Morgunblaðið - 05.11.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 05.11.2002, Síða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Staffan Olsson meiddist illa á hné í leik liðsins gegn Íslendingum á heimsbik- armótinu í handknattleik þar sem Svíar höfðu betur, 31:25. Olsson lenti í samstuði við fé- laga sinn Jonas Källman með þeim afleiðingum að Olsson meiddist illa. Reyndar segja sænsk blöð að Sigfús Sigurðsson hafi hrinnt Källman svo harka- lega að hann hafi lennt á Ols- son. Læknar sænska liðsins eru hæfilega bjartsýnir á að Faxi verði klár í slaginn með sænska liðinu þegar heimsmeist- arakeppnin hefst í Portúgal um miðjan janúar á næsta ári. Ols- son er ekki eins bjartsýnn og sagði í viðtali við Expressen í gær verða glaður geti hann nokkru sinni leikið handknatt- leik á ný. Óttast er að svo geti farið að meiðslin bindi enda á feril þessa sigursæla 38 ára gamla handknattleiksmanns. Olsson hefur leikið 329 lands- leiki og skorað í þeim 799 mörk. Hann var að gera sig líklegan til að skora 800. markið þegar Källman varð á vegi hans. „Faxi“ meiddist illa á hné BENGT Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, segir í samtali við dag- blaðið Dagens Nyheter að hann hyggist hætta þjálfun landsliðsins eftir Ólympíu- leikana í Aþenu sumarið 2004 en þá renn- ur samningur hans við sænska handknatt- leikssambandið út. Þá verður hann búinn að vera skipstjóri sænska landsliðsins í 16 ár. Johansson segir að sinn draumur sé að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum en það hafi honum ekki tekist til þessa þrátt fyrir að hafa oft komist nærri því eins og í Sydney fyrir tveimur árum þegar Svíar töpuðu fyrri Rússum í úrslitaleik. Johansson segir að enn sé of snemmt að Staffan Olsson og Bengt Johansson, þjálfarinn sigursæli, með Evrópubikarinn fyrr á árinu. Johansson með Svía Að sjálfsögðu höfum við miklaráhyggjur af því að Guðmundur fái ekki að leika með sínu liði, en þetta eru aðstæður sem við eigum mjög erfitt með að gera eitthvað í. Ég vissi raunar ekki hversu lítið hann hefur spilað fyrr en ég kom hingað til Svíþjóðar. Við verðum bara að vona að hann nái að koma sér í þá stöðu að þjálfarinn sjái að hann sé liðinu það mikilvægur að hann fái að leika. Hann leikur örugglega í Evrópu- keppninni með liðinu á næstunni og vonandi nær hann að standa sig í þeim leikjum þannig að þjálfarinn sjái hversu mikilvægur hann er. Það er mjög slæmt að hafa markvörð í úr- slitakeppni HM sem er ekki í leik- æfingu, það gengur ekki. Þess vegna er mjög mikilvægt að Guðmundur kom í þetta mót. Menn geta spurt sig hvað við séum að gera með hann, en við þurfum að hafa hann í standi og þetta mót var liður í því. Þetta er sannarlega áhyggjuefni,“ sagði Ein- ar. Það er búið að prófa marga mark- verði síðustu árin. Er Guðmundur enn fyrsti kostur? „Guðmundur hefur verið okkar að- almarkvörður undanfarin ár, en það er erfitt að spá, sérstaklega um fram- tíðina og það er því alls ekki hægt að segja til um hvernig þetta kemur til með að verða. Ég er þokkalega sátt- ur við frammistöðu þeirra tveggja sem voru hérna með Guðmundi, þeir eru að stíga sín fyrstu skref í lands- liðmarkinu þó svo að þeir eigi ein- hverja landsleiki. Það getur tekið upp undir fimmtíu landsleiki