Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heldur fór þessi leikur þyngslalegaaf stað og greinilegt að þreyta sat í leikmönnum beggja liða eftir átaka- leiki sl. föstudagskvöld. Þór komst í 3:2 en þá skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og staðan 3:5 eftir níu mínútur. Þórs- arar léku flata vörn og fengu skyttur gestanna talsverðan vinnufrið en Hauk- ar voru hins vegar með 3-2-1 vörn og voru fljótir að líma sig á skyttur Þórs áður en þær náðu tilætluðu flugi. Þann- ig var Aron Kristjánsson mjög öflugur á móti Árna Sigtryggssyni sem skoraði ekki fyrr en á 26. mín. og gerði raunar aðeins 2 mörk í leiknum, sem er lítið á þeim bæ. Leikurinn jafnaðist á ný en aftur tóku Haukar kipp og náðu þriggja marka forskoti. Þórsurum tókst reynd- ar að minnka það niður í eitt mark fyrir leikhlé, 12–13, og má telja það vel að verki staðið í ljósi þess að Birkir Ívar varði vel í marki Hauka en sáralítil markvarsla var hjá heimamönnum. Góð h sker ÞÓRSURUM tókst að fylgja sigrinum með því að merja sigur gegn Haukum Akureyri á sunnudaginn. Lokamínút út af, dauðafæri nýttust ekki, afdrifa voru látin falla og húsgögn tókust á l Þórs staðreynd, 25:24, þannig að þe með 14 stig. „Já, þetta er mjög góð u voru þreyttir eftir KA-leikinn og voru Hauka en þetta hafðist að lokum,“ sa þjálfari Þórs. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Þegar Geir var spurður út í hinnlanga vetur handknattleiks- manna, þar sem segja má að Ís- landsmótinu sé skipt upp í tvö mót – deildarkeppni, sem væri undankeppni úrslitakeppninnar og stæði yfir í sex og hálfan mánuð. Eftir það hæfist úrslitakeppnin, sem allt snerist um og sagði Geir að hann væri ekki sammála þeirri skil- greiningu. „Íslandsmótið gengur út á það að vinna deildarkeppnina og mér persónulega finnst það mjög sterkt að vinna hana. Það þýðir að þú ert búinn að standa þig vel í allan vetur og það er ákveðin vinna. Hvort sem það eru leikmenn eða þjálfari sem eiga í hlut. Ég get því ekki litið á deildarkeppnina sem ein- hverja undankeppni.“ En núna sáum við það í fyrra að liðið, KA, sem hafnar í fimmta sæti í deildarkeppninni, stendur uppi sem Íslandsmeistari og verður minnst fyrir það. „Já, þegar deildarkeppninni lýk- ur, byrjar bara eitthvað annað mót.“ Hvort mótið er þá Íslandsmót – er það deildarkeppnin eða úrslita- keppnin? „Samkvæmt reglum HSÍ er það úrslitakeppnin en ég persónulega, sem handboltamaður og þjálfari, lít svo á að deildarkeppnin sé mjög mikilvæg. Ég get ekki gert að því þótt fólk út í bæ, blaðamenn og áhorfendur, telji þetta ekki vera eitthvað eins mikilvægt. Að vera efstur eftir tuttugu og sex leiki hlýt- ur að vera ákveðið afrek. Eftir úr- slitakeppnina spyr enginn að því hvað gerðist í liði andstæðinganna. Kannski meiddist einhver mikil- vægur leikmaður eða eitthvað ann- að kom upp á hjá liðinu sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar, það getur alltaf gerst. Úrslitakeppnin tekur bara fjórar vikur en deildar- keppnin sex mánuði. Ég lít því á það sem stórt mót og mér finnst það synd ef það er gert of mikið úr því að þetta sé ekki merkilegt mót.“ Engu að síður er aðalbaráttan í úrslitakeppninni, ekki satt? „Já, en mér fannst til dæmis vera fín barátta í þessum leik hér í kvöld. Það er ágætis handbolti í gangi og fólk getur komið og séð fullt af góð- um leikjum. Ég veit ekki betur en það hafi verið þrír hörkuleikir í deildinni í dag, KA vinnur FH með einu marki í Hafnarfirði og Þór lagði Haukana fyrir norðan með einu marki, hér vinnst leikurinn með tveimur mörkum.