi ásamt Reykjanesbraut eru þar einnig. Framtíð nýrrar byggð- ar er ofan við Vesturlandsveg. Kringlumýrarbraut er við túnfót- inn. Kennslu- og háskólahlutverk spítalans fer fram hvar sem spít- alinn er staðsettur og verður auð- vitað að laga sig að þörfum sjúk- linganna. Samband hans við rannsóknar- og þróunarfyrirtæki getur gengið ágætlega þó stað- setningin sé í Fossvogi og mikil samskipti t.d. við Íslenska erfða- greiningu munu fara að mestu fram á rafrænan hátt. Umferðarmannvirki Ingólfur telur að kostnaður við umferðarmannvirki sem gera þarf ef spítalinn verður byggður eigi ekki að koma til álita við útreikn- ing á kostnaði. Ég hélt að hug- myndin um færslu Hringbrautar hefði komið að frumkvæði ríkisins þegar svokölluð Week’s áætlun um þróun spítalans var gerð. Ríki og borg munu hafa gert um þetta samkomulag 1971 og ríkið átti að borga kostnaðinn gegn því að spít- alinn fengi stærri lóð. Ef mögulegt væri að fresta þess- ari framkvæmd enn mætti nota það fé sem ætlað er til þessa verks og flýta gerð mislægra gatnamóta t.d. við Miklubraut og Kringlumýr- arbraut. Það er framkvæmd sem mun skila sér fljótt aftur í lægri slysa- og dánartíðni. Tenging lóðar spítalans við Kringlumýrarbraut kostar smáaura í samanburði við færslu Hringbrautar. Niðurstaða Þegar verið er að taka ákvarð- anir í svona stóru máli hljóta menn að líta til kostnaðar við fram- kvæmdirnar. Mér finnst fráleitt að nefnd ráðherra hafi ekki talið neina þörf á að skoða hugmyndir ráðgjafa sem hafa mikla reynslu í þessum efnum og þar að auki góða þekkingu á íslenskum aðstæðum. Ráðherra hlýtur að gera ráðstaf- anir til að skoða þennan möguleika betur. Ég hef miklar efasemdir um að nauðsynlegt fjármagn fáist nokkurn tíma til að fara út í þær miklu framkvæmdir sem nefndin leggur til. Hætt er við að nefnd- arálitið hljóti sömu örlög og Week’s-áætlunin, þ.e.a.s. að ryk- falla í einhverri skúffunni í ráðu- neytinu. Framtíðarskipulag Landspítala Ólafur Örn Arnarson Sjúkrahúsin Ég hef efast um, segir Ólafur Örn Arnarson, að nauðsynlegt fjár- magn fáist nokkurn tíma til að fara út í þær miklu fram- kvæmdir sem nefndin leggur til. Höfundur er læknir. GERA verður greinarmun á aðsendum greinum í Morgun- blaðið og dálkum, sem menn úti í bæ skrifa þar gegn greiðslu og fyrir beiðni ritstjóra. Í dálki sínum sunnudaginn 24. febrúar 2002 fór Ellert B. Schram út fyrir öll þau velsæm- ismörk, sem ég hélt, að ritstjóri Morgunblaðsins setti höfundum á sínum vegum. Ellert hélt því þar fram, að Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, hefði með nýlegri skýrslu um áhrif auðlindagjalds á skatttekjur rík- isins og þjóðarframleiðslu til langs tíma aðeins látið frá sér „pantaða skoðun“, enda stangist hún á við „einföldustu rök og út- reikninga“. Sannleikurinn er sá, eins og allir sjá, sem kynnt hafa sér skýrslu Ragnars, að niður- staða hans er engum vafa undir- orpin, sé forsenda hans rétt. Hann gefur sér, að útgerðarað- ilar muni almennt fjárfesta meira en ríki eða heimili. Ef svo er, þá er rökrétt nið- urstaða til langs tíma litið, að skatttekjur minnki fyrst og síð- an þjóðarframleiðsla, taki ríkið auðlindarentuna af útgerðarað- ilunum með auðlindagjaldi. Ragnar má raunar helst gagn- rýna fyrir að ganga of skammt. Gæfi hann sér ekki aðeins, að útgerðaraðilar fjárfestu meira en ríki eða heimili, heldur líka, að þeir fjárfestu betur, og enn fremur, að rentugjald væri ekki eins hagkvæm skattlagningarað- ferð og sumir auðlindagjalds- sinnar halda, þá yrðu neikvæð áhrif auðlindagjalds á skatt- tekjur ríkisins og þjóðarfram- leiðslu til langs tíma miklu meiri. En Ellert B. Schram dróttar í dálki sínum því ekki aðeins að Ragnari Árnasyni, að þessi ein- falda og rökrétta niðurstaða sé „pöntuð skoðun“, heldur skipar Ragnari á bekk með Þórarni V. Þórarinssyni, sem nýlega varð að víkja úr forstjórastarfi Sím- ans vegna ýmissa ávirðinga. Ragnar Árnason er framúr- skarandi vísindamaður, sem nýt- ur mikillar virðingar á alþjóð- legum vettvangi, eins og ég hef margoft orðið vitni að. Árás Ell- erts á hann er í senn ómakleg og ósmekkleg og Morgunblaðinu ekki sæmandi. Hannes H. Gissurarson Ómakleg árás Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.