Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 8

Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samvinnu við GlaxoSmithKline, býður til opins málþings um íþróttir og astma. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember á Grand Hótel og hefst kl. 20:00. Mál- þingið er hugsað fyrir íþróttafólk, þjálfara, íþróttakennara, foreldra og aðra sem áhuga hafa. Á málþinginu verður einnig kynntur nýr fræðslubæklingur, Íþróttir og astmi, sem kemur út sama dag. Dagskrá: • 20:00 Setning málþings - Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ. • 20:10 Áreynsluastmi og íþróttir - Björn Magnússon, sérfræðingur í lungnasjúkdómum. • 20:30 Astmi hjá börnum - Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í ónæmis- og ofnæmissjúkdómum barna. • 20:50 Íþróttir og astmi - Sjónarhorn íþróttamannsins. Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson, fyrirliði KA í knattspyrnu. • 21:00 Umræður. • 21:30 Málþingslok. Fundarstjóri: Kristján Erlendsson, læknir og formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ í s. 514 4000, netfang: kjr@isisport.is ASTMI OG ÍÞRÓTTIR FÓLK  SNORRI Steinn Guðjónsson stóð sig eins og hetja í ferðinni. Hann var aldrei í hópnum í riðlakeppninni, kom aðeins inn á í leiknum á móti Svíum og fékk svo gott sem heilan leik á móti Egyptum. Hann lærir samt mik- ið af svona ferð, en það fylgir því líka ábyrgð að vera yngstur í hópnum.  SÁ yngsti þarf að sjá um alla skap- aða hluti, hann þarf að koma boltun- um, sem voru um tuttugu talsins, á æfingar og í leiki og aftur heim á hót- el og svo ber honum að aðstoða mikið við að halda á töskum landsliðsins, búningnum og öðru sem fylgir. Þegar hann gekk út úr Scandinavium-höll- inni á laugardaginn var hann að venju með boltapokann og spurður hvort hann yrði ekki ánægður þegar keppnin yrði búin sagði hann: „Ég verð ánægðastur þegar einhver yngri en ég verður valinn í liðið.“  UMGJÖRÐ leikjanna í Scandinavi- um í Gautaborg var skemmtileg. Lið- in voru í undirgangi rétt fyrir leikinn og síðan var hver og einn leikmaður kynntur til sögunnar og hljóp hann þá inn á gólfið. Mikið var klappað fyr- ir ákveðnum leikmönnum en aldrei þó eins og þegar Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, var kynntur til sögunnar. Greinilega vinsæll meðal handboltaáhugamanna í Svíþjóð.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson lék ekki tvo síðustu leikina, marðist illa á hæl í síðasta leiknum í riðlinum og eru þetta fyrstu tveir leikirnir sem hann missir af síðan Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu.  KYNNIRINN í höllinni spurði rétt fyrir leik Íslands og Svíþjóðar á laug- ardeginum hvort það væru ekki allir á bandi Svía. Síðan hvort það væru einhverjir sem ætluðu að styðja Ís- lendinga og það heyrðist eitt og eitt já héðan og þaðan úr höllinni og tveir íslenskir fánar sáust. En þegar hann spurði hvort einhverjir ætluðu að styðja Svía lifnaði heldur betur yfir áhorfendum sem voru ríflega 5.000.  ÓLAFUR Stefánsson var valinn maður leiksins þegar Íslendingar töpuðu fyrir Svíum. Hjá Svíum var Magnus Wislander valinn bestur, en Ólafur hafði betur þegar valið var á milli þeirra tveggja. Ef við tökum alla leikina þá sjáumvið að við erum yfir á móti Egyptum og við erum yfir á móti Svíum og mjög ná- lægt þeim lengi leiks og það sama má segja um leikinn við Þjóðverja. Við náum hins vegar ekki að spila út allan leik- inn og liðin sigla fram úr okkur á lokakaflanum. Við verðum að skoða þetta nánar áður en ég kem með ein- hver svör við þessu. En það er ljóst að við gerum allt of mikið af tækni- mistökum í öllum leikjunum, öllum, og ég vil fækka þeim mistökum. Það er margt jákvætt hjá okkur. Vörnin er allt í lagi og ljóst að við getum haldið áfram að þróa hana og nota og þegar markvarslan fylgir með þá erum við hættulegir í hröð- um upphlaupum. Sóknarleikurinn var á köflum mjög góður en það þarf að koma meiri