Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  GUÐNI Bergsson lék ekki með Bolton sem tapaði fyrir Birming- ham, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni. Guðni er meiddur á kálfa og verður frá í nokkrar vikur.  LÁRUS Orri Sigurðsson sat sem fastast á bekknum hjá WBA sem beið lægri hlut fyrir Manchester City á heimavelli, 2:1.  HEIÐAR Helguson var atkvæða- mikill í framlínu Watford sem gerði 1:1 jafntefli við Wolves. Heiðar var í þrígang nálægt því að skora en markvörður Úlfanna sá við honum í öll skiptin. Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Wolves.  HERMANN Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Ipswich sem tapaði enn einum leiknum, nú fyrir Crystal Palace, 2:1. Hermann var hársbeidd frá því að jafna undir lokin en skalli hans fór í stöngina. Ipswich hefur gengið allt í mót er í 5. neðsta sæti, tveimur stigum á undan Stoke.  HELGI V. Daníelsson var ekki í leikmannahópi Peterbrough sem steinlá í Cardiff fyrir heimamönn- um, 3:0. Peterbroguh lék manni færri nánast allan leikinn því eftir aðeins 15 sekúndna leik var varnar- manni liðsins vikið af velli fyrir brot.  ARNAR Gunnlaugsson var ekki með Dundee Utd. sem komst úr botnsæti skosku deildarinnar með því að leggja Kilmarnock, 2:1.  GIANFRANCO Zola var um helgina útnefndur knattspyrnumað- ur október mánaðar í ensku úrvals- deildinni en hann leikur sem kunn- ugt er með Chelsea. Þetta er í annað sinn sem Zola fær þessa útnefningu eftir að hann byrjaði að leika með Chelsea árið 1996, en byrjað var að veita þessi verðlaun á keppnistíma- bilinu 1994–1995.  GERARD Houllier var á laugar- dag útnefndur knattspyrnustjóri október mánaðar. Hann stýrði Liv- erpool á topp ensku úrvalsdeildar- innar en liðið er sem stendur með 4 stiga forskot á næsta lið. Frakkinn fékk einnig sömu útnefningu í nóv- ember og mars á sl. leiktíð.  DAVID Seaman, markvörður enska landsliðsins og Arsenal í úr- valsdeildinni, hefur sagt að hann hyggist ekki hætta að leika með enska landsliðinu, það verði ekki fyrr en Sven Göran Eriksson ákveði að velja hann ekki í liðið.  HINN 39 ára gamli Seaman hefur verið undir miklum þrýstingi að und- anförnu þar sem hann hefur fengið á sig klaufaleg mörk og segja margir að hans tími sem landsliðsmarkvörð- ur sé liðinn. Í leik enska landsliðsins á dögunum fékk Seaman á sig mark beint úr hornspyrnu, en leiknum lyktaði með jafntefli, 2:2.  EMMANUEL Petit, leikmaður Chelsea, hefur líkast til leikið sinn síðasta landsleik með franska lands- liðinu en þjálfari liðsins, Jacques Santini, segir að Petit sé hreinlega of gamall fyrir landsliðið.  PETIT var lykilmaður liðsins sem varð heimsmeistari árið 2000 og Evrópumeistari 1998. „Ég er ekki smeykur við að gera breytingar og eftir afleitt gengi liðsins á HM í sum- ar er tími margra leikmanna liðsins á enda,“ sagði Santini við franska fjöl- miðla. Petit tók ummælum þjálfar- ans með stóískri ró og sagðist ekki ætla að erfa það við Santini ef hann yrði ekki valinn í landsliðið á ný.  BOLTON lék sinn sjöunda leik í röð án þess að sigra en Bolton tapaði fyrir Birmingham, 3:1, og vermir botnsætið í ensku úrvalsdeildinni. Nígeríumaðurinn Jay Jay Okocha skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bolton sem lék manni færri í 23 mín. eftir að Ricardo Gardner var vikið af velli.  