Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 7
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 B 7 Herrakvöld Vals Verður haldið föstudaginn 1. nóvember n.k. í félagsheimilinu að Hlíðarenda. Þetta verður einhver glæsilegasta skemmtun ársins þar sem Valsmenn mæta ásamt gestum sínum og gleðjast í góðum félagsskap. Glæsilegur kvöldverður framreiddur af úrvals fagmönnum að hætti Valsmanna. Veislustjóri: Friðrik Sóphusson Ræðumaður: Geir H Haarde Skemmtikraftur: Jóhannes Kristjánsson ásamt fleiri góðum gestum sem syngja og fara með gaman mál. Húsið opnar kl.19:00 og borðhald hefst kl. 20:15 P.S. Nauðsynlegur undirbúningur: Kaupa miða og rifja upp lagið „Valsmenn léttir í lund“ Miðaverð aðeins kr: 3.900.- Forsala hefst í Valsheimilinu þriðjudaginn 29. október kl. 14:00 „takmarkað magn miða“ Gestirnir úr Safamýrinni réðuferðinni allt fram í miðjan síð- ari hálfleik og einu sinni náðu ÍR- ingar að jafna – 1:1, í byrjun leiks. Sókn- arleikur Fram var mun betur skipu- lagður og Sebastian Alexandersson markvörður þeirra varði mjög vel á meðan ÍR-ingar höfðu ekkert nema baráttuna en tókst þó að missa ekki Framara of langt frá sér. Draga fór til tíðinda í stöðunni 22:17 fyrir Fram og 11 mín- útur til leiksloka. Þá fóru 8 sóknir Fram í súginn enda einbeitingin ekki alveg í lagi en ÍR-ingar skoruðu 5 mörk í röð og jöfnuðu, 22:22. Hófst þá mikill darraðardans, Fram var alltaf fyrri til að skora en tuttugu sekúndum fyrir leikslok misstu þeir boltann og Fannar skoraði sigur- mark ÍR. „Við vorum alveg á hælunum og trúðum einhvern veginn ekki miðað við hvað við vorum lélegir að við myndum sigra í lokin,“ sagði Ingi- mundur, sem átti góðan leik og var með baráttuna í lagi. „Við náðum okkur engan veginn á strik fyrri partinn en vorum sprækari eftir hlé og vörnin small saman í lokin. Við unnum þetta á liðsheildinni og heppnin var með okkur.“ Hreiðar Guðmundsson var ágætur á milli stanganna. Lítið fór fyrir stór- skyttunni Einari Hólmgeirssyni framan af en hann kom til í lokin. Heimir Ríkarðsson var að vonum dapur yfir endasprettinum og tap- inu. „Það var sorglegt að vinna ekki leikinn og ég hefði líka verið ósáttur við jafntefli því við vorum miklu betri en þeir fyrstu 45 mínúturnar. En ÍR- ingarnir voru grimmir, hættu aldrei og við gáfum færi á okkur með óyf- irveguðum sóknarleik síðustu fimm- tán mínúturnar þegar við hættum að spila þá línu sem við höfðum gert all- an leikinn. Menn misstu einbeit- inguna og fóru út í að vera of æstir þegar þeir tóku skot úr færum, sem við viljum ekki að þeir skjóti úr. Það gerði gæfumuninn,“ sagði Heimir. Sebastian markvörður stóð sig best hjá Fram en Hjálmar Vilhjálmsson og Valdimar F. Þórsson voru einnig góðir. Stelmokas fór á kostum hjá KA KA-menn lögðu FH-inga 28:27þegar liðin áttust við í Kapla- krika á sunnudaginn. Leikurinn var jafn og spennandi og jafnt á mörgum töl- um, eða 19 talsins. Munurinn varð mestur þrjú mörk, þegar langt var liðið á síðari hálfleik og þann mun náðu heimamenn ekki að vinna upp. Fyrir leikinn var KA einu stigi fyrir ofan FH og Hafnfirðingar áttu því möguleika á að komast upp fyrir Akureyrarliðið. Bæði lið léku flata vörn og var vel tekið á því báðum megin á vellinum og FH náði tveggja marka forystu um miðjan hálfleik- inn, 8:6, og aftur 10:8 en gestirnir snéru dæminu við og komust í 12:11. Andrius Stelmokas, línumaður KA, fór á kostum, skoraði grimmt og krækti í nokkur vítaköst