Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 B 7 Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast. Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að fullnýta tækifærin á www.navision.is Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials VEIÐIN hefur verið fremur dræm í þeim ám sem opnaðar hafa verið. Skást hefur veiðin verið í sjóbirt- ingsám í námunda við Klaustur, helst að Geirlandsá hafi gefið reyt- ingsveiði. Þá hafa einnig fiskast góð- ir birtingar úr Hörgsá neðri og Eld- vatni á Brunasandi. Reytingur hefur verið í Varmá, mest smár fiskur, en lítið hefur veiðst í Soginu. Enginn fiskur tvo fyrstu dagana í Ásgarði og lítið ef nokkuð í Bíldsfelli. Menn urðu þó varir, en fiskur tók grannt og náð- ist ekki. Eftir sæmileg hlýindi síðustu daga má búast við að veiði glæðist á næst- unni. Enn hefur ekki frést af stærri birtingi en 14 pundara sem veiddist á Skaftársvæðinu, í Landbrotinu, fyrsta veiðidaginn. Hópið til SVFR Stangaveiðifélag Reykjavíkur hef- ur tekið Hópið í Húnavatnssýslu á leigu. Þetta er mikill fengur fyrir fé- lagsmenn SVFR, þ.e.a.s. skuldlausa félagsmenn SVFR, því ætlunin er að þeir geti veitt frítt í vatninu gegn framvísun félagsskírteina. Hópið er mjög gott veiðivatn, en nauðsynlegt er fyrir menn að þekkja veiðistaði. Gríðarlega mikil sjóbleikja er í vatn- inu, einnig staðbundinn fiskur og reytingur af sjóbirtingi, enda farleið hins mikla grúa göngusilungs sem gengur í Víðidalsá. Best er Hópið á vorin og snemma sumars. Bleikjan hefur verið mælimerkt í Hópinu og hefur komið í ljós, að á umræddum árstíma liggur bleikjan á aðeins um tveggja metra dýpi mjög nærri landi. Það er því gott að ná til henn- ar, en eins og áður sagði er nauðsyn- legt að vita um staðina. Bændur bjóða Nokkrir bændur innan Ferða- þjónustu bænda hafa tekið sig til og boðið stangaveiðimönnum gistingu í vor gegn ókeypis veiðileyfum. Riðið er á vaðið með samvinnu við SVFR og fyrstir til að bjóða eru bændur í Keldudal í Skagafirði sem bjóða ókeypis vorveiði í Hólmavatni og Urriðavatni. Urriði er í þessum vötn- um og tekur hann einmitt vel á vorin. Elliðaárnar missa aðdráttaraflið Stangaveiðimenn hafa brugðist við slakri veiði í Elliðaánum síðustu sumur með því að missa áhugann á ánum. Eftir fyrstu úthlutun SVFR til félagsmanna sinna er aragrúi veiðileyfa laus í ánum. Hún er seld út í hálfum sögum og kostar dagshlut- inn 8.300 til 9.400 sem er ekki mikið miðað við verðlag á laxveiðileyfum nú til dags. Áhugaleysið hefur verið að aukast síðustu ár, en til þessa hef- ur þó besti tíminn, í júlí, selst upp. Að þessu sinni er einnig mikið af lausum leyfum í júlí. Segja má að á þennan hátt fái árnar á óbeinan hátt þá vernd fyrir veiði sem laxastofn ár- innar virðist þurfa á að halda. Veiðin fer ró- lega af stað Morgunblaðið/Einar Falur Veiðin fer rólega af stað í þeim ám þar sem veiði er hafin. Myndin er tekin á sjóbirtingsslóðum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.