Alþýðublaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 5
alþyðu|
aðið
I
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
„50 MILIIR A0
SJÁ1FSÖ60U"
Á fundi þingflokks Alþýðuflokksins, sem hald-
inn var eftir hádegi s.l. föstudag — strax eftir að
rikisstj. hafði greint landhelgisnefndinni frá
dómsuppkvaðningu Alþjóðadómstólsins i Haag
varðandi landhelgismálið — var rætt um dóms-
uppkvaðninguna og málsatvik i þvi sambandi.
Sendi þingflokkurinn frá sér fréttatilkynningu
um málið, þar sem m.a. segir svo:
„Þingflokkur Alþýðuflokksins er á einu máli
um, að mótmæla beri úrskurði Haag-dómstóls-
ins. Þingflokkurinn telur sérstaklega ámælis-
vert, að dómstóllinn skuli ákveða erlendum
þjóðum tiltekið veiðimagn á tslandsmiðum. Enn
fremur er það skoðun þingflokksins, að reglu-
gerðin um stækkun landhelginnar eigi að sjálf-
sögðu að koma til framkvæmda 1. september,
þrátt fyrir úrskurð dómsins.”
í þessari ályktun felst afstaða þingflokks Al-
þýðuflokksins til málsins. Hann mótmælir úr-
skurði Alþjóðadómstólsins m.a. á þeirri for-
sendu, að dómstóllinn hefur enn engan úrskurð
fellt um, hvort hann hafi nokkra lögsögu i þessu
máli. í öðru lagi vitir þingflokkurinn þá afstöðu
dómstólsins, að hann skuli ætla að ákveða er-
lendum þjóðum tiltekið veiðimagn á íslands-
miðum. Sérstaklega er þetta vitavert þegar það
er haft i huga, að dómstóllinn hefur, eins og áður
segir, enn ekki fjallað um lögsögu sina i málinu.
í þriðja lagi lýsir þingflokkur Alþýðuflokksins
þvi svo yfir, að íslendingar eigi að sjálfsögðu að
láta landhelgisútfærsluna koma til fram-
kvæmda á tilsettum tima, þrátt fyrir úrskurð
dómsins. Þetta eru meginatriðin þrjú i afstöðu
Alþýðuflokksins til dómsuppkvaðningarinnar og
framhaldsins i málinu.
RÉTTMÆTAR ÁHYGGJUR
í viðtali við Alþýðublaðið s.l. föstudag greindi
dr. Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokks-
ins, frá þessari niðurstöðu þingflokksins. í við-
talinu sagði hann nokkru nánar frá umræðunum
i þingflokknum og þeim viðhorfum, sem þar
komu fram. Þar var, eins og eðlilegt er, fjallað
nokkuð um vinnubrögð rikisstjórnarinnar i
landhelgismálinu og látnar i ljós skoðanir á
þeim. Um þá hlið málsins fórust Gylfa Þ. Gisla-
syni svo orð i viðtalinu við Alþýðublaðið.
,,Hins vegar voru i þingflokknum látnar i ljós
áhyggjur út af þvi, að rikisstjórnin virðist ekki
hafa haldið eins vel á málum og æskilegt hefði
verið. í þvi sambandi var t.d. bent á, hversu
lengi dróst að stinga upp á framhaldsviðræðum
við Breta og að enginn málflutningur skuli hafa
verið hafður i frammi gagnvart Alþjóðadóm-
stólnum i Haag til þess að skýra málstað Islend-
inga”.
Þær áhyggjur, sem þingflokkur Alþýðuflokks-
ins hefur vegna þeirra atriða, sem Gylfi Þ.
Gislason vikur að, eru bæði eðlilegar og á rökum
reistar.
LANDBðNADARMÁUN
ENN TIL UMRÆDU
Siöast liöinn mánudag flutti
ungur hagfræöingur, Björn Matt-
hiasson, erindi um daginn og veg-
inn i útvarpiö. i þvi erindi kom
hann viöa við eins og venja er.
