Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
VIGGÓ Sigurðsson þjálfari
karlaliðs Hauka í handknattleik og
Birkir Ívar Guðmundsson, mark-
vörður, hafa verið úrskurðaðir í
eins leiks bann af aganefnd HSÍ.
HJÁLMAR Jónsson kom inn á á
30. mínútu í liði Gautaborg sem
tapaði fyrir Kalmar í lokaumferð
sænsku úrvalsdeildarinnar. Gauta-
borg hafnaði í þriðja neðsta sæti
og þarf að leika aukaleiki við
Västra Frölunda um laust sæti í
deildinni.
GUÐMUNDUR Viðar Mete lék
ekki með Malmö sem tapaði fyrir
Halmstad, 1:0. Malmö hafnaði í
öðru sæti deildarinnar, sex stigum
á eftir Djurgården.
ATLI Sveinn Þórarinsson lék
síðustu 12 mínúturnar fyrir Ör-
gryte sem tapaði fyrir Örebro, 3:2.
Einar Brekkan kom inná á 77.
mínútu fyrir Örebro. Örgryte lenti
í þriðja sæti en Örebro í því sjö-
unda.
HELGI Kolviðsson lék allan tím-
ann fyrir Kärnten sem tapaði, 1:0,
fyrir Salzburg í austurrísku úr-
valsdeildinni. Stefán Gíslason var
ekki í liði Grazer sem vann, 2:0
sigur á Rapid.
JÓHANNES Harðarson var í
leikmannahópi Groningen sem
tapaði á heimavelli fyrir Feyen-
oord, 2:0, í hollensku 1. deildinni.
Jóhannes kom ekkert við sögu en
Groningen er aðeins með eitt stig
eftir níu leikjum og situr á botn-
inum.
JÓHANNES Karl Guðjónsson
sat á bekknum hjá Real Betis eins
og í undanförnum leikjum en fékk
ekert að spreyta sig þegar lið hans
sigraði Málaga, 3:0.
ARNAR Þór Viðarsson og Arn-
ar Grétarsson léku báðir með
Lokeren sem gerði 1:1 jafntefli við
Moeskroen í belgísku 1. deildinni.
Rúnar Kristinsson lék hins vegar
ekki en hann er staddur á Íslandi
af persónulegum ástæðum. Leikið
var við afar erfiðar aðstæður en
völlurinn var nánast á floti sem
gerði leikmönnum mjög erfitt fyr-
ir. Lokeren getur þakkað mark-
verði sínum fyrir stigið því hann
varði vítaspyrnu undir lok leiksins.
GUÐLAUG Jónsdóttir skoraði
eina mark FV Kaupmannahöfn
sem tapaði fyrir Fortuna Hjörr-
ing, 5:1, í dönsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. FV er í fimmta sæti.
PIERRE Littbarski, sem varð
heimsmeistari með Þjóðverjum á
HM í knattspyrnu árið 1990, var á
sunnudag vikið úr starfi þýska 2.
deildarliðsins Duisburg. Liðinu
hefur gengið illa undir hans stjórn
Littbarski sem tók við þjálfun liðs-
ins í fyrra.
ARGENTÍNSKI framherjinn Gabriel Bat-
istuta segir í viðtali við Corriere dello
Sport að hann hafi ákveðið að yfirgefa
ítalska liðið Roma eftir keppnistímabilið.
Batistuta, sem er 33 ára gamall, segir
ennfremur að honum þyki enska knatt-
spyrnan áhugaverð, þar sé sóknarleik-
urinn í fyrirrúmi. „Hér á Ítalíu ræður
leikskipulagið mestu, menn eru í
ákveðnum hlutverkum og fara ekki
út fyrir það. Ég vil kynnast
enskri menningu, læra nýtt
tungumál,“ segir Batistuta.
Manchester United hefur
lýst yfir áhuga á að fá
hann í sínar raðir en aldur
kappans á eftir að draga
úr áhuga margra liða. Bat-
istuta hefur leikið með Fior-
entina og Roma og skoraði
181 mark í efstu deild.
