Vísir - 28.04.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 28.04.1980, Blaðsíða 20
vlsm Mánudaeur 28. aDril 1980 Glenda Jackson — Oliver Reed Hörkulegur skólastjóri, — heimtufrek kennslukona, — óstýrlátir nemendur, — þvílík samsuða. Bráðskemmtileg gamanmynd Islenskur texti Sýnd kl. 5—7 —9og 11 Lekkstjóri: Silvio Narizzano I HAFNARBÍÓ Sýnir TOSSABEKKURINN FORSETA KJÖR 1980 S tuðnin gsfó/k A/berts Guðmundssonar SKR/FSTOFA ykkar er i nýja húsinu við Lækjartorg. Opið k/. 9-21 aiia daga, simar 27850 og 27833 ÖLL aðstoð er vel þegin ÚTBOÐ - BÍLASTÆÐI Tilboð óskast í frágang bilastæða við þjónustumiðstöðina Hólagarð i Breiðhotli Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Hólagarðs, Lóuhólum 2-6, Reykjavík, gegn 10. þús. kr. skiiatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 6. maí 1980. TIMA PANTANIR 13010 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapparstíg Aðalfundur Fiugleiða í dag: Greiddu 7-8 púsund kr. með hverjum farhega í fyrral Þaö hlýtur aö vera fremur ó- skemmtileg reynsla fyrir gjald- kera i félagi aö tilkynna aö féiagiö hafi tapaö á si. ári meira en 6 milljöröum króna. Gjaldkeri Flugleiöa hf. veröur þó aö sætta sig viö þetta hlutskipti I dag, en þá er aöalfundur félagsins, þar sem reikningar veröa lagöir fram. Eins og þessar tölur gefa til kynna eiga Flugleiöir I umtals- veröum erfiöleikum, eins og ef- laust flestír vita, sem fylgst hafa meö fréttum síöustu mánuöi eöa misseri. Erfiöleikar félagsins stafa bæöi af ytri aöstæöum og innri vandamálum — þeir eru bæöi fjárhagslegir og félagslegir. Tapið 7-8 þúsund krónur á hvern farþega Þegar helstu tölur á rekstrar- reikningi Flugleiöa fyrir sl. ár eru skoöaöar, kemur ýmislegt merki- legt i ljós. Rekstrartekjur félags- ins af farþegaflugi, vöru-, póst- og leiguflugi ásamt meö flugvéla- leigu voru 39.2 milljaröar, þegar umboöslaun höföu veriö dregin frá. Ariö 1978 voru tekjurnar hins vegar 24.4 milljaröar. Tekjur af farþegafluginu hækkuöu um 8 miljaröa á milli ára, en hins veg- ar jókst rekstrarkostnaöurinn i farþegafluginu um meira en 11 milljaröa. Þd varö gifurleg hækkun á heildarrekstrargjöldum Flug- leiöa á milli ára. Námu þau sam- tals 46,6 milljöröum króna áriö 1979 og höföu hækkaö um 21 milljarö á milli ára. Eignir félagsins 1979 námu 33 milljörö- um króna i árslok og höföu hækk- aö um 13 milljaröa. A sl. ári var heildarfarþega- fjöldi Flugleiöa 809 þúsund og ef tapinu á rekstri félagsins væri deilt niöur á farþegana kemur i ljós, aö Flugleiöir hafa i raun greitt 7-8 þúsund krónur meö hverjum farþega, sem félagiö hefur flutt! i Olían og Laker Þeir fjárhagserfiöleikar sem hér hafa veriö raktir eiga aö stór- um hluta rætur sinar aö rekja til ytri aöstæöna, sem hafa veriö Flugleiöum óhagstæöir siöustu tvö árin. Eins og öllum er kunnugt hefur veröbólgan veriö mikil hér innan- lands á sl. ári, en i Bandarikjun- um hefur veröbólgan veriö 17- 18%. Hafa Flugleiöamenn kvart- aö undan þvi aö hækkanir á far- gjöldum hafi ekki fylgt eftir þeim kostnaöarhækkunum, sem af veröbólgunni hafa stafaö. Þá hefur oliureikningur félagsins hækkaö gifurlega. Á sama tima og veröbólga hefur ýtt á farmiöahækkanir, hefur samkeppnin á N-Atlants- hafsleiöinni sem oft er kennd viö Laker hinn breska oröiö til aö draga Ur öllum hækkunum, en sú flugleiö hefur haft afgerandi áhrif á afkomu Flugleiöa. Carter- stjórnin hefur ýtt undir þessa frjálsu samkeppni og tala for- íréttacxuki Fréttaauki Halldór Reynisson blaöamaöur: ráöamenn minni flugfélaganna (þ.