Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 12
TRYGGVI Guðmundsson hafnaði
í 2.-3. sæti í einkunnagjöf norska
blaðsins Asker og Bærums Bud-
stikke, sem fjallar sérstaklega um
leiki Stabæk í norsku knattspyrn-
unni. Tryggvi fékk 5,13 í meðalein-
kunn hjá blaðinu. Marel Baldvins-
son varð í 12. sæti af leikmönnum
liðsins, fékk 4,43 að meðaltali fyrir
frammistöðu sína.
RÓBERT Skarphéðinsson, knatt-
spyrnumaður úr KA, er genginn til
liðs við 2. deildarlið Völsungs. Ró-
bert, sem er 28 ára og lék 10 leiki
með KA í úrvalsdeildinni í sumar, er
frá Húsavík og lék með Völsungi
fyrir nokkrum árum.
GUNNAR Guðmundsson, þjálfari
og leikmaður knattspyrnuliðs Leift-
urs/Dalvíkur í sumar, er genginn til
liðs við 1. deildarlið Stjörnunnar.
Gunnar, sem lék með Garðabæjar-
liðinu í úrvalsdeildinni árið 2000,
hætti þjálfuninni nyrðra þar sem
hann er tekinn við starfi íþróttafull-
trúa Kópavogs.
CHRISTIAN Vieri og Alvaro Rec-
oba tryggðu Inter sigurinn á Coma í
ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu og
þar með heldur Mílanóliðið þriggja
stiga forskoti á toppi deildarinnar.
AC Milan, hitt Mílanóliðið, er í
öðru sæti, eftir 2:0 sigur á Reggina
þar sem Filippo Inzaghi skoraði
100. mark sitt í ítölsku 1. deildinni
þegar hann náði frákasti eftir að
markverði Reggina tókst að verja
vítaspyrnu frá Brasilíumanninum
Rivaldo. Sá brasilíski lét ekki deigan
síga og skoraði annað mark sinna
manna.
ALESSANDRO Del Piero bjarg-
aði meisturum Juventus en mark
framherjans knáa stundarfjórðungi
fyrir leikslok tryggði Juventus sigur
á Modena en Del Piero kom inná
sem varamaður í upphafi síðari hálf-
leiks.
ROMA komst í hann krappan á
móti Perugia á heimavelli sínum.
Þegar Francesco Antonioli mark-
verði Roma var vikið af velli og Per-
ugia komst í 2:0 með marki úr víta-
spyrnu sem dæmd var á Antonioli
virtust Roma allar bjargir bannaðar.
En með seiglu tókst þeim að jafna
með mörkum Christians Panucci og
Fransesco Totti.
REAL Sociedad er óvænt í topp-
sæti spænsku 1. deildarinnar, tveim-
ur stigum á undan Mallorca. Socied-
ad sem löngum hefur verið að
berjast fyrir lífi sínu vann góðan úti-
sigur á Villareal, 1:0.Tyrkinn Nihat
Kahveci skoraði sigurmarkið, sjötta
mark sitt í átta leikjum.
REAL Madrid og Deportivo La
Coruna gerðu markalaust jafntefli í
leik mikilla vonbrigða. Stórstjörnun-
ar, Ronaldo, Zidane og Luis Figo
voru allir í liði Real Madrid en tókst
ekki að láta ljós sitt skína. Real
Madrid hefur nú leikið sjö leiki í röð
án þess að sigra og er kominn mikil
spenna í herbúðir Evrópumeistar-
anna.
ÍTALSKA knattspyrnusambandið
tilkynnti í gær að Giovanni Trappa-
toni yrði áfram við stjórnvölinn sem
landsliðsþjálfari þar til samningur
hans rennur út árið 2004. Mikil
gagnrýni hefur verið á störf
Trappatoni enda hefur Ítölum vegn-
að illa undir hans stjórn og er
skemmst að minnast ósigurs fyrir
Wales í undankeppni EM í síðasta
mánuði.
VÅLERENGA varð á sunnudag
norskur bikarmeistari í knattspyrnu
er liðið lagði Odd/Grenland að velli,
1:0. Þetta er í þriðja sinn sem Ósló-
arliðið verður bikarmeistari en Odd/
Grenland hefur oftast allra liða í
Noregi fagnað titlinum, alls 13 sinn-
um og fyrst fyrir 100 árum. Bjørn
Arild Levernes skoraði markið fyrir
Vålerenga strax á 5. mínútu.
