Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 8

Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEINUNN Jóhannesdóttir Heyes frá Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðar- strönd gekk í hjónaband í Bandaríkj- unum 1902 og hélt síðan með manni sínum til Kína þar sem þau störfuðu sem kristniboðar í nær 40 ár. Aðal- steinn M. Loftsson tók skírn baptista í Vesturheimi og fór sem kristniboði á vegum Alþjóðatrúboðssambands- ins til Kína 1921. Sama ár fór Ólafur Ólafsson frá Hvítárbakka í Borgar- firði til trúboðsstarfa í Kína og var þar nánast óslitið til 1938. Hjónin Astrid og Jóhann Hannesson sinntu sama starfi í Kína frá 1939 til 1946 en þá flúðu þau til Hong Kong og fóru síðan til Íslands þar sem þau voru í tvö ár. 1948 fékk Jóhann skipun sem ræðismaður í Yiyang en eftir valda- töku kommúnista 1949 fóru þau aftur til Hong Kong og var Jóhann þar til 1953. Árni frá Geitastekk Íslendingar hafa löngum verið víð- förlir og ritaðar heimildir eru til um Íslending í Kína löngu fyrir tíð kristniboðanna. Árni hét maður og var Magnússon, sem talinn er fæddur 1726. Hann sigldi sem háseti á vopnuðu, dönsku kaupfari til Kína seint á 18. öldinni. Árni, sem kenndur var við Geita- stekk, skrifaði á áttræðisaldri ferða- sögu sína sem kom út í Reykjavík 1945. Í formála bókarinnar segir Björn Karel Þórólfsson, sem bjó hana til prentunar, að ekki sé vitað til þess að Íslendingur hafi áður komið til Kína. Hann sigldi frá Kaupmannahöfn og gekk sú ferð stóráfallalaust, en áfangastaður var Kanton. Honum lýsir Árni svo: „Þessi staður var lítill, þó vel innréttaður með góðu kastilli, er kann forsvara þann heila bý. Landið var ávaxtarsamt bæði með fénað og ávexti. Það innfædda fólk var svargult í andliti, var klætt í nankins klæðum. Þaug eru bæði gul og blá og eru gjörð af tréull, sem vér annars köllum bómull, er það sama, því margir moríaner eður svart fólk, er komið mun hafa frá Morien (Afr- íku) ellegar frá þeim tyrknesku ey- löndum. Fólkið í Kína er að minna lagi að vexti, dökkbrúnt í andliti með rak- aðan skalla. Utan frá hvirflinum höfðu þeir langan topp, sem náði ofan að buxnastrengi, og allir þeir, sem hann ei höfðu, voru latroner (ræn- ingjar) eður óærlegir (ærulausir). Af þessu fólki voru margir sem lágu út á sjónum og eigi máttu á land koma fyrir þeirra þjófnað og rán ... Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, eru hin vanskilegasta þjóð að gera kaup- höndlun með, því þeir eru hinir nær- færnustu þjófar, so mann skal ei af vita, fyrr en peningarnir eru af hans lummu ... Kvenfólkið (konur hinna ærulausu) hafði járnskó á fótum sér, ei stærri en passa kunni átta vetra gömlu barni. Þetta skyldi vera þeirra straff fyrir undan farin svik og op- retti við þeirra keisara, og skyldi sú kynkvísl bera þetta straff, so lengi þar var einn maður af henni lifandi. Í staðnum Kanton var mikið við- hafnarlítið fólk, bæði kaupmenn og þeir stórríku. Allir hafa þessir belg- hempur og víðar buxur annaðhvert af nankini eður silki, annaðhvert dökkbláar, gular eður hvítar. Koll- húfur á höfði.“ Árni frá Geitastekk segir enn- fremur: „Í Kína er enginn vetur, heldur er þar ævarandi sumar. Dagurinn er 12 tíma, nóttin líka so. Þegar einn ávöxt- ur er fullvaxinn, fellur hann af trénu, og strax sér maður að nýr aftur mun koma ... Eg sá og þeirra postulíns- smiðju. Hún var sem hár turn með mörgum vel byggðum húsum, hvar þeir brenndu þeirra postulín. Þegar vér komum til fabrikken kl. 8 form- iðdag og pöntuðum undirkopp og yf- irkopp, á undirkoppnum skyldi mitt kontrafej (mynd) vera bæði í ásýnd og klæðaburði, – sá kíniski sér lítið upp á mig, segir, eg skuli koma á morgun kl. 8. Og þegar eg sjálfur eð- ur minn kammerat komum þar, eru þessir tekoppar ferðugir, meistara- lega gjörðir.