Alþýðublaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 6
Á tónleikunum á Wembley
síðast liðinn laugardag var
margt um manninn, bæði
kenndan og ókenndan.
Hérna er einn frægur og vel
kenndur um heiminn, Jerry
Lee Lewis.
pop
GAMLAR
STJðRNUR
NÝJUM
SKÓM
Siöast liöinn laugardag komu saman á
Wembley leikvanginum I London nokkrir af
gömlu rokk-kóngunum, til þess aö sýna þaö og
sanna að þeir séu enn ekki af baki dottnir. Þátt-
takendur I þessum mikla konsert voru m.a.
Chuck Berry, Bill Haley, Jerry Lee Lewis og
Little Richard. Ahorfendur voru um 50 þúsund
og þegar Bill Haley söng ,,Rock Around the
Clock”, þá rokkuöu 50 þús. manns svo sannar-
lega, „around the clock”. Þrátt fyrir 20 ár i
bransanum sér ekki á gamla klukkurokkaranum
og úrverkiö gengur hárrétt eftir sem áöur.
Chuck Berry kom sannarlega á óvart, og
sannaöisvo ekki varö um villzt, aö hann fylgist
meö timanum. Af þeim móttökum sem hann
fékk mátti einnig ráða, að timinn og tiðarandinn
hefur ekki fjarlægst hann svo nokkru nemi.
Hann, ásamt Bill Haley eru hinir ókrýndu kon-
ungar harða rokksins. Jerry Lee Lewis hlaut
einnig góðar viötökur, þó þeim verði ekki likt viö
þær sem kóngaparið fékk. Little Richard geröi
algjöran skandal. Eftir þá frammistöðu, sem
hann sýndi þarna hefði hann ekki einu sinni
fengið að spila i Klúbbnum. Hann er vanur
ameriskum áhorfendum og þau látalæti sem
hann upphóf á þessum hljómleikum voru fyrir
slikan hóp áhorfenda. Brezkir eru hins vegar
ekki á þeim buxunum að gútera það sama og
Kaninn, svo eftir eitt lag hófst hægt og taktfast
klapp og óánægjuköll. Little Richard varð svo að
yfirgefa sviðið eftir þrjú eða fjögur lög, en
bjargaði andlitinu með þvi að spila „When the
Saints go marching in”, sem hefði átt heima
annars staðar en á tónleikum sem þessum.
Hvað um það, tónleikarnir voru áhorfendum
ógleymanlegir og Bill Haley og Chuch Berry
skráðu nöfn sin i dagbækur rokksins á þann hátt
einan, sem konungum sæmir.
ANNAÐ NÝTT
Nýja plata Johns Lennons,,Some Time in New
York”, hefur nú verið i verzlunum i Bandarikj-
unum i bráðum tvo mánuði, en hún hefur enn
ekki komiðút i Bretlandi. Siðustu fregnir herma,
að það sé vegna samningaöröugleika Apple
fyrirtækisins við hina amerisku útgefendur plöt-
unnar. Dómar um plötuna eru mjög jákvæöir.
Textar Johns Lennons eru ákaflega opnir og ein-
lægir auk þess sem tónlistin er meðal þess bezta
sem hann hefur látið frá sér fara. John mun, auk
Yoko Ono koma fram á hljómleikum i Madison
Square Garden þann 30. ágúst.
Neil Dimond sendi nýlega frá sér nýja L.P.
plötu, sem heitir „Dimonds are for ever”,
Platan er talin innihalda þau flóknustu verk,
sem Neil hefur nokkurn tima sent frá sér.
„Jesus Christ Superstar”, var frumsýndur I
London i siðustu viku. Viðstaddir voru að sjálf-
sögðu höfundarnir tveir, Tim Rice og Andrew
Lloyd-Webber. Söngleikurinn hefur verið sýndur
á 16 stöðum um heiminn og hefur uppfærslan i
Los Angeles veriö talin sú bezta af höfundunum.