FÓLK
STOKE City tapaði fimmta leik sín-
um í röð þegar liðið beið lægri hlut
fyrir Walsall, 4:2, í ensku 1. deild-
inni. Stoke lék sinn fyrsta leik undir
stjórn Tony Pulis og ekki verður
annað sagt en að hann eigi erfitt
verk fyrir höndum. Stoke hefur
ekki unnið í síðustu átta leikjum
sínum og fagnaði síðast sigri á Ips-
wich hinn 22. september.
Walsall, sem ekki hafði unnið
heimaleik frá því í september,
komst í 3:0 á fimmtán mínútna
kafla í upphafi síðari hálfleiks, en
Brynjar Björn Gunnarsson var
óheppinn að jafna ekki metin í 1:1
þegar þrumufleygur hans small í
stönginni. Varamaðurinn Andy
Cook minnkaði muninn í 3:2 á 77.
og 81. mínútu en Walsall innsiglaði
sigurinn með marki úr vítaspyrnu
sex mínútum fyrir leikslok.
Brynjar Björn Gunnarsson lék
allan leikinn, Bjarni Guðjónsson
var tekinn út af á 71. mínútu en
Pétur Marteinsson var sem fyrr
ekki í leikmannahópnum. Stoke er í
fjórða neðsta sæti deildarinnar.
Fimmti ósigur Stoke í röð
DJURGÅRDEN varð á laugardag
sænskur meistari í knattspyrnu og
er þetta í fyrsta sinn síðan 1966 að
liðið nær þessum árangri. Gamla
stórveldið IFK Gautaborg verður
hins vegar að leika í umspili um
laust sæti í úrvalsdeild næsta vor.
Hjálmar Jónsson kom inn á sem
varamaður í liði Gautaborgar á 30.
mín. Í lokaumferðinni lagði Djur-
gården lið Elfsborg að velli á útvelli
í Borås.
Malmö tapaði fyrir Halmstad,
1:0, og varð í öðru sæti, Guðmundur
Mete lék ekki með Malmö.
Örgryte varð í þriðja sæti, en Atli
Sveinn Þórarinsson kom inn á sem
varamaður í síðari hálfleik.
36 ára bið
á enda
BJARNÓLFUR Lárusson, knatt-
spyrnumaður, mun leika áfram með
ÍBV en hann gekk um helgina frá
nýjum samningi við Eyjamenn.
Sögusagnir voru á kreiki um að
Bjarnólfur væri á förum en Bjarnólf-
ur ákvað að fylgja fordæmi annarra
leikmanna ÍBVsem voru með lausa
samninga og framlengdi hann um
tvö ár. Að sögn forráðamanna ÍBV-
liðsins eru samningamál leikmanna
vel á veg komin og allt útlit er fyrir
að flestir leikmenn, sem léku með
liðinu í sumar, verði með á næstu
leiktíð en þó er vitað að Hlynur Stef-
ánsson hefur lagt skóna á hilluna og
líklega einnig bæjarstjórinn, Ingi
Sigurðsson.
Bjarnólfur
kyrr hjá ÍBV
STJÓRNIR knattspyrnufélaga
Grindavíkur og Þórs frá Akureyri
hafa komist að munnlegu sam-
komulagi um að varnarmaðurinn
Óðinn Árnason gangi til liðs við
Grindavík á næstu leiktíð.
Óðinn er 23 ára gamall og lék 15
deildarleiki með Þór á liðnu sumri
en félagið féll sem kunnugt er í 1.
deild.
Óðinn, sem hefur æft með
Bröndby í Danmörku, hefur leikið
alla sína tíð með Akureyrarliðinu
mun gera samning við Grindavík til
þriggja ára.
Óðinn
semur við
Grindavík
Jón Arnór, sem er tvítugur aðaldri, hélt utan í atvinnu-
mennskuna í sumar en hann lék
með liði KR í úrvalsdeildinni hér á
landi. Aðspurður sagði Jón Arnór
að hann hefði ekki átt von á því að
hlutirnir gerðust á þessum hraða.