Gabriel Batistuta
vill til Englands
ÍSLANDSMEISTARINN í borðtennis
Guðmundur E. Stephensen vann til
gullverðlauna í meistaraflokki karla
á Norges Cup sem fram fór í Ósló um
helgina en hann lagði Kínverjann Zui
Qinglei í úrslitaleiknum, 11:8, 7:11,
11:9, 9:11, 11:7 og 11:8. Guðmundur
vann einnig til gullverðlauna í flokki
leikmanna sem eru 21 árs og yngri,
en Guðmundur vann þar Kínverjann
Chang Miao í úrslitaleiknum, 3:0. Í
tvíliðaleik lék Guðmundur með
Norðmanninum Joakim Sörensen en
þeir töpuðu í úrslitaleik mótsins.
Mótið er stærsta opna mótið sem
haldið er ár hvert í Noregi en kepp-
endur eru frá Noregi, Íslandi, Dan-
mörku, Kína og Svíþjóð.
Tvöfalt hjá
Guðmundi
í Ósló
Guðmundur
Stephensen,
Íslandsmeistari
í borðtennis.
Það er kannski vel við hæfi aðEyjamenn skyldu ráða Magn-
ús til starfans enda er fiskur og allt
sem við honum kem-
ur Magnúsi í blóð
borið enda er hann
fæddur og uppalinn
í Ólafsvík, sjávar-
plássi á Snæfellsnesi, sem mikið til
byggir afkomu sína á sjávarútvegi
eins og Vestmannaeyjar.
Get kannski gefið Eyjamönn-
um ráð í fiskvinnslunni
„Það er ekki verra að fara í sjáv-
arpláss að þjálfa og hver veit nema
ég geti gefið mönnum í fiskvinnsl-
unni í Eyjum einhver góð ráð eins
og leikmönnunum,“ segir Magnús
glottandi við tönn, en fyrirtækið
hans í Hafnarfirði hefur dafnað vel.
„Þetta fiskvinnslufyrirtæki okkar
er orðið sjö ára gamalt sem ég, faðir
minn og bróðir, Arnar, stofnuðum.
Við byrjuðum þrír en síðan hefur
það stækkað jafnt og þétt og í dag
þegar best lætur starfa hjá okkur í
kringum 25–30 manns. Við fram-
leiðum alls konar aukaafurðir í fiski
og kaupum hráefnið ýmist af öðrum
vinnslum eða af frystitogurunum.
Framleiðslan er tvíþætt. Annars
vegar framleiðum meðal annars
aukaafurðir í saltfiski eins og gellur,
kinnar, klumpa, fés og saltfiskbita
og seljum þetta til Spánar og Portú-
gals og hins vegar þurrkum við
hausa, bein og afskurð og seljum á
Nígeríumarkað. Ég er búinn að
vinna við fisk stóran hluta ævi
minnar og það má segja að fiskur og
fótbolti skipi stærstan þátt í lífi
mínu ásamt fjölskyldunni,“ segir
Magnús.
Magnús stýrir öllu sem við kemur
skrifstofunni, það er bókhald,
launamál, starfsmannamál og er
með fjármálin á sinni könnu.
Eins og áður segir sleit Magnús
barnskónum á Ólafsvík og lék
knattspyrnu eins og flestir aðrir í
plássinu.
„Ég lék með Víkingi Ólafsvík í
yngri flokkunum en þegar ég kom
upp í 2. flokk fluttist ég til Reykja-
víkur og gekk til liðs við KR. Ég lék
með 2. flokki KR í eitt ár og varð
bæði Íslands- og bikarmeistari.
Þetta var geysisterkur flokkur og á
þeim tíma léku meðal annarra: Rún-
ar Kristinsson, Heimir Guðjónsson,
Hilmar Björnsson, Þorsteinn Hall-
dórsson og fleiri góðir leikmenn. Ég
fékk að spreyta mig með meistara-
flokki þetta ár og ég náði að spila
þrjá leiki með aðalliðinu.“
Magnús sneri aftur heim til
Ólafsvíkur og lék með meistara-
flokki Víkings í tvö ár en leiðin lá
svo aftur á mölina. Hann gekk í rað-
ir ÍR og lék með liðinu eitt tímabil,
varð meðal annars markakóngur
liðsins.
„Á þessum tíma var ég byrjaður
að snúa mér að þjálfun. Ég tók við
þjálfun 2. flokks KR og reyndi að
komast að með meistaraflokkum
sem gekk ekki og það varð úr að ég
skipti yfir í Stjörnuna. Þar lék ég
með öðrum Ólsara, Þorgrími Þrá-
inssyni, og tveimur Eyjamönnum,
Sigurlási Þorleifssyni og Leifi Geir
Hafsteinssyni og síðara árið fórum
við upp í úrvalsdeildina,“ segir
Magnús.
