Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Kransar - krossar
Kistuskeytingar • Samúðarvendir
Heimsendingarþjónusta
Eldriborgara afsláttur
Opið sun.-mið. til kl. 21
fim.-lau. til kl. 22
✝ Guðmundur ElísGuðmundsson
fæddist í Hafnar-
firði 27. janúar
1942. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
11. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóna Guðmunds-
dóttir, f. 11.1. 1911,
d. 20.5. 1991, og
Guðmundur Þor-
geirsson, f. 10.6.
1915, d. 20.10. 1998.
Systir Guðmundar
Elísar er Elísabet, f.
2.12. 1944, maki Ísidór Her-
mannsson, f. 18.1. 1947, börn
þeirra eru Guðmundur Jón,
Hermann, Elmar Daði og Ísidór
Hinrik og barna-
börnin Guðmundur
Þorgeir og Fróði
Guðmundssynir og
Hilmir Atli Elmars-
son. Hálfsystkini
Guðmundar Elísar
eru Gústaf Sæ-
mundsson, f. 1933,
Laufey Sæmunds-
dóttir, f. 1935, og
Gunnar Engilberts-
son, f. 1937, d.
1997.
Guðmundur Elís
bjó allan sinn aldur
í Hafnarfirði.
Útför Guðmundar Elísar verð-
ur gerð frá Fríkirkjunni í
Hafnafirði þriðjudaginn 18 júní
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Góður drengur er genginn. Guð-
mundur Elís Guðmundsson lauk
jarðvist sinni á líknardeild Lands-
spítalans 60 ára að aldri.
Hann var ókvæntur og barnlaus,
en hans verður sárt saknað af
mörgum, en sárast af systur sinni
Elísabetu, af manni hennar Ísidóri
og sonum þeirra og sonarsonum,
sem öll voru honum mjög kær.
Hann sýndi ótakmarkaðan kær-
leika og umhyggju.
Þar á bæ var hann alltaf kallaður
„Elli frændi“ og einnig af tengda-
fólki systur hans. Þetta klæddi
hann afar vel, því hann var í raun
og veru bróðir og frændi allra sem
hann umgekkst.
Hann átti mörg áhugamál og
starfaði af alúð í mörgum félögum,
sem öll voru mannbætandi hið ytra
og hið innra.
Hann var meðal annars félagi í
Guðspekifélagi Íslands og stúkunni
Fjólu í Kópavogi, og þar var hann
sami góði bróðirinn eins og alls
staðar, tilbúinn að láta gott af sér
leiða og hjálpaði til við allt sem þar
sem hann gat því við komið.
Ég er viss um að hann hefur
aldrei hugsað „hvað getið þið gert
fyrir mig?“ Heldur „hvað get ég
gert fyrir ykkur?“ því þannig kom
hann fram gagnvart sínum sam-
ferðamönnum.
Hann skilur eftir sig stórt skarð
meðal frænda sinna og vina, og ég
sendi þeim öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Við öll sem áttum því láni að
fagna að vera samferðamenn þessa
góða manns, „Ella frænda“, mun-
um í dag kveðja hann með djúpri
virðingu og þakklæti.
Sælir eru hjartahreinir því þeir
munu guð sjá.
Drottinn blessi Guðmund Elís
Guðmundsson.
Guðrún Hulda
Guðmundsdóttir.
Fyrir 25 árum átti Ferðafélag
Íslands 50 ára afmæli. Í tilefni þess
voru það sumar skipulagðar all-
margar ferðir á fjallið Esju. Þetta
framtak félagsins vakti mikla at-
hygli og varð mörgum hvatning til
hollrar hreyfingar og útiveru. Ég
sem þetta rita tók nokkurn þátt í
þessu fyrirtæki. Fljótlega tók ég
eftir því að ungur Hafnfirðingur,
nýliði á þessum vettvangi, mætti
oftar en aðrir og var sýnilegt að
hann naut þess að takast á við
þetta fjall. Við urðum brátt mál-
kunnugir og féll vel á með okkur.