á.m. Flugleiöa) um, aö þar fljúgi- farþegar undir kostnaöar- veröi. Stóru flugfélögin hafa efni á þessum hallarekstri vegna tekna af öörum flugleiöum og ætli þau meö þessu móti aö drepa af sér minni keppinautana. Misheppnuð sambræðsla Innri erfiöleikar Flugleiöa hafa ekki siöur sett mark sitt á félagiö en þeir ytri. Hafa margir talaö um aö sambræösla Flugfélags Islands og Loftleiöa áriö 1975 hafi veriö misheppnuö meö öllu. Þessir innri erfiöleikar hafa aö miklu leyti veriö félagslegir — starfsmenn þessara félaga hafa ekki átt skap saman og rigur hefur veriö mikill. Þannig hafa flugmenn Flugleiöa veriö I tveim- ur flugmannafélögum, sem löng- um hafa eldaö grátt silfur saman, ekki sist vegna samræmingar á starfsaldurslistum. Hefur ekki ennþá veriö samiö um hvernig beri aö haga þvi máli. Sundrungin I forystuliöi Flug- leiöa hefur þó kannski veriö enn alvarlegri. Þar hefur Alfreö Eliassyni veriö ýtt til hliöar af Siguröi Helgasyni og þá meö stuöningi Arnar ó. Johnson. Milla Thorsteinsson, eiginkona Alfreös, sagöi I samtali viö Vfsi, aö óá- nægja gamalla Loftleiöamanna væri mikil, ekki slst vegna þess, aö Loftleiöamenn i stjórn Flug- leiöa fengju venjulega engu áork- áö fyrir meirihluta Flugfélags- manna, Eimskipafélagsins og Siguröar Helgasonar. Ekki bætti svo úr, þegar gömlu starfsmönn- um Loftleiöa, sem heföu unniö lengi aö þvi aö gera Loftleiöir aö þvi blómlega fyrirtæki, sem þaö var, væri umsvifalaust vikiö til hliöar. Nýjar Loftleiðir? , Þvi hefur veriö fleygt, aö gaml- ir Loftleiöaflugmenn heföu hug á aö kljúfa sig út úr Flugleiöum og endurreisa Loftleiöir, ef af þvi yröi, aö Atlantshafsflugiö yröi lagt niöur I núverandi mynd. Einn af forystumönnum i Félagi Loftleiöaflugmanna taldi þó i samtali viö Visi fremur litlar lik- ur til þess, aö svo færi, enda verö- ur þaö aö teljast óraunhæfur draumur fyrir enn minna flug- félag en Flugleiöir aö ætla aö komast inn á N-Atlantshafsflug- leiöina, miöaö viö þær aöstæöur, sem áöur er lýst. Hins vegar viröist þaö ekki vera fjarlægur veruleiki aö Islendingar gangi til samstarfs viö Luxemborgara um N-Altants- hafsflugiö I einhverri mynd, þar sem þvi hefur veriö lýst yfir af hálfu islenskra samgönguyfir- valda, aö aögreina ætti þann flug- rekstur frá öörum rekstri Flug- leiöa. Flugmál Luxemborgara eru lika I miklum uppgangi um þessar mundir og þeir þrýsta ef- laust á um aö komast inn á þessa flugleiö. Lélegt skyggni framundan Varla er aö vænta mikilla stór- tiöinda á þeim aöalfundi, sem Flugleiöir halda i dag. ósennilegt má teljast, aö stjórn félagsins til- kynni þar einhverjar stórvægi- legar breytingar. Hins vegar veröur varla hljótt I almennum umræöum á fundinum um fram- tiö félagsins, þvi aö skyggni virö- ist fremur lélegt framá viö, svo aö notaö sé málfar flugmanna. Vist er aö erfiöleikar Flugleiöa eru miklir. Fjárhags- og félags- legir erfiöleikar, ytra og innra. Ennfremur almenn vantrú á félaginu, sem oft hefur veriö kennd fjölmiölum. Þó er þaö ef- laust von flestra íslendinga, aö féiagiö rétti úr kútnúm, þar sem þaö er snar þáttur i samgöngu- málum okkar og samgöngumál snar þáttur I sjálfstæöi okkar, eins og sagan kennir. En ef endurvekja á trú manna á félag- inu, veröa forystumenn þess aö sýna meiri heilindi en hingaö til hefur viögengist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.