Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 6
Nær Júlíu
Júlíus Jónasson, þjálfari Í
HANDKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Leikurinn var jafn lengi vel enþegar 13 mínútur voru eftir
jafnaði HK, 23:23. Þá hafði Jaliesky
Garcia skorað 12
mörk fyrir Kópa-
vogsliðið og var ill-
viðráðanlegur.
Norðanmenn settu
hann þá í stífa gæslu, með góðum ár-
angri. Sóknarleikur HK hrundi og
KA stakk af.
„Já, við tókum Garcia utar á vell-
inum og ákváðum að láta lágvaxnari
mennina hjá HK sjá um sóknarleik-
inn. Við vorum reyndar dálítið
hræddir við það því þeir eru flinkir,
en þetta reið baggamuninn. Þeir
hættu að skora, hornamenn þeirra
sem höfðu verið okkur erfiðir urðu
óvirkir og við gengum á lagið. Þetta
var mikil refskák og að þessu sinni
höfðum við betur,“ sagði Jóhannes
Bjarnason, þjálfari KA, við Morgun-
blaðið eftir leikinn.
Jóhannes tók við liði KA í sumar
eftir að hafa stjórnað yngri flokkum
félagsins í mörg ár og er mjög
ánægður með byrjunina á Íslands-
mótinu. „Þetta gengur ljómandi vel
og strákarnir standa sig vonum
framar. Þeir eru mjög ákafir og dug-
legir og það er hægt að ganga að því
vísu að þeir leggja sig fram eins og
þeir geta. Við vorum sárir eftir bik-
artapið síðasta miðvikudag en þar
fannst okkur illa með okkur farið og
ég er feikilega ánægður með hvernig
strákarnir brugðust við því í dag,“
sagði Jóhannes.
Varnarleikurinn gerði útslagið
fyrir KA-menn, sérstaklega í síðari
hálfleiknum. Sem dæmi um hve öfl-
ugur hann var vörðu markverðir KA
aðeins eitt skot fyrstu 23 mínútur
síðari hálfleiks en á sama tíma
breytti Akureyrarliðið stöðunni úr
15:14 í 28:23. Jónatan Magnússon
var í aðalhlutverki hjá KA og þessi
ungi fyrirliði drífur sína menn áfram
í vörn og sókn. Arnór Atlason skor-
aði mörg góð mörk með tilþrifum og
Baldvin Þorsteinsson sýndi
skemmtilega takta í vinstra horninu.
Með þessu áframhaldi geta KA-
strákarnir hrundið öllum hrakspám
og tekið þátt í slagnum um efstu sæt-
in í vetur þó varla sé raunhæft að
gera þá kröfu til þeirra að þeir verji
titilinn.
Leikur HK byggðist mjög á
Garcia eins og oft áður og lengi vel
náðu KA-menn illa að halda aftur af
honum. Það var ekki fyrr en Hilmar
Stefánsson lokaði hann af langt úti á
velli sem kúbanska stórskyttan varð
að játa sig sigraða. Þá sást best hve
mikið munar um Vilhelm Gauta
Bergsveinsson, sem er meiddur og
verður líklega ekki með HK fyrr en
eftir áramót. Hinn 17 ára gamli
Björgvin Gústavsson kom í mark
HK þegar 22 mínútur voru liðnar og
stóð sig mjög vel, varði m.a. þrjú
vítaköst. HK hafði unnið þrjá leiki í
röð og getur greinilega sigrað hvaða
lið sem er á góðum degi en með Vil-
helm Gauta fjarverandi þarf Árni
Stefánsson að leita fleiri leiða í sókn-
arleiknum næstu vikurnar.
„Strákarnir standa
sig vonum framar“
ÍSLANDSMEISTARAR KA gefa ekkert eftir þótt meistaravörnin sé
að nokkru leyti í höndum nýrra leikmanna. Þeir unnu sinn fjórða
sigur í röð í 1. deildinni á laugardaginn, skelltu þá HK í Digranesinu,
32:28, og eru í öðru sæti. KA-strákarnir sýndu styrk sinn seinni
hluta leiksins þegar þeir tryggðu sér sigurinn með því að skora
fimm mörk í röð og það réð úrslitum.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
Við vorum komnir í góða stöðu íupphafi seinni hálfleiks en þá
vildu menn fara að sýna hvað í þeim
býr og voru of fljótir
að ljúka sóknunum.
