Vísir - 28.04.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 28.04.1980, Blaðsíða 24
VÍSIR Mánudagur 28. april 1980 Umsjón: Illugi Jökuls- son Pozzo, blindur, rekur Lucky (Viöar Eggertsson) á undan sér. Vladimir og Estragon standa skelkaöir hjá. Myndir: Ljósmyndastofa Páls. AD drepa límann Leikféiag Akureyrar: Beöiö eftir Godot Höfundur: Samuel Beckett Þýöandi: Indriöi G. Þorsteinsson Lýsing: Ingvar B. Björnsson Leikmynd og búningar: Magnús Tdmasson Leikstjóri: Oddur Bjömsson A almenningssalernum Lundtlnaborgar má stundum sjá krotað á veggi: „I’ll be back in five minutes. Godot.” (Kem eftjr fimm mi'nUtur. Godot.) Þaö væri betnr, aö höfundur verksins heföi flýtt för Godots, svo aö leikhús- gestir þyrftu ekki aö sitja undir leiöindunum I tæpar þrjár klukkustundir. Fimm minútur væri hæfileg lengd á þessu verki, og þætti flestum eflaust nóg um. Astæöan til þess er ósköp einfald- lega sú, aö leiöindi eru leiöinleg, En af því, aö einhverri menn- ingarklikul Parls rétt eftir seinna heimsstríöiö þóttu leiöindi af- skaplega merkileg, þá hefur þaö fariö sem farsótt um heiminn, aö Samuel Beckett væri mjög merkilegur höfundur og sýndi okkur „umkomuleysi mannlegr- ar tílveru I guölausum heimi,” svo aö vitnaö sé til oröa leikstjór- ans. Þaö má svo sem vel vera, aö hægt sé aö lesa út úr þessu leikriti almennar staöhæfingar af þessu tæi, en tíl þess þarf sterkan vilja og sérkennilega blindu. Sann- leikurinn er nefnilega sá, aö auk þess aö vera drepleiöinlegt, er verkiö nauöaómerkilegt, og skiptír þá engu, hve misvitrir menningarvitar heimsins lesa djúpa speki inn I þaö. En þaö er lika þaöeina.sem hægteraö gera viö þetta leikrit. Sjálft segir þaö ekki nokkurn skapaöan hlut. 1 leikskránni er haft eftir Har- old Pinter: „Beckett er I mlnum augum mesti rithöfundur sinnar kynslóöar. An Becketts heföi ég ekkert skrifaö. Hann er hugrakk- asti og miskunnarlausasti rit- höfundur, sem viö eigum.” Þaö er rétt, aö til þess hefur þurft mikiö hugrekki aö hafa valdiö því, aö Harold Pinter tók aö skrifa. En miskunnarleysiö er aöallega fólg- iöi'þviaöætlasttílþess, aö leikrit á borö viö Beöiö eftir Godot séu nokkurs staöar tekin til sýninga og aö fólk muni sjá þau. Varla skrifar höfundur leikrit nema I þeirri von, aö þaö veröi sýnt og einhver muni sjá þaö. 1 Beöiö eftir Godot er engin saga sögö, þar er engin heföbund- in atburöarás. Leikritiö er I tveimur þáttum. Tveir guös- volaöir aumingjar eru á sviöinu allan tlmann. Þeir hafa ekkert sérstakt fyrir stafni nema aö leyfa höfundi sinum aö skopast aö sér. Þeir geta ekki annaö en beöiö eftir Godot og drepiö timann meö ýmsum ráöum. Stundum fara þeir i’ leiki og rengja hvor annan eöa búa til nöfn á til dæmis Pozzo. Tvær mannVerur eiga leiö hjá, PozzoogLucky, og fara frá hægri til vinstri fyrir hlé en vinstri til hægri eftir hlé. Þeir gera nokkurn stans á ferö sinni I bæöi skiptin. I þaö fyrra étur Pozzo, gerir sig merkilegan og lætur Lucky dansa og hugsa. I þaö síöara er Pozzo blindur, og þegar Lucky fellur I gólfiö, getur Pozzo lltiö annaö gert en öskra á hjálp. Raunar minna þeir félagar fremur á skepnur en menn. Lucky and- mælir aldrei neinu og er I bandi, en Pozzo rekur hann áfram meö keyri. Eftir aö þeir félagar eru horfnir af sviöinu, kemur i báöum þáttum litill drengur meö þau skilaboö