stöðugleika í hann og fækka mistökunum, mistökum í sendingum og þá bæði í hraðaupp- hlaupum og inn í lítið op þannig að mótherjinn nái ekki boltanum og hraðaupphlaupi. Eins vil ég fara betur yfir stöðumat okkar, það er til dæmis óþarfi að skjóta eftir tíu sek- úndna sókn þegar við erum með boltann og hálf mínúta til leikhlés. Eins þurfum við að læra að þó við séum tveimur til þremur mörkum undir þá er hægt að vinna sig hægt og sígandi inn í leikinn á ný með skynsemi. Menn þurfa að sýna æðruleysi,“ sagði Guðmundur. Er staðreyndin ekki í raun sú að allir lykilmenn verða að ná góðum leik og allt verður að ganga upp til að standa bestu liðum heims á sporði? „Í svona móti reynir rosalega á breidd og við verðum að fjölga þeim leikmönnum sem geta spilað á móti þeim bestu. Ég held að sagan sýni okkur að ætlum við að ná hámarks- árangri þá eru mjög margir þættir sem þurfa að vera í lagi og við megum ekki við miklum forföllum, þá lendum við fljótlega í vanda. Þetta er staðreynd sem við þurfum að sjá og gera okkur grein fyrir. Það eitt að vera hér á meðal átta bestu er ákveðinn heiður og viðurkenning. Við viljum vera á meðal þeirra bestu og opinbert markmið hefur verið að vera þar og vera með á stór- mótunum, en við þurfum að hafa rosalega mikið fyrir því. Því miður er orðið mjög þröngt um landsliðið hvað varðar leiki, þeir eru ekki eins margir og var áður, nú eru þetta oft- ast stórmót og lítið um tækifæri til að slípa lið saman fyrir slík mót. Ég held samt að staðan hjá okkur sé þannig að við eigum að geta staðið okkur vel á HM ef við nýtum tíma okkar vel.“ Til að fjölga leikmönnum sem geta leikið á meðal þeirra bestu, þarf þá ekki að leyfa fleirum að spila? „Það sem háir okkur, ég tala nú ekki um í svona sterku móti sem er leikið jafnþétt og raun ber vitni, er að við þurfum að hafa fleiri leik- menn sem standast þær kröfur sem eru gerðar í svona keppni. Við erum að reyna að fjölga þeim með því að gefa þeim tækifæri eins og í dag á móti Egyptum. Þetta tekur allt sinn tíma og leik- menn í heimsklassa eru ekki búnir til á einum degi,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari Nálægt þeim bestu en ekki nógu nálægt „ÞAÐ er alveg ljóst að við höfum ærið verk að vinna en um leið höf- um við séð að við erum nálægt bestu þjóðum heims þó svo að þessu sinni séum við ekki nógu nálægt þeim til að leggja þær að velli. Miðað við þá leikmenn sem við höfum hér í þessu móti og þá breidd sem við höfum þá spilum við ekki nægilega vel til að vinna einhverja leiki,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálf- ari þegar hann leit yfir mótið í heild að því loknu. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Svíþjóð Morgunblaðið/Gísli Hjaltason Gústaf Bjarnason skorar eitt af tíu mörkum sínum gegn Egypt- um – án þess að Sharaf markvörður komi vörnum við. FÓLK   = %# 27# 0  88" 8 0 =$ ?$#   @       @     <." ." &   6 + *$:!            DANIR eru mjög ánægðir með landslið sitt, sem er skipað ungum leikmönnum – leikgleðin og baráttan ræður ríkjum hjá leikmönnunum, eins og Danir voru þekktir fyrir á ár- um áður. Þeir segja að framtíðin sé björt og Danir eiga eftir að taka við hlutverki Svía, að eiga sterkasta landslið Norðurlandanna.  GUNNAR Petterson, landsliðs- þjálfari Norðmanna, var ánægður með sitt lið, sem fagnaði sigri á sex þjóða móti í Portúgal um helgina. Norðmenn lögðu heimamenn í und- anúrslitum 25:23 og Pólverja í úr- slitaleik, 25:22.  ÍSLENDINGALIÐIÐ Haslum sem leikur í norsku 1. deildinni í hand- knattleik tapaði um helgina sínum fyrsta leik í vetur. Haslum lék tvo leiki í deildinni um helgina. Liðið tapaði fyrst fyrir Alta, 20:18. Heimir Örn Arnarsson skoraði 4 mörk fyrir Haslum og Theodór Valsson 1. Haslum vann svo stórsigur á Bodö, 36:19. Heimir skoraði 8 mörk og Theodór 1. Haslum er efst í deild- inni, hefur tveggja stiga forskot á Haugaland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.