Meöai annars nefndi hann land-
búnaöarmálin i nokkrum setning-
um og gat i þvi sambandi örfárra
talna.
Þessar örfáu setningar hag-
fræöingsins um landbúnaðarmál
hafa orðið tilefni mikilla skrifa.
Aöstoðarmaöur landbúnaöarráö-
herra, Jónas Jónsson, hefur ritað
heilsiöugrein i Timann á móti
hagfræöingnuni. Blaöafulltrúi
bændasamtakanna, Ingi
Tryggvason, hcfur ritað aðra. Að-
alritstjóri Timans, Þórarinn Þór-
arinsson, hefur ritað þá þriðju.
Annar hvor leiðarahöfunda Tim-
ans skrifaði um málið heilan leiö-
ara. Kjördæmisblöö Framsókn-
armanna sé ég yfirleitt ekki og
veit þvi ekki, hvort eitthvað hefur
þar vcrið skrifað. Simtöl land-
búnaðarráðherra heyri ég ekki og
veit þvi ekki með vissu, hvað þar
var skrafað. Hins vegar er ljóst af
þeim viðbrögðum, sem vitað er
um, að mikið hefur þótt við liggja
að mótmæla hinum fáu orðum
hagfræðingsins, sem hann leyfði
sér að viöhafa um landbúnaðar-
mál.
Árásir á atvinnuveginn
Sá furðulegi m iss kilningur
virðist hafa komizt inn i höfuðið á
öllum þeim, sem einhverri ferð
þykjast ráða i landbúnaðarmál-
um á islandi, að öll gagnrýni á
la ndbúna ðarSTEF N UN A —
meira að segja allar meinlausar
ábendingar um, hvcrt verið sé að
fara — séu árásir á landbúnaðinn
scm atvinnuveg og bændur, sem
fólk. Allir, sem leyfi sér að hafa
aðrar skoöanir á landbúnaðar-
málum en svonefndir forystu-
menn i landbúnaði á islandi, séu
óvinir landbúnaðarins og fjand-
menn bændastéttarinnar! Svei
mér þá ef þetta cru ekki sömu
sjónarmið og hjá cinræðisherr-
um, sem eins og allir vita, eru
sannfærðir um að allir þeir, sem
séu á öndverðum meiði við þá,
séu óvinir rikisins og fjandmenn
fólksins. En nógum það að sinni.
Með tuttugu dálkum i Timanum,
forystugrein og kannski simtölum '
,,að ofan” er nú vcrið að kenna
Birni Matthiassyni lexiu, sem
fjölmargir aðrir hafa verið látnir
nema, sem hreyft hafa við land-
búnaöarmálum á islandi.
Þeir trúa þó á sjálfa sig!
Auðvitað er það út af fyrir sig
ánægjulegt, að forystumenn land-
búnaðarins, bæði á hinu pólitiska
og hinu faglega sviöi, skuli lifa i
slikri fullvissu um eigin óskcikul-
leika, að aldrei skuli læðast að
þeim minnsti efi um réttmæti
þeirrar stefnu, scm þeir eru að
framkvæma. Því furðulegra cr
þetta, þegar tekið er mið af þvi,
að þrátt fyrir það, að hið opinbera
veiti i beina og óbeina styrki
vegna landbúnaðarins upphæð,
sem nemur helmingi allra brúttó-
tekna bænda, þá eru bændur tvi-
mælalaust tekjulægsta stéttin i
þjóöfélaginu. Það er áreiðanlega
satt og rétt, að sárfátækt fólk má
nú hvergi finna á islandi, nema
innan bændastéttarinnar. Þetta á
sér stað á sama tima og styrktar-
framlög hins opinbera til
landbúnaðarins nema næstum
einum þriðja af brúttótekjum
bænda. Samt standa engar
áhyggjur þeim fyrir svefni, sem
mótað liafa stefnuna i land-
búnað^rmálunum á islandi, —
samt sækir enginn efi að þeim.
i þágu hvers?