frá Godot, aö hann geti ekki komiö I dag, en muni koma á morgun. Aumingjarnir tveir, Vladimir og Estragon, stytta sér stundir yfir því, sem fyrir ber, en sitja ævinlega tveir eftir og geta ekki hvor án annars veriö. Hinir koma og fara. A meöan þessi atvik gerast á sviöinu, tala persónurnar ýmist saman eöa út i bláinn. Setningamar, sem út úr þeim koma, eru sjaldnast heilar. Gjaman eru samræöur annaö en aöskipst er á einsatkvæöisoröum. Ef tekiö er hraustlega til máls á annaö borö, eins og gert er I þessu leikriti á stundum, þá er þaö ýmist merkingarlaust bull, eins oglöng einræöa Luckys, eöa hálf- velgjuleg og grunnhyggnisleg lifsspeki. Annaö er þaö nú ekki. Þaö er eölilegt, þegar boöiö er upp á slikt þunnildi, aö menn drýgi þaö meö ööru. Verkiö skal vera merkilegt, hvaö sem tautar og raular. Hvernig á þvi stendur, er mér hulin ráögáta. Þaö er ekk- ert i'verkinu, sem gefur tilefni til þess. Nema ef þaö væru leiöindin sem yllu þvl, aö verkiö væri merkilegt. önnur ástæöa gæti veriö, aö Beckett væri svo merki- legur höfundur, aö þaö hlytí aö vera einhver dýpri speki I þessu verki. Þaö er aö minnsta kosti svo, aö bókmenntafræöingar mega vart vatni halda af hrifn- ingu og hafa skrifaö hverja læröa ritgeröina á fætur annarri til aö útleggja verkiö. Menn hafa meira aö segja lengi velt vöngum yfir nafninu Godot og til hvers þaö vísaöi. Sumir þeirra, sem dýpst hafa kafaö i þeim efnum, hafa komist aö þvl, aö þrlr fyrstu stafirnir i' nafninu séu God, og þykja mikil sannindi. Þaö er ástæöulaustaö fara nokkrum orö- um um raunir Islenskra menn- ingarvita viö aöskilja verkiö. Þaö hafa allir geta lesiö i dagblööum frá slöustu viku og leikskránni. Þar sem engin ástæöa er til aö ætla, aö Beckett beri af verkum sinum, þá veröur þaö hrein ráö- gáta, hvers vegna hann er talinn merkilegur höfundur. Þaö er orö- ineins konar menningarleg fyrir- tekt aö trúa því. Þaö er sárgrætilegt aö sjá, hve vel er gert viö slæmt leikrit, eins og nú ber viö hjá LA. Leiktjöldin eru mjög smekkleg, búningar einnig. Arni Tryggvason leikur Estragon og fatast hvergi. Bjarni Steingri'msson stendur sig mjög vel sem Vladimir, og er furöulegt, aö hann skuli ekki hafa fengiö stórt hlutverk fyrr I vetur. Viöar Eggertsson leikur Lucky og var mjög tilkomumikill. Þaö var mis- ráöiö, aö láta Theodór Júllusson leika Pozzo. Hann hefur enn ekki losnaö viö kæki úr Púntila og viröist ekki hafa áttaö sig á þvi, aö skapofsa má sýna meö öörum hætti en öskrum. Laurent Jónsson var ósköp saklaus, eins og vera bar. Frá höfundarins hendi eru mjög nákvæm fyrirmæli um hreyfingarleikaranna, og sýndist mér fariö eftir þvl I hvlvetna. Þaö væri þá helst, aö ekki hafi veriö þagnir, þar sem kveöiö er á um þær. Allar hreyfingar voru vand- lega Utfæröar. Leikstjóranum hefur tekist vel aö stýra þessum hóp. Þýöingin er yfirleitt vel gerö. Þó vil ég gera viö hana tvær at- leiklist hugasemdir. Maöur segir ekki „Sjáöu háls hans”, eins og gert er i þessari þýöingu, heldur „Sjáöu háisinn á honum.” Þetta á viö á fleiri stööum, þegar um er aö ræöa þýöingu á enskum eignar- fornöfnum. Hin athugasemdin er sú, aö þaö er merkingarmunur á „boots” á ensku og „stlgvél” á Is- lensku. Skdfatnaöur Estragons I þessari sýningu heföi heitiö boots á ensku, en hann getur meö engu móti kallast stigvél á Islensku heldur