Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 7
Júlíus nýtti árið í fyrra vel til aðkoma sínum áherslum að og því
vita leikmenn að hverju þeir ganga
í ár. „Nú eru leik-
mennirnir einu ári
eldri þrátt fyrir að
vera enn ungir.
Styrkur okkur ligg-
ur helst í mikilli breidd og einnig
því að leikmennirnir eru flestir ÍR-
ingar að upplagi. Það skiptir máli
að þetta eru allt strákar sem hafa
alist upp saman og hafa unnið titla í
yngri flokkum og þekkja þá tilfinn-
ingu en eiga bara eftir að afreka
það í meistaraflokki,“ sagði Júlíus.
Umgjörðin í kringum ÍR hefur auk-
ist mjög síðastliðin tvö ár og telur
Júlíus það hafa áhrif á árangurinn.
„Sá hópur sem er að vinna í kring-
um liðið er mjög sterkur. Hann
vinnur mjög óeigingjarnt starf enda
er þetta frekar lítið félag,“ sagði
Júlíus sem er Valsari að upplagi en
lék auk þess með P.S.G., Bidasoa,
Valencia og Gummersbach sem at-
vinnumaður.
Ef þú berð saman ÍR og Val, í
hverju liggur helst munurinn?
„Hefðin er til staðar hjá Val. Ár-
angurinn byggist samt fyrst og
fremst á því hvaða vinnu maður
leggur í þetta, hvaða mannskap
maður hefur og fólkið sem vinnur í
kringum liðið ásamt auðvitað að-
stöðunni. Eini munurinn sem ég sé
er kannski sá að við eigum ekki
okkar eigið íþróttahús. Íþróttahús-
ið í Austurbergi er okkar heimavöll-
ur og þrátt fyrir að starfsfólkið þar
vilji allt fyrir okkur gera á Reykja-
víkurborg húsið. Þar af leiðandi
höfum við til dæmis ekki haft neina
aðstöðu til lyftinga og höfum þurft
að betla okkur aðstöðu hér og þar.“
Er ÍR að verða eitt af stóru félög-
unum í handboltanum? „Ef áfram
er haldið vel á spöðunum og hópn-
um haldið vel saman þá er hægt að
ná í titla. Við erum náttúrlega í
þessu til að ná í titla, hvort sem það
gerist á þessu ári eða næstu tveim-
ur. Við stefnum á að lenda í einu af
fjórum efstu sætunum í deildinni í
vetur og ég er klár á því að það býr
mikið í þessu liði.“
Hvernig finnur þú þig sem þjálf-
ari hjá ÍR? „Ágætlega, og ég hef
mjög gaman af þessu. Það er alltaf
gaman að koma á æfingar og nálg-
ast einstaklingana, en það þarf að
gera á mismunandi hátt. Ég er í
þeirri stöðu að vera einnig að spila
en er með mjög góðan aðstoðar-
mann, Finnboga Grétar Sigur-
björnsson sem hefur staðið sig
virkilega vel. Árangurinn skapast
ekki bara af leikmönnum, eða bara
þjálfara, heldur er það heildin sem
mestu máli skiptir.“
Nú hefur þú reynslu af því að
spila í fjórum löndum. Hefur þú
ekki fullt að kenna þessum
strákum?
„Ég vona það, en það er einmitt
ástæðan fyrir því að ég er að þjálfa.
Ég vissi að ef ég færi ekki að þjálfa
strax, myndi ég líklega aldrei gera
það. Ég hef lært heilmikið sjálfur
og getað kennt þeim sitthvað líka,
en hvort það skilar sér verður bara
að koma í ljós.“
Er mikil áhersla lögð á framtíð-
ina hjá ÍR? „Já, en við viljum samt
afreka eitthvað í ár því við höfum
ekkert afrekað fram að þessu. Í
fyrra vorum við í öðru til þriðja sæti
nánast allt tímabilið en enduðum í
því sjötta þar sem deildin var mjög
jöfn. Deildin stefnir í að vera aftur
svona jöfn og eitt stig getur skipt
sköpum hvort maður sé þremur
sætum ofar eða neðar og ég held að
það sé mikilvægt að hugsa um það
einmitt núna, en ekki þegar lengra
er liðið á mótið. Við höfum verið að
vinna með þessi atriði einmitt útfrá
okkar reynslu frá því í fyrra. Einnig
er sú vinna sem við lögðum á okkur
í sumar að skila sér. Við fórum út til
Þýskalands í haust og strákarnir
lögðu mikið á sig til að safna fyrir
þeirri ferð og það skilar sér líka.
Æfingar eldsnemma á morgnana og
meira puð er vinna sem ekki allir
eru tilbúnir að leggja á sig. Við æfð-
um á tímabili tvisvar á dag til að
vera fyrr tilbúnir fyrir æfingaferð-
ina. Ég er svo heppinn að hafa
mannskap sem er tilbúinn að leggja
slíkt á sig og það tel ég mjög gott.
Þetta er fórnfúst starf hvort sem þú
ert þjálfari, starfsmaður, leikmaður
eða sjúkraþjálfari. Þessi atriði eru
öll að smella saman hjá ÍR. Helst
þyrftum að fá fleiri áhorfendur á
leiki í Austurbergi. Sá kjarni sem
mætir hefur staðið sig mjög vel en
hann mætti vera stærri.“
us Jónasson, spilandi þjálfari ÍR-inga, að koma liði sínu í meistarabaráttu?
Morgunblaðið/Þorkell
ÍR-inga, hvetur menn sína til dáða í leik gegn FH í Kaplakrika.
JÚLÍUS JÓNASSON, þjálfari og leikmaður handknattleiksliðs ÍR,
hefur náð góðum árangri með liðið frá því hann tók við þjálfun þess
fyrir rúmu ári. Allt stefnir í að liðið blandi sér í baráttu hinna bestu á
Íslandi í vetur og lítur út fyrir að Júlíus taki virkan þátt í að gera
þetta litla Breiðholtslið að stórveldi innan handboltans hér á landi.
Íris B.
Eysteinsdóttir
skrifar
Styrkur okk-
ar liggur í
mikilli breidd
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 B 7
ÍR-ingar hafa oft átt skemmtileg
handknattleikslið, en herslumuninn
hefur vantað til að þeir hafa náð að
vinna sér titla – komast alla leið.
Fyrir og um 1960 lék Gunnlaugur
Hjálmarsson, 46 landsleikir, aðal-
hlutverkið hjá ÍR-ingum, sem veittu
þá KR og FH harða keppni. Aðrir
kunnir leikmenn í liðinu voru þá
landsliðsmennirnir Hermann Sam-
úelsson (7 landsleikir), Matthías Ás-
geirsson (1), Pétur Sigurðsson (3)
og Erlingur Lúðvíksson.
ÍR-liðið fyrir og uppúr 1970 var
einnig skemmtilegt og með liðinu
léku margir mjög hæfileikaríkir
leikmenn, eins og Vilhjálmur Sig-
urgeirsson, Ásgeir Elíasson (2
landsleikir), Ágúst Svavarsson (33),
Brynjólfur Markússon (3), Þórarinn
Tyrfingsson og Ólafur Tómasson.
Fyrir og upp úr 1990 var ÍR-liðið
mjög efnilegt, en náði þó aldrei að
springa út. Með liðinu léku Hrafn
Margeirsson, Frosti Gunnlaugsson,
Matthías Matthíasson, Róbert Rafn
Rafnsson, Magnús Ólafsson, Jóhann
Ásgeirsson, Ólafur Gylfason, Finn-
ur Jóhannesson og gamli hershöfð-
inginn Guðmundur Þórðarson.
Margir efnilegir leikmenn hafa
leikið með ÍR-liðinu á síðustu árum,
eins og Ragnar Óskarsson, sem
leikur nú í Frakklandi, Ólafur Sig-
urjónsson, Ingimundur Ingimund-
arson og Einar Friðgeir Hólmgeirs-
son, sem allir hafa klæðst lands-
liðsbúningnum.
Nú er spurningin – nær Júlíus
Jónasson að byggja upp ÍR-lið, sem
mun hampa titlum á næstu árum?
Herslu-
muninn
hefur vant-
að hjá ÍR
H hóf leikinn af miklum krafti og skor-
aði 3 fyrstu mörkin. Fannar Þor-
rnsson kom Breiðhyltingum fljótt í gang
með því að skora tvö fyrstu
mörk ÍR sem náði fljótt að
jafna. ÍR voru heldur
sterkari aðilinn eftir það,
án þess þó að ná að setja
u langt bil á milli sín og keppinauta
na. FH varð fyrir töluverðu áfalli á 22.
útu er markvörður þeirra, Magnús Sig-
ndsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir
hafa hlaupið harkalega á Sturlu Ásgeirs-
er hann þeysti fram í hraðaupphlaup.
as Stefánsson fyllti skarð FH en náði
ekki á strik í fyrri hálfleik. Aðeins 6 mín-
m síðar fengu ÍR-ingar álíka áfall er fyr-
i þeirra, Bjarni Fritzson fékk einnig að
rauða spjaldið fyrir brot í vörninni. Lið-
oru í framhaldi af því jöfn á flestum töl-
fram að hálfleiknum. ÍR byrjaði betur í
ri hálfleik, allt þar til FH-ingar skoruðu
mörk í röð og náðu fáséðri yfirhendi í
num. Mikil spenna komst í leikinn sem
ð aftur hnífjafn. Þegar líða tók á seinni
a leiksins sigu ÍR-ingar þó framúr og
ggðu sér nokkuð sanngjarnan sigur.
óknarleikur beggja liða var í fyrirrúmi í
num og komu mörkin í öllum regnbog-
litum. ÍR-vörnin tók þó tarnir þar sem
ast vonlaust var að finna glufur á henni.
Alls 9 menn skoruðu mörk ÍR-inga og má
segja að þeir hafi unnið leikinn á mikilli
breidd. Þegar markahæsti maður þeirra í
leiknum, Einar Hólm-
geirsson, var til að
mynda tekinn úr umferð
tóku aðrir leikmenn við
af honum án vandræða.
„Þótt við höfum ekki
spilað neitt sérlega vel í
dag þá náðum við samt í
sigur og ég er mjög
ánægður með það ásamt
því að vera bara ánægð-
ur með vikuna í heild,“
sagði Júlíus Jónasson
spilandi þjálfari ÍR eftir
leikinn, en ásamt því að
vinna á laugardag komst
liðið í 8-liða úrslit bikar-
keppninnar í liðinni
viku. „Við notuðum
flesta okkar leikmenn og
dreifði það álaginu. Við
vorum nokkuð yfirveg-
aðir þótt það hafi vantað
herslumuninn að ná 3-4
marka forystu en í heild-
ina er ég virkilega
ánægður með að ná í tvö
stig hér í Kaplakrika.“
ÍR-ingar fögnuðu
í Kaplakrika
NGAR komu sér í fimmta sætið í 1. deildarkeppninni í handknattleik með
að leggja FH að velli á laugardag 27:24 í hörkuleik í Kaplakrika. ÍR er þá
ð jafn mörg stig og Haukar og Þór sem eru í þriðja og fjórða sæti, aðeins
mur stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar duttu niður um eitt sæti, eða í
ð áttunda.
B.
einsdóttir
ar
Júlíus Jónasson fylgist hugsi með sínum mönnum.