Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 6
ELLEN Ingvadóttir sigraðiumrætt kvöld kornungm.a. Hrafnhildi Guð-mundsdóttur, helstusundkonu Íslands á þeim tíma, í 200 metra bringusundi. Ellen er nú löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi ásamt því að starfa sem ráðstefnutúlkur, bæði innan- lands og utan. „Ég á mér margar minningar frá sundinu yfir höfuð,“ segir Ellen. „Ég var ákaflega erfiður unglingur, skapmikill frumburður sem gerði nánast það sem honum sýndist. Einn góðan veðurdag var foreldrum mín- um nóg boðið og faðir minn tók í hönd mér og fór með mig í Sundhöll Reykjavíkur og skráði mig sund- deild Ármanns. Ein af ástæðum þess var að ég var „sett“ í íþróttir svona ung var að ég var bæði hávaxin og kraftmikil og hafði mikið keppnis- skap og þessir þættir samanlagðir urðu að svokallaðri „óþekkt“. Vinur foreldra minna, sem var mikið við unglingastarf, sagði að sennilega vantaði mig útrás fyrir orkuna. Sennilega var þetta rétt mat því hálfu ári eftir að ég fór að æfa sund komu fyrstu Íslandsmetin, ein- mitt eftir þetta eftirminnilega kvöld. Ég æfði fyrst og fremst bringusund sem er mjög tæknileg grein og erfið. Til að hvíla mig frá bringusundinu æfði ég einnig skriðsund og keppti í því og seinna meir í fjórsundi líka. Ég var alla tíð undir handleiðslu mjög góðs þjálfara, Siggeirs Sig- geirssonar, landsliðsþjálfara. Minningarnar frá þessu umrædda kvöldi eru þær að ég stakk mér til sunds í þær keppnisgreinar sem ég hafði verið skráð í og varð mest hissa sjálf þegar í ljós kom að ég var að setja met – mér fannst ég ekki hafa haft svo mikið fyrir þessu. Foreldrar mínir höfðu hvatt mig til að mæta vel á allar æfingar. Þegar ég kom heim með verðlaunapeningana sem ég fékk, þá trúðu þau varla hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en næsta morgun þeg- ar Morgunblaðið kom út og símtöl og fallegar kveðjur fór að berast að menn áttuðu sig á því að þarna höfðu orðið kaflaskipti – ekki bara á íþróttaferli heldur í lífi mínu, því næstu árin á eftir snerist líf mitt um tvennt, þ.e. skólann og sundið. Þessi kaflaskipti þýddu að allur minn tími utan skólans fór í sundið og æfingar. Ég vann mér sess í landsliðinu mjög fljótlega og æfði af kappi næstu árin með félögum mínum. Þá voru átta til tíu aðilar í landsliðinu og við æfðum og fórum í keppnisferða- lög til útlanda, bæði í landskeppnir við ýmsar þjóðir og á ýmis meist- aramót. Ég vil einnig geta þess í sambandi við „kaflaskiptin“, að auðvitað átti ég eins og aðrir unglingar vini í skól- anum en þegar ég varð gjaldgeng í landsliðið þá sköpuðust sterk vin- áttubönd við félaga mína þar, sem aldrei hafa slitnað. Við vorum yngstar ég og Sigrún Siggeirsdóttir baksundkona og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, sem var tveimur árum eldri en við Sigrún – hún var besta flug- og skriðsunds- kona á þeim tíma. Þá má geta sundmanna eins og Guðmundar Gísla- sonar, Leiknis Jónssonar og bræðranna Árna og Gunnars Kristjánssonar, en allt voru þetta fyrsta flokks sund- og keppnismenn. Mig langar líka til að geta þess, úr því að við erum að rifja upp sundfer- ilinn, að fyrirmynd mín, alveg frá því ég byrjaði að synda var Hrafnhildur Guðmundsdóttir sem er tíu árum eldri en ég og hafði þegar þetta var verið sunddrottning Íslands um margra ára skeið. Hún var mjög fjöl- hæf sundkona og mikill keppnismað- ur – ég minnist þess að faðir minn sagði við mig í gríni, en þó hefur ein- hver alvara fylgt, að sennilega gæti ég aldrei talist góð sundkona fyrr en ég færi að nálgast tíma Hrafnhildar. Þess má geta að á sínum tíma var Hrafnhildur ein besta sundkona Norðurlanda. Hætti að keppa í kjölfar veikinda En hvenær lagðir þú sundið „á hilluna“? Ég keppti óslitið frá þessu örlaga- ríka kvöldi og tók mér sjaldan hlé allt til þess að ég hætti að keppa 17 ára. Þá veiktist ég og var frá æfing- um í hálft ár og byrjaði aldrei að æfa aftur af neinni alvöru eftir það.