Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
L
jósmynd af kunnum
iðnrekanda í Reykja-
vík rataði eitt sinn á
forsíðu DV eftir að
hann keypti sér
nokkrar bjórdósir í fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli.
Mér finnst óskaplega stutt síð-
an en unga kynslóðin spyr ef til
vill: Hvað var svona fréttnæmt
við það að hann skyldi kaupa sér
bjór í fríhöfninni?
Svarið er þetta: Honum var
óheimilt að hafa áfengan bjór með
sér í gegnum hlið tollvarðanna á
flugvellinum, „inn í Ísland“, þar
sem hann starfaði hvorki sem
flugmaður né flugfreyja. Og bjór-
inn var þar af leiðandi tekinn af
honum, á
sama tíma og
þeir sem
höfðu af því
starfa að
koma honum
heilum heim
yfir hafið gátu tiplað með kippu af
bjór eða svo framhjá tollurunum.
Þetta þykir eflaust grát-
broslegt í dag og ekki að ósekju.
Enda var iðnrekandinn skælbros-
andi á forsíðunni, ef ég man rétt.
Vissi hvað lögin voru vitlaus og
vildi einungis vekja á því athygli.
Þótt áfengur bjór væri lengi
bannvara á Íslandi var hann sem
sagt seldur í fríhöfninni – en að-
eins fáeinum útvöldum.
Almúganum var ekki treyst til
þess að kaupa áfengan bjór á Ís-
landi og því var rökrétt að þeim
sama almúga gæfist ekki kostur á
að flytja þessa ákveðnu bannvöru
með sér til landsins. En það var
með reglurnar eins og í Animal
Farm; öll dýrin eru jöfn, en sum
að vísu jafnari en önnur.
Lögunum var breytt og nú geta
allir sem náð hafa tvítugsaldri
komið með ákveðið magn áfengs
bjórs inn í landið. Skiptir engu
máli hvað viðkomandi starfar.
En ennþá, þegar grannt er
skoðað, eru sumir jafnari en aðr-
ir.
Tollfrjáls varningur – duty
free, eins og það heitir á útlensku
– er hvarvetna í boði á flugvöllum,
í flugvélum og skipum, þegar
ferðast er á milli landa.
Spurt er: Hverjum stendur til
boða að gera kjarakaup í frí-
höfnum heimsins?
Svar: Þeim sem ferðast.
Aftur er spurt: Hverjir ferðast?
Svar: Þeir sem hafa efni á því
og svo opinberir starfsmenn,
vinnu sinnar vegna!
Þeir sem minnst fjárráð hafa
ferðast því minna landa á milli en
vel stæðu samborgararnir og
sumir jafnvel aldrei. Liggur það
ekki í hlutarins eðli?
Þá er spurt: En til hvers djútí
frí?
Svar: Veit það ekki!
Getur einhver komið mér til
hjálpar og svarað því, með sæmi-
lega skynsamlegum hætti, hvern-
ig hægt er að réttlæta umrædda
starfsemi.
Jöfnuður er, eða ætti að
minnsta kosti að vera, lykilorð í
hverju samfélagi. Sú er að vísu
fráleitt raunin af ýmsum ástæð-
um en hvers vegna að stuðla að
ójöfnuði með skipulögðum hætti?
Það er í raun eina skýringin á til-
vist tollfrjálsra verslana; að þær
séu starfræktar til að hygla fólki
sem (hefur efni á því að) ferðast.
Sanngirni er líka gott hugtak
og réttlæti ekki verra.
Hvaða vit er í því að fólk á leið
úr landi kaupi sér eintak af Morg-
unblaðinu í Leifsstöð fyrir lægri
upphæð en maður í sjoppu í
Keflavík?
Sem betur fer hefur þeim Ís-
lendingum fjölgað mjög sem
ferðast úr landi og hafa því tæki-
færi til þess að kaupa sér góða
koníaksflösku, geisladisk, barna-
föt og rakspíra á viðráðanlegu
verði en þeir eru samt örugglega
enn margir sem ekki eiga þess
kost að fara utan, af einhverjum
ástæðum. Sumir hafa kannski
ekki efni á því, aðrir komast ekki
vegna veikinda. Getur ekki verið
að þeim finnist líka gott að fá sér
koníakstár án þess að þurfa að
fella tár yfir verðinu?