Magnús ákvað að svara kalli fé-
laga sinna á Ólafsvík sem vildu fá
hann til að taka við þjálfun meist-
araflokks Víkings ásamt því að leika
með liðinu. Magnús þjálfaði Víking í
eitt ár en hélt aftur til Reykjavíkur.
Besti skóli sem
ég hef fengið
„Ég gerðist aðstoðarþjálfari Lúk-
asar Kostic hjá KR og var með hon-
um í eitt og hálft ár eða þar til hon-
um var sagt upp. Ég lærði feikilega
mikið af Kostic og að starfa með
honum er besti skóli sem ég hef
fengið hvað þjálfun varðar.“
Eftir að Lúkasi var sagt upp tók
Magnús að sér að þjálfa 2. flokk fé-
lagsins og var síðan einnig ráðinn til
að þjálfa U-17 ára landsliðið sem
hann er enn með í dag en fimm ár
eru liðin síðan KSÍ réð hann til
starfans. Auk þess að stýra U-17
ára liðinu er Magnús aðstoðarmað-
ur Ólafs Þórðarsonar með U-21 ára
liðið.“
Varst þú lengi að ákveða þig þeg-
ar þú fékkst tilboð um að þjálfa ÍBV
og kom þér boðið á óvart?
„Í sjálfu sér kom mér það ekki á
óvart að Eyjamenn töluðu við mig.
Ég hef verið í umræðunni hjá ein-
hverjum liðum og það hefur alltaf
blundað í mér að fara í úrvalsdeild-
arþjálfun á einhverjum tímapunkti.
Strax og Eyjamenn töluðu við mig
byrjaði ég að kanna mitt umhverfi
og hvort möguleiki væri á að ég
gæti tekið starfið að mér. Ég ráð-
færði mig við nokkra menn og fljót-
lega eftir að ég að fann að það var
allt jákvætt í kringum mig og fjöl-
skyldan tilbúin að taka þetta skref
með mér þá var ég ekki lengi að
ákveða mig.“
Þjálfarastarfið áhættusamt
Er einhver beygur í þér að fara til
Eyja. Þú veist að pressan er þar
mikil og ekki síst frá spekingunum á
Hólnum fræga?
Ólafsvíkingurinn Magnús Gylfason nýráðinn þjálf
Fótbolti
og fiskur
Magnús Gylfason, 35 ára gamall Ólafsvík-
ingur, var á dögunum ráðinn þjálfari karla-
liðs ÍBV í knattspyrnu. Hver er þessi
Magnús? kunna einhverjir að spyrja sjálfa
sig en þeir sem vel þekkja til knattspyrn-
unnar hér á landi vita sjálfsagt að þrátt fyr-
ir ungan aldur er Magnús reyndur þjálfari
þó svo að hann þreyti frumraun sína í úr-
valsdeildinni næsta sumar. Guðmundur
Hilmarsson tók hús á Magnúsi á vinnustað
hans, Svalþúfunni, fiskvinnslufyrirtæki í
Hafnarfirði sem hann rekur með föður sín-
um Gylfa Magnússyni, og fékk hann til að
segja aðeins frá sjálfum sér og hvaða aug-
um hann lítur knattspyrnuna.
Magnús
Gylfason
Fæddur: 20. júlí 1967.
Starf: Framvæmdastjóri.
Menntun: Iðnrekstrarfræð-
ingur frá Tækniskóla Íslands.
Maki: Halldóra Sjöfn Ró-
bertsdóttir, hársnyrtir og
einn af eigendum hársnyrti-
stofunnar Scala.
Börn: Dagný Dís Magn-
úsdóttir, 14 ára.
Þjálfaraferill:
Þjálfari yngri flokka Vík-
ings Ólafsvík.
Stýrði knattspyrnuskóla
KR.
Þjálfari meistaraflokks
Víkings Ólafsvík.
Aðstoðarþjálfari meist-
araflokks KR.
Þjálfari 2. flokks KR.
Þjálfari U 17 ára landsliðs
pilta sem hann gegnir nú
ásamt því að vera aðstoð-
arþjálfari U 21 árs landsliðs-
ins.
Þjálfaramenntun:
Hefur lokið 1., 2., 3. og 4.
þjálfarastigi KSÍ ásamt því að
kynna sér þjálfun víða um
heim, meðal annars hjá Liver-
pool og Manchester United.
Gabriel
Batistuta
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar