Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ sterkt eins og í Svíþjóð og Dan- mörku, en mun minni í löndum eins og Bandaríkjunum. Ísland er ein- hvers staðar þarna á milli. Í sam- antekt Kristins Karlssonar frá októ- ber 1999, um útgjöld Norðurlandanna til félags- og heilbrigðismála kemur fram að út- gjöld til félags- og heilbrigðismála ekki öllum. Þá komum við að spurn- ingunni um hver ber ábyrgðina? Eru það einstaklingarnir sjálfir sem bera ábyrgð á þeirri stöðu sem þeir eru í eða ber samfélagið einhverja ábyrgð? Er með einhverju móti hægt að segja að þessir einstaklingar gætu gert betur, gætu lagt harðar að sér við að ná endum saman? Eða er það á ábyrgð samfélagsins að allir búi í öruggu húsnæði og geti fætt sig og klætt? Það er misjafnt eftir samfélögum hvernig þessi ábyrgð er skilgreind. Samfélagið virðist taka meiri ábyrgð í ríkjum þar sem velferðarkerfið er sem hvetur til þess að maður komist úr þessari gildru, nema beinlínis auknar lántökur,“ segir hún. Í ljósi þessara ummæla eru fréttir um auknar skuldir heimilanna at- hyglisverðar, en nýlega kom fram að skuldir þeirra hérlendis hefðu vaxið mun hraðar en í Bretlandi, Þýska- landi, Bandaríkjunum og Japan. Skuldir íslenskra heimila hafi verið 80% af ráðstöfunartekjum árið 1990 en 170% árið 2001. Þessar tölur renna hugsanlega stoðum undir þá frásögn Jóhönnu að kerfið hvetji til aukinna útgjalda og lántöku. Jóhanna segir að mesta hjálp sem fólk sem er í þessari stöðu gæti feng- ið felist í breytingum á skattkerfinu. „Breytingum sem myndu hvetja en ekki letja fólk til að koma sér úr þessari prísund. Slíkar breytingar á skattkerfinu myndu skila sér marg- falt út í samfélagið aftur því það er ósköp einfaldlega mjög dýrt fyrir samfélagið að hafa fólk í þessari stöðu,“ segir hún. Hver ber ábyrgðina? Hafi einhver verið í vafa um hvort fátækt leyndist á Íslandi hafa dæmin hér að framan og frásagnir fólksins líklega tekið af öll tvímæli um það. Fátækt í strangasta skilningi orðs- ins felst í því að sá sé fátækur sem ekki getur aflað sér nægs matar til að hann búi ekki við svelti eða van- næringu, eða nægra klæða eða hús- næðis til þess að skýla sér fyrir veðri og vindum. Víðari skilgreining á hugtakinu fátækt felst hins vegar í að sá sé fátækur sem búi við lífskjör og neyslu sem séu langt undir því að vera algengar eða eðlilegar í sam- félaginu. Það er ljóst að stór hópur fólks hefur ekki efni á brýnustu nauð- þurftum sem talin eru nauðsynleg í nútímasamfélagi og miðað er við í neyslukönnun Hagstofunnar, eins og fæði, klæði, húsnæði, barna- gæslu, skólagöngu barna, heilsu- vernd og lágmarksferðakostnaði. Þegar umræðu um fátækt ber á góma hugsa margir eflaust að fólk í þessari stöðu geti sjálfu sér um kennt. Það hljóti á einhverjum tíma- punkti að hafa eytt óhóflega um efni fram eða með einhverjum öðrum hætti komist í þessa stöðu. Það á ef- laust við í mörgum tilvikum en alls Ragna Rósantsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir setja mjólkurvörur í poka í vikulegri úthlutun Mæðra- styrksnefndar. Skjólstæðingar þeirra eru þakklátir fyrir aðstoðina en segja að oft sé hún aðeins dropi í hafið, þeir þurfi miklu meiri aðstoð til að eiga mat ofan í börnin sín. Fjölmargar ein- stæðar mæður leita eftir aðstoð hjá Mæðrastyrks- nefnd og Hjálp- arstarfi kirkj- unnar. Hér er matarmiði fyrir konu með fjögur börn. HÁTT verðlag, vinnuletjandi skatt- og almannatryggingakerfi og há grunnskólagjöld eru nefnd sem ástæður fyrir því að einstaklingar eiga erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót. Morgunblaðið ræddi við einstæða móður sem tekst á við slíkt verkefni um flest mánaðamót og neyðist til að leita aðstoðar Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún vill ekki láta nafns síns getið vegna þess viðhorfs sem er ríkjandi í garð fólks í slíkri stöðu í þjóðfélaginu. Hún óttast að það komi niður á son- um sínum tveimur sem eru á við- kvæmum aldri. Við köllum hana því Jóhönnu. Jóhanna er 45 ára einstæð móð- ir sem býr á höfuðborgarsvæðinu með tvo drengi á aldrinum 10 og 15 ára. Hún er í 75% vinnu og hefur verið 75% öryrki sl. fjórtán ár vegna flogaveiki. Tekjur hennar nema alls 160 þúsund krónum. Hún fær 60.000 krónur í örorkubætur frá Tryggingastofnun. Af þeirri upp- hæð eru 9.000 krónur persónu- legar bætur til hennar sem eru verulega skertar vegna þess að hún vinnur úti. 25.500 krónur fær hún hins vegar í barnalífeyri fyrir hvorn dreng. Hún fær um 11.000 krónur frá Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna, og þar er sama uppi á ten- ingnum, 2.000 krónur eru persónu- lega til hennar en 9.000 krónur er barnalífeyrir. Laun hennar fyrir 75% vinnu eru, útborgaðar, um 90.000 krónur. 