Vísir - 28.04.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 28.04.1980, Blaðsíða 11
VISIR Mánudagur 28. april 1980 11 Valur Valsson um ísiensku sæigætisframleiðendurna: * 19 Berjast upp á líf og dauða 99 „Vissulega erum viö mjög uggandi yfir okkar stöBu eins og hún er I dag. Vart hefur orBiB verulegrar söluminnkunar og útlitiB er vægast sagt frekar svart fyrir islensku framleiB- enduma, og má segja, aB þeir berjist upp á lif og dauBa. ÞaB er ljóst, aB fjöldi innflytjenda er mikill og erlent sælgæti flæöir inn á markaöinn,” sagBi Valur Valsson, framkvæmdastjdri Félags isl. iönrekenda, viö Visi. 1 tilefni af þvi aö 1. aprll sl. var leyföur frjáls innflutningur á erlendu sælgæti, fór Visir á stúfana til aö kanna, hvernig þessi samkeppni legöist I Is- lenska framleiöendur. Einnig var leitaö til yfirvalda og aö siö- ustu fariö I sælgætisverslanir, gerÐur samanburBur á fram- leiöslunni, veröi og kaupmenn inntir eftir eftirspurninni. Engar tölur um fjölda innflytjenda Þtírhallur Asgeirsson, ráöu- neytisstjtíri viöskiptaráöu- neytis, sagöist engar tölur hafa um fjölda innflytjenda né magn innflutnings. Sömu svör fengum viö hjá Hagstofunni og toll- stjtíra. Sögöu allir, aB þetta væri mál gjaldeyrisdeilda bankanna, þar sem hver og einn sækir um fyrir sig. Til þess aö gerast islenskur innflytjandi erlends sælgætis þarf aö tryggja sér umboB ein- hvers fyrirtækis ytra, sem Val- ur Valsson sagöi aö greinilegt væri, aö menn heföu veriö löngu búnir aö I flestum tilvikum. SIB- an þarf aö fá svonefndan vöru- gjaldsstimpil hjá Tollstjóra- embættinu og þá aö fá yfir- færslu I bankanum. Þaö er þvi ljóst, aö þetta hefur heillaö margan eins og komiB hefur á daginn og aö sögn kaupmanna og framleiöenda, sem talaö var viB, viröist sem ballarnir af sæl- gæti hafi beBiöfyrir utandyrnar hjá innflytjendum, svo fljótir voru þeir til aB bjóöa vöru sina til kaups. Strax samdráttur Hjá sælgætisgeröinni Völu varB Jórunn Jtínsdóttir fyrir svörum. HUn sagöist vera held- ur svartsyn og gæti ekki neitaö þvi, aö samdráttur væri strax aökomailjós, þrátt fyrir aöeins þriggja vikna reynslutima. HUn sagöist þó ætla aö halda áfram og sjá, hvernig málin þróuöust. Jórunn sagöist vera hrædd um, aö of lftill markaBur væri hér á landi fyrir slika samkeppni, en vonaöi, aB ekki kæmi til at- vinnuleysis. HUn sagBi jafn- framt, aB þau hjá Völu vönduöu sina framleiöslu eftir bestu getu og timinn einn gæti leitt I ljós, hvort innlenda framleiBslan eöa sú erlenda yröi ofan á, þegar nýjabrumiö færi af. Siguröur E. Marinósson hjá sælgætisgeröinni Mónu sagöi, aB þessi innflutningur heföi ef- laust einhver áhrif, en hversu mikil, þaö yrBi timinn aö leiöa i ljós. Hann var sammála Jór- unni, aö of lltill markaöur væri fyrir þessa samkeppni, og sagöi jafnframt, aö mikil ágengni væri I sælgætisinnflytjendum og algert stórstreymi erlends sæl- gætis á markaBinn. En ekki eru allir jafn svart- sýnir. Vi'sir hefur fregnaö, aB nýbUiö sé aö stofna fyrirtæki, sem m.a. framleiöi sælgæti, og mun eitthvaö af framleiöslu- vörunum þegar komnar á markaöinn. Ljóst er, aö þessi framleiöandi mun eiga viö rammanreip aB draga, þar sem islenska framleiöslan hefur dregist svo mjög saman og til atvinnuleysis horfir I greininni eins og áBur sagöi. Satt aö segja hlýtur slik framtakssemi og bjartsýni aö vera aödáunarverö á ti'mum sem þessum. Erlenda sælgætið yfirleitt ódýrara Þegar fariB var i versianir kom I ljós, aö erlenda sælgætiB er yfirleitt ódýrara en sambæri- legti'slenskt sælgæti. T.d. kostar Ópal-pakki Islenskur 130 kr., þar sem sambærileg erlend vara kostar á bilinu 95 kr. -260 kr.. Islensk ktíkosbolla kostar 210 kr., en sambærileg dönsk kostar 140 kr. Litil sUkkulaöi- stykki meö fyllingu kosta 350 kr. (frá Lindu), en sambærileg er- lend kosta frá 215 kr.-340 kr. Is- lenskar sUkkulaBiplötur kosta 570 kr., en þær erlendu 460 kr.- 605 kr. Einnig kom Iljós, aBkon- fektkassar framleidár á íslandi voru allt aö þvi helmingi dýrari en þeir erlendu. Aö sögn kaupmanna er eftir- spumin I dag mun meiri eftir þvi erlenda en þvi innlenda. K.Þ. A myndinni sjást þrir samsvarandi konfektkassar. Sá til hægri er islenskur frá Freyju, vegur 300 gr. og kostar 4325 kr. Sá til vinstri er einnig 300 gr. en eriendur. Hann kostar 2517 kr. Sá i miöiö er sömu- leiöis erlendur en vegur 200 gr. Hann kostar 2391 kr. J / © SQUIBB (pjjlkev or lóecON UJ„ AÐALUMBOÐ: Ó. JOHNSON & KAABER HF.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.