Vísir - 25.09.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR
Fimmtudagur 25. september 1980.
'20
Umsjon:
Magdalena
Schram
Iðnaðarmannaféiagið
með sýnlngu
Framkvæmdanefnd „Ars
trésins" hefur ákveöiö að veröa
viö boöi Iðnaðarmannafélags
Reykjavikur um aö efna til
sýningar á nytja- og listmunum
úr viöi I tilefni ársins og hefur
verið ráðgert aö halda sýning-
una I nóvember. Iðnaðar-
mannafélagiö vinnur nú aö þvi
ao safna sýningargripunum
„þar sem vitaö er að fjöldi
iðnaðarmanna um land allt hafa
gert margan fagran grip úr tré,
ýmist til nytja eða til að þjóna
sköpunargleði og listhneigð höf-
undar", eins og segir i frétt
Iðnaðarmannafélagsins.
Hugmyndin um slika sýningu
kom fram á fundi félagsins á sl.
vori og fékk strax góðar undir-
tektir. Það gaf hugmyndinni
einnig byr undir báða vængi,
hversu vel tókst til með list-
sýningu á vegum félagsins 1977.
öllum iðnaðarmannafélögum
i landinu hefur verið skrifað til
að leita fanga um sýningargripi
og þótt undirtektir hafi enn
verið dræmar, er það von
sýningarnefndar, að breyting
verði þar á, enda ætti enginn
skortur að vera á iðnaðarmönn-
um, sem gera fagra hluti úr tré.
Eftirtaldir skipa nefndina og
fylgja simanumer með, svo að
gera megi vart við nýja eða
gamla muni unna úr tré: Helgi
Hallgrimsson (33594 heima,
26240, vinna) Sæmundur
Sigurðsson (16326) Jónas Sól-
mundsson (22552), Karl
Sæmundsson (16435) Þorkell
Skúlason (19762), Hulda Valtýs-
dóttir (36219) og Snorri Sigurðs-
son (18150 heima, 40789 vinna)
Þau tvö siðast töldu sitja nefnd-
ina sem fulltrúar fram-
kvæmdanefndar „Ars trésins".
Gunnar örn Guðmundsson dýralæknir i hlutverki dýralæknisins
Óðali feðranna, ásamt Jakobi Þór, sem leikur aðalhlutverkið.
Óðalið í Reykjavík.
Akureyri og í Eyjum
A morgun, föstudag, hefjast
sýningar aö nýju i Reykjavik á
kvikmyndinni Óðali feðranna.
Myndin verður sýnd á öllum
sýningartimum i Laugarásbiói
frá föstud. 26. september til
föstudagsins 3. október.
Þá veröur myndin einnig sýnd
a Akureyri á morgun- og á
sunnudaginn I Vestmanna-
eyjum.
Nú hafa um 70.000 mahns seð
þessa umtöluðu kvikmynd.
A laugardaginn opnar Guðrún Tryggvadóttir sýningu I Djúpinu,
Hafnarstræti. A sýningunni verða Ijósm yndir af ýmsu tagi.ljósritun
o.n.
Sýning Guðrúnar verður opin á sama tima og veitingastofan
Hornið og varir til 8. okóber. Þeir, sem fá sér I svanginn I Horninu,
ættu ekki að telja það eftir sér að llta niður I Djúpið. Þar eru jafnan
skemmtilegar sýningar og svo má nú ekki gleyma jazzkvöldunum
á fimmtudögum — t.d. I kvöld!
Það sem sýnt verður
Fyrirhugað er að sýningin
skiptist I þrjá hluta:
1. Skógræktardeild, sem aðal-
lega verður byggð upp á ljös-
myndum og linuritum,
2. Viður sem smiðaefni: gerð
viðar, vinnsla, þurrkun, o.sv.
