Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 12

Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 12
Það ríkir mikil spenna á meðalþeirra sem sótt hafa um að vera gestgjafar í úrslitum Evrópu- keppni karlalands- liða í knattspyrnu sem fram fer árið 2008. EM verður næst í Portúgal árið 2004 en um næstu keppni þar á eft- ir er hart barist, en knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, tekur ákvörðun um hver hreppir hnossið á fundi sínum 12. desember nk. Austurríki og Sviss sækja sameig- inlega um keppnina, líkt og Skotar og Írar, Króatar og Bosníumenn, Grikkir og Tyrkir. Rússar standa einir að sinni umsókn eins og Ung- verjar, en Norðurlandaþjóðirnar eru með sameiginlega umsókn, þar sem Finnar, Norðmenn, Danir og Svíar vilja sjálfa leikina en Íslend- ingar og Færeyingar fengju ýmsa fundi sem lúta að undirbúningi keppninnar. Austurríkismenn og Svisslendingar róa nú öllum árum að fanga athygli heimsins vegna umsóknar sinnar og hefur undir- búningur þeirra staðið yfir allt frá árinu 2001. Að mati undirbúnings- nefndar Austurríkis og Sviss eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi enda er gert ráð fyrir að 1,2 milljón áhorfenda mæti á leikina hvar sem hún verði haldin og að auki verður hægt að ná beinum útsendingum frá leikjum keppninnar í yfir 200 löndum. Talsmenn undirbúningsnefndar Sviss og Austurríkis segja að þeir geti ekki gert mikið betur í und- irbúningsvinnu sinni en nú þegar er hafin endurnýjun á knattspyrnu- völlum í báðum löndum. Friedrich Stichler, forseti knattspyrnusam- bands Austurríkis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að úrslita- keppni EM yrði gríðarleg lyftistöng fyrir starf sambandsins. „Við telj- um okkur standa vel að vígi og höf- um að ég held ekki getað gert mikið meira í undirbúningi okkar fyrir umsóknina. Mikið á eftir að ganga á á næstu vikum þegar baráttan um EM árið 2008 hefst fyrir alvöru,“ sagði Stichler. Sjö umsækjendur bítast hart um EM 2008 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Vín  ÍSLENSKA unglingalandsliðið í knattspyrnu pilta, skipað leikmönn- um undir 19 ára, tapaði fyrir Júgó- slövum, 3:1, í fyrsta leik sínum í und- ankeppni EM sem fram fer í Slóveníu. Júgóslavar komust í 3:0 en Magnús Már Þorvarðarson minnk- aði muninn fyrir Íslendinga á loka- mínútunni. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið, tveir Júgóslavar og Jóhann Helgason.  ERNIE Els frá S-Afríku bar sigur úr býtum á heimsmeitaramótinu í holukeppni í golfi þegar hann sigraði Spánverjann Sergio Garcia í úrslita- leik. Þetta var fjórði heimsmeistara- titill Els í holukeppninni en Garcia var að taka þátt í á HM í fyrsta sinn.  HELGI Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson léku báðir með Lyn í norsku deildinni í gærkvöldi þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á útivelli á móti Odd Grenland. Með stiginu hef- ur Lyn tryggt sér verðlaunapening í deildinni því Viking, sem er í fjórða sæti getur ekki náð þeim að stigum. Spurningin er aðeins hvort pening- urinn verður silfraður eða bronslit- ur.  PETER Enckelman, markvörður Aston Villa, var rekinn af velli í leik liðsins við Southampton í gærkvöldi. Hann braut á sóknarmanni gestanna og dæmd var vítaspyrna og Enck- elman vísað af velli á 46. mínútu leiksins. James Beattie skoraði úr spyrnunni.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, vonast til að lið sitt verði fyrsta enska liðið til að leggja Spartak að velli í Evrópuleik í Moskvu, eins og Liverpool varð fyrsta enska liðið til að fagna sigri á Dynamo í Kiev fyrir ári í Evrópu- keppninni. Houllier er bjartsýnn á sigur í Moskvu.  FRANCESCO Toldo, markvörður Inter, var heldur betur í sviðsljósinu í stórleik Inter og Juventus í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Þegar markahrókurinn Alessandro Del Piero skoraði fyrir Juventus úr vítaspyrnu á 89. mínútu virtust leikmönnum Inter allar bjargir bannaðar en þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skokkaði Toldo fram og jafnaði metin eftir horn- spyrnu með föstu skoti sem kollegi hans í marki Juventus réði ekki við.  FIMM Tindastólmenn skoruðu öll stig þeirra gegn Keflavík í gær- kvöldi en hjá Keflavík komust átta leikmenn á blað.  STÓRSKYTTURNAR Falur Harðarson og Magnús Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi Keflvík- inga í gærkvöldi. Að sögn Keflvík- inga var ekki pláss fyrir þá í hópnum í þetta sinn, sem sýnir mannval Keflavíkurliðsins.  AXEL Kárason, Sauðkrækingur- inn ungi, lét til sín taka gegn Kefla- vík í gærkvöldi. Hann tók 17 fráköst, sem er níu meira en hjá Damon S. Johnson, sem tók flest fráköst Kefl- víkinga. FÓLK Árni Gautur hefur þar með orðiðmeistari með liðinu öll árin sem hann hefur leikið með því – 5 sinnum. Rosenborg, sem í kvöld sækir Ajax heim í Meistara- deildinni, gerði jafn- tefli við Sogndal á laugardaginn en þar sem Molde tókst ekki að ná stig- um á móti Stabæk verður meistara- titillinn um kyrrt í Þrándheimi en Rosenborg hefur fjögurra stiga for- skot á Molde þegar einni umferð er ólokið. Árni Gautur og samherjar hans í liðinu voru kaffærðir af fjölmiðla- mönnum, sem voru á æfingasvæði Rosenborg, stax þegar úrslitin í leik Molde og Stabæk lágu ljós fyrir en leikmenn liðsins tóku sigrinum með yfirvegun enda vanir því að standa í þessum sporum. „Við höfum engan tíma til að fagna strax enda leikur við Ajax á þriðjudaginn (í kvöld) í Meistara- deildinni. Hún var sérstök tilfinn- ingin að vita það að við værum orðn- ir meistarar. Í fyrra var brjáluð gleði þegar við tryggðum okkur tit- ilinn með sigri í síðasta leik en núna brostu menn í kampinn sitjandi fyr- ir framan sjónvarpið,“ sagði Árni Gautur. Árni sagði að leikur Rosen- borg og Sogndal hefði verið mjög furðulegur og aðstæður erfiðar eftir snjókomu. „Sogndal skoraði bæði mörk sín úr vægast sagt vafasömum vítaspyrnum, það síðara 10 mínút- um fyrir leikslok. Eftir það héldum við boltanum út leiktímann enda gerði Sogndal enga tilraun til að ná boltanum. Þeir voru ánægðir með jafnteflið og dómarinn ákvað að flauta leikinn af áður en leiktíminn var allur.“ Það gekk upp og ofan hjá ykkur framan af mótinu. „Liðinu hefur oftast gengið frekar illa í upphafi móts en komið svo sterkt til leiks þegar á mótið hefur liðið. Ég get alveg sagt þér að ég var búinn að afskrifa titilinn þegar við vorum orðnir 10 stigum á eftir Lyn en átta sigurleikir í röð gerðu það að verkum að við komumst í toppbar- áttuna auk þess sem Lyn gaf veru- lega eftir.“ Stendur einhver af þessum fimm titlum upp úr hjá þér? „Eins og mótið spilaðist í fyrra þá held ég að sá titill standi upp úr. Við áttum mjög erfiðan útileik á móti Brann sem við þurftum að vinna og við gerðum það með stæl, 6:2. Þjálf- arinn okkar, Nils Arne Eggen, hættir með liðið eftir tímabilið og við leikmennirnir vildum svo sann- arlega kveðja hann með gulli. Hann á það svo sannarlega skilið.“ Þarf að koma eitthvað spennandi upp ef ég á að fara Nú átt þú eitt ár eftir af samningi þínum. Er ekki kominn tími til að róa á önnur mið eftir þennan far- sæla feril hjá Rosenborg? „Það er búið að vera geysilega gaman og lærdómsríkt fyrir mig að vera í þessu sigursæla liði. Hér er mikill metnaður og menn verða aldrei saddir á því að vinna. Ég veit ekkert hvað gerist eftir tímabilið hjá mér. Það hefur ekkert verið rætt um framhaldið og líklega verður það ekki gert fyrr en tímabilið er búið. Ég er í sjálfu sér ekkert mikið að hugsa um þessi mál. Ég hef það mjög fínt í hér í Þrándheimi og það þyrfti að koma eitthvað mjög spenn- andi upp ef ég ætti að fara frá Ros- enborg. Auðvitað skoða ég það ef eitthvert tilboð kemur en ég fer ekki hvert sem er á meðan ég er mjög sáttur við lífið og tilveruna hjá Ros- enborg. Ég er heppinn að vera í liði sem vinnur titil ár eftir ár og leikur í Meistaradeildinni ár hvert. Það er varla hægt að biðja um meira. “ Ykkur hefur ekki gengið sem best í Meistaradeildinni og leikurinn á móti Ajax er upp á líf eða dauða, ekki satt? „Það er alveg ljóst að við verðum að fá stig og það helst þrjú. Eins og staðan er í riðlinum verður erfitt að að ná einu af tveimur efstu sætunum en þriðja sætið veitir þátttökurétt í UEFA-bikarnum svo það er til mik- ils að vinna. Við höfum ekki unnið útileik í Meistaradeildinni í tvö ár en vonandi verður breyting á því. Við höfum búið okkur undir gríðarlega erfiðan leik og ég fær örugglega nóg að gera í markinu.“ Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, meistari með Rosenborg fimmta árið í röð Morgunblaðið/Golli Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður fagnaði meistaratitli í Noregi fyrir framan sjónvarpið með félögum sínum. Enginn tími til að fagna „ÞAÐ var auðvitað svolítið sér- stakt að verða meistari og ekki að spila. Við sátum inni í klúbb- húsinu, nýbúnir á æfingu og vorum að funda fyrir leikinn við Ajax í Meistaradeildinni, en fljótlega var ákveðið að slíta fundinum og fylgjast með leik Stabæk og Molde í sjónvarpinu þegar við fréttum að Stabæk var yfir. Miðað við í fyrra var tilfinn- ingin svolítið skrýtin en ég verð að senda góðar kveðjur til Tryggva og Marels. Þeir stóðu sig vel og Tryggvi skoraði gott mark,“ sagði landsliðs- markvörðurinn Árni Gautur Ara- son, markvörður Rosenborg, í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að lið hans hafði tryggt sér meistaratitilinn 11. árið í röð. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.