JOHN Hartson skoraði fjögur af sjö mörkum skosku meistaranna í Celtic sem rúlluðu Aberdeen upp og sigruðu, 7:0. Liðsmenn Aberdeen virtust vart vaknaðir til lífins en mik- il flensa hefur herjað á leikmanna- hóp félagsins síðustu dagana. FÓLK SKONDIÐ atvik átti sér stað á OldTrafford þegar heimamenn í Man- chester United lögðu Southampton í ensku úrvalsdeildinni, 2:1. Diego Forlan, Úrúgvæinn sem þar til um síðustu helgi var orðinn aðhláturs- efni margra þar sem honum gekk ekki að skora, tryggði United- mönnum sigurinn með stór- glæsilegu marki sex mínútum fyrir leikslok. Líkt og í leiknum á móti Aston Villa fyrir tíu dögum, þegar hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í 34 leikj- um, fagnaði hann markinu með því að rífa sig úr treyjunni en í þetta sinn tókst honum ekki að komast aftur í treyjuna. Það liðu nokkrar mínútur þar til Forlan komst aftur í búninginn að nýju en áður en liðs- stjóra United tókst að klæða leik- manninn í treyjuna tók hann þátt í leiknum ber að ofan með treyjuna í hendinni. Uriah Rennie, dómari leiksins, tók ekki eftir Forlan fyrr en leikmaðurinn var kominn vel aftur á sinn eigin vallarhelming í baráttu við leikmenn Southampton. Rennie hljóp til „striplingsins“ og skipaði honum að klæða sig í keppnistreyj- una utan vallar. Rennie virtist hafa jafngaman af klaufaskap Forlans og áhorfendur á Old Trafford og ákvað að refsa Úrúgvæanum ekki. Forlan komst ekki í treyjuna Reuters Diego Forlan fagnar marki. MICHAEL Owen, framherji Liver- pool, er heldur betur búinn að finna markaskóna en eftir markaþurrð framan af tímabilinu hefur Owen skorað 11 mörk í síðustu 11 leikjum sem hann hefur byrjað inni á í. „Líkamlega er Michael orðinn miklu sterkari en áður, hann vinn- ur geysilega mikið og hleypur af sér varnarmennina út og suður. Það stefnir í frábært tímabil hjá Michael,“ sagði Houllier en David James, fyrrvernadi samherji Owens hjá Liverpool, kom í veg fyrir að Owen skoraði þrennu því í tvígang varði hann skot hans úr góðum færum. Owen, sem verður 23 ára gamall hinn 14. desember, státar af frá- bærum árangri frá því hann hóf að leika með Liverpool árið 1996. Hann hefur skorað samtals 122 mörk fyrir félagið í 222 leikjum og ekki er árangur hans með landslið- inu síðri – 19 mörk í 44 leikjum. Fékk rautt spjald eftir 15 sek. VARNARMAÐUR enska 2. deildar liðsins Peterborough, Simon Rea, lék aðeins í 15 sekúndur með liði sínu á laugardag gegn Cardiff en Rea var fékk að líta rauða spjaldið þar sem hann braut illa af sér í fyrstu sókn Cardiff sem vann leik- inn sannfærandi, 3:0. Samt sem áð- ur er þetta ekki nýtt met hjá met Rea. Það á markvörðurinn Kevin Pressman sem þá lék með Sheffield Wednesday, en honum var vísað af velli eftir aðeins 13 sekúndur í leik gegn Wolves 14. ágúst árið 2000, sem jafnframt var fyrsti leikur keppnistímabilsins. 11–11 hjá Owen Michael Owen sá um afgreiðaWest Ham en þessi frábæri leikmaður skoraði bæði mörk sinna manna framhjá fyrrverandi liðs- manni Liverpool, David James. „Ég var rosalega ánægður að sjá hvernig mínir menn komu til baka eftir ósigurinn á móti Valencia. Leik- mennirnir brugðust hárrétt við þeim vonbrigðum. Þeir komu ákaflega grimmir til leiks og ætluðu sér ekk- ert annað en sigur. Við spiluðum á köflum skínandi góða knattspyrnu og aðeins David James varð til að sigur okkar varð ekki stærri. Þó svo að Owen hafi reynst okkur dýmætur var sigurinn liðsheildarinnar og ánægjulegt að við skyldum halda marki okkar hreinu,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, eftir leik- inn. Arsenal á sigurbraut á ný Arsenal þurfti sjálfsmark frá Frakkanum Steve Marlet til að kom- ast á sigurbraut á ný en fyrir leikinn höfðu meistararnir tapað fjórum leikjum í röð, þar af tveimur í deild- inni. Fulham vildi fá vítaspyrnu í síð- ari hálfleik þegar Sol Campbell braut að því er virtist á Luis Boa Morte en Jeff Winter, dómari, sá ekkert at- hugavert og lét leikinn halda áfram. „Það var mikil pressa á liðinu í dag. Bæði þar sem við vorum búnir að tapa fjórum leikjum í röð og eins að ósigur hefði þýtt að við værum sjö stigum á eftir Liverpool. Við þurftum að hafa fyrir sigrinum en við áttum hann skilinn þó svo að Fulham-liðið veitti okkur harða keppni. Við óðum í færum en markvörður Fulham var okkur afar erfiður og ég held að að fjórum sinnum hafi hann varið einn á móti einum. Mestu máli skiptir að stigin þrjú komust í höfn og þó svo að Liverpool-liðið líti vel út í dag er mik- ið eftir af mótinu,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Ferguson: Ekki afskrifa okkur Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Southampton að helstu keppinaut- ar liðsins um meistaratitilinn, Liver- pool og Arsenal, skildu ekki afskrifa sína menn í þeirri baráttu. United marði 2:1 sigur þar sem Philip Neville skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í sínum 200. leik og sjö mínútum fyrir leikslok tryggði Digeo Forlan „rauðu djöflunum“ öll stigin með glæsilegu marki. „Það er aldrei hægt að afskrifa okkur. Við erum alltaf líklegir til að skora og gefumst aldrei upp eins og við sýndum í þessum leik. Þetta var ákaflega þýðingarmikill sigur og ég er glaður fyrir hönd Forlans. Hann hitti boltann ákaflega vel en lengi vel hélt hann að hann færi yfir markið,“ sagði Alex Ferguson. Gordon Strachan, stjóri South- ampton og liðsmaður United á árum áður, kenndi sér um að hans menn fóru ekki með stig frá Old Trafford. „Ég hefði átt að styrkja miðsvæðið þegar líða fór á seinni hálfleikinn í stað þess að gera breytingar á fremstu víglínu. Ég hélt samt að við hefðum náð að stöðva sóknarþung- ann þegar þetta frábæra mark Forlans kom. Ég er samt ánægður með frammistöðu liðsins og það er ekki oft sem maður gengur ánægður að velli á Old Trafford,“ sagði Strachan, en Southampton hefur ekki tekist að vinna United á Old Trafford í síðustu 17 leikjum. Cudicini bjargaði Chelsea Carlo Cudicini, markvörður Chelsea, átti frábæran leik á milli stanganna þegar Lundúnaliðin Tott- enham og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane. Cudicini varði í tvígang á ævintýranlega hátt, fyrst glæsilega aukaspyrnu Jamie Redknapps og síðan skot Teddy Sheringhams. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður leikur af beggja hálfu og mér fannst við hefðum átt að taka öll stig- in. Munurinn á liðunum var kannski Cudicini og það var hann sem kom í veg fyrir að við færum með öll stig- in,“ sagði Glenn Hoddle, stjóri Tott- enham sem hefur ekki unnið nema einn leik í síðustu 29 rimmum lið- anna. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink undir lok fyrri hálfleiks en Hollend- ingurinn varð fyrir meiðslum í nára. Eiður átti ágæta spretti við hlið Gi- anfranco Zola í framlínunni. Fyrsti sigurinn á Elland Road í 51 ár Undrabarnið Wayne Rooney, sem á dögunum ritaði nafn sitt rækilega með stóru letri þegar hann skoraði sigurmark á móti Arsenal, lék sama leikinn þegar Everton vann lang- þráðan sigur á Leeds á Elland Road en þar vann Everton síðast árið 1951. Rooney kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að skora framhjá Paul Robinson sem reyndist eina mark leiksins. Með sigrinum er Everton komið upp í sjötta sæti en Leeds, sem ekki hefur unnið í síðustu sex leikjum sínum, er í 13. sæti. Reuters Michael Owen skorar fyrra mark sitt gegn West Ham með því að vippa knettinum yfir markvörðinn David James. Sjö í röð hjá Liverpool SJÖ sigurleikir í röð og aðeins einn ósigur í síðustu 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur gert það að verkum að Liverpool trónir á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Englandsmeisturum Arsenal, og er líklegt til afreka á leiktíðinni. Risarnir þrír, Liverpool, Arsenal, og Man. United, eru í efstu sætunum og má mikið vera að slagurinn um titilinn kemur ekki til með að standa á milli þessara liða í vor. Meistararnir komust á sigurbraut á ný með því að sigra Fulham, 1:0 og United marði 2:1 sigur á Southampton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.