Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 57
ÞESSA SÍÐUSTU og bestu sólar-
daga Reykjavíkurborgar leitar hug-
ur þeirra sem starfa innan fjögurra
veggja oftar en ekki út í sólskinið.
Nær óteljandi hugmyndum skýtur
upp í kollinn um hvernig hægt væri
að eyða tímanum úti í góða veðrinu
og víst er að nóg er í boði fyrir þá
sem hugnast útiveran.
Með tilkomu ylstrandarinnar í
Nauthólsvík eignuðust Íslendingar
sína fyrstu sólarströnd. Í því blíð-
viðri sem leikið hefur um borgarbúa
að undanförnu þykir að sjálfsögðu
við hæfi að bregða sér í sundfötin og
sóla sig á ströndinni, þótt oftar en
ekki fylgi örlítil gæsahúð með í kaup-
unum.
En auk þess að liggja í sólbaði,
byggja sandkastala og stunda
strandblak er í Nauthólsvíkinni
hægt að bregða sér af landi og sigla
um Skerjafjörðinn á kajak. Fær í
flestan sjó (!) ákvað blaðamaður að
kynna sér síðastnefnda kostinn nán-
ar.
Undirstöðuatriðin kennd
Það var Gunnar Björgvinsson,
leiðsögumaður á vegum Ultima
Thule-ferðaskrifstofunnar, sem
hafði yfirumsjón með siglingunni.
Þar sem enginn viðstaddra hafði
migið í saltan sæ, ekki einu sinni
komist nálægt því, þótti að sjálf-
sögðu við hæfi að fara yfir undir-
stöðureglurnar í kajakfræðum.
Fyrst var hópnum kennt að sitja
kajak, en ekki er sama hvernig það
er gert. Talið er best að sitja með
gleiða fætur, en það að spyrna þeim
til hliðanna er besta leiðin til að
halda jafnvægi á annars óstöðugum
bátnum.
Þá var komið að því að læra að róa.
Það virtist harla lítil kúnst; hægri
hendinni er alltaf haldið á sama stað
á meðan sú vinstri snýst fram og aft-
ur til að árin snúi ávallt rétt í vatn-
inu. Það þykir farsælast að búa sig
rétt fyrir sjóferð og eftir að hafa
íklæðst björgunarvesti og regnstakk
var komið að svokallaðri svuntu með
lykkju á endanum sem bundin var
um bringu hins verðandi sjóara.
Gunnar útskýrði tilganginn: „Svunt-
unar eru strekktar yfir sæti ræðar-
anna svo ekki komist neitt vatn ofan í
þau á ferðalaginu. Lykkjuna eigið
þið svo að kippa í til að losa ykkur úr
bátnum þegar þið hvolfið honum. Ég
vek athygli á að ég segi þegar þið
hvolfið bátnum en ekki ef þið hvolfið
honum.“
Útskrifuð í kajakfræðum
Með þetta miður hughreystandi
veganesti var lagt af stað með
bátana niður í fjöru. Eftir að búið var
að stilla fótstig til stefnubreytinga
hjá þeim sem sátu í aftari hluta
tveggja manna kajakanna sem ný-
græðingunum var úthlutað var þeim
ekkert að vanbúnaði og ýttu úr vör.
Útskrifaður í kajakfræðum, að
minnsta kosti að eigin mati, hélt hóp-
urinn svo út úr Nauthólsvíkinni í
glampandi sólskini. Stefnan var tek-
in meðfram Ægisíðu og að Skildinga-
nesi. Róðurinn tók ansi vel í axlir og
upphandleggi til að byrja með en
þegar líða tók á ferðina vöndust
átökin vel. Frá Skildinganesinu var
róið þvert yfir Skerjafjörðinn og að
Lönguskerjum. Íbúar skerjanna,
þ.e. fiðurféð, kipptu sér ekkert upp
við heimsókn hinna fljótandi báta og
styggðust ekki þótt nálægðin mæld-
ist í sentimetrum.
Veðrið var upp á sitt besta þennan
dag og útsýnið eftir því gott, svo hóp-
urinn hvíldi lúna handleggi hjá
skerjunum. Á aðra hönd blasti
Reykjavík við, með Perluna í for-
grunni og Esjuna í bakgrunni. Á
hina sást svo Kópavogurinn og Álfta-
nesið, fagurt að vanda. Þessi nýja
sýn á höfuðborgarsvæðið, frá
miðjum Skerjafirðinum, var svo kór-
ónuð með kyrrð, sem þó einstöku
sinnum var rofin af nið flugvéla eða
kvaki fugla.
Bátunum hvolft með
fullu samþykki
Eftir um þriggja klukkustunda
ferðalag var ákveðið að róa aftur í
land. Í engu var þó farið óðslega í
þeim efnum, bæði var smávægileg
þreyta farin að segja til sín og eins
vildi hópurinn njóta þessara síðustu
stunda – í bili – á floti í Skerjafirð-
inum.
Þegar siglt var inn í Nauthólsvík-
ina hafði hópurinn, heldur rogginn,
orð á því við fararstjórann að enginn
hefði velt bátnum sínum eins og við
var búist. Reyndar munaði oft ansi
litlu að svo færi en þá var frekar um
að kenna stríðni samferðamanna en
slöku gengi í róðri.
Hópurinn var búinn að búa sig
rækilega undir bað í köldum sjónum
svo að árætt var að hvolfa báðum
bátunum með fullu samþykki allra
aðila. Þá kom kennsla Gunnars í
notkun á lykkjunum góðu að góðum
notum. Holdvot frá hvirfli til ilja og
skjálfandi á beinunum óðum við svo í
land með báta og árar í eftirdragi.
Engum varð meint af volkinu og
var þetta allt hin besta skemmtun;
róðurinn, útsýnið, veðrið og jú – bað-
ið í lokin.
Þeir Kjartan Hrafn Loftsson, Björn Jónsson og Sighvatur Rúnarsson
hlýða á leiðbeiningar Gunnars Björgvinssonar leiðsögumanns.
Morgunblaðið/Jim Smart
Einbeitingin leynir sér ekki þegar lagt er af stað.
Siglt um
Skerjafjörðinn
Birta Björnsdóttir brá sér á dögunum í
björgunarvesti og slóst í för með leið-
sögumanni og þremur mönnum sem allir
voru að þreyta frumraun sína í kajak-
róðri í Skerjafirðinum.
birta@mbl.is
Kvöldsigling úr Nauthólsvík á kajak
Trúlaus
(Trolösa)
Drama
Svíþjóð 2001. Myndform VHS. (142
mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Liv Ullman.
Aðalhlutverk Lena Endre, Erland Joseph-
son.
ÞAÐ SEM gerir þessa hádrama-
tísku stúdíu á ástinni, tryggðinni og
hjónabandinu athyglisverðasta er
leikur handritshöfundarins Ingmars
Bergmans með sannleikann. Þeir
sem lesið hafa endurminningabrot
þessa sænska kvikmyndaleikstjóra
telja sig greina augljós tengsl milli
hans eigin fortíðar og þessarar sögu
sem hann hefur
skrifað um eldheitt
ástarsamband,
framhjáhald sem
er ekkert minna en
krabbamein, eitur
sem er dæmt til að
breiðast út og
valda sorg og
dauða.
Þetta er saga af
iðrun og eftirsjá. Samviskan þjakar
aldrað skáld sem loksins hættir sér
til að gera upp fortíðina með ímynd-
aðri aðstoð stóru ástinnar. Eða er
þetta kannski allt ímyndun ein, frjótt
ímyndunarafl skáldsins? Er Berg-
man að spila með okkur, fá okkur til
að vilja halda að hann hafi lifað svo
stormasömu tilhugalífi (sem reyndar
ku vera tilfellið)?
Það voru örugglega fáir sem
Bergman gat treyst betur til að
vinna úr þessum vangaveltum sínum
en fyrrverandi heitkonu sinni og
samstarfskonu til fjölda ára, Liv Ull-
mann. Allavega tekst henni að koma
sögu, sem virkar eflaust fremur flók-
in í handriti, á framfæri á aðgengi-
legan og að mestu tilgerðarlausan
máta, blessunarlega. Og leikurinn er
aldeilis frábær, sérstaklega hjá
Endre. Skarphéðinn Guðmundsson
Litið í
eigin barm