Platan hefur selzt í um 8 milljón eintökum um
allan heim og er enn i fullri sölu. Höfundarnir
tveir eru orðnir marg-milljónerar eins og allir
vita. Kostnaður við plötugerðina var 25.000
sterlingspund og hún hefur selzt eins og áöur
sagði i um 8 milljón eintökum, og reikni nú hver
sem betur getur.
VINSÆLDALISTINN
1 (4) SCHOOL'S OUT ..... Alice Cooper, Warner Bros
2 (1) PUPPY LOVE .......... Donny Osmond, MGM
3 (3) SEASIDE SHUFFLE
Terry Dactyl and the Dinosaurs, UK
4 (2) SYLVIA'S MOTHER
Dr. Hook and the Medicine Show, CBS
5 (5) BREAKIIMG UP IS HARD TO DO
Partridge Family, Bell
6 (9) SILVER MACHINE..... Hawkwind, United Artists
7 (6) ROCK AND ROLL Part II ..... Gary Glitter, Bell
8 (12) POPCORN ................... Hot Butter, Pye
9 (7) I CAN SEE CLEARLY NOW ... Johnny Nash, CBS
10 (14) AUTOMATICALLY SUNSHINE,
Supremes, Tamla Motown
11 (8) CIRCLES .............. New Seekers, Polydor
12 (10) STARMAN .................. David Bowie, RCA
13 (11) MAD ABOUT YOU ........... Bruce Ruffin, Rhino
14 (16) MY GUY,........... Mary Wells, Tamla Motown
15 (13) JOIN TOGETHER ................. Who, Track
16 (18) BETCHA BY GOLLY WOW ........ Stylistics, Avco
17 (—) 10538 OVERTURE Electric Light Orchestra, Harvest
18 (15) LITTLE WILLY .................. Sweet, RCA
19 (23) IT'S FOUR IN THE MORNING
Faron Young, Mercury
20 (25) WORKING ON A BUILDING OF LOVE
Chairman of the Board, Invictus
21 (30) THE LOCOMOTION ........... Little Eva, London
22 (17) TAKE ME BAK 'OME ............ Slade, Polyddr
23 (21) OOH-WAKKA-DOO-WAKKA-DAY
Gilbert O'Sullivan, MAM
24 (20) AMERICAN TRILOGY ........ Elvis Presley, RCA
25 (19) WALKIN' IN THE RAIN WITH THE ONE I LOVE
Love Unlimited, Uni
26 (—) RUN TO ME ................. Bee Gees, Polydor
27 (22) NUT ROCKER
B. Bumble and the Stingers, Stateside
28 (—) WATCH ME.............^........ Labi Siffre, Pye
29 (—) LAYLA ....... Derek and the Dominoes, Polydor
30 (—) WHERE IS THE LOVE
Roberta Flack and Donny Hatbaway, Atlantic
starfsmenn er að ræða gætu
konur tekið 60-90% starfanna.
Prósentuhlutfallið verður hærra
eftir þvi sem krafan um mennt-
un verður meiri. Má t.d. benda á
að þegar starf krefst gagn-
fræðaprófs getur hlutur kvenn-
anna orðið 63% og hækkar i 75%
ef starfið krefst stúdentsprófs.
Aftur á móti ef starfið krefst að-
eins unglingapr'ófs verður
hlutur kvenna mikið lægri.
Fjöldi starfa sem krefjast iðn-
menntunar og hafa hingað til
verið talin einkennandi karl-
mannsstörf, i Vestur-Þýzka-
landi gætu alveg eins verið
unnin af konum. Má þar nefna
t.d.aðafhverjum lOOsetjurum i
landinu eru 3 konur en gætu
verið 82. Um 10% þeirra sem
vinna i rafvirkjun og i útvarps-
og sjónvarpsvirkjun eru konur
en gætu verið 56-61%. Og i störf-
um sem hingað til hafa ein-
göngu verið talin karlmanns-
störf s.s. áhaldasmiðar, gæti
hlutur kvenna vaxið úr 1% i
23%.
Þá má og benda á að hlutur
kvenna gæti einnig aukist i ýms-
um greinum byggingariðnaðar-
ins.
