Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 11
Slóðin www.bbnorway.com er hentug fyrir þá sem vilja prófa heimagistingu í Ósló Heima- gisting í Ósló Í SUMAR gefst höfuðborgarbú- um og gestum kostur á að fara í skemmtisiglingu með Hafsúlunni upp í Hvalfjörð. „Við höfum verið að bjóða hóp- um upp á ferðir sem þessar en í sumar ætlum við líka að bjóða upp á reglulegar ferðir um helgar frá Ægisgarði,“ segir Guðmundur Gestsson, framkvæmdastjóri Hafsúlunnar. Ferðirnar taka um þrjá tíma. Siglt er inn í Hvalfjörð og þar settur út plógur. Það sem kemur upp með plógnum er skoðað en það er fjölbreytilegt eins og kræklingur, hörpuskel, krabba- dýr og fleira. Gestum er boðið að smakka á hörpuskelinni beint úr sjónum og þeir sem vilja geta fengið með hvítvínsglas. Lundinn í Lundey heimsóttur Í bakaleiðinni er farið í skoð- unarferð um sundin blá og fólki sýndar eyjarnar. Guðmundur segir að m.a. sé komið við í Lund- ey en lundinn kemur þangað um miðjan maí. Auk þess sem boðið verður upp á þessar reglulegu ferðir er Haf- súlan með ferðir fyrir hópa. Þá er jafnvel hægt að fá fiskhlaðborð í bakaleiðinni þegar búið er að bragða á hörpuskelfiski í Hval- firði. Hafsúlan kom hingað til lands frá Noregi í fyrravor, hún er tví- bytna sem er framleidd var árið 1986 sem farþegaskip. Skipið rúmar 110 manns í sæti innan- dyra en það er skráð fyrir 150 far- þega allt í allt. Hvalaskoðunarferðir frá Reykjavík Guðmundur segir að í fyrra hafi Hafsúlan verið með skemmti- og hvalaskoðunarferðir frá Reykjavík. Hinn 1. apríl sl. hófust reglulegar hvalaskoðunarferðir frá Ægisgarði alla daga klukkan 9 og komið er til baka klukkan 12. Að sögn Guðmundar sést til hvala í 97–98% tilvika yfir sumarið. Þá hafa forsvarsmenn Hafsúl- unnar einnig boðið skólafólki í fræðslu- og skemmtiferðir líf- fræðingur hefur þá verið um borð sem frætt hefur börnin um það sem kemur upp með plógnum í Hvalfirðinum og um lífríki sjávar við höfuðborgina. Þá verður minni bátur sem ber nafnið Gestur einnig gerður út af sömu aðilum og Hafsúlan í sumar frá Reykjavík. Boðið verður upp á reglulegar ferðir með Gesti. Hann mun verða með styttri ferð- ir þar sem boðið verður upp á veiði- og skoðunarferðir um sund- in blá. Bragðað á hráum skelfiski og siglt um sundin blá Ljósmyndir/G. Bjarki Það er ýmislegt sem kemur uppúr kafinu þegar plógurinn er dreginn inn. Hafsúlan býður í sumar upp á skemmtisiglingar í Hvalfjörð  Hafsúlan og Gestur Nánari upplýsingar í síma 533-2660 Myndsími 421-2517 heimsíða hafsúlunnar er: www.hafsulan.is Tölvupóstfang: hafsulan@hafsulan.is Siglt verður frá Ægisgarði í Reykjavík.  ÞAÐ getur verið skemmtilegt að prófa að hjóla um München eigi fólk leið þangað. Hægt er að leigja hjól á aðaljárnbrautarstöðinni hjá Radius Bik- es og kostar leigan um 1.000 krónur á dag. Fólk fær hins vegar um 400 krónur til baka þegar það skilar hjólinu. Það er hægt að fá sérstakt hjólakort af borginni og slík kort eru seld á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn sem eru á aðaljárnbrautarstöðinni og á járnbrautarstöðinni við Marienplatz. Boðið er upp á hjólatúra með leiðsögn hjá fyr- irtækinu Mikes biketours. Hjólað um München  Boðið er upp á hjólatúra með leið- sögn. Heimasíðan er www.mikesbike- tours.com. Einnig er hægt að fá upplýs- ingar um borgina og hjólaleiðir á slóðinni www.muenchen.de  Í SUMAR verður Flamenco-hátíð haldin í Andalús- íu á Spáni. Hátíðin ber yfirskriftina 2002 Flamenco Bienial og stendur frá því í júlí og fram í október. Mikið verður um að vera í Sevilla en þar verður fremstu flamenco-listamönnum heims boðið að leggja sitt af mörkum með söng, dansi og gítarleik. Spænska ferðamálaráðið hefur sett saman pakkaferðir með miðum á listviðburði og gistingu. Þá hefur ferðamálaráð Andalúsíu útbúið heima- síðu um hátíðahöldin, en þar er til dæmis hægt að lesa sér til um sögu flamenco, fá upplýsingar um viðburði sumarsins, skoða myndir og fá heimilisföng. Flamenco-hátíðahöld í Andalúsíu  Nánari upplýsingar um hátíðahöldin og pakka með miðum á listviðburði og gist- ingu má fá með því að senda tölvupóst til dir-gral@vcs-fdo.supercable.es Þá eru einnig veittar upplýsingar í síma 0034 954 083 036 Myndsími er 0034 954 083 388 Heimasíða hátíðahaldanna í Andalúsíu er www.flamencoandalucia.org Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.845 vikan. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, smá-rútur og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., sími 456 3745. fylkirag@snerpa.is www.fylkir.is íl l i íl r Su arhús í Danmörku g i -Evr Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku. Innifalið í verð; Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Ev ópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið senda. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@snerpa.is heimasíða www.fylkir.is Ísland frá kr. 3.700,- á dag Danmörk frá kr. 3.500,- á dag Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag Bretland frá kr. 2.700,- á dag Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag Ítalía frá kr. 3.800,- á dag Spánn frá kr. 2.200,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A eða sambærilegan Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.