“ En er þá ekki gott fyrir þig sem þjálfara mjög ungs liðs í deildinni að fá alla þessa leiki sem undirbúning fyrir sjálfa úrslitakeppnina? „Jú, það þurfa allir að ganga í gegnum það að vera ungir og fá sína eldskírn og þeir gera það margir, þótt sumir séu komnir með meiri reynslu en aðrir. Við erum búnir að vera á toppnum í nokkurn tíma og strákarnir eru að tapa sínum fyrsta leik og auðvitað setur það pressu á þá. Þetta gengur út á það að kunna að höndla pressu. Það er ekkert betra að vera alltaf númer tvö og þrjú og ætla svo að klára pressuna þegar í úrslitakeppnina er komið.“ Valsmenn hafa fagnað ófáum Ís- landsmeistaratitlum á síðustu árum – síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir fjórum árum. Eru meistara- efni í þessu liði sem þú ert með í höndunum í dag. Heldur þú að það búi sigurvegarar í þessum strákum? „Já, ég hef fulla trú á þessum drengjum og því sem þeir eru búnir að gera hingað til hef ég fulla trú á að þeir geti gert áfram. Það er ekki nóg með að þetta sé fyrsta tapið okkar í deildinni heldur er þetta fyrsta tapið okkar á undirbúnings- tímabilinu líka. Það sýnir viljann og metnaðinn í þessum drengjum að þeir leggja sig alla fram í æfinga- leikjum eins og öðrum leikjum. Og ég hef fulla trú á að þeir geri það áfram, annars værum við ekki í þessu. Nú reynir á þessa drengi, við fáum Þór í heimsókn í næstu um- ferð, sem er aðeins stigi á eftir okk- ur. Það verður toppleikur og mér þætti það ansi ósanngjarnt ef því verður haldið fram að það sé ómerkilegur leikur af því að hann er ekki í úrslitakeppninni. Í mínum huga er deildarmeistaratitillinn mikill titill, niðurstaðan í deildar- keppninni gefur ýmis réttindi. Nið- urstaðan þar ákvarðar heimaleikja- réttinn, sigur í deildarkeppninni gefur ekki aðeins titil heldur líka Evrópusæti. Því miður er búið að skapa þessa ímynd að þetta skipti ekki máli. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því hvað er að gerast í neðri hluta deildarinnar. Hugsaðu þér, það eru sex til átta lið sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að falla um deild. Það er meira vandamál fyrir HSÍ heldur en hvort deildarkeppnin sé ekki nógu mikilvæg,“ sagði Geir Sveinsson. Vilji og metnaður hjá strákunum Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Geir Sveinsson hefur verið að gera góða hluti með ungt lið Vals á Hlíðarenda Það var ljóst í upphafi leiks aðbæði lið ætluðu sér stóra hluti í Digranesi á sunnudag. HK-ingar mættu með sama baráttuhugarfar og þeir sýndu í Hauka- húsinu á föstudag og Valsmenn voru stað- ráðnir í að vinna enn einn sigur sinn í deildinni á þessari leiktíð. Nokkuð var um pústra í fyrri hálfleik þar sem menn fengu högg í andlitið hvað eftir annað. En þrátt fyrir þessa miklu baráttu náðu leikmenn að sýna fínan handknattleik og skoruðu mörg glæsileg mörk. HK leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en Valsmenn áttu góðan sprett undir lok hálfleiksins og var jafnt þegar flautað var til leik- hlés, 11:11. HK byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og þegar 10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum höfðu þeir náð 4 marka forskoti sem Valsmenn náðu ekki að vinna upp þrátt fyrir góðan og einbeittan vilja. Þar fór fremstur fyrirliði þeirra, Snorri Steinn Guðjónsson, sem var óspar að hvetja félaga sína áfram og fara fyrir þeim í vörn og sókn. En enginn má við margnum og kom þar bæði til að Arnar Freyr Reynisson í marki HK var þeim óþægur ljár í þúfu sem og að HK náði ágætlega að leysa sókn- arleikinn