Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 26.02.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 43 DAGBÓK Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af þýskum og dönskum fatnaði Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Reykjavík: Perlan, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, símar 461 5050 og 861 1780. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda 26. febrúar til 3. mars VINNU- SÁLFRÆÐI Samskipti á v innustað Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennt samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, á milli kl. 11 og 12. Fax 552 1110. Sumarið er komið í Storkinn Ný prjónablöð Nýtt sumargarn - Nýir sumarlitir Laugavegi 59, 2. hæð, sími 551 8258. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú sýnir hluttekningu á upp- byggilegan hátt og berð skynbragð á þarfir og sárs- auka annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver spenna virðist einkenna hefðbundnar gjörðir þínar og samskipti þín við aðra. Ekki láta það draga kjark úr þér því þetta eru skilaboð um að þú eigir að bíða eftir betra tækifæri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vini þínum virðist umhugað um að draga kjark úr þér í fyrirhug- uðum kaupum þínum. Reyndu að komast að því hvort þessum vini þínum sé illa við að þú eyðir peningum eða hvort hann hafi einfaldlega hagsmuni þína að leiðarljósi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að biðja yfirmenn þína um leyfi eða samþykki. Fullt tungl er framundan. Því eru málamiðl- anir fyrir bí og þolinmæði fólks á þrotum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Heldur dregur úr vonum þínum um að komast í ferðalag eða í ævintýri. Það sem eitt sinn leit út fyrir að vera ákjósanlegt tækifæri sýnist nú vera heimskulegt, jafnvel markleysa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hlýtur ekki þann stuðning og aðstoð sem þú væntir frá öðrum. Ekki gefa upp vonina því fólk mun endurskoða afstöðu sína gagnvart þér síðar í vikunni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Öll umræða þín við vini reynist erfið í dag. Ekki taka þetta nærri þér. Fullt tungl er á morg- un, sem hefur þau áhrif á fólk að það efast og vantreystir öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur reynst erfitt að vinna með öðrum í dag. Þú hefur áhuga á að brjótast út úr hefð- bundu fari, en það er erfiðleik- um bundið því ýmsar hindranir eru í vegi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú virðist ekki búa yfir nægileg- um kjarki til þess að eiga við börn. En það endurspeglar í raun hvernig þú tekur á þeim málum sem við þér blasa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Spenna og hömlur einkenna heimilislífið. Þú þarfnast þess að vera einhver annar en þú ert í raun og veru. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vinnur hörðum höndum, en verður fyrir vonbrigðum þegar aðrir virðast ekki kunna að meta framtakssemi þína. Ekki treysta á að hljóta samþykki frá öðrum því þín eigin sjálfsvirðing er það sem mestu máli skiptir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur á tilfinningunni að aðr- ir dragi úr þér kjark, en í raun má segja að þú hafir sjálfur haldið aftur af þér. Þú gætir átt á hættu að vera neikvæður í garð annarra og skapa vanda, ef þú sérð ekki það sem bjátar á. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Andlegt og líkamlegt þrek þitt er í lágmarki. Sjálfsvorkunn gerir það að verkum að þér finnst þú vera þreyttur og að þú berir alltof miklar byrðar á þín- um herðum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. JAPANSKIR spilarar hafa undanfarin sjö ár haldið al- þjóðlega bridshátíð í upphafi febrúarmánaðar. Hápunktur hátíðarinnnar er sveita- keppni um NEC-bikarinn svokallaða, en NEC stórfyr- irtækið er kostari mótsins. Í ár hófu 38 sveitir keppi og þar af 12 frá Evrópu og Norður Ameríku. Sveit frá Bretlandi fór með sigur af hólmi eftir úrslitaleik við sveit frá Kanada. Í þriðja sæti urðu gestir íslensku bridshátíðarinnar, Hackett- feðgarnir og Geir Helgemo, ásamt Glenn Grötheim og Terje Aa. Sveit e-bridge varð í fjórða sæti. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁKD3 ♥ 8 ♦ DG9 ♣Á10974 Vestur Austur ♠ G7 ♠ 1098542 ♥ ÁKG764 ♥ D9 ♦ ÁK3 ♦ 754 ♣G8 ♣65 Suður ♠ 6 ♥ 10532 ♦ 10862 ♣KD32 Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass Pass 1 hjarta Dobl Pass 2 lauf 2 hjörtu 3 lauf Pass Pass 3 hjörtu 4 lauf Allir pass Mótið var tvískipt: Í fyrri hluta voru spilaðar átta um- ferðir af 20 spila leikjum, þar sem raðað var eftir árangri. Átta efstu úr þeirri viðureign héldu síðan áfram í lengri út- sláttarleiki. Spilið að ofan er frá upphafi mótsins úr leik sænska landsliðsins við bandaríska sveit undir for- ystu Jaggy Shivdasanis, sem er fæddur Indverji en búsett- ur í Bandaríkjunum. Í NS voru Lindkvist og Fredin, eitt besta par Svía, gegn Jaggy og félaga. Rit- stjórar mótsblaðsins (Kokish og Colker) höfðu litla samúð með sögnum Lindkvists í norður á móti makker sem hafði engu lofað nema þrett- án spilum. En á mælikvarða árangurs virðist Lindkvist hafa rétt fyrir sér, því fjögur lauf er afbragðs samningur sem „stendur á borðinu“. Fredin fór þó einn niður!? Það gerðist þannig: Jaggy tók þrjá rauða slagi í upphafi og spilaði svo hjarta í fjórða slag. Fredin taldi líklegt að Jaggy ætti sjölit í hjarta og stakk frá með trompás. Síðan spilaði hann trompi á kóng, spaða á blindan og svínaði svo lauftíunni yfir á gosa vesturs. Skiljanlegt í ljósi sagna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, 26. febr- úar, Aðalsteinn Aðalsteins- son, bóndi frá Vaðbrekku, Ullartanga 3, Fellabæ. Eig- inkona hans er Sigríður Sig- urðardóttir. Aðalsteinn verður að heiman á afmæl- isdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. febrúar, er sjötugur Krist- ján Steindórsson, Kirkju- bóli í Langadal. Hann dvel- ur í góðu yfirlæti með fjölskyldu sinni á Kanaríeyj- um. LJÓÐABROT ÆSKAN Man ég þig, ey, þar er unnir rísa, háar, hryggbreiðar, að hömrum frammi. Þar stóð ég ungur og ekki hugði út fyrir boða að breiðum sandi. Tíndi ég blóm á túni gróanda, möðru mjallhvíta og mjaðarjurt. Lét ég ljósgræna leggi fífla brugðna saman og band mér gerði. - - - Benedikt Gröndal 1. e4 e6 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rc3 Bb4 5. De2 O-O 6. O-O d5 7. exd5 exd5 8. Bb3 Bg4 9. Dd3 d4 10. Re4 Bxf3 11. Dxf3 Re8 12. d3 h6 13. Dg3 Kh7 14. Df3 Re5 15. Dh3 Be7 16. Rg3 f6 17. Rf5 Rf7 18. Bd2 b6 19. Hfe1 Bc5 20. Bxf7 Hxf7 21. Dh5 Hf8 Staðan kom upp á meistara- móti Taflfélags- ins Hellis sem lauk í gær, 25. febrúar. Hinar ungu Margrét Jóna Gestsdótt- ir, hvítt, og Hall- gerður Þor- steinsdóttir öttu kappi saman. 22. Bxh6! g6 Slæmt var að leika 22. gxh6 23. Dxh6 Kg8 24. Dg6 Kh8 25. He4 og hvítur mátar. 23. Dh3 Hf7 24. Bd2+ Hér hefði 24. Bg7 rak- leiðis leitt til máts. 24. Kg8 25. Rh6+ Kg7 26. Rxf7 Kxf7 27. Dh7+ Rg7 28. Dh3 Dd6 29. Dh7 Hg8 30. He2 Dd8 31. Dh3 f5 32. Dg3 Rh5 33. Df3 Hh8 34. a3 Dd6 35. Hae1 Rf6 36. g3 b5 37. b4 Bb6 38. He7+ Kf8 39. H1e6 Dd8 40. Bg5 Dd7 41. Bxf6 Kg8 42. Bxh8 Kxh8 43. He8+ Kh7 44. H6e7+ Dxe7 45. Hxe7+ Kh6 46. g4 fxg4 47. Dxg4 g5 48. h4 og svart- ur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Halló, er þetta fasteignasalinn? Eftir að við lásum auglýsinguna þína um húsið okkar erum við hætt við að selja. Og þú sagðir að guli vírinn væri öruggur!           

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.