Auðvitað er hægt að halda þvi
fram, eins og þeir forsvarsmenn
landbúnaðarins gera, sem skrifa i
Timann, að niðurgreiðslur á
landbúnaðarvöruverði innan
land's, sem á s.l. ári munu hafa
numiö nokkuö yfir 1600 m.kr., séu
ekki til styrktar landbúnaði,
heldur neytendum. Þannig séu
raunverulegar styrkveitingar
hins opinbera til landbúnaðarins
ekki nema lítill hluti af þeim
upphæðuin, sem ég nefndi hér
opinberu fé i niðurgreiðslur,
útflutnings uppbætur og önnur
gjöld.
EFTIR HELGINA
Sighvatur Björgvinsson skrifar:
En hvar væri islenzkur land-
búnaður á vegi staddur, ef þessar
niðurgreiðslur úr rikissjóði væru
ekki inntar af hendi? Hversu
mikiö smjör myndu islenzkir
ncytendur kaupa ef þeir þyrftu að
borga fyrir kilóið röskar 400 krón-
ur, eins og hið raunverulega
smjörverð myndi vera, ef niöur-
greiðslurnar væru felldar niður.
Og hvcrsu mikil mjólk yrði
drukkin ef fólk þyrfti að greiða
u.þ.b. JO krónur fyrir literinn,
eins og vcra myndi, ef engar
niðurgreiðsiur væru?
Það eru til vörur, sem geta
komið i stað smjörs, eins og hefur
sýnt sig, þegar smjörvcrð hefur
verið hátt til kaupenda og niður-
greiðslur verið litlar. Og tslend-
ingar geta dregið mjög við sig
mjólkurneyzlu án þess að biða
skaða af, cf verðlag á mjólk yrði
óheyrilega hátt. En hvar myndi
landbúnaðurinn standa ef hætt
yrði að greiða niður vöruverðið úr
rikissjóði? Myndi hann þola slikt
áfall?
Og liver cr það, sem stcndur
undir kostnaðinum af niður-
greiðslunum? Auðvitað almenn-
ingur með skattgreiðslum sinum.
Og stærstur hluti skattgreiðenda
cru einmitt neytendur land-
búnaðarvara. Þannig eru það
þeir, sem i rauninni standa undir
megninu af niðurgreiðslunum.
Þeir borga tvöfalt verð fyrir um-
ræddar afurðir. Fyrst búðarverð-
ið. Svo niðurgreiðsluverðið, sem
tekið er af þcim i sköttum.
Hvernig i ósköpunum er þá
liægt að halda þvi fram, að niður-
greiðslurnar séu eingöngu i þágu
neytenda, cn ekki- framleiöenda?
Eru það ekki neytendurnir, sem
þurfa að bera kostnaðinn af þess-
um niðurgreiðslum að langmestu
lcyti? Hvernig getur slikt verið i
þágu þeirra? Og eru það ekki
framleiðendurnir, sem yrðu fyrir
mesta áfallinu, ef niöurgreiðsl-
urnar væru afnumdar? Hvernig
getur þá verið, að það sé ekki á
nokkurn hátt þeim i hag, að
niðurgreiöslan skuli látin halda
sér?
Of litil framleiöni.
Vandamáliö i landbúnaðinum
er auðvitaö það sama hér og viða
annars staðar, — framleiðni hans
er of lltil. Það vinnuafl, sem
starfar við hann og það fjármagn,
sem til hans er varið, skilar ein-
faldlcga of litlum arði. Þannig er
framleiðni i landbúnaði hérlendis
ekki nema 59,7% af meðalfram-
leiðni þjóðarbúsins alls og u.þ.b.
helmingur af framleiðni i sjávar-
útvegi.
Þetta er vandi landbúnaðarins.
Þcss vegna er svona erfitt að
tryggja bændum mannsæmandi
kjör. Og það verður ekki gert til
frambúðar með þvi að bæta þessa
lágu framleiðni upp með styrkj-
um úr rikissjóði.
Það er ekki hægt að halda mikið
lengra áfram á þessari braut.
Vanda landbúnaðarins verður að
leysa með öðrum ráðum. Það
veröur að auka framleiðni hans,
-gera hann samkeppnishæfari og
sjálfstæðari. Slikt verður ekki
gert nema með þvi að breyta
algerlega um stefnu I málefnum
atvinnugreinarinnar.
Tvær krónur fyrir eina.
i lokin er svo rétt að nefna
nokkrar tölur um útflutnings-
verzlun með landbúnaðarafurðir
rétt til þess að sýna fram á h versu
viðsjárverð sú verzlun er og
hvcrsu langt er frá þvf að við get-
um selt slikar afurðir úr landi
mcð nokkrum hagnaöi.
Arið 1959—1960 tóku giidi
ákvæði um verðábyrgð rikissjóðs
' vegna útfluttra landbúnaðaraf-
urða. Það ár námu slíkar útflutn-
ingsuppbætur 25,8 milljónir
króna. A s.l. ári munu útflutn-
ingsuppbæturnar hins vegar hafa
numið röskum 400 milljónum
króna, — eða 17 sinnum hærri
upphæð.
Og hvað fáum við svo fyrir vör-
una, sem við erum að flytja út.
Nýjustu sundurliðuðu tölurnar
um það eru fra verðlagsárinu
1969—1970. Það ár fluttum við Út
fryst dilkakjöt fyrir 552.765 þús.
kr. cn vcrðábyrgð rikissjóðs
(útflutningsuppbæturnar) með
þcssum útflutningi námu 245.480
þús. kr., eða 44,4% af heildar-
verðinu. Vcrðlagsárið 1967—1968
var hallinn á þessum útflutningi
þó cnn mciri. Þá þurfti rikissjóð-
ur að grciða i útflutningsupp-
bætur 151.144 þús. kr. á móti
60.598 þús. kr., sem hinir erlendu
kaupendur borguðu fyrir fryst
dilkakjöt frá islandi. Þá borgaði
rikissjóður sem sé tvær krónur
með útflutta kjötinu á móti hverri
einni, sem hinir crlendu kaup-
endur borguðu.
Stærsta vandamálið.
Tökum annað dæmi. A verð-
lagsárinu 1969—1970 fluttum við
út mjólkurost fyrir 66.011 þús. kr.
Hvorki meira né minna en 47.775
þús. kr. af þessari upphæð komu
úr rikissjóöi sem útflutnings-
uppbætur, en aðeins 27,6% verðs-
ins frá hinum erlendu kaupend-
um. Hlutfallstalan fyrir útflutt
nýmjólkurduft var svo enn óhag-
stæðari okkur. Þar borguöu hinir
erlcndu kaupendur ekki nema
22,8% verðsins, en 77,3% varð
rikissjóöur islands að inna af
höndum i útflutningsbætur. Fyrir
hverja eina krónu, sem við feng-
um frá erlendum kaupendum
þessarar afurðar, urðum við
sjálfir að greiða þrjár!
Heldur nokkur heilvita maður,
að þetta sé eðlilegt og æskilegt
ástand?
Vandamál landbúnaðarins eru
mörg. Það sem er þó hans stærsta
og mesta vandamál er, að þeir
menn, sem til forystu hafa ráðist
um málefni atvinnugreinarinnar,
vilja alls ekki sjá vandann eins og
hann raunverulega er heldur eitt-
hvað allt annað. Þess vegna
gengur svo stirt og illa að greiða
úr og tryggja bændum sambæri-
leg kjör við aðrar stéttir, þvi
fyrsta og stærsta atriðið við lausn
vandamála er auðvitað það, að
skynja og skilja hver vandinn
raunverulega er. Fyrr er ekkert
hægt að gera.
s
Þriöjudagur 22. ágúst 1972