Alþýðublaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 9
ERLENDUR NYTTI ROKID
- KASTADI 60,82 METRA
AÐEINS VIKU FYRIR OL!
iMtðTTIR 2
Valssigur
í 10. sinn
í röð!
Valsstúlkurnar tóku við
lslandsbikarnum i útíhand-
knattleik á sunnudaginn. Þær eru
þvi ekki óvanar, þetta var nefni-
lega 10. sigur Valsstúlknanna i
röð i sumarm'ótinu utanhúss. Af
sliku afreki getur karlalið FH
einungis státað.
1 úrslitunum sigruðu Vals-
stúlkurnar Fram með miklum
yfirburðum 18:7. Úrslitaleikur
mótsins fór eiginlega fram á
föstudagskvöldið, þegar Valur
Framhald á bls. 4
A laugardaginn setti Erlendur
Valdimarsson ÍR nýtt glæsilegt
islandsmet i kringlukasti, 60,82
metra. Er þetta góðs viti, aðeins
viku fyrir ólympiuleikana. Ef
Erlendi tekst að ná þar 60 metra
kasti, er hann nokkuð öruggur
um að ná langt.
Mjög hvasst var á Melavellin-
um á laugardaginn, þegar Er-
lendur vann afrekið. Nýtti hann
sér vindinn til hins ýtrasta. Átti
Erlendur tvö gild köst, metkast-
ið 60,82 metra og 60,40 metra
kast. Aðrir keppendur I kringl-
unni náðu ekki sérlega góðum
árangri, Hreinn Halldórsson
HSS varð annar með tæpa 50
metra.
Afrekið vann Erlendur á inn-
anfélagsmóti ÍR. Keppt var i
fleiri greinum, en ekki náðist
umtalsverður árangur i þeim.
Stigunum skipt
bróðurlega milli
Vals og ÍA
EYJAMENN RETT„MORÐU”
SIGUR GEGN KR-INGUM
Eyjamenn eru teknir til við að
þoka sér upp stigatöfluna. Á
sunnudaginn sigruðu þeir KR 2:1
i Eyjum. Leikurinn bar öll ein-
kenni vallarins, sem var eins og
dý eftir miklar stórrigningar und-
anfarna daga. Við slfkar aðstæð-
ur er knattspyrnan ekki upp á
marga fiska, og leikurinn allur
stórkallalegri en ella mætti búast
við af jafn léttlcikandi liðum og
þarna mættust.
Þaö kom fljótlega i Ijós, að KR-
ingar léku upp á jafntefli i þess-
um leik. Tengiliðirnir drógu sig
verulega aftur, er ÍBV sótti, og
fengu miðjumenn iBV mikið rými
til að athafna sig. En þeim tókst
þó ekki sem skyldi að notfæra sér
þetta.
Fyrri hálfleikur var jafn, og
skoraði hvort liðið um sig eitt
mark, sem telja verður litið eftir
gangi leiksins svona yfirleitt
þessar fyrstu 45 minútur. Bæði
liðin áttu góö fækifæri á fyrstu
minútunum. Haraldur og örn
áttu góðar leikfléttur fyrir fBV og
Atli Þór fór illa með opið færi á 14.
minútu.
A 23. minútu var KR i sókn, en
Þórður Hallgrimsson náði boltan-
um og sendi góða sendingu út i
vinstra hornið þar sem Ásgeir
Sigurvinsson hljóp af sér tvo
varnarmenn KR. Ásgeir sendi
siðan vel fyrir markið og Tómas
Pálsson skoraði með glæsilegu
innanfótar skoti.
KR-ingar létu engan bilbug á
sér finna, og þeir jöfnuðu metin á
35. minútu. Gunnar Gunnarsson
lék upp að endamörkum og gaf
velfyrir markið. Einar Friðþjófs-
son náði boltanum, en mistókst
gjörsamlega að ná valdi yfir
honum og Atli Héðinsson kom að-
vifandi, náði boltanum af Einari
og skoraði auðveldlega. Fleiri
urðu mörkin ekki i hálfleiknum,
þrátt fyrir góð tækifæri, og staðan
var þvi 1:1.
Seinni hálfleikur var mun siðri,
og lengi framan af þrautleið-
inlegur á að horfa. Rangar send-
ingar og ótimabær skot eitthvað
út i loftið einkenndu leik beggja
liða, og þó voru KR-ingar heldur
skárri aðilinn. En vegna varnar-
veggsins var ekki nægilegur
mannafli frammi til þess að
fylgja eftir.
Bæði liðin áttu einstaka mark-
tækifæri, en hálfleikurinn silaðist
áfram og allt virtist benda til
jafnteflis. En siðustu minúturnar
rifu Eyjamenn upp húmorinn, og
tóku að sækja mjög stift, stað-
ráðnir i að knýja fram sjgur, og
það tókst með baráttunni. Á 87.
minútu náði örn Öskarsson bolt-
anum við miðlinu. Og brunaði af
stað i áttina að markinu. Fjórir
KR-ingar komu á móti, en með
sinni alkunnu hörku og staðfestu
braust örn i gegnum ofureflið, al-
veg upp að endamörkum. Hann
Framhald á bls. 4
Forysta IBA eykst
Akureyringar juku forystuna I
2. deild á laugardaginn I þrjú
stig, þegar þeir unnu Hauka i
Hafnarfirði 3:1. Þau stig voru
ekki auðsótt, því Haukarnir
börðust eins og Ijón.
Haukarnir höföu yfir i hálfleik
1:0, en i seinni hálfleik skoruðu
þeir Kári Árnason, Eyjólfur
Ágústsson og Magnús Jónatans-
son, og innsigluðu þar með sigur
ÍBA.
A Melavellinum sigraði Ár-
manu Völsung á sunnudaginn
3:1, og var sigurinn verðskuld-
aður. Jón Hermannsson (viti),
Bragi Jónsson og Sigurður
Leifsson skoruðu mörk Ár-
manns, en Hermann Jónsson
mark Völsungs.
Valur og Akranes skiptu með
sér stigunum á Laugardalsvellin-
um á sunnudaginn i mesta bróð-
erni. Lokatölurnar urðu 2:2, og
verða þau úrslit að teljast sann-
gjörn. Var allur annar bragur á
leik Vals i þetta sinn, og er greini-
legt að liðiö er að ná sér á strik
eftir slaka frammistöðu i undan-
förnum lcikjum.
Valur sótti af miklum eldmóði i
byrjun leiksins á sunnudaginn, og
þurfti Jóhannes Guðjónsson bak-
vörður að verja knöttinn tvivegis
á línu á fyrstu minútunum. Vals-
menn héldu áfram sókninni, og
skoruðu eftir 10 minútna leik.
Upphófust mikil læti við mark tA,
og að endingu tókst Þóri Jónssyni
að skjóta, og boltinn þaut i netið
af varnarmanni 1A.
Enn héldu Valsmenn áfram
sóknaraðgerðum sinum, en upp
úr miðjum hálfleik fóru þeir að-
eins að gefa sig, og Skagamenn
komust nær og nær Valsmarkinu.
A 36. minútu lék Eyleifur upp
að endamörkum vinstra megin,
gaf knöttinn siðan fyrir markið á
Teit sem tókst að skora framhjá
Sigurði Dagssyni. En sú dýrð stóð
ekki lengi hjá Skagamönnum, þvi
Herði Helgasyni markverði tókst
ekki að halda föstu langskoti Jó-
hannesar Edvaldssonar á 43.
minútu, og Alexander Jóhannes-
son, sem fylgt hafði skotinu vel
eftir, náði að renna knettinum i
netið.
t byrjun seinni hálfleiks sóttu
Valsmenn enn, en brátt fóru þeir
að missa tökin á leiknum, eins og
svo oft hendir þá i siðari hálfleik.
Byrjuðu Skagamenn nú að sækja
af krafti, og ekki munaði nema
hársbreidd að þeim tækist að
skora á 23. minútu, þegar Eyleif-
ur átti skalla i þverslá, og Sigurð-
ur varði vel skot Karls Þórðar-
sonar úr tækifæri sem skapaðist
upp úr þessu.
Og á 30. minútu jöfnuðu svo
Skagamenn. Var Eyleifur þar að
verki, með eitt fallegasta skot
sumarsins. Hann fékk knöttinn
frá Teiti hægra megin, og við-
stöðulaust þrumuskot hans hafn-
aði i þverslánni og þaðan beina
leið i netið. Var skotið af tæplega
25 metra færi.
Valsliðið var óþekkjanlegt frá
fyrri leikjum, nema hvað það datt
Framhald á bls. 4
MYNDIRNAR
Knötturinn er á leiðinni i
netið á báðum myndunum. Hér að
ncöan skorar Þórir Jónsson
fyrsta mark Vals, og á siðunni við
hliðina sést Eirikur Þorsteinsson
skora fyrsta mark Víkings gegn
Breiðabiiki.
Þriöjudagur 22. ágúst 1972
9