Ýmsir virðast lita svo á að
þjónustu og skrifstofustörf séu
sérstaklega fyrir kvenfólk.
Samt sem áður gætu þessi störf
tekið við miklu fleira kvenfólki,
sérstaklega er það i æðri stöður
þar sem konur eru aðeins 10%
en gætu verið 84%. Hjá bönkum
og tryggingafélögum gætu enn
fleiri störf en nú eru verið unnin
af konum. Störf sem krefjast
háskólam enntunar, s.s.
dómarastörf (nú 7% konur),
læknastörf (nú 21% konur) og
kennarastörf i æðri skólum (nú
30% konur) eru talin geta verið
unnin jafnt af konum sem körl-
um.
Til samanburðar má nefna að
3/4 af öllum læknum i Sovetrikj-
unum eru konur. Störf sem
krefjast verkfræði- eða tækni-
menntunar eru nú sem stendur
unnin af fáum konum. En
jafnvel þar gætu konur yfirtekið
helminginn af þeim störfum, en
þar meö er ekki sagt neitt um
möguleika kvenna til að fá slik
störf.
Óvissan um, hversu mikla
möguleika konan hefur til að fá
hin ýmsu störf, leiða hugann að
þvi, hvort athuganir sem þessar
hafi eitthvert raunhæft gildi.
Stofnun vinnumarkaðs- og
verkrannsóknanna bendir á, að
þessar athuganir sýni ljóslega,
hver sé álitin staða konunnar i
þjóðfélaginu, hversu mikið hún
sé talin þola andlega og likam-
lega og þá möguleika, sem hún
hafi til að koma sér áfram.
Hversu mikilvægar og já-
kvæðar þessar rannsóknir eru
er erfitt að segja um, en þær
sýna þó allavega það, að konan
á möguleika á að starfa á mikið
fleiri sviðum, en hún hefur gert
hingað til.
Á síðustu áratugum hefur konan
komist inn á flest svið atvinnu
lífsins. En burtséð frá hinum al
mennu þjónustustörfum eru hinar
ólíku atvinnugreinar ennþá að
miklu leyti kynskiptar.
1 atvinnulifinu hefur það hing-
að til verið svo, að karlmenn-
irnir hafa gefið tóninn, og þeir
hafa lika verið fleiri i þeim her-
búðum. Af hverjum 100
launþegum i Vestur-Þýzkalandi
eru 64 karlmenn og 36 konur. Til
ársins 1980 verður varla mikil
breyting á þessu, en uppbygging
vinnumarkaðarins ætti að geta
litið öðruvisi út eftir 10 ár.
A siöustu áratugum hefur
konan komist inn á flest svið
atvinnulifsins. En burtséð frá
hinum almennu þjónustustörf-
um eru hinar óliku atvinnu-
greinar ennþá að miklu leyti
kynskiptar. Einkennandi karl-
mannastörf eru t.d. áhalda-
smiðar og setjarastörf. Meðan
léttari störf innan rafmagns-
fræðinnar og skrifstofustörf eru
nær eingöngu setin konum.
En á þessu ætti fljótlega að
geta orðið breyting. Sérfræð-
ingar benda á að i mörgum
störfum skipti það ekki máli
hvort það sé unnið af körlum
eða konum. Stofnunin fyrir
vinnumarkaðs- og verkrann-
sóknir i Erlangen hefur komist
að þvi gegnum athuganir, að
35% af þeirri vinnu sem karl-
menn i Vestur-Þýzkalandi
framkvæma gæti alveg eins
verið unnin af konum, enda
gengið út frá þvi að þær hafi að
mestu sömu hæfileika og sam-
starfsmenn þeirra, karlmenn-
irnir.
i 2/3 hlutum starfanna fengu
konurnar engin tækifæri, þar
sem þau voru talin of erfið
likamlega eða of hættuleg, En
þegar um var að ræða störf svo
sem verkstjórn eða starfsmenn
i meðal háum eða leiðandi störf-
um, kom i ljós, að kona fékk
ekki viðurkenningu samstarfs-
manna sinna.