40 þúsund krónur til ráðstöfunar 160 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði hljómar ekki svo illa, en þá er eftir að telja útgjöldin sem verða að teljast svipuð og hjá hverri með- alfjölskyldu. Jóhanna greiðir mán- aðarlega afborganir af íbúðinni sem hún býr í og festi kaup á fyrir mörg- um árum, rafmagn, síma, hita, tryggingar og afborganir af tveimur neyslulánum sem hún tók fyrir þó- nokkru síðan til að fjármagna neyslu fjölskyldunnar. Samtals gera þessi útgjöld 120 þúsund krónur. Það þýð- ir að Jóhanna hefur 40 þúsund krónur til ráðstöfunar fyrir sig og syni sína tvo í hverjum mánuði. Til samanburðar er lágmarks- framfærslukostnaður samkvæmt reynslutölum Ráðgjafastofu heim- ilanna fyrir einstætt foreldri með tvö börn 78.781 kr. á mánuði. Eins og allir vita fylgja ýmis út- gjöld börnum og unglingum. Jó- hanna segir að útgjöld á vegum grunnskólanna aukist sífellt. Hún greiði til dæmis um 16.000 krónur í mánuði fyrir heimanám fyrir báða drengina tvisvar í viku að loknum hefðbundnum skóladegi og heitar máltíðir fyrir annan drenginn í há- deginu. Þá eru eftir 24.000 krónur. Eins og almennt er talið nauðsyn- legt fyrir börn til þess m.a. að koma í veg fyrir félagslega einangrun, stunda báðir synir Jóhönnu íþróttir. Hjá þeim yngri er mánaðargjald fyr- ir íþróttaiðkun um 7.000 krónur. Hjá þeim eldri er það svipað en hann hefur náð langt í sinni íþrótt og fer því nánast í hverjum mánuði til að keppa á mótum sem haldin eru víðs vegar um landið. Þær ferðir hafa aukaútgjöld í för með sér þar sem engir styrkir eru í boði fyrir hans aldurshóp. Samtals greiðir Jóhanna 14.000 krónur á mánuði fyrir íþróttaiðkun drengjanna. Þá eru 10.000 krónur eftir sem hún þarf að lifa af í 30 daga með tvö börn. Lág- markskostnaður einstæðs foreldris með tvö börn fyrir mat og hreinlæt- isvörur samkvæmt Ráðgjafarstofu heimilanna er um 50 þúsund krónur. Jóhanna segir að hún leggi mikið á sig til þess að drengirnir hennar líti ekki á sig sem fátækrabörn. Hún ali þá ekki upp í fátækt og hún líti svo á að það séu þeirra réttindi að lifa lífi eins og flest önnur börn. Því vill hún til dæmis ekki neita þeim um íþrótta- og tómstundaiðkun. Flesta undanfarna mánuði hefur hún hins vegar leitað aðstoðar hjá bæði Mæðrastyrksnefnd og Hjálp- arstarfi kirkjunnar til að ná endum saman. Hún segir að stöðugt álag fylgi því að reyna að ná endum saman um hver mánaðamót en hún reyni að hefja hugarfar sitt yfir áhyggjurnar til þess að láta þær ekki draga sig niður. Hún segist ekki sjá lausn í sjón- máli en mikið verk væri unnið ef skattkerfinu yrði breytt svo auð- veldara væri að komast upp úr slíkri aðstöðu með því að auka við sig í vinnu, en ekki með auknum lántök- um. Hún segir einnig að viðhorfs- breytingar sé þörf: „Í fyrsta lagi á ekki að vera skömm að því að ná ekki endum saman. Það eru fjöl- margir í þessari stöðu og bágindi fólks eru ekki þess einkamál. Í öðru lagi held ég að það myndi breyta miklu ef fólk sem verið hefur í þess- ari stöðu kæmist t.d. á þing. Það er afar ólíklegt að breyting verði þegar ráðandi aðilar í þjóðfélaginu eru all- flestir íhaldssamir, miðaldra karl- menn. Ég er sannfærð um að ein- stæð móðir á þingi myndi breyta miklu,“ segir hún að lokum. Tekjurnar hrökkva skammt „Í fyrsta lagi á ekki að vera skömm að því að ná ekki end- um saman. Það eru fjölmargir í þessari stöðu og bágindi fólks eru ekki þess einkamál.“                                                      !"     #          $ %& % '  !  "                                                   ! "             ) (            *+         (             ,           -.   (  /&$ 00&/ /&/ %%% % /0$ &1  $/$/ 1$0/ &/$ -2')2-                                                                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.