Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 D 7
BÆKUR
ZERO
PLUS
ww
w.
for
va
l.is
Bókin Golf-
hringur um
Ísland er
skráð af
Edwin R.
Rögnvalds-
syni. Hann lýsir völlum og stað-
háttum og nefnir brautir sem fyrir
augu hans bar á ferð hans um ís-
lenska golfvelli sumarið 2002. Enn-
fremur eru í bókinni um þriðja hundr-
að litljósmyndir af öllum golfvöllum
klúbba innan Golfsambands Íslands,
en sambandið fagnar 60 ára afmæli
sínu í ár.
Edwin er með sérnám í hönnun
golfvalla frá European Institute of
Golf Course Architects í Bretlandi.
Hann tók sjálfur megnið af ljósmynd-
unum, en aðrar eru eftir kunna ljós-
myndara, s.s. Friðþjóf Helgason og
Magnús Hjörleifsson. Steingrímur
Hermannsson, formaður Umhverf-
isverndarsamtaka Íslands og fyrrver-
andi forsætisráðherra, ritar formála.
Útgefandi er Eureka Golf ehf.
Verð: 4.280 kr.
Íþróttir
„Mamma, gerðu’ða – bara einu
sinni enn, sífrar nýorðin skólastelpa
þegar mamma hennar ætlar að
laumast út úr herberginu með Kon-
unga háloftanna undir hendinni.
Stelpan er nýbúin að narra bókina út
úr yngri systur sinni og virðist
hvergi nærri búin að fá nóg af því að
hlusta á söguna. Hið sama á reyndar
við um yngri systurina og ekki að
ástæðulausu því sagan er einstak-
lega hugljúf og skemmtileg.
Konungar háloftanna segir af
kynnum föður og fjögurra barna
hans af grábláu dúfunni Palla í
miðbæ Reykjavíkur á miðjum sjötta
áratug síðustu aldar. Sagan hefst á
því að pabbi systkinanna finnur
pínulítinn fjaðralausan dúfuunga í
hreiðri bakvið bókakassa uppi á háa-
lofti í húsinu. Dúfuunginn vex og
dafnar í faðmi fjölskyldunnar og sér-
smíðuðu dúkkuhúsi
uppvið borðstofu-
gluggann – og verður
brátt að sællegri full-
vaxta dúfu.
Systkinin virðast
gera ráð fyrir að dúfan
sé af karlkyninu og
gefa honum nafnið
Palli – af því að hann
er svo mikil krúsidúlla
– eins og haft er eftir
elsta barninu Dúnu.
Ekki er því nema von
að tvær grímur renni
á börnin þegar
Brúnki, stærsta, fal-
legasta og frægasta
karldúfan í hverfinu tekur að venja
komur sínar til Palla.
Systkinin ákveða að láta Palla
halda nafninu þótt hann sé greini-
lega kvendúfa eins og kemur í ljós
þegar parið eignast tvo unga um
sumarið. Honum auðnast meira að
segja að klekja hænuunga út úr eggi
úr ísskápnum árið eftir – svo mikil
er móðurástin. Öll ævintýri taka þó
enda að lokum. Parið hverfur á
braut og börnin sitja eftir með sárt
ennið. Þau gleyma aldrei dúfnafjöl-
skyldunni góðu eins og sannast með
útgáfu sögunnar.
Konungur háloftanna er sögð frá
sjónarhóli eins barnanna í barna-
hópnum eins og víða kemur
skemmtilega fram, t.d. þegar pabb-
inn segist skuli athuga hvort dúfu-
unginn megi vera vera hjá þeim. „Þá
vill hann það, þá vill hann það, hróp-
uðum við í kór. Við vissum að ef
pabbi sagðist ætla að athuga eitt-
hvað vildi hann það venjulega allt-
af.“
Orðfærið er yfirleitt í góðu sam-
ræmi við sjónarhornið. Þó finnst
mér heldur langt gengið í tilgerð-
arleysinu að tala um að fyrri unginn
hafi „mætt á svæðið“. Ekki er sér-
staklega mikið lagt upp úr persónu-
sköpuninni. Pabbinn er þó dreginn
nokkuð skýrum dráttum, hæfilega
undanlátssamur og liðtækur við
verkefnið.
Myndirnar bera skapara sínum
glöggt vitni og eru hreint út sagt frá-
bærar. Nægir þar að nefna kostu-
legan svipinn á nágrannakonunni
þar sem hún stendur í dyrunum og
klappar hænuunganum Svala. Brian
Pilkington skapar sællega fugla,
„mjúkan“ pabba og kotroskin börn
með rjóðar kinnar. Gott ef mömmu-
nni bregður ekki fyrir í miðjum klíð-
um við húsverkin – í fullu samræmi
við tíðarandann á sögutímanum.
Óhætt er að mæla eindregið með
Konungum háloftanna. Bókin hefur
allt til að bera til að bera sem prýðir
skemmtilega barnabók, spennandi
framvindan, áhugaverðar persónur,
húmor og flottar myndir. Bók sem
fyllir brjóstið hlýrri birtu í svartasta
skammdeginu!
Hugljúf og sönn
BARNABÓK
KONUNGAR HÁLOFTANNA
Sönn saga úr Reykjavík eftir Guðberg
Auðunsson. Myndir: Brian Pilkington.
Umbrot Edda/ACL. Litgreining Litróf.
Prentun Nørhaven a/s, Danmörku. Mál
og menning, Reykjavík, 2002.
Anna G. Ólafsdóttir
Brian Pilkington. Guðbergur Auðunsson.
LJÓÐLIST Baldurs Óskarssonar
er seintekin. Vera má að hún sé
ekki allra. En Dagheimili stjarna er
bók sem leynir á sér. Grunnmynd
ljóðanna er sótt til lífs og landslags
í sveitinni og bernskuminninga úr
átthögunum. Endurminningin er
skýr og klár, gjarnan ófegruð og
stundum dálítilli gagnrýni blandin,
og skilar sér beint. En myndmálið
er afstætt og vísar ekki einatt til
kunnuglegs veruleika heldur inn á
við, til verundar ljóðsins líkt og ger-
ist og gengur í draumum okkar þar
sem svipmyndirnar spretta upp úr
djúpum undirvitundarinnar en
tengjast þó einhverri reynslu úr
raunveruleikanum. Fyrir kemur og
að Baldur bregður á leik með málið,
gefur orðunum ferskt inntak með
því að koma þeim fyrir í nýstárlegu
og stundum annarlegu samhengi.
Alkunn þjóðsagna-
minni notar hann
stöku sinnum í sömu
veru; ennfremur skír-
skotanir til eldri kveð-
skapar, íslensks og er-
lends. Með þess háttar
viðmið í baksýn kemur
á daginn að ljóðheim-
ur skáldsins er nokkuð
víður en á sér eigi að
síður sínar afmörkuðu
útlínur. Ljóð Baldurs
eru þannig býsna
heildstæð, persónuleg
og sjálfum sér sam-
kvæm. Svipleiftur frá
hörðum heimi – en þar
er ekki allt sem sýnist – kunna enn-
fremur að gára sléttan flöt end-
urminningarinnar, samanber ljóðin
Í barnsminni, Draumurinn, Útstill-
ingar, Uppboð stálkjaftanna á Aust-
urvelli þótti vel takast, Framleiðsla
og birting, og loks Skýjavofur sem
hér fer á eftir:
Svipula barnsmynd
hvað stoðar nú að gapa
hér greinir enginn nokk-
urt minnsta hljóð.
Hitt gæti skeð að gola
þyti í stráum –
grimmileg augu sindra
lítillega
örsmá – pinku rauð!
Æ skopleg kindin
skrumskæld allavega.
Fyrir kemur þó að
raunsæið eitt situr í
fyrirrúmi. Undirritað-
ur metur það svo að
þar takist skáldinu
reyndar best upp, til
dæmis í ljóðinu
Manstu?
Manstu kuldaþræsinginn í maí?
Manstu þurrakuldann
þyrringinn sem þröngdi að hjartanu
þegar enginn dropi kom úr lofti
þegar hrossin hættu að ganga
úr hárum?
„veit ég enga verri sveit
um veraldar reit“
Manstu
þegar droparnir fyrstu
féllu?
Og þakklætið
steig upp.
Ljóðlist Baldurs Óskarssonar
tengist reynslu og viðhorfum kyn-
slóðar hans, svo og tíðaranda þeim
sem hún tileinkaði sér. Og skapaði
raunar að nokkru leyti sjálf. Ljóð
hans bera þannig svip af hverfulli
heimsmynd þar sem framtíðin, eins
og hún blasti við frá sjónarhóli
bernskunnar, hefur reynst bæði
ófyrirséð og fallvölt og draumurinn
um kyrrð og frið hefur hvergi ræst
eins og vonir stóðu til. Ekki er
sennilegt að allir felli sig við túlkun
veruleikans að hætti Baldurs. En
skáldið hefur eignast sinn trausta
lesendahóp sem finnur sér lífsann-
indagildi í margræðum og stundum
dálítið torræðum ljóðum hans.
Þar sem Dagheimili stjarna
byggist að verulegu leyti á
bernskuminningum hlýtur kápu-
mynd Sigrúnar Baldursdóttur að
teljast vel við hæfi. En myndina
gerði Sigrún þegar hún var aðeins
fjögra ára.
LJÓÐ
Dagheimili stjarna
BALDUR ÓSKARSSON
122 bls. Útg. Prentvinnsla: Offset ehf.
Ormstunga 2002.
Erlendur Jónsson
Baldur Óskarsson
Draumsýn og veruleiki
SÍÐSUMARS árið 2001 var
hinni 17 ára gömlu Hebu Shahin
haldið fanginni í Egyptalandi af
þarlendum föður sínum. Þau voru
saman í fríi hjá ættingjum en hann
tók vegabréfið og hún fékk ekki að
snúa aftur til Íslands. Heba, sem á
íslenska móður, hafði lungann af
ævi sinni búið í Danmörku með
foreldrum sínum og á Íslandi eftir
að foreldrarnir skildu. Faðirinn
hafði þó flutt til Íslands og systk-
inin, Heba og eldri bróðir hennar
Ingi, voru hjá foreldrunum til
skiptis.
