Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 3
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 B 3
ATHYGLI hefur vakið tæknivæð-
ing sú sem orðin er hjá íslenska
landsliðinu í handknattleik. Guð-
mundur landsliðsþjálfari nýtir
sér tölvutæknina til hins ýtrasta.
„Ég hef starfað við tölvur frá
1983 og á því tiltölulega auðvelt
með að nýta mér tæknina og sé
nokkuð hvað hægt er að gera til
að nýta sér þetta sem best. Við
keyptum stóran hugbún-
aðarpakka til að skrá allt mögu-
legt og síðan tókum við smáhluta
út úr þessu og notum það til að
setja upp leikkerfi og annað sem
ég sendi leikmönnum á diski og
þeir geta skoðað og lært þar. Með
þessu er allt komið á einn stað,
þetta er allt á diski en ekki á tíu
mismunandi spólum.
Nú er ég að vinna efni um önn-
ur lið og þetta virkar þannig að
ég get kallað upp eitthvert lið, til
dæmis sænska liðið, og kallað
upp þau leikkerfi sem þeir nota
og strákarnir geta skoðað þau,
bæði sem tölvumynd og eins sem
lifandi mynd.“
Guðmundur leggur áherslu á
að þetta sé aðeins leið til að
reyna að undirbúa sig enn betur
fyrir hvert verkefni. „Ég lít
þannig á málið að fjölmargir
þættir ráði því hvernig við stönd-
um okkur. Þetta er einn þátt-
urinn, að rannsaka leik okkar og
annarra liða og reyna að nýta sér
það. Maður er að reyna að bæta
sig aðeins á hverju sviði fyrir sig
og auðvitað veit maður ekki
hverju það skilar, en ef það skilar
einhverju smá og síðan bætum
við okkur eitthvað smá líka á öðr-
um sviðum þá getur það haft úr-
slitaáhrif.
Við þurfum að hafa mikið fyrir
því að ná árangri og þetta er lið-
ur í því að reyna að bæta okkur
og eins og handboltinn er orðinn
getur örlítil bæting gert gæfu-
muninn,“ segir Guðmundur.
Þú hefur lengi verið í hand-
boltanum og undir leiðsögn fjöl-
margra þjálfara. Nýtist það þér?
„Já, já, það er alveg á hreinu.
Ég byrjaði mjög snemma að
skrifa niður hjá mér æfingar. Þá
teiknaði maður þetta bara upp.
Síðan hefur maður sótt mörg
námskeið og þannig viðað að sér
efni og valið úr æfingar. Maður
er alltaf að leita en það er hins
vegar ákveðinn kjarni af æfing-
um sem er klassískur og góður
og verður alltaf notaður. Maður
verður að passa sig á því að
reyna ekki að finna alltaf upp
hjólið í þessu sambandi. Auðvitað
reynir maður þó alltaf að bæta
við og koma með eina og eina
nýja æfingu.
Ég keypti mér til dæmis einu
sinni bók í Þýskalandi sem var
með 2.000 æfingum og ég held ég
hafi getað notað eina,“ segir
landsliðsþjálfarinn.
ÞEGAR Guðmundur var landsliðs-
maður í handknattleik tók hann
jafnan með sér tæki og tól til að
hnýta flugur í landsliðsferðum. Þá
sagði Guðmundur að það væri
ágætt að dreifa huganum með því
að gera einhverjar flugur.
„Nú er enginn tími til að hnýta
flugur, ekki nokkur og því tek ég
græjurnar ekki með. Það er bara
handbolti sem kemst að hjá mér í
svona ferð – ekkert annað. Ég
hugsa um þetta dag og nótt.
Ég fer stundum í gönguferðir en
hugurinn er samt við handbolta. En
þegar við vorum á EM í Svíþjóð þá
fór ég ekki út af hótelinu, nema í
leiki, í nokkra daga. Maður vissi
ekki einu sinni hvernig veður var.
Svona er þetta, altént eins og ég
vinn þetta. Það er svo mikið að
hugsa um. Hvernig er best að leika
og á hvað á að leggja áherslu? Þetta
þarfnast 100% einbeitingar allan
sólarhringinn,“ segir Guðmundur.
En þetta var ekki svona þegar þú
varst leikmaður?
„Nei, og ég held að leikmenn
liggi alls ekki svona mikið yfir hlut-
unum og í raun held ég þeir hefðu
ekki gott af því að ná aldrei að hvíla
hugann.“
Engar flugur á ferð
allt í senn en hvort það er í raun
hægt er spurning.
Við lékum síðast saman fyrir
fimm mánuðum og fáum eina æf-
ingu fyrir fyrsta leikinn þannig að
það er ákveðin eftirvænting að fá að
vita hvar við stöndum. Eftir þetta
mót sjáum við hvar við stöndum,
hvað við þurfum að bæta og hvað er
í lagi hjá okkur.