Og hvaða réttlæti felst í því að
ég gat keypt mér gleraugnaum-
gjarðir á spottprís í sumar, bara
vegna þess að ég hafði efni á því
að fara með fjölskylduna til út-
landa og staldraði við í Leifsstöð?
Stundum er talað um tvær
þjóðir í einu landi en í þessu til-
felli væri nær að tala um tvö lönd
á sömu eyjunni. Ísland og Frí-
höfnina. Samt er landið bara eitt.
Það er vitað mál að margir hafa
gaman af því að versla og hugs-
anlega má réttlæta fríhafn-
arverslun með því að fyrir flug-
hrædda sé hún góð leið til þess að
dreifa huganum. Að minnsta kosti
fyrir flughrædda sem eru hættir
að drekka, því ekki fara þeir á
barinn.
En myndu viðkomandi ekki al-
veg eins staldra við í versluninni
þótt draslið væri aðeins dýrara?
Í næstu viku verða 43 ár frá því
Fríhöfnin hóf starfsemi á Kefla-
víkurflugvelli, samkvæmt lögum
frá Alþingi.
Í athugasemd við laga-
frumvarpið sagði m.a. um gildi
fríhafnar á Íslandi, skv. heima-
síðu Fríhafnarinnar á Netinu:
„Er mjög sótzt eftir þessum
viðskiptum af hálfu farþega og
áhafna flugvélanna, og er talið, að
þau stuðli að auknum viðkomum
véla á þessum stöðum. Skapar
það meiri tekjur af lending-
argjöldum, auk annarra tekna,
svo sem af sölu eldsneytis o.þ.h.,
með það að markmiði að auka
flugumferð á Keflavíkurflugvelli.“
Nú lýsi ég því hér með yfir að
mjög er „sótzt“ eftir því af mér að
vöruverð lækki á Íslandi því talið
er að það stuðli að auknum lífs-
gæðum. Það að geta borðað án
þess að þurfa að hafa stöðugar
áhyggjur af fjármálum heimilis-
ins eykur áreiðanlega vellíðan
fólks svo dæmi sé tekið.
Réttlætinu verður ef til vill
ekki fullnægt fyrr en fríhafnir
verða opnaðar hér og þar um
landið, fyrir þá sem komast ekki
til útlanda af einhverjum orsök-
um.
Þeir gætu keypt sér sjónvarp
og gleraugu til að sjá á það. Og
úrvalskoníak fyrir afganginn til
að sötra meðan horft er á góða
mynd.
Fjölgum
fríhöfnum
Allir eru jafnir en sumir þó jafnari en
aðrir! Hvaða réttlæti felst í því að ég
gat keypt mér gleraugnaumgjarðir
og geisladisk á spottprís, bara
vegna þess að ég hafði efni á að fara til
útlanda og kom við í Leifsstöð?
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Á SÍÐUSTU vikum hefur farið
fram mikil umræða í samfélaginu
um vanda frumheilbrigðisþjónust-
unnar. Við heimilislæknar höfum
tekið þátt í þeirri umræðu og reynt
að koma sjónarmiðum okkar á
framfæri. Að okkar mati stafar
vandinn fyrst og fremst af því
ranglæti sem við höfum mátt þola
af hendi stjórnvalda og birtist í því
að við höfum ekki sömu möguleika
á að starfa sjálfstætt og aðrir
læknar. Við teljum að þetta rang-
læti bitni fyrst og fremst á al-
menningi sem ekki fær þá þjón-
ustu sem hann á rétt á vegna
ástandsins. Aðeins með því að veita
heimilislæknum sömu tækifæri og
aðrir læknar hafa mun verða unnt
að bjarga frumþjónustunni í land-
inu frá því hruni sem að öðrum
kosti blasir við.
Skýr framtíðarsýn
Við heimilislæknar höfum mjög
skýrar hugmyndir um hvernig við
viljum að frumþjónustan þróist.
Við sjáum fyrir okkur að heim-
ilislæknar geti haft val um hvort
þeir vinni á heilsugæslustöð eða á
eigin læknastofu eða hvort tveggja.
