Vísir - 25.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 25.09.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Fimmtudagur 25. september 1980. . ?rrr*pyp.j.. 8 útg andi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Daviö GuAmundsson. Ritstjórar Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Fríða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Einar Pétursson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftarg jald er kr. 5500 á mánuði innanlands og verð i lausasöiu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaður i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Þyrlukaup utan við lög Vinnubrögö forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálarábherra hefur lagt blessun sina yfir, varöandi þyrlukaup fyrir Gæsluna, eru fyrir neöan allar hellur. Þar er ráöist i 850 milljóna fjárfestingu án nokkurra heimilda f lögum. Ef mönnum hefur ekki blöskr- að fyrr, hvernig smákóngar i hinu opinbera kerfi, hafa möndl- að með opinbera fjármuni, ætti þeim þó að vera nóg boðið nú með kaupum Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar á lúxusþyrlu, sem kostar á níunda hundrað milljóna, og er utan og ofan við lög og rétt. Algerlega án heimilda ríkisstjórnar eða Alþingis. Eiður Guðnason formaður f járveitingarnef ndar Alþingis hefur upplýstað á f undi nefndar- innar í febrúarmánuði, þar sem ráðuneytisstjóri dómsmálaráðu- neytisins og forstjóri Landhelgis- gæslunnar voru mættir, hafi komiðfram varðandi þyrlukaup- in, að fjárveitinganefnd hefði aldrei samþykkt fjárveitingu til þessara kaupa. Seint í júlí mætti svo forstjór- inn aftur á fund hjá f járveitinga- nefnd og taldi þá hugsanlegt að selja eldri Fokkerflugvél Gæsl- unnar, þegar umtöluð þyrla kæmi í gagnið. Sjónarmið stofn- unarinnar var þá ekki lengur að þörf væri á tveimur Fokkerflug- vélum auk þyrlu, eins og fyrr hafði komið fram. Að sögn Eiðs kom það skýrt fram á þessum fundi í júlí, að þyrluna ætti að greiða á þessu ári og að hvorki væri heimild fyrir slíkri greiðslu í fjárlögum eða í lánsf járáætlun. Var þá óskað eft- ir að nefndin fengi í hendur öll bréfaskipti bæði dómsmálaráðu- neytis og Landhelgisgæslu varðandi þessi kaup. Þau gögn hafa ekki borist nefndinni. Þetta þyrlukaupamál er orðið allgamalt og sennilega komin ein fimm ár frá því að forstjóri Landhelgisgæslunnar setti þyrlu af þessari gerð á óskalista sinn, en það er ekki þar með sagt að slik kaup haf i verið ákveðin. Með nuddi í kerfinu hefur hann svo fengið leyfi til þess að senda inn pöntunina til þess að þyrlan færi í framleiðslu og þá um leið í von um að búið yrði að útvega f jár- magn til kaupanna áður en að afgreiðslu þyrlunnar kæmi. En það hef ur ekki verið gert, og eng- in ríkisstjórn samþykkt kaupin. Og svo er þyrlan allt í einu til- búin og forstjóri Landhelgisgæsl- unnar þegar búinn að senda eitt skipanna úr f lota sínum á haf út, með stef nu á Vesturheim til þess að sækja gripinn. Það er nú sér- mál, hvers konar hagkvæmni það er að senda heilt varðskip eftir einum kassa í stað þess að f lytja hann með öðrum varningi í f lutn- ingaskipum, sem stöðugt eru í förum hér yfir hafið. En meginmálið er að þyrlu- kaup upp á 850 milljónir króna án heimildar í fjárlögum eða fjár- aukalögum eru ósvífin, og ekki aðeins óvirðing við Alþingi, held- ur hreint brot á stjórnarskránni, eins og Eiður Guðnason bendir á, í viðtali við Vísi í dag. 41. grein stjórnarskrárinnar segir: „Ekk- ert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess í f járlög- um eða f járaukalögum." Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, hefur af einhverjum undarlegum ástæðum lagt bless- un sína yfir þetta brot forstjóra Landhelgisgæslunnar, og gengið enn lengra með því að viður- kenna á prenti, að þyrlukaupin hafi ekki verið höfð inni á láns- fjáráætlun í vetur vegna þess að reynt hafi verið að hafa hana sem lægsta. Slík vinnubrögðeru fyrir neðan allar hellur. Alþingi getur alls ekki látið bjóða sér slíka fram- komu af hálfu þeirra aðila, sem fara með framkvæmdavaldið, — að þeir ráðstafi hundruðum milljóna króna, sem engar heim- ildir eru fyrir í lögum. Hér verð- ur að taka í taumana. ■ Krístján Ragnarsson framkvæmdastjóri Lfú Milljarðaskuldír útgerðarinnar við olíufélðgin „Þaö sem hefur valdiö okkur mestum áhyggjum i sambandi viö þessar söiur, er aö okkur finnst vera of mikiö um þaö aö bátarnir fari meö lélegan fisk,” sagöi Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Lltl, þegar Visirleitaöi frétta hjá honum af sölu fiskiskipa erlendis. „Viö höfum oröiö fyrir verulegum vonbrigöum meö þaö og ftrekaö óskaö eftir þvf aö menn héldu ekki svo iengi úti, sem þeir hafa gert.og fara meö of gamlan fisk og spillt fyrir okkur á markaön- um, þetta finnst okkur miöur.” Mikill verðmunur Kristján sagöi aö erfitt væri aöstemmastigu viö þessu, helst væri aö synja þeim um leyfi, sem itrekaö hafa gert sig seka um sölu á lélegum fiski. Hann nefndi glöggt dæmi um verö- mismuninn á góöum fiski og slæmum. Tveir bátar seldu ný- lega afla sinn sama dag, annar i Hull, hinn i Grimsby. Annar seldi á 800 kr. kilóiö, en hinn á 200kr. „Þetta er auövitaö hreint neyöarbrauö og stórkostleg tap á slikri sölu”, sagöi Kristján. Kristján sagöi ennfremur aö óskin um aö mega sigla meö afl- ann heföi veriö viöloöandi frá þvi snemma í vor og fleiri óskir berast en komast aö. Astæöan er fyrst og fremst hærra verö, þótt þaö geti raunar veriö mats- atriöi þegar tekiö er tillit til kostnaöar og timans, sem i sigl- inguna fer, en á móti kemur Kristján Ragnarsson annaö, eins og t.d. mun lægra oliuverö. Oft er veröiö miklu hærra erlendis, en þaö getur lika brugöist, eins og fyrr var vikiö aö. A hinn bóginn fer verö nú hækkandi I Bretlandi og höföu menn búist viö þvi. Hefur ekki áhrif á vinnumarkaðinn Kristján var spuröur hvort væri fyrirsjáanleg breyting i þá átt aö bátar færu aö sækja meira i aö landa hér heima. Hann sagöi aö togararnir heföu séö frystihúsunum fyrir verk- efnum og þessar sölur bátanna heföu ekki áhrif á vinnumark- aöinn aö neinu ráöi. Birgöamál frystihúsanna væri nú leyst og engin teljandi tregöa væri á aö losna viö fiskinn hér. Hér er þvi aöeins um spurningu um hag- kvæmni aö ræöa, útgeröarmenn vilja fá aö selja fiskinn þar sem þeim þykir þaö hagkvæmast. Hégómlega lítil rekstrarlán Aö lokum var Kristján spurö- ur hvort nýjar ákvaröanir banka og sparisjóöa um tak- mörkun lána, heföu áhrif á út- geröina. Hann svaraöi: „Útgeröarmenn eiga ekki kost á öörum lánum úr banka- kerfinu en svo kölluöum rekstrarlánum, sem er ákveöin krónutala, bundin viö tilteknar geröir skipa og eru núna hæst 12 milljónir fyrir togara. Þaö verö- ur ekki dregiö úr þeim, enda er þaö svo hégómlega lítið að þaö skiptir ekki miklu máli hvort það er eða er ekki. Þaö sem hefur gerst i lána- málum útgerðarinnar er aö menn hafa ekki getað greitt oliuna. Þaö hafa safnast mil- jarða skuldir útgeröarinnar viö oliufélögin og svo skulda olíu- félögin aftur bönkunum. Þannig hefur fé lekiö út úr bönkunum til útgeröarinnar. Þetta stafar af þvi aö þaö er ekki til rekstrar- grundvöllur og tekjurnar gefa ekki möguleika á að greiða oliuna. Þetta gildir jafnt fyrir öll fiskiskip.” SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.