einungis skór. Stigvél þurfa aö ná hærra upp á fótlegg- inn. 1 leikskrá stendur, aö Beckett hafi kynnst James Joyce og Franz Kafka i París. Þaö er rétt, aö hann kynntist Joyce og var lærisveinn hans lengi fram eftir ævinni. En mér er nær aö halda, aö Kafka hafi veriö allur um þaö leytí, sem Beckett kemur til Parísar. Auk þess hefur ekki frést afþví fyrr, aö Kafka hafi lagtleiö slna til Parlsar. En fátt er ómögulegt. Persónumar I leikriti Becketts eru vart mennskar. Þær eru handan allrar örvæntingar, hætt- ar aö lifa, en samt ekki dauöar. Og get ekki annaö gert en beöiö eftir þvi, aö tlminn llöi. Þaö er verst aö leikhúsgestir geta ekki gert annaö heldur. Leiklistar- hátíð á Húsavík Fyrstu helgi I maí nánar tiltek- iö 2. — 4. hyggst Leikfélag Húsa- víkur halda upp á 80 ára afmæli sitt, en afmælisdagurinn var 14. febrúar s.l. Stofnaö veröur til einskonar leiklistarhátíöar, hinnar fyrstu á Islandi hjá áhugaleikfélögum. Þar koma leikfélög saman, ræöa hagsmunamál si'n, og sýna verk sin. Hefjast leiksýningar á laugardeginum kl. 14.00 og á sunnudeginum kl. 16.00. Þrjú leikfélög koma i heimsókn til Húsavlkur: Leikfélag Sauöárkróks meö Týndu teskeiöina eftir Kjartan Ragnarsson Leikfélag Siglufjaröar meö Skírn eftir Guömund Steinsson Litla Leikfélagiö I Garöinum meö Spegilmanninn barnaleikrit eftir Brian Way, sem frumsýnt var á menningarvöku Suöurnesja fyrir skömmu. Auk þess mun Leikfélag Húsa- vikur sýna VALS eftir Jón Hjartarson. En þaö leikrit er nú á leikför I Finnlandi og kemur heim um næstu mánaöamót. Leikfélag Húsavfkur var stofn- aö 14. febrúar áriö 1900 og hét þá SJÓNLEIKAFÉLAG HÚSVIK- INGA. Þaö starfaöi meö allmikl- um blo'ma fram undir 1920. Ariö 1928 var svo félagiö endurskipu- lagt, þvf sett ný lög og nafninu breytt i LEIKFÉLAG HÚSAVIK- UR. Slöan hefur starf þess veriö óslitiö og nú siöustu árin sérstak- lega þróttmikiö. Er skemmst aö minnast uppfærslu á Fiölaranum á þakinu I leikstjórn Einars Þor- bergssonar, sem sýnt var 38 sinn- um á Húsavlk á s.l. ári; sáu sýn- inguna tæplega 5000 manns. Siöasta verkefni félagsins er Fjalla-Eyvindur, sem sett var upp sem afmælissýning og jafn- framt i minningu 100 ára afmælis höfundarins, Þingeyingsins, Jó- hanns Sigurjónssonar. Vegna þessara tveggja tlma- móta veröur einnig gefiö út af- mælisrit I litlu tölusettu upplagi I tilefni af frimerkjasýningunni FRÍM ÞING 80, sem haldin verö- ur hér á Húsavlk dagana 25.-28. aprll n.k. A leiklistarhátlöinni mun Siguröur Hallmarsson flytja yfir- lit yfir sögu Leikfélags Húsavlk- ur; núverandi formaöur leik- félagsins er Anna Jeppesen. Norræna húsið: Leijonhufvud kynnir verk sfn Sænski rithöfundurinn Ake Leijonhufvud er um þessar mundir gestur Norræna hússins og hefur hann um árabil unniö fyrir sér sem blaöamaöur og rit- höfundur. Hann er m.a. höfundur bókarinnar „Anna och Christian” sem kom út áriö 1978 og hefur vakiö mikla athygli á Noröur- löndunum. Bókin fjallar um sam- skipti hjóna og magnþrungin reikningsskil þeirra og þau áhrif sem umstangiö hefur á sálarllf Htillar dóttur þeirra. Geta má þess aö Jóhanna Kristjónsdóttir skrifaöi um þessa bók I Morgun- blaöiö 24. april siöastiiöinn. Leijonhufvud kynnir verk sin i Norræna húsinu á morgun klukkan 20.30 og eru allir vel- komnir. :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.