Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 1
2002 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÓLAFUR STEFÁNSSON BESTUR Í EVRÓPU / B12
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
Jónas og
Anton
með silfur
JÓNAS Valgeirsson og
Anton Þórólfsson unnu
báðir silfurverðlaun á
Norðurlandamóti drengja
í fimleikum sem fram fór í
fimleikahúsi Bjarkar í
Hafnarfirði um helgina.
Jónas vann silfurverð-
launin fyrir gólfæfingar
sínar sem hann hlaut 8,35
í einkunn fyrir en Daninn
Helge Vammen vann,
fékk 0,15 hærri einkun en
Jónas.
Anton kom sterkur til
leiks á tvíslá og fékk 7,60
í einkun sem nægði hon-
um til þess að vinna silfr-
ið, var 0,8 á undan Vam-
men sem varð í þriðja
sæti en 0,7 á eftir Jachim
Olsen, Noregi, er stóð
uppi sem sigurvegari.
Antoni gekk best Ís-
lendinganna í fjölþraut
mótsins. Hann varð í 7.
sæti en Jónas varð í í 10.
sæti í fjölþraut, Gunnar
Sigurðsson, hreppti 14.
sætið, Róbert Krist-
mannsson varð í 16. sæti,
Teitur Páll Reynisson
hlaut 25. sætið og Gísli
Ottósson varð í þrítugasta
sæti. Í liðakeppninni rak
íslenska sveitin lestina af
fimm sveitum.
Morgunblaðið/KristinnÓlafur Víðir Ólafsson og samherjar hans hjá HK skelltu Vals-
mönnum í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Hér er Ólafur
Víðir að brjótast fram hjá Ragnari Ægissyni, Val. Nánar um leiki
helgarinnar á B6, B7, B10 og B11.
Íslensku landsliðsmönnuum í hand-knattleik gekk misvel að komst til
Borlänge í Svíþjóð þar sem heims-
bikarkeppnin hefst í
dag. Flestir léku
með sínum félagslið-
um um helgina og
komu til Stokkhólms
um hádegi í gær og þaðan var haldið
til keppnisstaðarins og komu piltarn-
ir á hótelið rétt fyrir klukkan sex í
gærkvöldi.
Veður setti strik í reiknininn hjá
landsliðinu, aldrei þessu vant ekki
veðrið á Íslandi heldur veðrið í mið
Evrópu og því þurfti að fella niður
mikið af flugi og það kom niður á
áætlun í gær. Íslensku leikmennirnir
voru flestir komnir til Arlanda-flug-
vallar í Stokkhólmi um hádegi en
ákveðið var að bíða eftir þeim sem
voru heldur á eftir áætlun og síðast-
ur kom Guðmundur Hrafnkelsson,
markvörður frá Ítalíu, lenti um
klukkan 15 og þá var lagt af stað til
Borlänge en þangað er tæplega
þriggja klukkustunda akstur.
Gústaf Bjarnason lenti verst í töf-
unum því hann lenti ekki fyrr en um
klukkan 17 og varð að taka lestina
frá Arlanda til Borlänge.
Patrekur Jóhannesson og Guðjón
Valur Sigurðsson, leikmenn Essen í
Þýskalandi, komu manna fyrstir til
Arlanda en töskurnar þeirra komust
ekki til skila þrátt fyrir að leitað væri
að þeim á flugvellinum í einar þrjár
klukkustundir, en þær voru ekki
komnar í leitinra seint í gærkvöldi.
Landsliðspiltarnir eru tilbúnir í
slaginn, allir heilir og hungraðir í að
gera vel þó svo að mikið álag hafi
verið á þeim flestum um helgina.
Þeir einu í hópnum sem kenna sér
einhvers meins eru þjálfararnir Guð-
mundur Þ. Guðmundsson og Einar
Þorvarðarson, en þeir finna báðir
fyrir verk í baki en aðrir í farar-
stjórninni telja „veikindi“ þeirra
fyrst og fremst stafa af því að það
þarf að bera mikið af töskum.
Veður hamlaði för
landsliðshópsins
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Svíþjóð
STJÓRN enska knattspyrnuliðsins,
Stoke City, sem leikur í 1. deild þar
í landi hefur samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins átt í viðræðum við
Stuart Pearce um að hann verði
knattspyrnustjóri liðsins í stað
Steve Cotterill sem hvarf á braut til
Sunderland á dögunum.
Pearce er einn þekktasti varnar-
maður ensku knattspyrnunnar og
lék í fjölmörg ár með enska lands-
liðinu sem vinstri bakvörður, alls 78
leiki, en hann hóf feril sinn í efstu
deild á Englandi með Coventry
1983. Pearce lék lengst af með
Nott. Forest, en hann var einnig á
mála hjá Newcastle, West Ham og
nú síðast varð hann meistari í 1.
deild með liði Man. City, þá rétt
rúmlega fertugur. Stoke mætir
Watford annað kvöld, en ekki er
víst að Pearce verði þá þegar við
stjórnvölinn hjá liðinu.
Stuart Pearce
orðaður við
Stoke City