fyrir markvörð að verða góður í alþjóðlegum handknattleik. Það er ákveðið vandamál hversu reynslulitlir þeir markverðir eru sem eru næstir á eftir Guðmundi,“ sagði Einar. Nú er oft talað um að við eigum ekki eins frambærilega markverði og aðrar þjóðir og markvarslan hafi ver- ið nokkurs konar akkilesarhæll okk- ar. Er hægt að laga þessa stöðu eitt- hvað? „Já, ég held það sé hægt að laga þetta. En til þess þarf ýmislegt að breytast og þá fyrst og fremst það umhverfi sem markverðir eru í heima. Þjálfun markvarða heima hefur verið stærsta feimnismálið í íslensk- um handknattleik. Hjá stærri fé- lagsliðum heimsins eru markverðir með sérstaka þjálfara sem hugsa bara um þá og eins og handboltinn er að þróast þá er staða markvarðarins stöðugt að verða mikilvægari hluti. Sóknum fjölgar stöðugt og þá sér- staklega hraðaupphlaupum og við því þurfa markverðir að bregðast. Heima fá markverðir þessar hefð- bundnu æfingar, það er skotið á þá og allt það en ég tel að grunnþjálfun þeirra og æfingar varðandi tækni séu ekki nægilega góðar. Þetta þarf að laga og helst vildi ég sjá slíka þjálfun á markvörðum alveg niður í yngri flokka. Tækninni hefur fleygt áfram í íþróttinni og því fylgir að markverðir fá á sig mun fjölbreyttari skot en áð- ur og það kallar auðvitað á breyting- ar og aðlögun hjá þeim. Samstarf markvarðar og varnar er einnig mjög áhugavert og sérstaklega er gaman að fylgjast með hvernig þetta kemur út hjá bestu liðunum. Svíar hafa í gengum tíðina verið mjög framarlega á þessu sviði, átt frábæra markverði sem ná alltaf vel saman við vörnina. Færri landsleikir en áður hafa það líka í för með sér að erfiðara er að þjálfa upp markmenn, sérstaklega vegna þess að við erum oftast að spila á stórmótum og leikum stöðugt leiki þar sem við verðum að tjalda öllu því til sem við eigum. Þegar við leikum stöðugt einhverja „dauðaleiki“ getur verið erfitt að þróa þetta. Við erum mikið að skoða hvort ekki er hægt að koma á einhverjum B-landsleikjum með þeim sem leika heima þannig að þeir fái meira tæki- færi til að spila og þróa leik sinn. Það skiptir miklu máli að þessir strákar fái sína leiki.“ Fá markverðir nú til dags meiri og betri þjálfun en þegar þú varst í markinu? „Það er nú dálítið erfitt að meta það. Það verður að segjast alveg eins og er að þegar ég var í markinu í gamla daga hugsaði maður mikið um sjálfan sig. Ég var raunar með ágæt- isþjálfara, bæði Bogdan og eins í fé- lagsliðunum. Ég fékk mjög góðan grunn sem strákur og var svo hepp- inn að hafa landsliðsmarkvörð, Þor- stein Björnsson, sem þjálfara þegar ég byrjaði. Það er mjög mikilvægt að grunnurinn sé kenndur strax í upp- hafi og því miður virðist þróunin oft þannig að í yngri flokkunum séu þeir settir í markið sem eiga erfiðast með að spila íþróttina. Það er í rauninni ekki mjög gott þar sem markvörður verður að vera þannig gerður að geta framkvæmt hreyfingar sem eru mjög erfiðar. Hann þarf að vera snöggur og liðugur og því er það óeðlilegt að þeir sem erfiðast eiga með að spila íþróttina séu alltaf settir í markið.“ Hvers vegna virðast ákveðnar þjóðir alltaf koma upp með frábæra markverði, ár eftir ár? „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því. Svíar hafa til dæmis alltaf átt toppmarkverði og eina af ástæð- unum tel ég vera að hér í Svíþjóð hafa markverðirnir verið fyrirmyndir og unglingarnir dást að þeim og vilja vera eins og þeir. Ég er viss um að það þykir fínt að vera handboltamarkvörður hér. Svíar segja sjálfir að þetta sé eitt af því sem hefur gert það að verkum að hjá þeim koma alltaf fram markverðir sem eru meðal þeirra bestu í heimi.“ Það hefur verið rætt um vandamálin varðandi markverði hjá okkur í fjölda ára. Sérð þú eitthvað sem bendir til að mikilla br inga sé að vænta í þeim efnum „Ég sé svo sem ekki að þa neitt rosalega bjart framund því og það er alveg ljóst að við um ekki að fá einhvern tug gó markvarða sem eru líklegir ti berjast um landsliðssæti. S sem áður eigum við góð efni s maður er farinn að fylgjast m og vonandi koma fleiri efnile fram. Málið er að í þeim stórmót þar sem markvarslan hefur v góð, ekki endilega eins góð hjá þeim allra bestu, hel ágætlega góð, höfum við sta okkur vel. Markvarsla er m vægur þáttur og því miður he ekki verið hugsað nægilega um þennan þátt á Íslandi. Til að laga þetta þarf be umhverfi og fleiri þjálfara. allt kostar það nú peninga. höfum verið að reyna að fá M Olsson heim til Íslands til a meiri vídd í þetta. Hann vill e koma fyrr en eftir HM í Portú enda erum við með Portúg riðli þar og því eðlilegt að h vilji ekki koma fyrr en eftir keppni, þar sem hann er aðs arþjálfari portúgalska landsl ins. Ef við ætlum að halda okku þeim stað þar sem við eru handboltaheiminum þarf k lega að laga þessi atriði,“ sa Einar Þorvarðarson. Einar Þorvarðarson, einn leikreyndasti markvörður Íslands og aðsto arþjálfari landsliðsins, með Hlyni Jóhannessyni og Birki Ívari Gu mundssyni, sem vörðu markið í tveimur síðustu leikjunum í Svíþjóð. Oftast þegar íslenska landsliðið í hand- knattleik hefur tekið þátt í mótum hefur það verið viðkvæðið að við eigum ekki eins góða markverði og flest eða alltént mörg önnur lönd. Guðmundur Hrafnkelsson hef- ur verið akkerið í markvarðamálum Íslands undanfarin ár og staðið sig á stundum frá- bærlega. Staða hans um þessar mundir er erfið, hann fær lítið að leika með félagsliði sínu á Ítalíu. Skúli Unnar Sveinsson ræddi markvarðamál við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ, aðstoðarlandsliðs- þjálfara og fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem gjörþekkir þessi mál. Áhyggjuefni ef Guðmundur spilar ekki með liði sínu Markalekinn að aukast ÞEGAR Egyptar skoruðu 32 mörk gegn Ís- lendingum á sunnudaginn í Gautaborg, 32:26, var það í sjöunda skipti sem landslið Íslands hefur fengið á sig 30 mörk eða meira í leik á árinu. Áður hafði 30 marka múrinn verið rofinn í leikjum gegn Svíum 26:31 á laugardag, Rússum í sl. viku 28:39, Makedóníu, 35:30, Danmörku, 26:32, Nor- egi, 23:32 og Svíþjóð á EM í Svíþjóð, 22:33. 1997 fékk Ísland á sig þrjátíu mörk eða meira í fjórum leikjum – gegn Litháen, 29:32, Júgóslavíu, 26:30, Spáni, 21:30, og Þýskalandi, 24:32. Þá var það í fyrsta skipti síðan 1993 sem Ísland fékk á sig þrjátíu mörk eða meira í leik. Frá 1997 hefur það gerst tvisvar 1998, einu sinni 1999, tvisvar 2000 og tvisvar 2001. Markalekinn hefur því aukist mikið á þessu ári, þegar landsliðið á eftir að leika þrjá leiki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.