Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN Jónsdóttir skoraði mark norsku meistaranna Kolbotn þeg- ar þeir gerðu jafntefli við fráfar- andi meistara, Trondheims-Örn, á útivelli í lokaumferð norsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna á laugardaginn. Leik- urinn endaði 1:1 en Kolbotn tryggði sér meistaratitilinn í síð- ustu umferð. Katrín skoraði markið með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri eftir 12 mínútna leik. Þetta var væntanlega kveðjuleikur hennar því eins og fram hefur komið hyggst hún leggja skóna á hilluna og einbeita sér að læknanáminu sem hún stundar í Noregi. Kolbotn vann 15 af 18 leikjum sínum í deildinni í ár og hlaut 46 stig. Asker hafnaði í öðru sæti með 41 stig og Trondheims-Örn í því þriðja með 38 stig. Katrín lék alla 18 deildaleiki Kolbotn í ár og skoraði í þeim 8 mörk. Þetta var fimmta heila tímabil hennar með liðinu og hún hefur aðeins misst af fjórum deildaleikjum þess frá því hún hóf að leika með því haustið 1997. Katrín kvaddi með marki Heiðar skoraði markið á 42.mínútu með skalla af stuttu færi. „Þetta var frábært mark. Nokkrar góðar sendingar úti á vellinum, fyrirgjöf frá hægri, og Heiðar gerði allt rétt. Sannkallað „miðherjamark“ og þetta er að komast í vana hjá honum,“ sagði Ray Lewington, knattspyrnustjóri Watford. Heiðar var mjög ógnandi í sókn- arleik Watford, lék frábærlega að sögn ýmissa enskra fjölmiðla, og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk. Watford er komið í 5. sætið eftir gott gengi að undanförnu og til alls líklegt í toppbaráttu deild- arinnnar. Versti skellurinn hjá Stoke Stjóralaust lið Stoke tapaði sín- um þriðja leik á einni viku og fékk sinn versta skell til þessa í 1. deildinni, 4:0 í Rotherham. Brynj- ar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson léku allan leikinn með Stoke og Brynjar var næst því að skora, átti hörkuskalla sem markvörður Rotherham varði glæsilega. Pétur Marteinsson var ekki í leikmannahópi Stoke en lið- ið er nú dottið niður í 20. og fimmta neðsta sæti deildarinnar. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Ipswich sem tapaði enn, nú 0:1 fyrir Gillingham á heimavelli. Ipswich er í 17. sæti deildarinnar. Ívar Ingimarsson kom inn á sem varamaður á lokamínútunum þegar lið hans, Wolves, vann Grimsby, 4:1, og fór með því upp í 11. sæti. Morgunblaðið/Einar Falur Heiðar Helguson skorar mark sitt gegn Litháen með skalla. Sigurmark Heiðars í 100. leiknum HEIÐAR Helguson hefur heldur betur látið til sín taka í sóknarleik Watford síðustu vikurnar. Heiðar missti af fyrstu níu leikjum liðsins í ensku 1. deildinni í haust vegna meiðsla en á laugardag skoraði hann sitt fjórða mark í sex leikjum – sigurmarkið gegn Sheffield Wednesday, 1:0. Að auki skoraði Heiðar fyrir Ísland gegn Litháen á dögunum þannig að Dalvíkingurinn er svo sannarlega á skotskón- um þessa dagana. Ekki spillti fyrir að leikurinn á laugardag var hans 100. í treyju Watford, frá því hann gekk til liðs við félagið í árs- byrjun 2000. ■ Úrslit/B10  Staðan/B10 TRYGGVI Guðmundsson hlýtur silfurskóinn í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Eyjamaðurinn skoraði tvö mörk í síðasta leikn- um á sunnudag þegar Stabæk burstaði Moss á útivelli, 7:2, og gerði þar með samtals 15 mörk í deildinni. Tveimur minna en Har- ald Brattbakk hjá Rosenborg, sem einnig skoraði tvívegis í loka- umferðinni og varð þar með