að auki. Varnarmönnum FH gekk illa að stöðva hann og oftast fór hann inn á milli Magnúsar Sigurðssonar og Heiðars Arnarsonar. Hjá heima- mönnum fór Logi Geirsson mikinn, en hann var að koma til liðs við liðið á nýjan leik eftir meiðsli og stóðs sig mjög vel. Eftir hlé hélst sama spenn- an, gestirnir fyrri til og það var sama hvað KA-menn voru reknir oft af velli, það dugði heimamönnum ekki. Þegar átta mínútur voru til loka leiksins var staðan 23:23 en KA gerði næstu þrjú mörk, 23:26, og það var meira en FH náði að brúa. FH-ingar eru með ágætis lið og eiga að geta náð langt í deildinni. En til þess þarf liðið að vera markviss- ara í sókn. Á sunnudaginn sótti liðið löngum allt of nærri varnarlínu KA þannig að úr varð hálfgert hnoð á köflum. Logi var sterkur, Magnús einnig og þeir Sigurgeir Ægisson og Björgvin Rúnarsson áttu einnig ágætan leik auk Magnúsar Sig- mundssonar í markinu. Hjá KA var Stelmokas bestur, Ingólfur Axelsson kom gríðarlega fjörugur inn seint í leiknum, var ógn- andi, óragur og það geyslaði af hon- um ánægjan og það kom sér vel fyrir gestina. Petrovicius varði einnig vel og Arnar Sæþórsson tók vel á því í vörninni. Stjarnan sterkari í Ásgarði Stjarnan vann Víking, 28:23 í Ás-garði. Heimamenn léku án stór- skyttunar Vilhjálms Halldórssonar sem er að taka út þriggja leikja leik- bann eftir að hafa lit- ið rauða spjaldið þrisvar sinnum í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að helsta sóknarvopn heimamanna vantaði áttu þeir ekki í erfiðleikum með að raða inn mörkunum á Víkinga í fyrri hálfleik. Gestirnir áttu þó einnig mjög auðvelt með markaskorun lengst af í fyrri hálfleik en varnir lið- ana voru mjög slakar framan af. Jafnræði var með liðunum allt þar til um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá skellti Guðmundur K. Geirsson í lás í marki heimamanna og Stjarnan náði ágætis forskoti og þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með fimm mörkum, 16- 11. Í síðari hálfleik mættu Víkingar öflugir til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Garðbæingar náðu fljótt aftur undirtökunum og náðu þægi- legu forskoti. Víkingar gáfust þó aldrei upp og náðu að minnka munin í tvö mörk, 23-21, þegar um 15 mín- útur voru til leiksloka. Lengra kom- ust gestirnir þó ekki og að lokum sigruðu heimamenn með fimm marka mun sem verður að teljast sanngjarnt. Stjarnan spilaði vel á köflum og virtist sigur liðsins aldrei vera í hættu eftir að liðið náði undir- tökunum í fyrri hálfleik. Bestur í liði heimamanna var Guðmundur K. Geirsson en einnig átti David Kelia frábæran fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk úr jafnmörgum tilraunum en í síðari hálfleik náði hann ekki að setja mark sitt á leikinn. Víkingar sýndu ágætis baráttu en þá vantaði herslumuninn að komast almenni- lega inn í leikinn í síðari hálfleik og veita heimamönnum alvöru keppni um stigin tvö. Sigurður Sigurðsson var bestur gestanna, varði oft vel, og einnig átti Hafsteinn Hafsteinsson ágætis leik. Öruggt hjá Gróttu/KR Selfyssingar höfðu ekki erindisem erfiði þegar þeir sóttu Gróttu/KR heim á sunnudaginn því með afleitri byrjun misstu þeir heima- menn fram úr sér og urðu að sætta sig við stærsta tapið í vetur, 36:17. Dainis Rusko, Magnús A. Magnússon og Davíð Ólafsson voru atkvæðamiklir hjá Gróttu/KR auk þess að Hlynur Morthens varði oft vel. Hjá Selfoss varði Jóhann Ingi Guðmundsson oft mjög vel. Ramon- as Mikalonis fékk lítið svigrúm og undir lokin gerði Hannes Jón Jóns- son nokkur mörk upp á eigin spýtur. 