eftir að Jaliesky Garcia var tekinn úr umferð. „Það var alveg ljóst að einhvern tíma kæmi að því að við töpuðum leik, við förum ekki taplausir í gegn- um mótið. En við spiluðum ekki nægilega vel og uppskárum sam- kvæmt því,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, í leikslok. Valsliðið hef- ur oft leikið betur en það gerði í þessum leik, sérstaklega varnarlega. Snorri Steinn dró vagninn eins og áður er talið en auk hans átti Roland Eradze markvörður góðan leik. Þá lék Bjarki Sigurðsson ágætlega, sér- staklega í fyrri hálfleiknum en hann náði sér ekki á strik í þeim síðari. Alexander Arnarson, fyrirliði HK, var eðlilega mjög kátur í lok leiks. „Þetta er frábært, við höfðum ekki náð nema einu stigi út úr síðustu tveimur leikjum og vorum staðráðn- ir í að taka bæði stigin í kvöld,“ sagði Alexander. Það vakti athygli að varnarjaxl- arnir í liði HK, Alexander, Jón Bersi Ellingsen og félagar, sem oft hafa fengið talsverða hvíld í skammar- króknum í leikjum sem þessum, sátu aðeins af sér sex mínútur gegn Val. Hverja telur Alexander skýringuna á því? „Ætli við séum ekki orðnir svona miklir refir í þessu. Maður spilar eins fast og maður getur og stundum aðeins fastar. Ef ekki eru gerðar athugasemdir við það þá bæt- ir maður aðeins í og reynir að halda sig við þá línu sem dómararnir gefa. Við erum ekki lengur meðal „litlu lið- anna“ í deildinni. Við höfum sýnt það á undanförnum árum að það fer ekk- ert lið héðan með bæði stigin bar- áttulaust. Það er mjög gott að vinna Val og þetta er eitt af því sem við höfum verið að stefna leynt og ljóst að, að vera með í baráttunni. Við er- um með hóp manna sem hafa leikið saman í nokkur ár, Garcia er á sínu þriðja tímabili svo hann þekkir okk- ur mjög vel. Markvarslan er líka að koma og þeir bakka hvor annan mjög vel upp, þegar annar klikkar þá kemur hinn sterkur inn, sem er rosa- lega öflugt. Við erum líka að fá inn unga stráka sem eru mjög sterkir og það eru nokkrir verulega efnilegir á bekknum. Framtíðin er því björt hér hjá okkur,“ sagði Alexander Arnar- son fyrirliði HK sem lék mjög vel ásamt þeim Arnari Frey Reynissyni markverði og hinum unga og bráð- efnilega Ólafi Víði Ólafssyni. HK-ingar náðu að leggja Val HK gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals að velli í Digranesi á sunnudagskvöld, 25:23, og þar með biðu Valsmenn sinn fyrsta ósigur á tímabilinu. Mikil barátta var í leiknum allan tímann en þeg- ar upp er staðið verður sigur HK að teljast sanngjarn. Liðið er á mik- illi siglingu þessa dagana eins og það gaf svo sterklega til kynna í jafnteflisleiknum gegn Haukum fyrr í vikunni. Valur situr engu að síður enn í efsta sæti 1. deildar karla með 15 stig að loknum 9 um- ferðum en Þór kemur á hæla þeirra með 14 stig og mætast þessi lið að Hlíðarenda í 10. umferð mótsins sem fram fer 8. nóvember. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar GEIR Sveinsson, þjálfari Valsmanna, var ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, þó að strákarnir hans hefðu mátt þola fyrsta tapið á Íslandsmótinu – töpuðu fyrir HK í Digranesi. Hann var spurður hvort það hafi verið erfitt að halda strákunum á tánum eftir langa sigurlotu? „Það er auðvitað ákveðin kúnst og ég viðurkenni það al- veg að það er ekki gott að vinna svona stórt eins og við gerðum í síðasta leik (gegn Stjörnunni) þótt ég líti ekki svo á að maður eigi að hafa áhyggjur af því . Það sem aðalatriðið snýst um er að halda mannskapnum á tánum,“ sagði Geir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.