Vísir - 25.09.1980, Qupperneq 6
vísm
Fimmtudagur 25. september 1980.
6
- Teksl Fram að slá danska llðið Hvidovre út úr
EvröDukeppnl bikarhafa 09 komast í 2. umlerð?
Framarar leika siöari leik
sinn i Evrópukeppni bikar-
meistara gegn danska liðinu
Hvidovre á sunnudaginn og
hefst leikurinn kl. 14.00.
Eins og flestir vita lauk fyrri
leik liðanna með sigri Dananna
1:0 og eru Framarar allir af
vilja gerðir til að lumbra ærlega
á „baunanum” á sunnudaginn
eins og gefur aö skilja.
Allir leikmenn Hvidovre eru
hálf-atvinnumenn nema einn.
Það er Englendingurinn Leroy
Ambrose, dökkur á hörund og er
hann fyrrverandi leikmaður
með enska liöinu Charlton.
Hann er skruggufljótur leik-
maöur og sögöu Framarar eftir
leikinn i Danmörku að hinn eld-
snöggi leikmaður þeirra Trausti
Haraldsson haföi vart við hon-
um.
Framarar verða að sigra i
leiknum 2:0,ef þeir ætla sér að
komast áfram i keppninni.
Verði jafntefli veröur leikurinn
framlengdur og ef ekki fást
úrslit, veröur hlutkesti varpað.
úrsi
Lið Hvidovre er sem stendur i
10. sæti 11. deild i Danmörku og
tapaöi um siðustu helgi fyrir
Lyngby, en þaö er sama liðiö og
Hvidovre sigraði i úrslitaleik
dönsku bikarkeppninnar i fyrra.
Liöiö þykir leika skemmtilegan
sóknarleik og skyndisóknir liös-
ins eru mjög vel útfærðar.
Að sögn Hólmberts Friðjóns-
onar þjálfara Fram, munu
Framarar sækja eins og kostur
er, enda engu að tapa. Hólmbert
sagði I samtali við Visi, að hann
væri ekkki enn búinn að ákveða
liösskipan i leiknum á sunnu-
daginn, en hann sagði að svo
gæti farið að hann myndi gera
breytingar á liöinu.
Þess má geta, aö miðaverð á
leikinn á sunnudaginn verður
lægra en veriö hefur á Evrópu-
leikjunum sem fram hafa farið
hér á landi i ár. Miðinn i stúku
mun kosta 5000 kr. i stæði 4000
kr. og barnamiöinn 1000.
Ahugamenn um knattspyrnu
ættu að fjölmenna á Laugar-
dalsvöllinn á sunnudaginn og
hvetja Framara til dáða i
leiknum, þvi að viö eigum
Dönum grátt að gjalda og nægir
i þvi sambandi aö minna á
markatöluna 14:2 sem þeir eru
jafnan fljótir að minna menn á,
þegar á annaö borð er fariö að
ræöa um Island og iþróttir við
þá.
Einni klukkustund fyrir leik-
inn á sunnudaginn mun önnur
útiskemmtun á vegum Fram
fara fram á Laugardalsvell-
inum. Mun söngflokkurinn ,,Þú
og ég”, sem nýkominn er heim
úr frækinni för til Póllands
skemmta þar ásamt Þorgeiri
Astvaldssyni. Koma þau örugg-
lega til meö að hressa upp á
mannskapinn og hleypa fjöri I
hann fyrir átökin á milli Fram
ogHvidovre á sjálfum leikvang-
inum.
Heiöursgestur Fram á þess-
um fyrsta Evrópuleik I knatt-
spyrnu á milli félagsliös frá
Islandi og Danmörku hér á
landi, veröur Erlendur Einars-
son, framkvæmdarstjóri SIS.
-SK.
Marteinn Geirsson, fyrirliöi Fram, sést hér sækja að marki
Hvidovre i leiknum sem fram fórf Danmörku. Seinni leikurinn fer
fram á sunnudaginn og hefst kl. 14.00 á Laugardalsvellinum og
veröur fróölegt aö sjá hvort Marteini og félögum hans I Fram tekst
aö leggja Danina.
Handknattleikssamband íslands
fSLAND—NOREGUR
Tveir LAMDSUIKIR
í LAUGARDALSHÖLLINNI
Laugardaginn 27. SEPT. kl. 15
Sunnudaginn 28. sept. kl. 20
Markmiðið er
SIGUR
Áfram
ÍSLAND
S. í.
Garðar Gíslason hf.
Hverfisgötu 4 — 6 Sími 11500
Polar — Sjávarafurðir
Grófin 1
Miðaverð: Sæti kr. 4.000.-
Stæði kr. 3.000.-
Börn kr. 1.000.-
Evrópuslagur
Fram á sunnudag