markakóngur deildarinnar. Tryggvi hefur nú skorað 57 mörk á fimm árum sínum í norsku úrvalsdeildinni, eða 11,4 mörk að meðaltali á ári. Hann hefur áður gert 15 mörk á tímabili en það gerði hann með Tromsö árið 2000. Tryggvi lék allan leikinn á sunnudaginn og lagði upp eitt mark til viðbótar. Hann lék á vinstri kantinum, ekki í framlín- unni eins og lengst af í sumar, en hann spilaði í sinni gömlu stöðu á kantinum í síðustu fimm umferð- unum og gerði þá þrjú mörk. Fyrra markið skoraði hann úr vítaspyrnu en Gaute Larsen, þjálf- ari Stabæk, sagði fyrir leik að Tryggvi myndi taka vítaspyrn- urnar að þessu sinni þar sem hann væri í keppni um marka- kóngstitilinn. Marel Baldvinsson lék einnig með Stabæk gegn Moss en fór af velli á 63. mínútu. Tryggvi fær silfurskóinn ÍSLENDINGALIÐIÐ Molde tryggði sér silfurverðlaunin og jafn- framt sæti í forkeppni meistara- deildar Evrópu næsta sumar. Molde gerði reyndar aðeins jafntefli, 3:3, gegn Sogndal á heimavelli en það var nóg. Bjarni Þorsteinsson skoraði eitt af mörkum Molde, kom liði sínu í 2:1, og skoraði þar með fyrsta mark sitt í úrvalsdeildinni. Bjarni lék allan leikinn með Molde og sömuleiðis Ólafur Stígsson, en Andri Sigþórsson kom inn á og lék síðustu 6 mínúturnar. Lyn, með Helga Sigurðsson og Jó- hann B. Guðmundsson innanborðs allan tímann, átti möguleika á silfr- inu ef Molde biði lægri hlut, en tap- aði, 0:1, fyrir Viking á heimavelli. Þriðja sætið er eftir sem áður lang- besti árangur Lyn í norsku knatt- spyrnunni um langt árabil. Hannes Þ. Sigurðsson lék ekki með Viking sem hafnaði í fjórða sæti. Molde náði öðru sætinu TEITUR Þórðarson, þjálfari Brann, var ekki niðurdreginn þrátt fyrir skell sinna manna, 4:0, gegn meisturum Rosenborg í loka- umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn. Keppinautar Brann í fallslagnum, Moss, steinlágu á meðan á heima- velli fyrir Stabæk, 7:2, og þar með hélt Brann 12. og þriðja neðsta sætinu í deildinni. Moss og Start féllu en Brann leikur aukaleiki við Sandefjord, þriðja efsta lið 1. deildar, um sæti í úrvalsdeildinni. Lið Tromsö og Aalesund urðu í toppsætum 1. deildar og leika í úr- valsdeildinni á næsta ári. „Sandefjord verður ekki auð- veldur andstæðingur en við eigum að sigra og halda okkur í deildinni. Munurinn á deildunum á að vera okkur í hag. En við þurfum eftir sem áður að sýna okkar besta leik og halda fullri einbeitingu. Í dag fengum við aðstoð frá Stabæk en gegn Sandefjord þurfum við að treysta á okkur sjálfa,“ sagði Teit- ur við Nettavisen og bætti því við að það væri ekkert hneyksli að tapa fyrir Rosenborg. „Við ætl- uðum að hirða öll stigin í Þránd- heimi en meistararnir voru alltof sterkir fyrir okkur,“ sagði Teitur. Árni Gautur Arason lék ekki í marki Rosenborg að þessu sinni, varamarkvörðurinn Espen John- sen fékk að spreyta sig. Ármann Smári Björnsson lék með Brann en var skipt út af á 65. mínútu. Start kvaddi deildina með tapi heima gegn Bodö/Glimt, 0:3. Liðið fékk því aðeins 4 stig í síðari um- ferðinni, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, en liðið var neðst með 7 stig þegar hann tók við. Guðni Rúnar Helgason lék allan leikinn með Start en hann var með liðinu í síðustu 8 leikjunum, á leigu frá Val. Teitur og félagar sluppu að sinni  HELGI Valur Daníelsson lék síð- ustu 25 mínúturnar með Peterbor- ough sem tapaði á heimavelli, 1:3, fyrir Bristol City í ensku 2. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Lið hans er nú í þriðja neðsta sæti deild- arinnar.  ARNAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Dundee United sem gerði jafntefli við Partick Thistle á heimavelli í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn, 1:1. Arnar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu og nú er knattspyrnustjórinn, sem óskaði eftir að fá hann til liðs við Dundee Utd., hættur, þannig að útlitið er ekki bjart hjá Arnari.  JÓHANNES Karl Guðjónsson var á varamannabekk Real Betis sem gerði jafntefli, 1:1, við botnlið Huelva á útivelli í spænsku knatt- spyrnunni. Hann kom ekki við sögu í leiknum.  LEIKMENN Real Betis voru að- eins átta síðustu 12 mínútur leiksins en þá var búið að reka þrjá þeirra af velli. Þeim tókst samt að halda fengnum hlut gegn heimaliðinu.  STEFÁN Gíslason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Grazer AK á tímabilinu þegar það gerði jafntefli, 1:1, við Salzburg á útivelli í aust- urrísku úrvalsdeildinni á laugardag- inn. Stefán lék allan leikinn.  HELGI Kolviðsson lék einnig all- an tímann með Kärnten en lið hans fékk skell gegn Ried, 3:0, og féll nið- ur í sjötta sætið í Austurríki.  ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar í Bochum gátu ekki leikið við Kais- erslautern í þýsku 1. deildinni á sunnudag. Leiknum var aflýst 90 mínútum áður en hann átti að hefj- ast vegna yfirvofandi óveðurs.  ÞÓRÐUR átti að koma inn í byrj- unarliðið á ný, en hann var varamað- ur í næsta leik á undan, í fyrsta sinn á tímabilinu. Peter Neururer, þjálf- ari Bochum, sagði að það væri ekk- ert vandamál að taka Þórð inn á ný, ekki myndi liðið veikjast við það því hann hefði staðið sig frábærlega í fyrstu leikjum tímabilsins.  AUÐUN Helgason hefur verið til reynslu hjá danska félaginu AaB að undanförnu. Honum var þó ekki boðinn samningur að svo komnu, en þjálfari liðsins, Poul Erik Andr- easen, þekkir Auðun frá því hann þjálfaði Viking í Noregi, er Auðun lék með liðinu. Auðun er laus allra mála hjá Lokeren í Belgíu.  ROBERTO Baggio hélt upp á sinn 400. leik í ítölsku 1. deildinni í knatt- spyrnu á sunnudaginn, með því að jafna fyrir Brescia gegn Como, 1:1. Markið gerði hann úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok.  INTER náði þriggja stiga forystu á Ítalíu með því að sigra Bologna, 2:0, í toppslag helgarinnar. Christ- ian Vieri innsiglaði sigurinn með marki á lokamínútu leiksins.  CHIEVO stöðvaði sigurgöngu AC Milan með 3:2-sigri og litla liðið virð- ist ætla að fylgja eftir óvæntum ár- angri á síðasta ári þegar það lék í deildinni í fyrsta sinn.  MARCELO Salas tryggði Juvent- us sigur á Udinese, 1:0, og lið hans er í námunda við toppinn.  REAL Sociedad er komið með þriggja stiga forystu í spænsku knattspyrnunni eftir 2:1-sigur á Racing Santander í fyrrakvöld. De Pedro skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu á lokamínútunni.  PABLO Aimar skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik fyrir Valencia sem vann stórsigur á Athletic Bilbao, 5:1, á heimavelli. Meistarar Val- encia eru í öðru sæti deildarinnar, með betri markatölu en Celta Vigo.  PATRICK Kluivert skoraði einn- ig þrennu þegar Barcelona sýndi loksins tennurnar og vann Alavés, 6:1.  ZINEDINE Zidane skoraði mark Real Madrid sem varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli, 1:1, gegn Villarreal. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.