3. Munir ur viði.
¦Þessi þáttur sýningarinnar er
sásem snýr að iðnaðarmónnum
sjálfum og verða þar sýnd hús-
gögn,, nytjalistmunir og hreinir
listmunir. Sýningin mun verða i
kjallara Húss Iðnaðarins við
Hallveigarstig.
Ms.
Baðstofa og fundarherbergi Iðnaðarmannafélagsins I gömlu Iðnó.
Það hús er nú I eigu Reykjavfkurborgar, en baðstofunni halda
félagsmenn. Það hefur ekki væst um fundargesti 1 þessari stofu,
sem er haglega gerð af Rikharði Jónssyni. Smiði baðstofunnar var
lokið árið 1926.
OFVITINN LENGI LIFI!
Sýningar tiefjast að nýju í kvöld
„Sýning Ofvitans er glæsi-
legur sigur og i rauninni
merkisatburður i islensku leik-
húslifi. Fyrst og fremst er þaö
að þakka Kjartani Ragnarssyni,
sem fékk þá furðulegu flugu i
höfuðið að setja Ofvitann á svið
og jafnframt leikstjóranum,
Kjartani Ragnarssyni, sem
tókst að skila þessu verkefni
sinu heilu i höfn."
„Ég óska Leikfélagi Reykja-
vikur til hamingju með þessa
skemmtilegu sýningu. Megi hún
lengi lifa!" (BS i Visi eftir
frumsýningu Ofvitans i fyrra-
haust).
Og hún lifir enn, þvi að i kvöld
verður áfram haldið sýningum
á Ofvitanum i Iðnó. Leikurinn
var sýndur 100 sinnum i fyrra-
vetur, og einatt fyrir fullu húsi
og er ekki að efa, að endurkoma
hans verður mörgum fagnaðar-
efni. 101. sýningin er eins og fyrr
sagði i kvöld og næsta verður á
laugardagskvöldið kemur kl.
20.30. Ms.
Þórbergur yngri og eldri. Emil Guðmundsson og Jón Hjartarson I
hlutverkum slnum. '
Snorri Sveinn, Guðbergur, Hringur, örn, Magnús og Björgvin, allir
i smáhvild frá undirbúningi Haustsýningarinnar að Kjarvalsstöð-
um. (Ljósm. Ella)
Hauslsýningin
Arleg haustsýning FIM verð-
ur opnuð á laugardaginn kemur
að Kjarvalsstöðum. 5 mynd-
listarmönnum var boðið að sýna
sem sérstökum gestum og eru
það þau Asgerður E. Búadóttir,
Guðmundur Benediktsson,
Leifur Breiðfjörð, Valtýr
Pétursson og Þórður Hall. FIM
heur látið prenta póstkort i litl-
um af einu verki hverra þessara
listamanna og verða þau seld á
sýningunni, auk korta sem gerð
voru i tilefni Sýningar Sigurjóns
Ólafssonar i vor.
Þegar þetta er skrifað, lá enn
ekki ljóst fyrir, hversu margir
myndu sýna auk gestanna, en
vist er að það verða fjölmargir
og verður þar að lita teikningar,
málverk, glermyndir og vefnað
og muni úr leir á sýningunni.
Hún verður opnuð sem fyrr
sagði á laugardaginn kl. 15 og
varir til 12. október.
vatnsiitlr í
Ásmundarsal
Þessa dagana sýnir Kristján
Jón Guðnason vatnslitamyndir I
Asmundarsal við Freyjugötu.
Hann sýnir 37 myndir, flestar úr
Reykjavik.
Kristján Jón stundaði nám i
Myndlista- og handiðaskólanum
1961-64 og við Listiðnaðarskól-
ann i Osló 1965-67. Hann hefur
áður sýnt á Ungdomsbiennaln-
um i Osló (1970) og á Haust-
sýningum FIM. Sýning hans i
Asmundarsal er opin frá kl. 4-22
og stendur til sunnudagsins
kemur, 28. september.
Kristján Jón. (Ljósm. Ella)