Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 8
HANDKNATTLEIKUR
8 B ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gestunum úr Eyjum gekk allt íhaginn til að byrja með og
skora fyrstu þrjú mörkin en Vík-
ingsstúlkur sýndu
mikla þolinmæði og
héldu áfram að leita
að leiðinni að marki
ÍBV. Það gekk loks
og með mikilli baráttu tókst þeim
að jafna 7:7 á 16. mínútu en þá datt
botninn úr leik þeirra því Eyja-
stúlkur spýttu í lófana og náðu aft-
ur þriggja marka forystu en Vík-
ingsstúlkum tókst að saxa á
forskotið niður í eitt mark. Sem
fyrr segir gekk allt á afturfótunum
hjá Víkingsstúlkum eftir hlé og á
með þær skoruðu eitt mark gerðu
gestirnir níu. Eftirleikurinn var
auðveldur.
„Það hafði ekkert að segja að
ÍBV væri ósigrað lið heldur vorum
við okkar verstu óvinir,“ sagði
Andrés Gunnlaugsson þjálfari Vík-
inga eftir leikinn. „Við höfðum
greinilega ekki trú á okkur sjálfum
í seinni hálfleik, skutum átta eða
níu sinnum framhjá auk þess að
glata boltanum ellefu sinnum og
þar liggur munurinn á liðunum. Við
náum samt að halda þeim í tuttugu
og þremur mörkum og það eru
ekki mörg lið sem hafa gert það en
við verðum að ljúka okkar færum
með marki. Sóknarleikurinn er
okkar höfuðverkur, við skorum
ekki yfir tuttugu mörk í mörgum
leikjum en það er ögrandi verkefni
að gera eitthvað í því.“ Helga
Torfadóttir markvörður var lang-
best Víkinga en Gerður Beta Jó-
hannsdóttir og Guðmunda Ósk
Kristjánsdóttir áttu góða spretti.
Hjá ÍBV var Alla Gorkorian at-
kvæðamest og skoraði 12 mörk áð-
ur en hún fékk rautt spjald fyrir
brot níu mínútum fyrir leikslok.
Anna Yakova skoraði 6 mörk en
saman skoruðu þær 11 af 12 mörk-
um liðsins fyrir hlé. Sylvia Strass
stjórnaði leik liðsins með prýði.
„Við vinnum fyrst og fremst á
góðri vörn með Vigdísi Sigurðar-
dóttur í markinu fyrir aftan hana,“
sagði Unnur Sigmarsdóttir þjálfari
ÍBV, eftir leikinn. „Við byrjuðum
að spila okkar handknattleik eftir
hlé. Það var einhver taugatitringur
í okkur fyrir hlé og getur verið
vegna þess að okkur hefur gengið
illa með Víkinga hingað til en um
leið og vörn okkar gekk saman
kom sóknarleikurinn. Seinni hálf-
leikurinn er yfirleitt betri hjá okk-
ur,“ bætti Unnur við og getur vel
við gengi liðsins unað. „Við erum í
það minnsta komnar með þessi stig
og þau verða ekki tekin af okkur.“
Gróttusigur í slökum leik
Leikmenn Gróttu/KR máttu hafasig alla við að innbyrða sigur á
norðanstúlkum í KA/Þór á sunnu-
dag þegar liðin
mættust á Seltjarn-
arnesi. Leikmenn
KA/Þórs komu
mjög ákveðnar til
leiks og virtust staðráðnar í að hala
inn tvö stig sem þær misstu naum-
lega af gegn Val á föstudagskvöld
er þær töpuðu með einu marki.
Þær höfðu yfirhöndina lengst af
fyrri hálfleik en hefðu að ósekju
mátt nýta betur tækifærin til
hraðaupphlaups sem þeim buðust í
löngum bunum á kafla í hálfleikn-
um. Þegar um 7 mínútur voru til
leikhlés bættu heimastúlkur leik
sinn, skoruðu úr fjórum síðustu
sóknunum og náðu að jafna 10:10.
Síðari hálfleikur var allur í eigu
Gróttu/KR, varnarleikur þeirra
batnaði til mikilla muna, þær
keyrðu upp hraða í sóknarleiknum
og það var nokkuð sem KA/Þór
réði einfaldlega ekki við.
„Við vorum alls ekki tilbúnar í
þennan leik en það er nokkuð sem
hefur einkennt okkur það sem af
er vetri,“ sagði Eva B. Hlöðvers-
dóttir fyrirliði Gróttu/KR, í leiks-
lok. Aðspurð um hvort nokkur
ástæða hefði verið til að vanmeta
mótherjana í þessum leik kvað hún
svo ekki vera. „Við höfum tapað
fyrir þeim í þremur síðustu leikjum
okkar, í Reykjavíkurmótinu, Ak-
ureyri Open og núna síðast í bik-
arnum, svo það átti ekki að vera
vanmat til staðar hjá okkur. Vörnin
er það sem skiptir máli hjá okkur
og hún kom ekki fyrr en í seinni
hálfleik,“ sagði Eva Björk og við-
urkenndi að þær sem misstu af
sunnudagsmessunni í morgun hafi
sannarlega fengið að heyra predik-
un dagsins hjá Aðalsteini Eyjólfs-
syni þjálfara, í leikhléinu.
„Þetta er allt á réttu róli hjá
okkur miðað við að okkur var spáð
7. sæti deildarinnar og allt umfram
það er plús fyrir okkur. Við erum
með ungt og upprennandi lið sem
við byggjum á og þær eru að sanna
sig,“ sagði Eva Björk Hlöðvers-
dóttir sem átti mjög góðan leik í
liði Gróttu/KR ásamt Rögnu Karen
Sigurðardóttur. Hjá KA/Þór léku
Sigurlaug Hjartardóttir markvörð-
ur og Inga Dís Sigurðardóttir best
og var undarlegt að sjá þegar Sig-
urlaugu var skipt útaf um miðjan
síðari hálfleikinn þegar á móti blés
hjá norðanstúlkum.
Átján úrslitamínútur
Fyrstu mínúturnar í leik Vals ogStjörnunnar voru úrslitavaldar
í leik liðanna þegar þau mættust að
Hlíðarenda á
sunnudagskvöld. Á
þeim tíma skoruðu
gestirnir úr Garða-
bænum 7 mörk en
Val tókst aðeins einu sinni að koma
boltanum framhjá Jelenu Jovano-
vic í marki Stjörnunnar. „Auðvitað
töpuðum við þessum leik á fyrstu
18 mínútunum, það er alveg ljóst,“
sagði Guðríður Guðjónsdóttir þjálf-
ari Vals, í lok leiksins sem lauk
með fjögurra marka sigri Stjörn-
unnar, 19:23.
„En ég verð að hrósa liðinu fyrir
það að hafa komist inn í leikinn aft-
ur. Sóknarleikurinn okkar í byrjun
var mjög slakur, við fundum ekki
leið framhjá Jelenu í markinu og á
köflum fannst mér þær hreinlega
miða á hana. Eftir að annað markið
kom þá var eins og það losnaði um
einhverja spennu, sjálfstraustið
kom, okkur fór að ganga betur og
eftir það höfðum við í fullu tré við
þær,“ sagði Guðríður.
Þessi skelfilega byrjun Vals-
stúlkna setti óneitanlega svip á
leikinn langt fram í síðari hálfleik
en það verður ekki af Stjörnustúlk-
um tekið að varnarvinna þeirra á
þessum kafla var til fyrirmyndar
og í framhaldinu náði Jelena Jov-
anovic að verja þau skot sem röt-
uðu á markið. Á þessum tíma
gerðu Valsstúlkur sig einnig sekar
um alltof mörg tæknileg mistök
þar sem boltinn var dæmdur af
þeim og þær náðu ekki að ljúka
sóknum sínum með skoti. Af fyrstu
17 sóknum sínum í leiknum skor-
uðu þær eitt mark, luku 8 sóknum
með skoti en boltinn var dæmdur
af þeim eða þær töpuðu honum út-
af 8 sinnum. Slík framganga kann
aldrei góðri lukku að stýra og því
fengu Valsstúlkur að kynnast.
Stjörnuliðið virðist vera mjög
gegnheilt lið, allar stöður í byrj-
unarliði eru vel mannaðar og á
bekknum sitja margir leikmenn
sem búa yfir mikilli reynslu. Á
stundum fannst mér Stjörnuliðið
geta gert næstum það sem það
vildi, þegar það vildi. Það er einn
helsti kostur þessa liðs að það
byggist ekki aðeins á tveimur,
þremur leikmönnum sem eiga að
ljúka sóknunum, sex fyrstu mörkin
voru t.d. skoruð af sex leikmönnum
og markaskorun skiptist nokkuð
jafnt innan liðsins. Stjarnan situr
nú í öðru sæti deildarinnar og bíð-
ur þess að topplið ÍBV misstígi sig
í vetur, Garðbæingar virðast til-
búnir til að veita þeim verðuga
keppni um Íslandstitilinn.
Það er hlutverk Drífu Skúladótt-
ur að draga vagninn fyrir Valsliðið
í sókninni á meðan Hafrún Krist-
jánsdóttir hefur það hlutverk að
binda vörnina saman. Það var fyrst
og fremst fyrir tilstilli Drífu að
Valsliðið hrökk í gang undir lok
fyrri hálfleiks auk þess sem mark-
vörðurinn Berglind Hansdóttir
varði á köflum frábærlega.
Tvö víti forgörðum
á lokamínútunum
Haukar úr Hafnarfirði tóku ámóti nágrönnum sínum í FH
á sunnudagskvöldið og lauk leikn-
um lauk með sigri
Hauka 26:24 eftir
spennandi leik þar
sem FH-ingar mis-
notuðu tvö vítaköst
á lokamínútunum.
Leikurinn var nokkuð jafn í upp-
hafi en Haukar þó yfirleitt skrefinu
á undan og framan af spiluðu þeir
mjög góða vörn en FH hélt í við
gestina framan af fyrri hálfleik.
Harpa Vífilsdóttir byrjaði leikinn
vel og skoraði 3 mörk fyrir gestina
á fyrstu mínútunum en það sem
eftir lifði leiks tókst henni aðeins
að skora af vítalínunni. Haukar
náðu að loka á sóknarleik FH og
tókst að ná fimm marka forystu
fyrir leikhlé.
Haukar byrjuðu seinni hálfleik-
inn á svipuðum nótum og þeir luku
hinum fyrri, náðu mest sex marka
forystu, og allt stefndi í öruggan
sigur. Gestirnir neituðu hins vegar
að gefast upp og með mikilli bar-
áttu tókst þeim hægt og bítandi að
minnka muninn. Dröfn Sæmunds-
dóttir átti skínandi leik á þessum
kafla og virtist geta skorað af vild.
Í seinni hálfleik átti hún sex af átta
mörkum FH-inga sem voru skoruð
utan af velli. Undir lok leiksins
fengu FH-ingar gullin tækifæri til
þess að jafna leikinn þegar þeir
Níundi sigur
Eyjastúlkna
Morgunblaðið/Þorkell
Ebba Særún Brynjarsdóttir, Stjörnunni, er komin framhjá Eygló Jónsdóttur, leikmanni Vals, og skorar eitt af þremur mörkum sínum.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
EYJASTÚLKUR slá hvergi af og
Víkingum tókst ekki að rjúfa sig-
urgöngu þeirra þegar liðin
mættust í Víkinni á sunnudag-
inn. Víkingsstúlkum tókst þó að
halda forystu ÍBV við eitt mark í
hálfleik en síðan hrundi leikur
Víkinga með einu marki í 19
mínútur og gestirnir unnu 23:16
– sinn níunda leik í röð.
Þjóðverjar án
fyrirliða síns á HM
ÞJÓÐVERHAR verða án fyrirliða síns, Frank von
Behren, á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem
fram fer í Portúgal í janúar. Behren varð fyrir því óláni
að slíta krossbönd í hné í leik með Minden á móti Essen í
þýsku úrvalsdeildinni um helgina og verður hann frá
æfingum og keppni næsta hálfa árið í það minnsta.
Íslendingar eru sem kunnugt er í riðli með Þjóð-
verjum á HM en þýska liðið ætlar sér stóra hluti eftir
gott gengi á Evrópumeistaramótinu síðastliðinn vetur
þar sem þeir hlutu silfrið.