Þetta var Guðmundur E. Guð-
mundsson smiður, sem verður
jarðsettur nk. þriðjudag.
Þetta sumar var Guðmundi ör-
lagaríkt, því þá tengdist hann
Ferðafélagi Íslands þeim böndum,
sem aldrei rofnuðu, og þar eign-
aðist félagið einn sinn traustasta
og fórnfúsasta velunnara, sem var
ávallt boðinn og búinn til að ganga
til liðs við félagið við lausn þeirra
verkefna sem vinna þurfti. Guð-
mundur starfaði í mörg ár í bygg-
inganefnd félagsins og þær stundir
eru ótaldar sem hann eyddi við að
vinna að viðhaldi, endurbótum og
nýsmíði sæluhúsa þess og hann
taldi ekki eftir þær frístundir sem
fórnað var til að koma þeim verk-
um í höfn. Á aðalfundi félagsins 11.
mars 1987 var Guðmundur gerður
að kjörfélaga Ferðafélags Íslands í
þakklætisskyni fyrir „fórnfúst starf
í þágu félagsins“, eins og það er
orðað í fundargerð og þá vægilega
til orða tekið.
Guðmundur hafði yndi af ferða-
lögum, og fór margar ferðir í hópi
góðra félaga víðsvegar um landið
bæði á skíðum og ekki síst fótgang-
andi með allan farangur á bakinu.
Við áttum þar samleið af og til og
þægilegri og notalegri ferðafélaga
var ekki unnt að kjósa sér. Hann
var ávallt glaður í sinni, ljúfur og
hjálpsamur og vildi leysa allra
vanda af fremsta megni.
Síðustu mánuðirnir voru Guð-
mundi erfiðir, en hann lét ekki
bugast. Eins og góðra ferðamanna
er siður þarf að huga að mörgu,
þegar lagt er upp í langferð, og
hafa alla hluti á réttum stað. Ég er
þess fullviss, að það hefur Guð-
mundur gert nú sem endranær og
eins og ávallt áður reiðubúinn til að
mæta því sem að höndum ber með
æðruleysi og brosi á vör.
Með þessum fáu orðum þakka ég
Guðmundi Ella þær stundir, sem
við áttum saman og ég veit, að
undir þau orð mín taka allir okkar
góðu félagar í Ferðafélagi Íslands
sem kveðja hann með virðingu og
þökk fyrir trausta vináttu á liðnum
árum.
Tómas Einarsson.
Fyrir nokkrum árum mynduðum
við nokkrir kunningjar hóp til að
iðka saman sameiginlegt áhugamál
okkar, badminton, okkur til
ánægju og hressingar. Einn í hópn-
um var Guðmundur Elís Guð-
mundsson sem við höfðum allir
þekkt áður um lengri eða skemmri
tíma. Ekki er ofmælt þótt sagt sé
að Guðmundur hafi verið sá okkar
sem mest og best hélt okkur við
badmintoniðkunina bæði hvað
ástundun og reglufestu snertir.
Komu sér þar vel þeir eðliskostir
sem mest einkenndu Guðmund, ná-
kvæmni og vandvirkni, vinafesta
og greiðvikni. Um þessa þætti í
manngerð Guðmundar geta margir
borið.
Guðmundur starfaði og ferðaðist
mikið með Ferðafélagi Íslands og
þau eru ófá handtökin sem hann
vann í þágu félagsins, ekki síst á
fjöllum uppi. Þeir sem með honum
voru sáu strax að þar var aldrei
kastað höndum til verka. Það var
að verðleikum að hann var kjörinn
heiðursfélagi félagsins fyrir nokkr-
um árum.
Guðmundur var ekki hávaðamað-
ur í þeim skilningi að hann væri
mikið fyrir að trana sér fram en í
þröngan hóp, ekki síst yfir kaffi-
bolla, var hann hvers manns jafn-
oki og svo trúr var hann vinum sín-
um að eftir var tekið. Ekki er vitað
til að Guðmundur hafi sagt nei við
nokkurn sem bað hann greiða. Oft
gat græskulaus orðheppni hans
kitlað hláturtaugar viðmælenda,
ekki síst ef hnyttnar athugasemdir
hans beindust að honum sjálfum.
Réttlætiskennd Guðmundar og
hreinlyndi leyfði enga meinbægni í
garð annarra.
Starfið var Guðmundi ætíð mikil
lífsfylling en í frístundum hafði
hann auk þess að ferðast, einkum á
árum áður, mikið yndi af lestri
bóka og vænt safn þeirra átti hann
orðið á síðari árum. Þá hafði Guð-
mundur mikið yndi af dansi og
stundaði þá mennt drjúgum um
langan tíma.
Mikil eftirsjá er að Guðmundi
sem nú er fallinn frá langt um ald-
ur fram og stór er eyðan sem í hóp
okkar badmíntonfélaganna er kom-
in. Við minnumst hans með virð-
ingu og hlýhug og biðjum systk-
inum hans og öðrum
aðstandendum styrks og huggunar
við mikinn missi.
Eiríkur, Guðmundur,
Gunnar og Ólafur.
Góður drengur er genginn,
góður maður er dáinn.
Minnir hann oft á máttinn
maðurinn slyngi með ljáinn.
Allra okkar kynna
er ánægjulegt að minnast.
Mér finnst slíkum mönnum,
mannbætandi að kynnast.
(Kristján Árnason frá Skálá.)
Það er bjart yfir minningunni
um Guðmund Elís vin okkar. Og nú
við andlát hans hrannast upp minn-
ingarnar, „margt ber að þakka og
margs er að minnast“. Elli, eins og
við jafnan nefndum hann, var
fæddur í Hafnarfirði, sonur
hjónanna Guðmundar Þorgeirsson-
ar og Jónu Guðmundsdóttur. Eina
yngri systur átti hann, Elísabetu,
og þrjú hálfsystkini, sammæðra,
Gústaf, Laufeyju, sem búsett er í
Bandaríkjunum, og Gunnar, sem er
látinn. Elli var á margan hátt sér-
stæður maður, en öll hans skap-
höfn einkenndist af dug og dreng-
skap. Ungur lauk hann
trésmíðanámi frá Iðnskólanum í
Hafnarfirði og hann var víðlesinn
og þekkti sögu Hafnarfjarðar mjög
vel, sem og umhverfið í kringum
þennan heimabæ sinn. Elli var
mikill útivistarmaður og ferðaðist
vítt og breitt um landið. Einnig var
hann mikill Haukamaður og spilaði
badminton til margra ára.
Við hjónin eigum margar góðar
minningar um Ella og minnumst
þess hvað hann var hjálpsamur og
vildi allt fyrir alla gera. Bónbetri
manni höfum við varla kynnst og
nutum við aðstoðar hans er við
festum kaup á fyrstu íbúð okkar.
Það fáum við aldrei fullþakkað. Elli
var barngóður og naut sonur okkar
gæsku hans í ríkum mæli.
Elísabet og Ísidór, systir hans
og mágur, hafa sýnt honum mikla
umhyggju í erfiðum veikindum
hans og vottum við hjónin þeim og
fjölskyldum þeirra alla okkar sam-
úð.
Við kveðjum þennan trygga vin
okkar með virðingu og þakklæti.
Guð blessi minningu hans.
Steinunn og
Gunnlaugur Fjólar.
GUÐMUNDUR ELÍS
GUÐMUNDSSON
!"#$
%& '( )*#(
)*#%
& + (
%& (
& # & (
,(
)*# %& -.(
,($
!"# $%"
&'% ( ) *) ! +
,
) *)
-. * )
''*) ) *)
( (/
( ( (/
!" # $ %&
'"(!" ) #
* & + " #
, "
- ". - #
- "#" - !
!
!" #