Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 17 AGORA fyrir atvinnulífið – fagsýning 10. og 11. október Fagsýningin veitir fulltrúum atvinnulífsins einstakt tækifæri til að kynna sér nýjungar og þjónustu á sviði hugbúnaðar, fjarskipta, hátækni og þekkingarþróunar. Allir gestir fagsýningar fá afhent strikamerkt nafnspjald og nýjasta eintak af Tölvuheimi. AGORA – fagsýning þekkingariðnaðarins Laugardalshöll 10.–12. október 2002 Dagskrá AGORA 15.00 –19.00 Opin öllum 1.– 9. okt. 1500 kr. Keypt á staðnum 10.–11. okt. 2100 kr. Opin öllum laugardaginn 12. okt 800 kr. Miðaverð ef gengið er frá pöntun á agora.is www.agora. is Allir velkomnir,laugardaginn12. október Hátíða rkvöld verður og Ag ora verðla unin í S úlnasa l Hóte l Sögu , föstud aginn 11. ok tóber • Salu rinn o pnar k l. 18:4 5 • Hana stél í b oði iðn aðar- og viðs kiptará ðuneyt is • Þríré ttaður hátíða rmats eðill • Ávar p heið ursges ts Ingibja rgar S ólrúna r Gísla dóttur , borg arstjó ra • Agor a verð launin – verð launaa fhendi ng • Skem mtidag skrá • Gullf oss og Geysir spila u ndir d ansi Í KJÖLFAR kaupa Hewlett-Packard á Compaq og samruna fyrirtækjanna í HP hafa kviknað ýmsar spurningar um hvaða áhrif það eigi eftir að hafa hér á landi þar sem Opin kerfi hafa lengi verið heildsali með vörur frá HP og selt að auki í smásölu en Tæknival og síðar ACOTæknival selt tölvubún- að frá Compaq. Fyrir skemmstu sendi ACOTæknival frá sér fréttatil- kynningu þar sem fram kom að fyr- irtækið hefði gert samstarfssamning við HP um sölu á búnaði frá Hewlett- Packard á heimilismarkaði. Í tilkynn- ingunni segir meðal annars að með samningnum tryggi verslanasvið AcoTæknivals sér beinan aðgang að HP og að fyrirtækið verði eina ís- lenska fyrirtækið sem HP muni gera slíkan samning við. Henrik Sinnbeck er framkvæmda- stjóri einkatölvusviðs Hewlett-Pack- ard í Danmörku og sér einnig um samskipti við samstarfsaðila fyrir- tækisins. Hann segir að kaup Com- paq á HP muni ekki hafa nein áhrif á skipan mála hjá þeim íslensku fyrir- tækjum sem fyrirtækið hefur átt samskipti við í gegnum árin, þ.e. Opn- um kerfum, sem haft hafa HP-vörur í heildsölu og selt að auki til fyrirtækja, og ACOTæknivali, sem var áður smá- sali á Compaq-vörum og verður nú viðurkenndur smásali á HP-tölvubún- aði, en í því felst meðal annars að fyr- irtækið fær aðgang að ýmislegu sam- starfi Hewlett-Packard með smásölum í Danmörku, markaðs- starfi og ýmissi þekkingu. Aukinheld- ur megi nefna að smásölum almennt sé vitanlega leyfilegt að kaupa HP vörur í heild- sölu „Við hyggjumst ekki gera neina einka- samninga við íslensk fyrirtæki og samningur HP við ACOTæknical um smásölu á HP-bún- aði til heimila felur ekki í sér að önnur fyrirtæki séu útilokuð frá því að gera slíka samninga við okkur. Eins og málum er háttað er einn heild- sali á HP-vörum á Ís- landi, Opin kerfi, sem eru og verða með í heil- sölu allan tölvubúnað sem HP framleiðir, allt frá stórtölvum í smærri búnað fyrir heimili, og munu allar nýjar HP-vörur verða fáanlegar frá Opnum kerfum. Hvað samninginn við ACOTæknival varðar gefur hann fyrirtækinu kost á að kaupa HP- vörur hvort sem er af Opnum kerfum eða heildsölum í Danmörku. Við höfum ekki gert neinn einka- samning við neitt íslenskt fyrirtæki og stendur ekki til að gera slíkan samning, við semjum við hvert það fyrirtæki sem hefur bolmagn til að veita þá þjónustu sem við krefjumst.