Þegar um er að ræða vérka-
manna eða verkstjórastörf i
Vestur-Þýzkalandi eru mögu-
leikar kvenna litlir þegar á
heildina er litið eða 1/5 þegar
um er að ræða störf sem krefj-
ast ófaglærðra verkamanna, en
ennþá minni þegar um verk-
stjórastörf er að ræða.
Þegar um t.d. opinbera
ÞETTA GERÐIST LÍKA
LflND-
HELGIS
Pöntuð hafa veriö 40 eintök af
landhelgismyndinni og voru þau I
framleiðslu hjá Universal Film
Laboratory I London. I góðri
samvinnu viö Jack Potter hjá
Universal tókst að hraða af-
greiðslu myndarinnar þannig að
15. ágúst höfðu eintök veriö póst-
lögö til eftirtaldra aöila, sem áöur
höfðu tekiö boði um að fá hana til
sýningar:
A) Með ensku tali:
Sierra Leone Radio and Televisi-
on, Freetown, Sierra Leone.
Yorkshire Telivision, Leeds,
England. Rediffusion Radio and
Telivision, Kowloon, Hong Kong.
Australian Broadkasting Com-
mission, Sydney, Australia.
Trinidad & Tobago Telivision,
Port-of-Spain, Trinidad. Voice of
Kenya, Nairobi, Kenya. Uganda
Telivision, Kampala, Uganda.
Pakistan Television Corporation,
Rawalpindi, W-Pakistan. Maur-
itius Broadkasting Corporation,
Forest Side, Mauritius. New Zea-
land Broadkasting Corporation,
Wellington, New Zealand.
B) Með alþjóölegu hljóm-
bandi:
Sveriges Radio, Arlandá, Sviþjóð.
Norsk Rikskringkasting, Oslo,
Noregi. Hungariofilm, Budapest,
Ungverjaland. Inravision, Bog-
ota, Columbia. Telequador,
Manabi, Equador. Danmarks
Radio, Kaupmannahöfn. Tele-
vision DDR, Berlin. Ceskoslov-
enska Televize, Prag. Swedish
Television, Stockholm. Radio-
difuziunea si Televinziunea,
Bucaresti, Rúmenia. Television
Albanaise, Tirane, Albanla. Pol-
ish Television, Warzawa. Poland.
TV-Radio Nacional de Brasilia,
Brazil. Broadcasting Bureau, Pe-
king, Kina.
Auk þess voru teknir upp sér-
stakir samningar viö BBC News
og UP-ITN, með þeim árangri að
BBC tók myndina meö það fyrir
augum aö sýna meginhluta henn-
ar i fréttaþáttum sinum, en UP-
ITN samþykkti aö taka 4 fyrstu
minúturnar framan af myndinni
og senda þær út um allt frétta-
kerfi sitt (um 200 stöðvar um all-
an heim) ásamt einnar minútu
fréttaviðbót framanvið, auk þess
sem hún yröi siöar notuö að
mestu óstytt i „Roving Report”,
sennilega i kringum 1. septem-
ber.
Þá voru 10 myndir sendar is-
lenzku sendiráöunum i Brussel,
Washington, Osló, Paris, Bonn
Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
New York, Genf og London. Voru
þannig alls 36 eintök send út beint
frá London og voru þær siðustu
afgreiddar 15. ágúst.
Lagt var til viö sendiherrana,
að þeir notuðu tækifæriö og héldu
fréttamannafund hver i sinu um-
dæmi 25,—30. ágúst, sýndu mynd-
ina og kynntu sjónarmið Islands I
landhelgismálinu i tilefni af út-
færslunni.
Lögreglan i Hafnarfiröi hafði
nóg að gera um helgina vegna
ölvaðra ökumanna.
Þegar helgin var á enda höfðu
verið teknir ölvaöir við akstur sex
ökumenn og haföi einn þeirra
stolið bifreið, ekiö henni út af
Keflavikurveginum og stór-
skemmt.
Hann slapp ómeiddur og faldi
sig i hrauninu, en þaö haflHSÍ upp
á honum.
6
Þriðjudagur 22. ágúst 1972
Þriðjudagur 22. ágúst 1972
1