Auk þess áttum við á
þessum tíma tvö eða
þrjú stangarskot sem
þeir fá hraðaupphlaup úr og skora,“
sagði Snorri Steinn Guðjónsson fyr-
irliði Vals spurður um þann kafla í
síðari hálfleik þar sem Grótta/KR
komst aftur inní leikinn. „Það var
samt þetta sama í þessum leik og svo
mörgum öðrum, þessi leikur vannst
fyrst og fremst á góðri vörn, mark-
varslan kemur síðan í kjölfarið á því
og sóknarnýtingin var eins og í hverj-
um öðrum leik,“ sagði Snorri. Sókn-
arnýting Vals í leiknum var í með-
allagi, rúm 43% í fyrri hálfleik en um
50% í þeim seinni. Á sama tíma var
sóknarnýting Gróttu/KR aðeins 29%
í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari
lagaðist hún til mikilla muna og var
50%.
Grótta/KR varð fyrir miklu áfalli í
upphitun þegar markvörður þeirra
Hlynur Morthens varð fyrir því óláni
að snúa sig á ökkla og þurfti hann að
horfa á félaga sína frá áhorfendapöll-
unum. „Það var vissulega mikið áfall
fyrir þá að missa Hlyn út svo skömmu
fyrir leik en við vitum að svona áföll
geta oft orðið til þess að þjappa liðum
saman og við gengum út frá því í loka-
undirbúningi okkar. Það skilaði okk-
ur sigri hér í dag, við erum á toppi
deildarinnar og ætlum að halda okk-
ur þar,“ sagði Snorri Steinn sem átti
mjög góðan leik í liði Vals ásamt
Markúsi Mána Michaelssyni og Ron-
ald Eradze sem var á köflum hreint
stórkostlegur í markinu og lokaði
nær algjörlega á stórskyttuna Alex-
ander Pettersons í fyrri hálfleiknum.
Grótta/KR saknaði Hlyns Morthens
greinilega í þessum leik og verður
fróðlegt að sjá þessi lið eigast við í
seinni umferðinni þegar Hlynur verð-
ur kominn í mark Gróttu/KR að nýju.
Ósigurinn skrifast þó engan veginn á
markverði Gróttu/KR, Kári Garðars-
son virkaði kaldur í fyrri hálfleiknum
en hann stóð fyrir sínu í þeim síðari
og varði á köflum frábærlega. Leik-
menn Gróttu/KR mættu einfaldlega
ofjörlum sínum í þessum leik þar sem
þeir Dainis Rusko og Magnús Magn-
ússon léku best í liði Gróttu/KR.
FH
björ
nógu
sinn
mínú
mun
að h
son
Jóna
sér e
útum
irliði
líta r
in vo
um f
síðar
5 m
leikn
varð
hlut
tryg
Só
leikn
ans
nána
Í
ÍR-I
því
með
þre
það
Íris B
Eyste
skrifa
Jafnræði var með liðunum í upp-hafi leiks og var staðan jöfn, 6:6,
um miðjan hálfleikinn. Þá rak allt í
rogastans hjá Aftur-
eldingu og Framarar
skoruðu fimm mörk í
röð. Þórir S. Sig-
mundsson horna-
maður hjá Fram tók Daða Hafþórs-
son úr umferð og riðlaði það
algjörlega leik Aftureldingar. Daði
skoraði ekki eitt einasa mark í fyrri
hálfleik ásamt því að lykilmaðurinn
Bjarki Sigurðsson náði sér engan
veginn á strik.
Framarar léku á als oddi og þau
skot sem sluppu í gegnum vörnina
varði Sebastian Alexanderson flest.
Í síðari hálfleik breyttu Aftureld-
ingarmenn um leikaðferð þar sem
Bjarki fór í stöðu leikstjórnanda.
Þórir tók hann þá úr umferð í stað
Daða, sem náði í framhaldi að skora
fjögur mörk á nokkuð stuttum kafla.
Afturelding náði þó ekki að leysa
þann vanda sem varnarleikur Fram
skapaði og því sáu Mosfellingar aldr-
ei til sólar.
Hjálmar Viljhjálmsson var at-
kvæðamestur Fram með 5 mörk en
ekki má gleyma þætti liðsheildarinn-
ar í sigrinum. Leikmenn unnu vel
saman í vörn og náðu uppúr því þó-
nokkrum hraðaupphlaupum sem
skópu mörk.
„Sigurinn var mjög sætur og bráð-
nauðsynlegur því við byrjuðum mót-
ið ekki nægilega vel. Nú höfum við
náð tveimur ágætisleikjum í röð og
förum vonandi að klifra upp töfluna,“
sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari
Fram eftir leikinn. „Það gekk upp að
klippa einum hjá þeim úr umferð og
auk þess voru Björgvin (Þór Björg-
vinsson) og Guðlaugur (Arnarsson)
að spila vel fyrir aftan þannig að það
skilaði sínu. Þótt sex-núll vörnin sé
okkar aðal þá verðum við að vera til-
búnir að breyta til,“ bætti Heimir
við.
Hinn leikreyndi Bjarki Sigurðs-
son skoraði aðeins eitt mark og var
hvergi nærri sáttur við leik liðsins.
„Ég er bara grautfúll yfir þessu tapi.
Við héldum einfaldlega ekki einbeit-
ingu og spiluðum ekki sem liðsheild,“
sagði Bjarki. „Við erum með unga
menn og reynda og erum að reyna að
byggja upp. Ég tel okkur geta gert
mikið betur. Við þurfum bara að
þróa okkar leik og menn þurfa að
sýna fram á það að þeir séu keppn-
ismenn,“ sagði Bjarki eftir leikinn.
Auðvelt hjá Þórsurum
Þórsarar áttu ekki í erfiðleikummeð slakt lið ÍBV á laugardags-
kvöldið. Lokatölur urðu 36:25 og
hefði sigurinn getað
orðið enn stærri ef
heimamenn hefðu
ekki skipt sínum
sterkustu mönnum
út af í seinni hálfleik. Með sigrinum
komst Þór aftur í hóp efstu liða en
Vestmannaeyingar eru sem fyrr í
næstneðsta sæti deildarinnar.
Það var strax ljóst hvert stefndi í
þessum leik. Þór komst í 7:1 og 13:3.
Leikmenn ÍBV virtust ekki finna leið
fram hjá vörn Þórs en heimamenn
gerðust nú værukærir og gestirnir
skoruðu fjögur mörk í röð. Ekki
reyndist þetta vera neinn vendi-
punktur í leiknum því Þórsarar juku
muninn á ný og staðan var 18:10 í
leikhléi.
Í seinni hálfleik kom styrkleika-
munurinn á liðunum berlega í ljós.
Þórsarar voru iðulega færri á vell-
inum og tveimur færri í tvígang en
náðu samt 10–11 marka forystu. Þeir
leyfðu sér þann munað að hvíla Árna
Sigtryggsson sem hafði skorað 7
glæsileg mörk með langskotum og
síðustu mínúturnar var allt byrjun-
arliðið komið út af. Varamennirnir
héldu fengnum hlut en leikmenn
ÍBV héldu þó áfram að berjast til að
halda andlitinu.
Vörn Þórs var góð framan af í
leiknum og lagði grunninn að sigr-
inum. Árni Sigtryggsson skoraði að
vild en Páll Gíslason var þó marka-
hæstur með 9 mörk, þar af 5 af víta-
línunni. Hörður Sigþórsson og Þor-
valdur Sigurðsson léku mjög vel.
Hjá ÍBV lék Sindri Ólafsson ágæt-
lega og Davíð Óskarsson tók góða
rispu í seinni hálfleik. Sigurður A.
Stefánsson var markahæstur með 9
mörk en 6 þeirra komu úr vítakasti.
Leikaðferð Framara
heppnaðist fullkomlega
FRAM sigraði Aftureldingu
nokkuð auðveldlega, 24:20, í
Framheimili á sunnudag. Leik-
aðferð Framara gekk full-
komlega upp gegn ráðvilltum
Mosfellingum. Afturelding er
því í 11. sætinu með aðeins 4
stig eftir 7 leiki. Fram lyfti sér
hins vegar upp í 8. sætið og er í
hnappi margra liða um miðja
deild.
Morgunblaðið/Þorkell
Hjálmar Vilhjálmsson, leikmaður Fram, sækir að marki Aftur-
eldingar, þar sem Sverrir Björnsson er til varnar.
Íris Björk
Eysteinsdóttir
skrifar
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
Valur heldur
toppsætinu
VALSMENN halda toppsæti í 1. deild karla í handknattleik eftir leiki
7. umferðar sem fram fóru um helgina. Valur fór í heimsókn á Sel-
tjarnarnes og lögðu heimamenn í Gróttu/KR með fjórum mörkum,
20:24, eftir að hafa haft forystu allan leikinn. Mesta forysta Vals var
7 mörk í síðari hálfleiknum en heimamenn bitu í skjaldarrendur og
náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lok leiksins og hleyptu við
það óvæntri spennu í leikinn. En Valsmenn skoruðu þrjú af fjórum
síðustu mörkum leiksins og tryggðu sér bæði stigin sem í boði voru.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar