Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 2
HANDKNATTLEIKUR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik hefur tvisvar áður tekið þátt í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð, World Cup. Fyrst 1988 og var leikið í riðli með heims- og ólympíu- meisturum Júgóslavíu, A-Þýska- landi og Danmörku.  Íslendingar töpuðu fyrsta leikn- um – gegn A-Þýskalandi, 18:16, lögðu síðan Júgóslava að velli, 23:20, og Dani 22:20.  Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ og aðstoðar- landsliðsþjálfari, átti stórleik í markinu gegn Júgóslövum og Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari skoraði eitt mark í leiknum. Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmark- vörður var varamarkvörður Einars á mótinu.  Löglegt mark sem Júgóslavar skoruðu gegn A-Þjóðverjum undir lok leiksins var dæmt af þeim og það varð til þess að Ís- land lék ekki til úrslita gegn V- Þýskalandi. Þrjú lið, A-Þýska- land, Ísland og Júgóslavía, voru jöfn með fjögur stig, en A-þjóð- verjar komust í úrslitaleikinn á fleiri skoruðum mörkum en Ís- lendingar, þar sem báðar þjóð- irnar voru með þrjú mörk í plús.  Ísland lék gegn Svíþjóð um þriðja sætið og unnu Svíar, 23:20. V-Þýskaland vann A- Þýskaland í úrslitaleik, 18:17.  Þorgils Óttar Mathiesen línu- maður var valinn í úrvalslið mótsins.  Aftur tók Ísland þátt í heimsbik- arkeppninni 1998, sem fór fram í Gautaborg og nágrenni. Ísland tapaði þá fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, 29:26, síðan fyrir Frökkum, 28:18, en lagði Ungverja að velli, 29:22.  Íslenska liðið lék ekki um sæti, þar sem aðeins var leikið um fjögur efstu sætin í mótinu, sem Svíar unnu.  Níu af landsliðsmönnunum, sem nú taka þátt í heimsbikarmótinu, léku með 1998 – Guðmundur Hrafnkelsson, Birkir Ívar Guð- mundsson, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Aron Krist- jánsson, Róbert Sighvatsson, Rúnar Sigtryggsson og Sigurður Bjarnason. Í fjórða sæti 1988 GUÐMUNDUR segist ekki halda þrumandi ræður yfir leikmönnum í búningsklefanum fyrir hvern leik. Hann segir það liðna tíð og leggur meiri ábyrgð á hvern og einn leik- mann en áður var gert. „Við höfum rætt þetta fram og til baka og niðurstaðan er að leik- menn bera ábyrgð á eigin hugar- fari. Þetta hefur breyst mikið og það eru margir sem halda að ef mér tekst ekki að halda rosa flotta ræðu í búningsklefanum fyrir leik- inn þá séu strákarnir ekki klárir. Þetta er breytt. Hver leikmaður ber ábyrgð á sínu hugarfari enda getur þjálfarinn ekki gengið á milli allra og tékkað hvort hver og einn sé klár. Menn nota mismunandi aðferðir til að koma sér í rétt skap fyrir leik og mér er nokk sama hvort þeir eru í playstation á milli leikja eða nota einhverja aðra að- ferð, ég skipti mér ekki af því.“ Þú ert búinn að leggja línurnar fyrir leik og strákarnir eiga að kunna öll leikkerfin og allt er í fínu lagi, en samt er mikill hamagangur í þér á hliðarlínunni. Hvers vegna? „Hef ég ekki verið að róast?! Það hefur hver sinn djöful að draga, er það ekki. Ég held ég geti bara ekki svarað þessari spurningu. Ég lifi mig mjög inn í leikinn og hef alltaf gert og þegar ég var leikmaður var ég mjög einbeittur á það verkefni sem við vorum í hverju sinni. Ég hef verið að klippa leiki frá EM og þá sé ég að ég er að skjóta og allt á hliðarlínunni. Ég held að ástæðan sé bara að ég er mikill keppnis- maður. Ég hef reyndar verið að róa mig í þessu enda þegar maður þjálfar í Þýskalandi verður maður að hafa betri stjórn á sér, annars væri maður kominn undir græna torfu. Maður sjóast vel þar enda mjög margir og erfiðir leikir.“ Ein spurning í lokin sem marga hefur langað að fá svar við. Af hverju ertu í gallabuxum í leikj- um? „Já, já, ég hef heyrt af þessu og að sumum finnist ekki við hæfi að þjálfari sé í gallabuxum. Mér líður vel í gallabuxum og er þannig klæddur í vinnunni. Ég held það standi alls ekki til að breyta til í þessum efnum. Þetta er ekki hjátrú hjá mér – held ég. Ég var með alls konar serímóníur fyrir leiki þegar ég var leikmaður en ég er ekki viss um að ég hafi tekið neitt af því með mér yfir í þjálf- unina. Ég held þetta sé frekar ákveðið mynstur. Maður hagar sér ef til vill ekkert ósvipað á milli daga. Ef vel gengur fer maður kannski sömu leiðina í labbitúrnum og daginn áð- ur enda leið manni vel á þeirri leið. Hvort þetta fer síðan yfir í fötin eða jafnvel mataræðið fyrir leiki veit ég ekki. Þetta er allt hluti af undirbúningnum og ef það virkar er maður ekkert að storka örlög- unum með því að gera breytingar þar á,“ segir landsliðsþjálfarinn. Leikmenn bera ábyrgð á eigin hugarfari LANDSLIÐSHÓPUR Íslands, sem tekur þátt í heimsbikarkeppninni, World Cup, í Svíþjóð er þannig skip- aður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelss., Convers. Birkir Í.Guðmundsson, Haukum Hlynur Jóhannesson, Stord Aðrir leikmenn: Guðjón V. Sigurðsson, Essen Gústaf Bjarnason, Minden Einar Ö. Jónsson, Massenheim Sigfús Sigurðsson, Magdeburg Róbert Sighvatsson, Wetzlar Gunnar B. Viktorsson, Paris SG Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real Heiðmar Felixson, Bidasoa Snorri S. Guðjónsson, Val Aron Kristjánsson, Haukum Sigurður Bjarnason, Wetzlar Patrekur Jóhannesson, Essen Ólafur Stefánsson, Magdeburg Dagur Sigurðsson, Wakunaka  Guðmundur verður aðeins með liðinu í leikjunum þremur í riðla- keppninni og Dagur í tveimur fyrstu leikjunum. Landsliðs- hópurinn Þetta er gríðarlega sterkt mótenda eru þarna átta bestu handknattleiksþjóðir í heimi. Fjög- ur efstu liðin úr síðustu heimsmeist- arakeppni eru þarna, og þess vegna eru Egyptar og Júgóslavar með. Heimsmeistarar Frakka, Svíar, Rússar, Þjóðverjar og Spánverjar áttu að vera með en afboðuðu sig og við komum inn sem fyrsti kostur fyrir þá. Það er því alveg ljóst að þetta verður erfitt en um leið skemmtilegt og vonandi lærdóms- ríkt því við eigum að geta séð hvar við stöndum gagnvart þeim bestu í heimi,“ sagði Guðmundur. Nú rekur hver stórleikurinn ann- an á þessu móti. Rússar eru fyrstu mótherjarnir, hvernig leggst sá leikur í þig? „Bara vel. Þar lendum við vænt- anlega á móti varnaraðferð sem við höfum ekki spilað mikið á móti, en Rússar leika 5–1 vörn. Þeir hafa leikið þannig vörn lengi en við höf- um ekki lent í að spila á móti þannig vörn síðan ég tók við landsliðinu. Það sem ég hef séð til Rússa upp á síðkastið sýnir að þeir eru með mjög sterkt lið. Við höfum lítinn tíma, bara eina snaggaralega æfingu og því er ekki að leyna að það er nokk- ur eftirvænting að sjá hvernig okk- ur tekst að leysa þau vandamál sem koma upp á móti svona vörn.“ Guðmundur notaði tímann fyrir mótið vel, hann kortlagði leik mót- herjanna, sérstaklega Rússa og Þjóðverja, og þar sem mjög stuttur tími var til undirbúnings ákvað hann að leggja áherslu á nokkur at- riði í leiknum á móti Rússum í kvöld og sjá til hverju það skilaði. „Rússar eru með hávaxið lið, vörnin er öflug og þeir keyra mikið á hraðaupphlaupum og eru síðan vel skipulagðir í sókninni. Ég reikna með að þeir séu með svipað lið og undanfarið þó svo ég viti það í raun- inni ekki. Það er valinn maður í hverri einustu stöðu hjá Rússum. Við spilum alveg hiklaust flata vörn á móti þeim. Við höfum mest leikið þannig vörn og þótt við séum með ýmis önnur afbrigði þá er ekki rétti tímapunkturinn núna til að prófa aðra tegund varnar. Til þess þarf meiri tíma.