16 ára piltur, Atli Kristinsson, var líflegur. Einu sinni yfir og það dugði SVONA sigurleikir og þegar maður vinnur með toppleik eru sætastir en þessir eru aðeins sætari,“ sagði Ingimundur Ingimundarsson úr ÍR þegar hann fagnaði 25:24 sigri á Fram í Breiðholtinu á laug- ardaginn. Fannar Þorbjörnsson skoraði sigurmark ÍR tveimur sek- úndum fyrir leikslok og var það í fyrsta og eina sinn sem ÍR komst yfir í leiknum. Stefán Stefánsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar Atli Sævarsson skrifar Skúli Unnar Sveinsson skrifar víti sem Aigars Lazdins skoraði úr. Jón Karl Björnsson minnkaði muninn í 25:24 þegar ein mínúta var til leiksloka en sú sókn átti eftir að draga dilk á sér. Viggó grýtti stól í vegg eftir yfirsjón dómara og ritara Úr blaðamannastúkunni sást vel þeg- ar Páll Gíslason læddist af velli eftir mistök í skiptingu hjá Þór og því ljóst að Þórsarar höfðu verið 8 inni á vell- inum. Hvorki dómararnir né starfs- menn á ritaraborði tóku eftir þessu. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var hins vegar með augun hjá sér og benti réttilega á þetta brot á reglum leiksins. Eftir nokkra rekistefnu varð niðurstað- an sú að aðhafast ekkert í málinu og mótmælti Viggó þessu harkalega rang- læti með því að grýta stól í vegg og hlaut hann fyrir rauða spjaldið og Haukar misstu mann út af. Þórsurum tókst ekki að skora úr næstu sókn og Haukar fengu 18 sekúndur til að jafna en Hörður Flóki varði síðasta skotið frá Aroni. Þórsarar lönduðu þessum sigri á seiglunni og lánið var líka með þeim í lokin. Páll Gíslason átti stórleik og skoraði 11 mörk. Hornamennirnir Gor- an Gusic og Þorvaldur Sigurðsson léku einnig ágætlega og Hörður Flóki varði á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik. Birkir Ívar Guðmundsson var bestur Haukamanna, Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson stóðu fyrir sínu og Andri Stefan gerði laglega hluti. Í seinni hálfleik bar svo við að dóm- ararnir fóru að vísa leikmönnum af velli á færibandi eftir tiltölulega friðsaman seinni hálfleik. Haukarnir fóru verr út úr þessu í byrjun og Þórsarar gengu á lagið. Þeir jöfnuðu leikinn og komust í 18:16 eftir 9 mínútna leik. Síðan kom af- leitur kafli hjá þeim. Haukar skoruðu tvö mörk manni færri og síðan tvö til viðbótar en þá voru þeir reyndar tveim- ur fleiri á vellinum á tímabili; slíkar voru sviptingarnar. Staðan var 18:20 eftir ríflega 13 mínútna leik og var Hörður Sigþórsson, hinn efnilegi varn- ar- og línumaður Þórs, kominn út af með þrjár brottvísanir. Þá þriðju fékk hann þegar Þór var í sókn og ekki allir sem skildu þann dóm. Ekki reyndist þetta vera vendipunkt- urinn í leiknum því heimamönnum tókst að breyta stöðunni úr 19:21 í 22:21. Síðan var hart barist. Í stöðunni 23:23 varði Hörður Flóki glæsilega frá Aroni Kristjánssyni sem var kominn einn í gegn. Goran Gusic kom Þór yfir og skömmu síðar fiskaði Páll Gíslason helgarupp- ra hjá Þór m gegn KA á föstudagskvöldið eftir m í spennandi leik í Íþróttahöllinni á urnar voru æsilegar, leikmenn fuku arík mistök áttu sér stað, þung orð loft. Þegar upp var staðið var sigur eir halda öðru sætinu og eru komnir uppskera eftir helgina. Mínir menn u á tímabili í vandræðum með vörn agði Sigurpáll Árni Aðalsteinsson Morgunblaðið/Kristinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.