Skýrt yrði greint á milli þeirrar
þjónustu sem læknar veita á
heilsugæslustöðvunum og vinnu
þeirra á læknastofum. Valfrelsi á
nefnilega ekki að þýða óskýrar lín-
ur. Sjúklingarnir eiga svo sjálfir að
ráða því hvort þeir vilja fremur
sækja þjónustu á heilsugæslu-
stöðvar eða fara til sjálfstætt starf-
andi heimilislæknis. Búið verði
þannig um hnúta að fjármagn
renni þangað sem þjónustan er
veitt, hvort sem það er á heilsu-
gæslustöð eða í sjálfstæðum stofu-
rekstri.
Kreddufesta og
tvískinnungur stjórnvalda
Við heimilislæknar höfum sagt
að við séum í réttindabaráttu. Við
viljum að sérnám okkar verði met-
ið á sama hátt og sérnám annarra
lækna. Við erum ekki að biðja um
forréttindi heldur sömu réttindi og
aðrir sérfræðingar njóta.
Heilbrigðisráðherra lítur á
vanda okkar sem kjaradeilu og
segist ekkert geta gert í málinu því
kjaranefnd úrskurði um laun okk-
ar. Hann vill ekki fallast á að sam-
ið verði við okkur á sömu for-
sendum og gert er við aðra
sérmenntaða lækna. Hann hefur
sagt að frumþjónustu eigi að veita
á grundvelli þverfaglegrar sam-
vinnu sem einungis sé hægt að
tryggja á heilsugæslustöðvunum.
En á sama tíma hefur hann samið
við sjálfstætt starfandi heilbrigð-
isstarfsmenn um að þeir taki að
sér tiltekin verkefni á sviði frum-
þjónustu. Nýjar skýrslur Ríkisend-
urskoðunar leiða einnig í ljós að
frumþjónusta er veitt mun víðar en
á heilsugæslustöðvunum. Stefna
stjórnvalda einkennist með öðrum
orðum af kreddum og tvískinnungi.
Opinberar umræður um heil-
brigðismál hér á landi hafa að
miklu leyti snúist um hagkvæmni
mismunandi rekstrarforma. Að
undanförnu hafa ýmsir komið fram
í fjölmiðlum og haldið því fram að
sjálfstæður rekstur sé dýrari og
óhagkvæmari en sú þjónusta sem
veitt er á opinberum stofnunum.
Slíkur málflutningur byggist á
mjög ótraustum grunni og veik-
burða röksemdum. Almenn sátt
ríkir um að heilbrigðisþjónusta
skuli kostuð af hinu opinbera. Því
viljum við ekki breyta. En við er-
um sannfærðir um að með auknu
valfrelsi heimilislækna muni þjón-
ustan batna og verða skilvirkari.
Þannig muni fást meira fyrir þá
fjármuni sem varið er til þjónust-
unnar. Við bendum í þessu sam-
bandi á þá góðu reynslu sem ná-
grannar okkar Danir og Norðmenn
hafa af sjálfstæðum rekstri í frum-
þjónustunni. Við skorum á ráða-
menn að kynna sér hana.
Núverandi ástand er óþolandi
Áralöng óánægja heimilislækna
með starfskjör og skipulag frum-
þjónustunnar hefur valdið því að
unglæknar fara ekki í framhalds-
nám í heimilislækningum og
reyndir læknar flæmast úr starfi.
Nú hafa allir heimilislæknar á Suð-
urnesjum sagt upp og hætta að
óbreyttu 1. nóvember. Heimilis-
læknar í Hafnarfirði hafa líka sagt
upp og hætta 1. desember. Víðar
hafa heimilislæknar sagt upp eða
farið í löng leyfi. Algert neyðar-
ástand blasir við í heilsugæslunni
víða um land. Hvað þarf að gerast
til að ríkisstjórnin grípi inn í?
Nauðsynlegt er að
breyta skipulagi frum-
þjónustunnar
Eftir Þóri Björn
Kolbeinsson
„Algert
neyðar-
ástand blas-
ir við í
heilsugæsl-
unni víða um land.“
Höfundur er formaður Félags
íslenskra heimilislækna.
GÓÐI kunningi.
Ég hefi veitt því athygli að þú
hefir um langa hríð ritað í blað
okkar, Morgunblaðið, af mikilli trú
og tilbeiðslu á fiskveiðistjórnar-
kerfinu íslenzka. Síðast í viðskipta-
blað Morgunblaðsins 26. sept. sl.
Þar skrifar þú um ýmsa erlenda
menn, sem ljúki lofsorði á íslenzka
kvótakerfið og eiga þá ósk heitasta
að koma því á heima hjá sér. Und-
irritaður veltir því fyrir sér við
hverja þessir útlendingar hafi
helzt talað og hvaðan þeir hafi
upplýsingar. Þú ræður hvernig þú
skilur það, en í þessu sambandi
hvarfla að orð, sem Gróu gömlu
voru lögð í munn: „Ólyginn sagði
mér en ég hafði áður sagt honum.“
Af því sem að fyrirspyrjandi er
efasemdarmaður um ágæti kvóta-
kerfisins vill hann vinsamlegast
biðja þig að svara í stuttu máli á
síðum blaðsins okkar nokkrum
spurningum í von um að svörin
verði honum til hugarhægðar.
Það er áreiðanlega rétt munað,
að frá öndverðu var aðalmarkmið
með kvótakerfinu að vernda, og
síðan efla vöxt og viðgang fiski-
stofna við landið.
Spurning: Hvernig hefir sá til-
gangur náðst? Vegna þorskstofns-
ins t.d.?
Það var líka megintilgangur
kerfisins frá upphafi að efla búsetu
á öllu landinu.
Hvernig hefir til tekizt?
Á öllum Vestfjörðum? Ólafs-
firði? Sandgerði? Stöðvarfirði?
Breiðdalsvík? Raufarhöfn?
Um sumarhúsabyggðirnar á
Hesteyri eða Skálavík ytri hefir
blaðið okkar upplýst okkur nýlega
svo þeim má sleppa.
Sá sem hér heldur á penna man
það glögglega að kvótakerfið átti
að hafa í för með sér sparnað í
rekstri og hagkvæmni í hvívetna,
minnkun fiskiskipaflotans o.fl. o.fl.
Góði, upplýstu mig um hvernig
þær sakir standa! T.d. um stærð
skipastólsins og sóknarþunga,
skuldir útvegsins og annað sem
hönd er á festandi. Er ekki allt í
sómanum í þeim efnum?
Undirstaða kennisetningar í
okkar gamla Sjálfstæðisflokki var
frelsi til athafna, frjáls markaður
og frjáls samkeppni.
Stendur þetta ekki allt eins og
stafur á bók hjá hinum nýja Sjálf-
stæðisflokki?
Að Ísland reis úr öskustónni á
fyrstu árum lýðveldisins var nær
eingöngu að þakka ungum fram-
taksmönnum í útgerð.
Hvernig er þessu háttað nú um
stundir? Eiga ekki ungir menn
auðvelt með að fá athafnaþrá sinni
útrás í íslenzkum sjávarútvegi?
Ríkir þar ekki frjáls samkeppni
um aflaheimildir? Er frjáls mark-
aðssetning ekki enn undirstöðuat-
riði í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar?
Undirritaður hefir haft áhyggjur
þessa vegna lengi. Ég bið og segi
að svör þín sannferðug megi
hugga mína hrelldu sál!
Er það ekki ekkisen vitleysa, að
atvinnugrein þar sem endurnýjun
er útilokuð sé dauðadæmd? Þessu
hefir verið haldið fram við und-
irritaðan af skilgóðum mönnum
auk þess sem hann hefir lesið um
slíkar kenningar í gagnmerkum
bókum, þótt þær sé kannski ekki
að finna í bókasafni LÍÚ.
Þú eykur nú leti mína og sendir
mér svör hið fyrsta, svo að ég geti
huggast látið.
Meðal annarra orða: Hafa
áhugamenn í kvótakerfi engar
spurnir haft af kerfi Færeyinga í
fiskveiðimálum? Eigum við
kannski meiri samleið með þeim á
Nýja-Sjálandi og í Chile en frænd-
um okkar í Færeyjum?
Hvað skyldi Magnús Jónsson,
veðurstofustjóri, hafa átt við þegar
hann sagði eigi alls fyrir löngu:
„Ég tel fiskveiðistjórn síðasta ára-
tugar mesta samfélagslega ógæfu-
verk sem framið hefir verið í sögu
þjóðarinnar.“?
Kveðjur,
Sverrir Hermannsson.
Fyrirspurnir til Hjartar
Gíslasonar blaðamanns
Eftir Sverri
Hermannsson
„Ég bið og
segi að svör
þín sann-
ferðug megi
hugga mína
hrelldu sál!“
Höfundur er alþingismaður og
formaður Frjálslynda flokksins.