„Ég átti von á að fá að spila eitt-
hvað í hverjum leik en ekki svona
mikið. Ég leik tvær stöður, er ým-
ist leikstjórnandi eða skotbakvörð-
ur, og þetta hefur verið krefjandi
verkefni.“ Trier er í næstneðsta
sæti af alls 14 liðum en Jón Arnór
gerði samning til eins árs við félag-
ið og telur það þjóna sínum til-
gangi.
„Er alltaf að líta
í kringum mig“
„Ég er mjög ánægður hérna en
ég væri að skrökva ef ég segði að
ég hefði ekki hug á að skoða aðra
möguleika í vor. Það var markmiðið
að fá reynslu hér á fyrsta ári og
koma sér á kortið sem atvinnumað-
ur og það er að takast að mínu
mati,“ en Jón Arnór er með um-
boðsmann á sínum snærum sem er
að vinna að því að koma honum á
framfæri í Evrópu. Jón Arnór
sagði að gríðarlegur munur væri á
æfingum liðsins og því sem hann
átti að venjast hjá KR. „Hér æfum
við fjóra til fimm tíma á dag, taktík,
þrek og lyftingar. Hraðinn er mun
meiri og ég átti í erfiðleikum í upp-
hafi með að „hanga“ út æfingar
liðsins sem eru gríðarlega erfiðar.
En núna er þessir hlutir í góðu lagi.
Leikmenn deildarinnar eru líka
gríðarlega hávaxnir og ég hef því
verið að finna aðrar leiðir að körf-
unni en ég gerði á Íslandi og þessa
dagana er ég að taka mikið af
stökkskotum frá svæðinu við víta-
línuna. Uppi við körfuna eru nefni-
lega rúmlega 2 metra háir „risar“
sem erfitt er að eiga við. En þetta
gengur bara vel og ég er sáttur við
mína hluti en liðinu þarf að fara að
ganga betur,“ sagði Jón Arnór.
Þess má geta að hálfbróðir Jóns
Arnórs er Ólafur Stefánsson, hand-
knattleiksmaður hjá Magdeburg,
og sagði Jón Arnór að þeir gætu
ekki „kíkt í kaffi“ á sunnudögum
þótt þeir væru báðir í Þýskalandi.
„Það er um 6 tíma keyrsla frá Trier
til Magdeburg þannig að það væri
erfitt, auk þess sem við höfum vart
tíma til þess að gera neitt annað en
að æfa, borða og sofa,“ sagði Jón
Arnór.
Tölfræði hans til þessa vekur at-
hygli þar sem hann leikur að með-
altali í 31 mínútu í leik af alls 40,
skorar 13,4 stig, tekur tæp 3 frá-
köst og gefur 4 stoðsendingar.
Hann er einnig með fína nýtingu,
eða 47% inni í teig og 40% fyrir ut-
an 3 stiga línuna.
„Kominn
á kortið“
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Arnór Stefánsson í leik með KR á sl. leiktíð.
JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans hjá þýska úrvalsdeildarlið-
inu í körfuknattleik Trier brutu loks ísinn á laugardag er liðið vann
sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu, gegn neðsta liði deildarinnar,
Avitos Gießen, 87:72, en þetta var 7. leikur liðsins í vetur. „Þetta er
búin að vera erfið fæðing en að þessu sinni var allt liðið „mætt til
leiks“ hugarfarslega og þá gekk þetta eins og í sögu,“ sagði Jón
Arnór á sunnudag en hann skoraði 9 stig í leiknum, lék í 31 mínútu
og gaf 7 stoðsendingar á félaga sína.
Jón Arnór Stefánsson leikur
lykilhlutverk með Trier
MAREL Jóhann Baldvinsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, hefur dval-
ið hjá þýska félaginu Nürnberg frá
því á föstudag en það hefur sýnt
áhuga á að fá hann til liðs við sig frá
Stabæk í Noregi. Marel gekkst und-
ir læknisskoðun þar í gær en nið-
urstaða hennar liggur ekki fyrir fyrr
en í dag. Marel á tvö ár eftir af samn-
ingi sínum við Stabæk og þýska fé-
lagið þarf því væntanlega að greiða
einhverja tugi milljóna króna fyrir
hann. Netútgáfa Kicker sagði í gær
að Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari,
hefði bent forráðamönnum Nürn-
berg á Marel og þeir litu á hann sem
mögulegan arftaka Sasa Ciric, helsta
markaskorara liðsins.
Marel hjá
Nürnberg