“ Meðal þeirra atriða sem nefnt hef- ur verið að muni geta haft áhrif á stöðu íslenskra fyrirtækja til HP er að ólíklegt sé að Opin kerfi muni geta haldið áfram að selja HP-vörur í smá- sölu og vera jafnframt heildsali enda tíðkist slíkt ekki almennt hjá fyrir- tækjum í nágrannalöndum okkar. Sinnbeck segist ekki sjá neitt því til trafala að Opin kerfi haldi áfram að selja beint til fyrir- tækja samhliða því að fyrirtækið sé heildsali svo framarlega sem það fylgir þeim samningum sem það hefur gert við HP. „Það hefur ekkert breyst í samskiptum Hewlett-Packard við ís- lensk fyrirtæki og ég á reyndar erfitt með að átta mig á hvers vegna umræða sem þessi hef- ur farið af stað; í okkar augum er allt eins og það á að vera og hefur verið í áraraðir, viðskipti að vanda. Ég legg mikla áherslu á það að ekki stendur til að gera neinar breytingar á samskiptum Hewlett-Packard við íslensk fyrir- tæki þótt þau samskipti séu að ein- hverju leyti frábrugðin því sem gerist í Danmörku.“ Samskipti Hewlett-Packard við íslensk fyrirtæki Ekki stendur til að gera neinar breytingar Henrik Sinnbeck HLUTABRÉF í Búnaðarbanka Ís- lands að andvirði 931 milljónar króna, á genginu 4,95, skiptu um hendur í gær. Um er að ræða 188 milljónir króna að nafnvirði, eða 3,5% hluta- fjár. Ekki er ljóst hverjir endanlegir kaupendur verða, en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að kaupend- ur tveggja prósenta séu a.m.k. laus- lega tengdir Þórði Magnússyni, for- svarsmanni hins svokallaða Gildingarhóps. Sem kunnugt er hefur hópur fjárfesta undir forystu hans lýst yfir áhuga á kaupum á hlut rík- isins í Búnaðarbankanum. Gildingarhópur með a.m.k. 11,5% hlutafjár í Búnaðarbankanum Verð hlutabréfa í BÍ hækkaði um 0,1 í gær, úr 4,85 í 4,95, eða 2,1%. Af hluthafalista frá því síðdegis í gær má ráða að Búnaðarbankinn keypti hlutabréf í sjálfum sér og að meðal seljenda voru Lífeyrissjóðir Banka- stræti 7. Fyrir tæpum tveimur vikum keypti Búnaðarbankinn tæplega10% hlut í sjálfum sér og seldi hann svo áfram. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að kaupandi a.m.k. drjúgs hluta hafi verið Þórður Magnússon og að- ilar tengdir honum. Eftir þau við- skipti átti sá hópur a.m.k. 9,5% í bankanum, eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst. Samkvæmt því er hlutur þeirra því nú 11,5% hið minnsta. Ef bornir eru saman hluthafalistar fyrir og eftir viðskiptin í gær kemur í ljós að hlutur BÍ stækkaði um 140 milljónir að nafnvirði, eða u.þ.b. 690 milljónir miðað við gengið 4,95. Að sama skapi minnkaði hlutur Lífeyr- issjóða Bankastræti 7 um 100 millj- ónir, eða 495 milljónir miðað við sama gengi. Gera má ráð fyrir að hér sé sem fyrr um framvirka samninga að ræða. Því má reikna með að hlutur BÍ í sjálfum sér minnki á næstu dögum, um leið og í ljós kemur hverjir kaup- endur hlutafjárins eru. Mikil viðskipti með bréf í BÍ 2% tengjast Gildingarhópi SAMNINGUR Íslenskrar erfða- greiningar og bandaríska lyfjaþróun- arfyrirtækisins Merck, um þróun nýrra meðferðarúrræða gegn offitu, breytir í grundvallaratriðum ekki verðmati bandaríska verðbréfafyrir- tækisins JP Morgan á deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagrein- ingar. Í nýrri greiningarskýrslu JP Morgan á deCODE er ráðgjöf fyrir- tækisins hlutlaus. Þar kemur fram að ekki sé ástæða til að breyta fyrri af- komuspá sem hljóðaði upp á að tap á hlut á þessu ári yrði 1 Bandaríkjadal- ur og að tap á hlut á næsta ári yrði 0,75 dalir. Hins vegar segir í skýrsl- unni að samningurinn við Merck sé viðurkenning á skilningi deCODE á virkni gena svo og á aðferðafræði fé- lagsins, en þetta geti nýst til þróunar nýrra lyfja. DeCODE hafi með samn- ingnum fundið leið til að markaðs- setja gagnagrunnskerfi sitt án þess að veita of víðtækan aðgang að grunn- inum. Fram kemur í greiningarskýrsl- unni að JP Morgan spáir því að tekjur deCODE á næsta ári muni nema um 73 milljónum Bandaríkjadala. Óbreytt verðmat JP Morgan á deCODE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.