Ég tel mjög mikilvægt að allir
leikmenn taki þátt í því sem við er-
um að gera og að allir séu sáttir við
það. Þess vegna setjum við okkur
markmið í sameiningu og menn fá
tækifæri til að tjá sig á þeim fundi
og það er mjög gott og eftir fundinn
eru allir sáttir. Svona er áætlunin
hjá okkur og hún er klár og allir eru
sáttir og ekkert vesen.“
Ekki einfalt að velja
landsliðið
Það eru ekki alltaf allir sáttir með
val á landsliði. Er ekki erfitt að
ákveða hverja á að velja hverju
sinni?
„Jú, það er það. Það sem ég legg
upp með er að vera samkvæmur
sjálfum mér. Ég geri ákveðnar kröf-
ur og ef maður sem ég hef verið með
í liðinu er ekki að standa sig vel með
liði sínu og fengið lítið að spila þá vel
ég hann ekki. Leikmaður getur ver-
ið slakur í dag þótt hann hafi verið
frábær fyrir hálfu ári. Hins vegar
getur verið maður sem ég er viss um
að sé okkur mikilvægur á HM og ég
myndi samt velja hann þótt hann sé
kannski ekki alveg upp á sitt besta
þessa dagana. Þetta fer dálítið eftir
einstaklingum og hvaða stöðu og
hlutverki þeir koma til með að
gegna.
Svo er eitt annað sem gerir þetta
ef til vill dálítið flóknara en ella. Ég
þarf að horfa á heildina, ekki ein-
hver ákveðin nöfn. Hverjir geta
leikið vörnina og hverjir ná best
saman þar og í sókninni. Í nútíma-
handknattleik er afskaplega erfitt
að skipta mörgum leikmönnum útaf
á milli sóknar og varnar eins og áður
var. Tökum bara smátilbúið dæmi:
Ég er með tvo örvhenta leikmenn í
huga í stöðuna hægra megin. Annar
er betri í sókn en hinn er betri varn-
armaður. Hvorn á ég að velja, betri
varnarmanninn eða þann sem er
betri í sókn? Svarið við þessu er
ekkert einfalt og það fer meðal ann-
ars eftir hvaða aðra menn maður
velur í hópinn. Það liggur mikil
vinna og hugsun á bak við það að
velja hópinn. Svo fer nokkur vinna í
að fylgjast með hvernig menn eru
að standa sig og hvort þeir eru heil-
ir.“
Eru menn ekki alltaf heilir og til-
búnir í slaginn þegar þú spyrð þá að
því?
„Jú, sjálfsagt væri það, en ég geri
lítið af því að spyrja strákana sjálfa
að því. Ef ég er ekki viss þá tala ég
við þjálfara þeirra og þá fær maður
yfirleitt heiðarleg og rétt svör,“ seg-
ir Guðmundur brosandi.
Hann segir að þegar upp sé staðið
sé það heildin – liðsheildin – sem
skipti mestu máli. „Það skiptir öllu
máli að liðið sem slíkt geti unnið
saman og náð árangri. Ég vel það lið
sem ég held að sé sterkast hverju
sinni og ég er sammála því sem
margir segja að sterkasta liðið þarf
ekki endilega að vera skipað sterk-
ustu einstaklingunum.
Það er miklu meira í svona íþrótt
en það sem menn skila inni á vell-
inum. Það skiptir máli hvernig anda
menn koma með inn í hópinn. Þetta
er nefnilega heilmikið félagslegt
dæmi líka, ekki bara frammistaðan
á vellinum. Það eru mjög margir
þættir sem maður þarf að huga að.
Hvernig er þessi leikmaður undir
miklu álagi? Er hann bara góður í
leikjum sem skipta engu máli?
Hvernig er hann þegar komið er í
heimsmeistarakeppni og allt er und-
ir? Þetta hefur allt áhrif á frammi-
stöðu leikmanna. Þetta mót er til-
valið til að finna út hvernig menn
koma út við mikið álag því það verð-
ur mikið álag á leikmenn, leikið þétt
og allt mjög erfiðir leikir,“ segir
Guðmundur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari sést hér stjórna sínum mönnum ásamt Einari Þorvarðarsyni í leik í Evrópukeppni landsliða í Svíþjóð fyrr á árinu.
’ Ég þarf að horfa á heildina, ekki ein-
hver ákveðin nöfn.
Hverjir geta leikið
vörnina og hverjir
ná best saman þar
og í sókninni. ‘
’ Rússar eru meðhávaxið lið, vörnin er
öflug og þeir keyra
mikið á hraðaupp-
hlaupum og eru
síðan vel skipulagðir
í sókninni. ‘
Tölvuvætt
landslið
Íslands