“ Hentar að spila flata vörn á móti svona hávöxnu liði? „Já, já. Við spilum vörnina nokk- uð framarlega og erum ákveðnir í að ganga út á móti mönnum þannig að ég tel að það eigi alveg að geta gengið upp.“ Alltaf gaman að spila við Þjóðverja Þjóðverjar verða mótherjar ykk- ar á miðvikudaginn og þú þekkir vel til á þeim bænum. „Það er mjög spennandi viðureign og það er alltaf gaman að spila við Þjóðverja. Við spiluðum þrjá leiki við þá í janúar og unnum þá alla og svo hef ég myndband af leik þeirra við Svía á dögunum, þar sem þjóð- irnar gerðu jafntefli eftir að Þjóð- verjar höfðu verið yfir lengst af. Það verður mjög spennandi að sjá hvar við stöndum gagnvart Þjóðverjum núna því mér finnst þeir alltaf verða betri og betri. Heiner Brand er bú- inn að vera með liðið í ein fimm ár og hefur stöðugt verið að byggja það upp og mjög markvisst. Liðið leikur ákveðin leikkerfi sem eru orðin ansi vel smurð og ganga vel og svo er annað sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá en það er að kjarninn í liðinu kemur úr Lemgo og þar leika þeir svipaðar leikaðferðir og leik- menn eru orðnir mun hraðari en áð- ur og öruggari í því sem þeir eru að gera. Það verður því stöðugt erfið- ara að eiga við Þjóðverja, en við ger- um okkar besta og þetta verður for- vitnilegur leikur.“ Júgóslavar óútreiknanlegir Svo eru það Júgóslavar á fimmtu- daginn. Veistu eitthvað um lið þeirra? „Svona sitt lítið að hverju. Júgó- slavar eru stemningslið sem er gjör- samlega óútreiknanlegt. Þegar vel gengur hjá þeim eru þeir illviðráð- anlegir en svo geta þeir líka gefist upp og þá tapa þeir fyrir öllum. Við veltum okkur svo sem ekkert upp úr því hvernig þeir eru stemmdir hverju sinni heldur komum til leiks eins og alltaf með þá hugsun að vinna. Júgóslavar eru með nýjan þjálf- ara, sem ég veit ekki hver er. Það var eitthvert vandamál hjá þeim og þegar ég var að reyna að fá lands- leiki við þá fyrir um tveimur mán- uðum þá voru þeir ekki með neinn þjálfara og allt í rugli. Þeir verða búnir að leika tvo leiki áður en við mætum þeim og þá getum við séð hvernig þeir leika og skipulagt okk- ur í samræmi við það.“ Hvert er markmiðið hjá ykkur þegar farið er á svona gríðarlega sterkt mót? „Um leið og við komum upp á hót- el held ég fund með leikmönnum og á þeim fundi setjum við okkur markmið og fyrr vil ég ekki gefa neitt upp um það. Við getum hins vegar alveg sagt að við förum í svona mót til að standa okkur. Ég nota svona mót ekki sem æfingamót heldur fer ég í hvern leik til að reyna að vinna. Þetta er samt nokk- uð tvíbent því maður þarf að prófa leikmenn en samt fer maður í leiki til að vinna. Maður reynir að gera Liðsheildin skiptir máli Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Þ. gefur sínum mönnum fyrirskipanir. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur í dag keppni á heimsbikarmótinu, World Cup, í Svíþjóð. Mótið er gríðarlega sterkt og eru Íslendingar í riðli með Rússum, Þjóðverjum og Júgóslövum. Í hinum riðlinum eru Svíar, Frakkar, Danir og Egyptar. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hélt utan í gær og hitti landsliðspiltana í Stokkhólmi áður en farið var til Borlänge þar sem íslenski riðillinn er leikinn. Skúli Unnar Sveinsson ætlar að fylgjast með mótinu og hann ræddi við Guðmund um undirbúninginn, mótherjana og væntingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.