Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 7 „Corolla uppfyllir allar kröfur.“ Ingvar Magnússon Slökkviliðsmaður COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. Ég var að leita að traustum bíl sem færi vel með f jölskylduna í löngum akstr i og gæti dregið t ja ldvagn. Í stuttu mál i uppfyl l i r Corol la a l lar okkar kröfur. Hann er frábær í akstr i , ótrúlega rúmgóður og mjög sparneyt inn. Öll þjónusta Toyota var t i l fyr i rmyndar, bæði l ipur og vönduð. Meira að segja heimil is- hundurinn, Tópas, fékk óvæntan glaðning; sérsniðna mottu aftur í , sem hann er yf i r s ig ánægður með. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 0 9/ 20 02 …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR Á ANNAÐ þúsund manna hafa séð handritasýningu Árnastofn- unar og Þjóðmenningarhúss, en sýningin var opnuð á laugardag í Þjóðmenningarhúsi við Hverf- isgötu. Er aðsóknin langt umfram það sem aðstandendur sýning- arinnar bjuggust við. Gestir lækka róminn Á laugardaginn voru um 150 boðsgestir á sýningunni en á sunnudaginn var hún opnuð al- menningi. Komu þá 750 manns og talsvert margir hafa skoðað sýn- inguna síðan. Þótt sýningin hafi upp á ýmislegt annað að bjóða en ævagömul handrit fer ekki milli mála að þau hafa langmesta að- dráttaraflið. Dýrgripirnir eru geymdir í sérhönnuðum gler- skápum í dimmu herbergi þar sem sérstöku ljósi beint að þeim. Að sögn Málfríðar Finnbogadótt- ur, skrifstofustjóra Þjóðmenning- arhúss, lækka sýningargestir málróminn þegar komið er inn í handritaherbergið svo stemmn- ingin minnir á það sem gerist er fólk stendur andspænis helgi- dómi. Jafnan er maður við mann í kringum glerskápana og segir Málfríður að foreldrar komi á sýninguna með börnum sínum og allir hafi jafngaman af því að virða fyrir sér gersemarnar. Á sýningunni er m.a. um 700 ára gamalt handrit, Konungsbók eddukvæða, ásamt 14 öðrum handritum, sem er vandlega gætt, enda um ómetanlega dýr- gripi að ræða. Morgunblaðið/Jim Smart Jónas Kristjánsson, fyrrver- andi forstöðumaður Árnastofn- unar, og Ármann Snævarr, fyrrverandi háskólarektor og hæstaréttardómari, voru með- al sýningargesta um helgina. Mikil aðsókn að handritasýninguEngar stór- ar breyt- ingar á rekstrinum TVEGGJA daga vinnufundi lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík lauk í gær að Skógum undir Eyja- fjöllum. Að sögn Ingimundar Einars- sonar, varalögreglustjóra, eru engar stórar breytingar ráðgerðar á rekstri lögreglunnar í náinni framtíð. Á fundinum var unnið að undir- búningi rekstrar- og starfsáætlunar fyrir næsta ár og farið yfir fjárhag embættisins. Ingimundur segir að rætt hafi verið um með hvaða hætti unnt sé að bregðast við minni fjár- veitingum til embættisins. „Við erum nánast að kafa í allan reksturinn og spyrja hvar við getum mætt þessu, hvar við getum gert betur, hvar við getum breytt um áherslur,“ segir hann. Engar stórbreytingar Hann segir ekki tímabært að greina frá efni fundarins. Eftir sé meðal annars að skila rekstraráætlun til dómsmálaráðuneytisins en ljóst að engar stórar breytingar verði gerðar og reksturinn verði með mjög svip- uðu sniði og í fyrra. Heildarframlag til embættisins er röskar 1.900 milljónir og eru fjárveit- ingar samkvæmt fjárlögum eilítið lægri nú en í fyrra, eða sem nemur rúmum 5 milljónum króna. Á vinnufundinum í Skógum komu saman lögreglustjóri og varalög- reglustjóri, yfirlögregluþjónar, fjár- málastjóri og starfsmannastjóri. Lögreglustjóra- embættið í Reykjavík fundar í Skógum Til aðstoðar munaðarlaus- um og eyðni- smituðum HUNGRAÐIR í sunnanverðri Afr- íku munu njóta góðs af landssöfn- un Rauða kross Íslands sem fram fór á laugardag. Rúmlega 28 millj- ónir króna söfnuðust og yfir 2.000 sjálfboðaliðar gengu í hús um allt land og söfnuðu fé í bauka. Rauði krossinn hafði sett sér það markmið að fá 2.000 sjálfboða- liða til starfa og safna 20 millj- ónum króna. Það markmið náðist því og vel það. „Við erum hrærð og glöð yfir viðbrögðum lands- manna og afar þakklát þeim sem gengu til góðs og söfnuðu,“ sagði Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins. 750 þúsund þurfa aðstoð Féð verður notað til verkefna í sunnanverðri Afríku þar sem Al- þjóða Rauði krossinn er að dreifa matvælum til íbúa fimm landa vegna hungursneyðar. Stefnt er að því að nota söfnunarfé frá Íslandi og fleiri löndum til að aðstoða 750 þúsund manns fram yfir næstu uppskeru sem verður í apríl. „Rauði krossinn leggur áherslu á að aðstoða fjölskyldur alnæmis- smitaðra, aldraða og munaðarlaus börn,“ segir Þórir. „Þarfir hvers svæðis eru misjafnar. Sum staðar er fólk t.d. farið að borða útsæðið. Þar verður dreift matvælum svo það geti sett útsæðið í jörð í nóv- ember og fengið nauðsynlega upp- skeru í apríl.“ Söfnunarsími Rauða kross Ís- lands, 907 2020, er enn opinn, en með því að hringja í hann færast 1.000 krónur til söfnunarinnar á næsta símreikning. Landsmenn gáfu rúmar 28 milljónir til söfnunar Rauða krossins ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.