Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vinstri krókur æfður N ÁLÆGT 300 manns á landinu æfa hnefaleika, þar af 150–200 manns á höfuðborgarsvæðinu. Mikill áhugi virðist hafa vaknað fyrir íþróttinni eft- ir að ástundun hennar var leyfð með landslögum á ný. Í Ræktinni á Sel- tjarnarnesi eru æfingar hjá Hnefa- leikafélagi Reykjavíkur, jafnt fyrir þá sem eru lengra komnir og nýliða. Síðastliðinn miðvikudag voru æfingar fyrir barna- og unglingaflokk og í beinu framhaldi af því fyrir eldri nýliða. Yngsti þátt- takandinn á fyrri æfingunni var átta ára gamall en menn eru enn að stunda íþróttina komnir á níræð- isaldurinn. Sigurjón Gunnsteinsson var að þjálfa nýliðana þegar blaðamenn bar að garði. Hann segir að gömlu boxararnir séu enn þá að. Menn eins og Guðmundur Arason, 84 ára, sem æfir þrisvar í viku, og Þorkell Magnússon, sem voru í fínu formi þegar hnefaleikar voru bannaðir með lögum hér á landi 1956. Létt upphitun Nýliðaæfingin byrjaði með léttri upphitun með sippi og þótt sippubandið léki ekki beinlínis í hönd- unum á öllum er greinilegt að menn taka íþróttina alvarlega og sumir ætla sér langt. Þarna voru tíu manns og þar af tvær ungar og áhugasamar konur. Það er þó ekki fyrr en eftir nokkra mánuði sem æf- ingarnar taka á sig þá mynd að slegist er í hringn- um og þá eru settar upp höfuðhlífar. Hnefaleikafélagið er nú að byggja upp nýja að- stöðu í leiguhúsnæði í Faxafeni. Félagið hefur keypt keppnishring að utan eins og þeir gerast bestir, sem þar verður settur upp og stefnt er að því að hefja þar æfingar í næsta mánuði. Þangað til verður að- staðan í Ræktinni að duga, en Sigurjón segir að þar hái plássleysi starfseminni og sömuleiðis vantar fleiri tæki. Þetta stendur þó allt til bóta í nýju að- stöðunni og þar verður líka hægt að halda lítil mót. Keppnishringurinn er færanlegur og þess vegna hægt að setja hann upp annars staðar þar sem hægt er að halda stærri mót. Sama tíma að ári Hnefaleikafélagið hefur sótt um aðild að Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur og þegar aðildin er orðin fullgild verður rekstur félagsins settur í fastari skorður. Sigurjón er í hnefaleikanefnd Íþrótta- sambands Íslands og á hennar vegum er unnið að undirbúningi að stofnun Hnefaleikasambands Ís- lands. Íslendingar vilja láta kveða að sér í hnefaleikum á erlendri grund. Það sýndi utanför 13 hnefaleika- manna til Bandaríkjanna fyrir rúmu einu ári þar sem þeir þóttu standa sig framar vonum gegn þrautþjálfuðum boxurum. Keppnisharkan og líkams- burðirnir fleyttu þeim langt í þeim viðureignum. Sigurjón kveðst eiga von á því að fyrsta Íslands- mótið í hnefaleikum síðan 1954 verði haldið að á sama tíma að ári, þ.e. vorið 2003, 49 árum eftir að hnefaleikar voru bannaðir með lögum. Nokkrir box- arar, sem voru upp á sitt besta um miðja síðustu öld, eru enn á lífi og í fullu fjöri og eiga meira að segja ennþá Íslandsmeistaratitil að verja. Sigurjón segir að ekki sé grundvöllur fyrir því að halda Íslandsmót fyrr en þetta. Fyrst þurfi þeir, sem eru lengra komnir, að ná upp betra formi því, eins og eðlilegt má teljast, höfðu íslenskir hnefaleik- arar ekki að miklu að stefna meðan íþróttin var bönnuð og æfingar fóru fram í kyrrþey. Ómissandi við upphitun og þrekþjálfun; sippubandið. Einbeittar stallsystu Fyrst eru það vafningarnir og síðan hanskarnir. Slegist í sátt við landslög Um 300 manns á landinu æfa hnefaleika í fullri sátt við lands- lög. Guðjón Guðmundsson og Kjartan Þorbjörnsson ljósmynd- ari litu inn á æfingu hjá nýliðum í Ræktinni og komust að því að stefnt er að því að halda Íslands- mót í ólympískum hnefaleikum vorið 2003, það fyrsta í 49 ár. Lamið í teygjuboltann óútreiknanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.