“ Hvað áttir þú mörg Íslandsmet þegar upp var staðið? „Ég hef aldrei haldið tölu yfir Ís- landsmetin en þau voru allmörg því markmiðið var jú ætíð að setja ný og ný met. Ég er hins vegar svolítið hreykin af því, þótt maður eigi alltaf að gleðjast yfir framförum, að ég átti met í nokkur ár eftir að ég hætti keppni.“ Hvern telur þú hápunkt sundferils þíns? „Nú, það er draumur allra íþrótta- manna að öðlast keppnisrétt á Ól- ympíuleikum og það gerði ég þegar ég var 15 ára þegar ég keppti á Ól- ympíuleikunum í Mexíkó 1968 og var þá einn yngsti keppandinn á þeim leikum. Ég hafði oft keppt fyrir Íslands hönd áður en ég gleymi aldrei til- finningunni sem bærðist í brjósti mínu þegar ég gekk inn á Ólympíu- leikvanginn.“ Hef átt ákaflega skemmtilegt líf Hvað hefur drifið á daga þína síð- an þú hættir keppni? „Ég hef átt ákaflega skemmtilegt líf finnst mér. Ég starfaði um tveggja ára skeið í íslensku utanrík- isþjónustunni og var í New York. Síðan var ég sölustjóri og síðar sett- ur framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar Landsýnar. Þá tóku við ellefu ár í amerísku utanríkisþjónustunni og síðan stofnaði ég fyrirtækið Þýð- ingar og textaráðgjöf fyrir tíu árum, það hefur stækkað ört og félagar komið inn í það. Jafnframt hef ég verið virk í stjórnmálastarfi Sjálf- stæðisflokksins undanfarin tíu ár og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, átt sæti í nefndum og ráðum, ásamt því að hafa unnið að jafnréttismál- um, m.a. með setu í jafnréttisráði.“ Getur verið að jafnframt þessu öllu hafir þú lagst í víking um tíma? „Jú, árið 2000 var ég einn níu áhafnarmanna sem fóru á víkinga- skipinu Íslendingi í Vesturheim. Ég var eina konan um borð og upplifði þarna ævintýri sem engu líkist.“ Er eitthvert ævintýri í þínu lífi sem stenst samanburð við víkinga- ferðalagið og Ólympíuleikana? „Allt lífið er ævintýri og að taka áskorun hvers dags er mjög skemmtilegt. Hins vegar er ég að eðlisfari þannig að ég leita gjarnan nýrra ævintýra og er núna ákaflega upptekin af því í frítíma mínum að stunda kajakasiglingar, að ekki sé nú minnst á nýjasta ævintýrið, en ég og maðurinn minn Þorsteinn Ingi Kragh, vélfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, erum nýbúin að fá okk- ur stór og mikil mótorhjól og hugs- um gott til glóðarinnar í sumar að ferðast á þeim. Ég er jeppakona og ferðast mjög mikið á sumrin á nýjar slóðir, því endalaust er hægt að finna staði á Íslandi sem heilla.“ Má kannski kalla þig „kvenofur- huga“? „Ekki mundi ég nota það orð en hef það „mottó“ að lifa lífinu lifandi og það var reyndar eitt sem var mér mikil hvatning þegar ég var að keppa í sundi á unglingsárunum mínum, hugtak sem ég hef mikið notað á síðari árum, „ef aðrir geta það – get ég það“. Þessi setning er reyndar komin frá foreldrum mínum þegar þau hvöttu mig áfram í sund- inu forðum daga og í lífinu yfirleitt.“ Á himni stjarnanna Í Morgunblaðinu 20. apríl 1967 segir í fyrir- sögn á bls. 30: „Ung stúlka Ellen Ingvadóttir vakti mesta athygli á KR-mótinu í fyrra- kvöld“. Guðrún Guð- laugsdóttir spurði Ellen hvað hún hefði að segja um þetta kvöld þegar hún „skaust skyndilega upp á himinn stjarn- anna“, eins og segir í fyrrnefndri blaðafrétt. Þessi kaflaskipti þýddu að allur minn tími utan skólans fór í sundið og æfingar HVAR ERU ÞAU NÚ? 6 B SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Tannstönglabox Verð kr. 2.590 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.