“ Fyrsta sendinefndin Fyrsta opinbera íslenska sendi- nefndin fór til Kína haustið 1952. Stóð heimsóknin frá 28. september til 4. nóvember 1952 og meðal nefndar- manna voru rithöfundarnir Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson. Fór sá fyrrnefndi fyrir nefndinni. Í dagbók Jóhannesar frá þessum tíma segir: „Sunnudagur 28. sept- ember: Komum til Peking um nónbil í sólskini og fögru veðri. Tekið á móti okkur á flugstöðinni af formanni mót- tökunefndarinnar Woo Mou-sun, að- alritara the CPIFA (þjóðanefndar utanríkismála) og Wang Chang-keng ritara móttökunefndarinnar ásamt fleirum.“ Síðar sama dag segir hann: „Þegar við höfðum matast var okkur sýnd kvikmynd Frá Huai-ánni, en þar hafa farið fram miklar flóðgarðabygg- ingar. Gleði og ákafi fólksins við verkið mjög heillandi.“ Í dagbókinni segir, tveimur dögum síðar, þriðjudag 30. september: „Framan af degi var hvíldartími, en eftir hádegið gengum við enn nokkuð í verzlanir og skoðuðum borgina. Kl. 6 síðdegis fórum við svo í veizlu þá hina miklu er ríkisstjórnin bauð til í tilefni af þjóðhátíðardeginum dag- inn eftir. Veizlan var haldin í Friðar- höllinni, en sú höll var nýreist í tilefni af friðarþinginu. Þarna var saman komið allt stórmenni alþýðuríkisins, ásamt fulltrúum erlendra ríkja og margskonar sendinefndum. Gekk ég í hópi nefndarformanna fyrir Mao tse-tung forseta og tók í hönd með fá- einum ávarpsorðum, m.a. á íslenzku til gamans. Við hlið hans sat Shu Teh hershöfðingi. Þar var og ekkja Sun Yat-sen.“ Um miðvikudaginn 1. október seg- ir Jóhannes úr Kötlum m.a.: „Þjóðhátíðardagurinn var sól- skinsbjartur, eins og raunar allir aðr- ir dagar sem við dvöldum í Peking, en hvessti nokkuð er á daginn leið og olli það miklu ryki á götum borg- arinnar. Strax um morguninn varð vart mikilla fagnaðarláta hvaðanæva að, og þegar við gengum út á stéttina fyrir framan gistihúsið var gatan troðfull af fólki sem hló og söng og réð sér ekki fyrir kátínu. Ég tók und- ir söng unga fólksins af gamni mínu og dró það ekki úr glaðværðinni.“ Og sunnudaginn 5. október segir hann: „Að loknum morgunverði fórum við í heimsókn út á Wulitiem rík- isbúið, en þangað er um 1 klst. akstur frá borginni. Bú þetta var stofnað í apríl 1949 og hefur 2.500 ekrur lands til umráða. Hlutverk þess er tvenns- konar: a) að vera bændum til fyrir- myndar um búskap; b) að útskrifa sérhæfða menn í landbúnaði, einkum dráttarvélastjóra. Hér eru mjög not- aðar ráðstjórnaraðferðir, t.d. í plæg- ingu og sáningu á baðmullarökrum. Þarna var nokkur grasrækt, enda al- in svín og mjólkurdýr. Baðmullaruppskeran var 32½ kíló af mói árið 1949 en gert ráð fyrir 200 kílóum á þessu ári.“ Íslenska sendinefndin ferðaðist nokkuð um landið.Um miðjan októ- ber kemur hópurinn til að mynda til Hanchow, „fegurstu borgar Kína,“ eins og segir í dagbók Jóhannesar. Sendinefndin hélt áleiðis heim til Íslands þriðjudaginn 4. nóvember. Þá skrifar Jóhannes: „Þennan dag, 53. afmælisdaginn minn, var haldið árla af stað út til flugstöðvarinnar og voru allir nán- ustu vinir okkar og túlkar viðstaddir burtför okkar, sem í senn var hjart- anleg og blandin söknuði. Ungfrú Ying, aðaltúlkurinn minn, rétti mér síðasta blómvöndinn að skilnaði. Klukkan langt gengin 9 hóf vélin sig til flugs og stefndi norður yfir fjöll. Ævintýrinu var lokið.“ Ævintýri Ólafs trúboða Ólafur Ólafsson, sem áður er getið, fæddist 14. ágúst 1895 á kotbýlinu Desey í Mýrasýslu. Hann „var ís- lenskur sveitapiltur sem fékk þá köll- un að fara í kringum hálfan hnöttinn og stunda kristniboð í Kína,“ eins og Egill Helgason sjónvarpsmaður seg- ir í grein um Ólaf afa sinn í Lesbók Morgunblaðsins í desember 1995, ár- ið sem Ólafur kristniboði hefði orðið 100 ára. Ólafur varð snemma trúaður og tók kristniboðsvígslu á skóla norska Kínatrúboðssambandsins í Osló í ágúst 1920, stuttu eftir 25 ára afmæl- ið, og steig skömmu síðar á skipsfjöl og hélt áleiðis til Ameríku. Hann nam kínversku í New York, starfaði síðan með Vestur-Íslendingum í Chicago, Minneapolis og Winnepeg, áður en honum var falið að þjóna íslenskum söfnuðum á Kyrrahafsströnd Kan- ada. Haustið 1921 hugsar Ólafur sér aftur til hreyfings, siglir enn í vestur; nú yfir Kyrrahafið til Kína. „Um haustið stendur ungi maður- inn á hafnarbakkanum í Shanghai, þessari miklu alþjóðahöfn sem er Kínverjum tákn um ásælni útlendra manna,“ segir Egill í Lesbókargrein- inni. Keisaradæmið er fallið þegar þarna er komið sögu „og Kuomin- tang-hreyfingin sem nýtur forystu Sun Yat Sen hefur ekki náð að fylla upp í tómarúmið; þetta er tími her- fursta sem hafa skipt ríkinu á milli sín og stjórna af geðþótta. En stjórn- mál eru ekki efst í huga unga manns- ins, þótt þau eigi eftir að skipta sköp- um í lífi hans.“ Egill segir kristniboðsstöðina langt úr alfaraleið, á þéttbýlu land- búnaðarsvæði í norðanverðu Mið- Kína. „Norðmenn höfðu komið þang- að fyrst ellefu árum áður. Þetta höfðu verið hörmungarár; vegna hungurs og ófriðar var talið að íbúum svæð- isins hefði fækkað um þriðjung á þessum áratug. Ferðinni er heitið til staða sem heimsbyggðin hefur vissu- lega ekki heyrt getið. Frá Shanghai er farið fimm daga leið upp Yangtse- fljót. Í Hankow taka við litlir fljóta- bátar, siglingin upp Han-fljót tekur þrjár vikur. Þá er loks komið á áfangastasð, smáborgarinnar Teng- chow og Laohokow í Tengshien- sýslu. Þolinmæði Kínverjanna virðist óendanleg, en ferðalagið reynir á þol- rif Íslendingsins sem skilur nú hvað felst í kínversku kveðjunni sem þýðir orðrétt: Farðu þér hægt. Menn kom- ast leiðar sinnar, en farartækin eru góður skóli í kínverskri þolinmæði.“ Ólafur kvæntist norskri konu, Herborgu Eldevik, kennara frá Þrændalögum, haustið 1926. Þau höfðu hist þegar bæði voru nemend- ur á Fjelhaug en felldu ekki hugi saman fyrr en í Kína. „Útlendu djöflar! Útlendu hundar!“ Ólafur skrifar um það þegar borg- arastríðið geisaði í Kína 1927. Allir börðust gegn öllum og kristniboðum var ekki lengur vært í landinu. Þeir flýðu til strandar: „Hvað eftir annað hafði fólk í hótunum við kristniboð- ana og algengt var að menn hrópuðu á eftir okkur: Útlendu djöflar! Út- lendu hundar! Niður með kristin- dóminn! Drepum útlendingana! Við vorum 22 karlmenn, 30 konur og 27 börn, á tíu bátum. Ekki þorðum við að láta mikið á okkur bera. Á tveimur stöðum safnaðist saman mikill fjöldi fólks á árbökkunum og kastaði grjóti og moldarkögglum á bátana.“ Á fjórtán dögum komst hópurinn til Hankow og þar um borð í síðasta skipið sem flutti útlendinga til Shanghai. Ólafur og Herborg fóru til Íslands og dvöldu þar í eitt ár. Ólafi var tekið með kostum og kynjum og hélt hann á annað hundrað erindi þann tíma. „Það verða líka þáttaskil í starfi hans: Samband íslenskra kristniboðsfélaga er stofnað í kjölfar þess áhuga sem vaknar við heimkomu Ólafs – upp frá þessu eru það Íslendingar sem kosta hann til kristniboðs,“ segir Egill. Þau hjón halda aftur til Kína að ári. Ástandið er ekki gott en margt horfir þó til framfara í þessu æva- gamla bændasamfélagi, segir Egill. Eftir að Japanir gerðu árás á Kína 1937 neyddust Ólafur og fjölskylda hans til að hverfa á braut, en það var allt annað en auðvelt að komast í burtu. „Ferðin til strandar er ævin- týraleg og skelfileg. Börnin eru fimm, það yngsta á öðru ári, það elsta á því tíunda,“ segir Egill Helgason, en móðir hans, Guðrún, er dóttir Ólafs og Herborgar. „Í þetta sinn þykja ræningjaóeirðir á Han-ánni ekkert tiltökumál. Í Hankow kemur í ljós að fljótaleiðin til Shanghai er lok- uð. Loks tekst þeim þó að fá far niður Yangtse-fljót, niður fyrir Nanking. Þar leigja þau mótorbát sem siglir með fjölskylduna út frá fljótinu og í tvo daga eftir skurðum og síkjum, þangað til komið er niður fyrir tund- urduflin sem Kínverjar höfðu lagt í fljótið til að varna Japönum för. Loks komast þau til Shanghai. Á leiðinni mæta þau ótal japönskum skipum sem sigla til frekari landvinninga of- ar með fljótinu. Eftir níu daga bið í Shanghai tekst fjölskyldunni loks að komast í skip, áleiðis til Hong Kong.“ Ólafur skrifar sjálfur: „Nú hvíl- umst við og njótum – ekki matar, drykkjar og gleðskapar – heldur fyrst og fremst öryggis. Þeir sem um það hugsa sjá að fleira er erfitt kristniboða en ferðalag með konu og fimm ung börn um ófriðarlönd. En mikil er breytingin að mega nú vera óhultur með ástvini sína heila á húfi dag eftir dag.“ Fjölskylda Ólafs komst heilu og höldnu heim til Íslands, í gegnum Noreg og fjölskyldufaðrinn átti ekki afturkvæmt til Kína. Nokkrum mánuðum síðar skall síðari heimsstyrjöldin á og henni er ekki fyrr lokið en borgarastríð brýst aftur út í Kína. Kommúnistar komast til valda 1949, alþýðulýðveldið er stofnað „og sporgöngumaður Ólafs í Kína, Jóhann Hannesson kristniboði, hrökklast undan kommúnistum,“ eins og Egill orðar það. „Það renna upp myrkratímar fyrir kristna menn í ríki Maós. Óljósar fréttir berast af ofsóknum og morðum, annars er þögn.“ Ólafur trúboði skrifar í bók sinni, 14 ár í Kína: „Mér finnst ég eiginlega hafa lifað lífi mínu í Kína, að hálft í hvoru sé eins og ég hafi lokið mínu ævistarfi þar, þótt árin yrðu ekki nema rúm- lega 14. Allt annað hefur verið inn- gangur eða aðdragandi þess og síðan viðbót eða eftirmáli. Þeirra ára sem ég átti í Kína minnist ég ekki sem fjarlægrar fortíðar. Allt sem bar fyrir mig stendur mér lifandi fyrir hug- skotssjónum eins skýrt og lifandi og það hefði gerst fyrir ári, eða jafnvel í gær. Með öðrum orðum – ekki sem fortíð, heldur sem eilíf nútíð ... þetta eina sem hefur gilt í lífi mínu og gildir enn – kristniboðsköllun mín – og það var einmitt fyrir það mikla heillaspor að ég fékk að koma til Kína.“ „Fólkið í Kína er að minna lagi að vexti, dökkbrúnt í andliti með rakaðan skalla“ Hjónin Ólafur Ólafsson og Herborg Edevik með börnin fimm meðan þau bjuggu í Kína. Landsbókasafnið Þórbergur Þórðarson, með dökku gleraugun, og Jóhannes úr Kötlum, með slaufu, og spanjólu á höfði, í ferð fyrstu íslensku sendinefndarinnar til Kína haustið 1952. skapti@mbl.is Í s lensk i r kr is tn iboðar ruddu að sumu leyt i veg- inn fyr i r samsk ipt i þ jóðanna á fyrr i h luta ný l ið - innar a ldar. Skapt i Hal lgr ímsson r i f jar upp sam- sk ipt i Í s lend inga og K ínver ja á árum áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.