Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir LAX er meðal þeirra fiska sem hvaðmest innihalda af omega-3-fitusýr-um sem vernda taugafrumur okk-ar og flýta fyrir upplýsingaflæðiþeirra. Aminósýrur og vítamín sem finna má í laxi, koma við sögu ýmissa efnasambanda sem spyrna gegn þunglyndi og bæta næmi skynjunar. Eftirfarandi árbít- ur kemur manni ljúflega á bragð gleðinnar og góða skapsins. LAXAMÚS (FYRIR TVO) 75 g reyktur lax 1 msk. ólífuolía 1 msk. lint smjör 30 g rjómostur salt og pipar 1 msk. sítrónusafi ½ knippi ferskur graslaukur 150 g laxafilet 4 grófar ristaðar brauðsneiðar 2 msk. hvítvín Skerið reykta laxinn í stóra bita og setjið í lítinn pott ásamt hvítvíni og látið krauma í 2 mín. Blandið því næst ólífuolíu saman við ásamt ostinum, ögn af salti, pipar og 1 msk. af sítrónusafa. Skerið ferska laxastykkið í smá bita og steikið í 2–3 mín. upp úr smjörinu við vægan hita. Hrærið öllu saman og bætið fínt söxuðum graslauknum út í að síðustu. Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa. Geymið blönduna í kæli þar til hún skal borin fram. Ljúfur dögurður á sunnudagsmorgni ofan á vænar, glóðvolgar ristaðar brauðsneið- ar. Það er upplagt að hræra músina saman kvöldið áður þannig að ekkert þurfi að gera nema smyrja henni á brauðið með bros á vör. Eftirfarandi drykkur ýtir enn frekar undir hina léttu lund. 2 greipaldin 2 appelsínur 1 lime 1 tsk. hunang 1 cm rifin engiferrót Pressið safann úr sítrusávöxtunum, bland- ið hunangi saman við ásamt engiferrót og hellið í há glös. Borðum vel og brosum breitt. Margar kryddjurtir hafa jákvæð áhrif á andann og saffran getur t.a.m. hjálpað til við að auka á lífsgleði á meðan kanill og múskat hífa upp móralinn. Hinn sykraði ilmur vanill- unnar leysir endorfín úr læðingi sem aftur á móti stuðla að almennri vellíðan. Mikið er talað um að kaffi ýti undir stress og viðkvæmir skuli forðast það í lengstu lög. Það er nú hins vegar svo að 1–2 sterkir kaffi- bollar á dag skerpa hugann og kalla fram skýrari hugmyndir auk þess sem kaffið gefur orku og eflir sjálsftraust. Kaffi hefur styrkj- andi áhrif á virkni hormónanna, dópamíns og noradrenalíns. Ofneysla kaffis hefur hins vegar þveröfug áhrif og henni fylgir jafn- framt taugaveiklun og skjálfti. Kakóduft hefur að geyma ótal mjög virk efnasambönd sem sefa órólegar sálir og fólki í ástarsorg verður einnig gott af hóflegu súkkulaðiáti allt með því að örva skynjunina. Teóbrómín örvar t.d. miðtaugakerfið, fenílet- ílamín hefur hvetjandi áhrif á serótónín og skapar þannig ánægju og léttir lundina. Til þess að súkkulaði hafi tilætluð áhrif þarf það að vera sem sem dökkast, þ.e. með sem mest kakóinnihald og sem minnst af sykri. Um magnið skal ekki segja, en hafa ber í huga að best er að borða súkkulaði rólega í litlum skömmtum. Þessi súkkulaðimús kórónar sunnudagsmorguninn og framkallar vor í hjartanu. SÚKKULAÐIMÚS MEÐ KARDIMOMMUM FYRIR TVO 100 g dökkt súkkulaði 2 tsk. instant-espressokaffiduft 2 msk. kaffilíkjör ½ tsk. kardimommuduft 1 egg 75 g rjómi 1 msk. sykur ½ tsk. vanillusykur Bræðið 90 g af súkkulaðinu í heitu vatns- baði (hitaþolin skál ofan í potti). Á meðan því fer fram, leysið þá kaffiduft upp í 2 msk. af sjóðheitu vatni og bætið svo líkjörnum út í ásamt kardimommunni. Aðskiljið hvítu og rauðu eggsins og blandið rauðunni saman við sykurinn, vanillusykurinn og 1 msk. af volgu vatni þannig að úr verði kremkennd blanda, algerlega hnökralaus. Blandið súkkulaðinu varlega saman við kaffiblönduna. Stífþeytið eggjahvítuna og hrærið varlega saman við. Komið búðingnum fyrir í tveimur desertglös- um, þekið með loki eða álpappír og setjið í kæli í a.m.k. 2 tíma (enn betra yfir nótt). Rífið afganginn af súkkulaðinu og stráið yfir. Berið fram ásamt ferskum berjum, t.d. jarðarberj- um, og góðu kaffi. Hanna Friðriksdóttir Tvær mýs á sunnudagsmorgni Morgunblaðið/Áslaug ahf@mbl.is HVÍTVÍN frá Ítalíu og Kali-forníu og rauðvín frá Ítalíu,Ástralíu og Suður-Afríku eru vín vikunnar að þessu sinni. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera í reynslusölu hjá ÁTVR þessa stundina. Fontanafredda Gavi 2000 (1.310 kr.) er hvítvín frá Norður-Ítalíu. Ilmur grösugur og þéttur, ferskur með angan af grænum berjum. Vínið hefur góða fyllingu er sýrumikið, þétt með beiskum lakkrís í munni undir lokin. Carlo Rossi California White (890 kr.) einkennist af mjúkum og sætum ávaxta- og blómailm. Sum- arlegt yfirbragð, appelsínur og blóm í nefi. Einfalt bragð og ein- kennalítið, enda ódýrt vín, sýrulítið með smá sætu. Þetta vín þarf að kæla vel fyrir neyslu. Hið rauða Boscaini Valpolicella Classico San Cirico 1999 (1.270 kr.) er einnar ekru Valpolicella Class- ico og vekur strax athygli fyrir fal- legar umbúðir. Ítalir kunna þá list. Vínið er eikað aldrei þessu vant af Valpolicella að vera, sem kemur í ljós strax í nefi. Í staðinn fyrir hinn unga kirsuberjamikla ávöxt, sem yfirleitt einkennir þessi vín, er dökkt kaffi í aðalhlutverki. Í munni þétt, stamt og langt. Þetta er mjög fínt matarvín en vissulega ekki „Valpolicella“ í þeim stíl sem flestir kannast við. Mjög góð kaup. Einn þekktasti víngerðarmaður Barossa í Suður-Ástralíu er Peter Lehmann. Vín hans Barossa Cab- ernet Sauvignon 1999 (1.560 kr.) er skotheldur Ástrali. Dökkur ávöxt- ur, krydd, mynta og kaffi í nefi. Myntan er áfram fyrirferðarmikil í bragðinu ásamt dökkum ávext- inum. Hreinasta sælgæti. Suður-Afríka er farin að sækja í sig veðrið á íslenska markaðinum og hingað streyma frambærileg vín frá Höfðanum. Eitt þeirra er Spice Route Andrew’s Hope Cabernet Sauvignon Merlot 1999 (1.290 kr.). Ilmurinn dökkur og berjamikill, minnir helst á krækiberjasafa í bland við angan af rauðum rósum. Vínið er nokkuð áfengt, sem gefur því þyngd og fyllingu, öflugt og flott. Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Golli Vín vikunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.