Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 37 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Þrítug, lífsglöð og drífandi kona óskar eftir vinnu. Ég hef unnið við bók- hald, launauppgjör, almenn skrifstofustörf og afgreiðslu. Ég bý yfir mjög góðri tölvukunnáttu og hef gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. Ég er heilsuhraust, dugleg og metnaðarfull. Upplýsingar hjá Önnu Jónu í síma 660 5799 eða anna@saxon.is . Starfskraftur óskast Starfskraftur á miðjum aldri óskast í vinnu, 4—5 tíma á dag, við útsaum (bróderingu), merkja á fatnað. Þekking á saumavélum og tölvukunn- átta æskileg en ekki skilyrði. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Reglusemi og stundvísi áskilin. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „S — 12829.“ Afgreiðslustarf — vaktavinna Glæsilegt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir starfskrafti, á aldrinum 25—50 ára, til afgreiðslustarfa. Starfið felst m.a. í símsvör- un, sölu á vörum og þjónustu ásamt bókunum og léttum þrifum. Við leitum eftir reyklausum, glaðlegum og dug- legum einstaklingi með ríka þjónustulund sem hefur gott vald á 1—2 tungumálum. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn 9. október, merktar: „A — 12815.“ FRÁ HJALLASKÓLA • Kennara vantar í 2/3 stöðu Kennslugreinar eru heimilisfræði og enska Launakjör skv. kjarasamningum KÍ og Launa- nefndar sveitarfélaga. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 2033. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Kennarar Laus er til umsóknar 1 kennarastaða við Lauga- landsskóla í Holtum, Rang., frá áramótum. Um er að ræða bekkjarkennslu í 4. bekk þar sem nemendafjöldi er 11. Laugalandsskóli er heilsdagsskóli með góða vinnuaðstöðu, 100 km frá Rvík. Gott húsnæði á staðnum, leikskóli og stutt í alla þjónustu. Umsóknarfrestur til 23. október 2002. Veffang: http://laugaland.ismennt.is/ Netfang: laugholt@ismennt.is . Upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 487 6540 og hs. 487 6585. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Vörður - Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík Fundur vegna prófkjörs Fundur í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Valhöll í dag, miðvikudaginn 9. októ- ber, kl. 17.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Varðar - Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna framboðs til alþingiskosninganna vorið 2003. 2. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Vinsamlega athugið, að fundurinn er eingöngu opinn þeim, er setu eiga í Fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík. Stjórnin. BÁTAR SKIP Bátur til sölu Til sölu er dragnóta- og línubáturinn Diddó BA 3 (1464) ásamt eftirfarandi aflahlutdeildum: Þorskur 15.000 kg Ýsa 5.000 kg Ufsi 2.687 kg Karfi 2.923 kg Nánari upplýsingar í síma 450 2100. Tilboð óskast send á oddi@oddihf.is . TILKYNNINGAR Bókaútgefendur Skilafrestur vegna kynninga og auglýsinga í Bókatíðindum 2002 rennur út 14. október nk. Ritinu verður sem áður dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2002 rennur út 28. október nk. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Félag íslenskra bókaútgefenda. Allsherjaratkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð um kjör fulltrúa á ársfundi Alþýðusambands Íslands, sem haldinn verður í Reykjavík dagana 31. okt. og 1. nóv. nk. Tillögur skulu vera um 4 aðalmenn og 4 til vara. Tillögum, ásamt meðmælum, samkvæmt lög- um félagsins, skal skila á skrifstofu Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar, Lækjargötu 34D, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 16. október nk. Kjörstjórn Verslunarmanna- félags Hafnarfjarðar. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1831098  Kk.  HELGAFELL 6002100919 VI I.O.O.F. 7  18310097½  Fl. I.O.O.F. 9  1831097½  Rk  GLITNIR 6002100919 III Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Í kvöld kl. 20.00: Hjálparflokk- ur. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir talar. Allar konur velkomnar. Háaleitisbraut 58 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.30. „Æsingur í Efesus“. Jónas Þórisson talar. Kaffisala eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. STJÓRN Samtaka atvinnulífsins lýsir í ályktun ánægju samtakanna með fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar. Hún leggur áherslu á mik- ilvægi þess að útgjaldaáætlunin vaxi ekki í meðförum Alþingis né verði langtímahugsun frumvarps- ins fórnað, hvetur ríkisstjórnina til að koma böndum á útgjaldaþenslu heilbrigðiskerfisins og fagnar því að hreyfing sé á ný komin á einka- væðingu ríkisfyrirtækja. Ályktun SA fer hér á eftir: „Samtök atvinnulífsins lýsa ánægju sinni með þá ábyrgu rík- isfjármálastefnu sem boðuð er með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar fyrir árið 2003. Frumvarpið ein- kennist fremur af langtímahugsun en þeirri staðreynd að kosið er til Alþingis á næsta ári, sem lýsir sér vel í níu milljarða króna framlagi til að laga skuldastöðu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Ráðgerður ellefu milljarða króna afgangur er mjög viðunandi árangur í núverandi ár- ferði. Stöðugleiki er nú aftur að nást í íslensku efnahagslífi og aðhalds- semi í opinberum útgjöldum er mikilvæg forsenda þess að hann haldist. Verði af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum hafa for- sendur frumvarpsins breyst nokk- uð og eykst þá enn mikilvægi að- haldssemi í fjármálum hins opinbera, til þess að sporna gegn hugsanlegum þensluáhrifum fram- kvæmdanna. Samtök atvinnulífsins leggja því áherslu á mikilvægi þess að útgjaldaáætlunin vaxi ekki í meðförum Alþingis og að þeirri langtímahugsun sem einkennir frumvarpið verði ekki fórnað. Ljóst er að helstu veikleikar fjárlagafrumvarpsins eru sem fyrr í heilbrigðiskerfinu. Finna þarf haldbærar skýringar á endurtek- inni framúrkeyrslu á því sviði og hvetja Samtök atvinnulífsins rík- isstjórnina til þess að leita allra leiða til að koma böndum á út- gjaldaþenslu kerfisins. Frekari út- boð þjónustuverkefna hljóta að koma til greina í því sambandi. Samtök atvinnulífsins lýsa sér- stakri ánægju með að hreyfing virðist á ný komin á framkvæmd einkavæðingar ríkisfyrirtækja, með viðræðum við hugsanlega kjöl- festufjárfesta í ríkisbönkunum. Það er löngu tímabært að þeim kafla einkavæðingarsögunnar ljúki og hér komist á sambærilegt fyr- irkomulag á fjármálamarkaði við það sem ríkir í nágrannalöndum okkar. Með einkavæðingu er stuðl- að að virkari samkeppni og aukinni framleiðni í efnahagslífinu, sem aftur rennir styrkari stoðum undir batnandi lífskjör í landinu.“ Stjórn SA lýsir ánægju með fjárlagafrumvarpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.