Þetta er saga mæðgna sem flétt-
ast saman þegar dóttirin verður
eldri og tök föðurins á henni
herðast. Móðirin var ung og upp-
reisnargjörn og kynntist Egypta í
Danmörku, þar sem hann hafði
lagað sig að vestrænum lifnaðar-
háttum. Sambúðin gekk upp og of-
an en þau giftu sig til að hann
fengi landvistarleyfi hér. Skildu að
borði og sæng en þegar þeim
fæddist barn tóku þau
saman aftur.
Margt breytist í lífi
fólks þegar það eignast
barn. Forgangsröðun
verður önnur og arf-
leifðin fer að skipta
meira máli. Það að
barnið var drengur var
enn þýðingarmeira fyrir
föðurinn. Abraham hóf
að lesa sér til í trúar-
ritum og iðka trú sem
ekki hafði verið fyrir-
ferðarmikil í lífi hans á
Vesturlöndum fram að
þessu. Hann var fyrir-
myndarfaðir sem eyddi
umtalsverðum tíma með barninu
sínu og elskaði það heitt. Um tíma
bjó fjölskyldan í Egyptalandi þar
sem Heba fæddist og eftir stutta
dvöl í Sádi-Arabíu fluttu þau til
Danmerkur, þar sem leiðir þeirra
Abrahams og Guðríðar lágu sam-
an.
Það er þriðji aðili sem skrifar
frásögnina. Aðalsögumaður er
Guðríður en Heba segir oft frá
sömu atvikum út frá henni séð. Við
þetta kemur fram mismunandi
sjónarhorn en um leið viss fjar-
lægð. Mikið er lagt
upp úr því hve heitt
Abraham elskar
börnin sín en sú ást
er síður en svo skil-
yrðislaus. Svo virð-
ist sem trúarhiti og
eiturlyf gjörbreyti
manninum og
kannski ekki síður
það að honum hefur
mistekist margt í
lífinu: er fíkill, at-
vinnulaus og fráskil-
inn og börnin eru
eina leiðin sem hann
virðist eiga eftir til
að halda virðingu
sinni, ekki síst sem höfuð ættar
sinnar og í félagsskap Egypta á
Íslandi. Börnin verða að skipti-
mynt í þessu valdatafli.
Það hljómar frekar illa að fólk
sem velur að lifa að heiman og/eða
velur sér maka úr annarri menn-
ingu finni henni allt til foráttu en
þiggi um leið allt sem hún hefur að
gefa. Í tilviki Abrahams virðist
hann fá húsnæði, atvinnuleysis-
bætur og aðra aðstoð og getur því
stundað trú sína og menningar-
arfleifð sem ígildi starfs. Þótt sag-
an sé ekki frá hans sjónarhóli virð-
ist sem hann hafi litla íslensku
lært á þessum tíma. Hann lærir
hins vegar ótrúlega vel á kerfið og
þiggur þar allt en hafnar menning-
unni sem skapar þetta kerfi og
gerir honum kleift að lifa sínu lífi,
þar sem hann ráðskast með allt og
alla.
Ýmsar lýsingar og ekki síst or-
sakir og afleiðingar hefðu mátt
vera meiri. Það skortir fyllingu.
Eftir stendur þó að ofbeldi, sem
reynt er að finna réttlætingu á
með vísun til annarra trúarbragða
og hefða, þrífst hérlendis. Jafnvel
með beinni þátttöku Íslendinga
sem ekki hafa sömu lífsskoðanir,
eins og þegar vinir Inga njósnuðu
um Hebu. Við höfum vitað af
þessu í löndum í kringum okkur og
við þekkjum sögu Halims Al og
Soffiu Hansen en vonað að þetta
væri ekki svo nærri okkur eins og
þessi saga ber vitni um. Þetta verk
sýnir enn og aftur hvílíkt ógn-
arvald þeir hafa sem beita andlegu
ofbeldi og hversu falið það er öðr-
um, eða að minnsta kosti látið af-
skiptalaust. Því miður.
Eignarhald
ÆVISAGA
Barist fyrir frelsinu
BJÖRN INGI HRAFNSSON
Vaka-Helgafell, 2002, 287 bls.
Kristín Ólafs
Björni Ingi Hrafnssonar
Heyr söngvanna
hljóm hefur að
geyma rúmlega
50 lofgjörð-
arsálma og
söngva fyrir bland-
að kóra. Bókin er
sú 13. í söngva-
sveigsröðinni og
sú þriðja sem sér-
staklega er gefin út fyrir blandaða
kóra.
Í bókinni má finna þekkta sálma úr
sálmabókinni í nýjum útsetningum,
afríska og suður-ameríska sálma;
sálma og söngva sem hafa orðið til
hjá fólki í daglegri trúariðkun; trúarleg
alþýðutónlist sem er sambland af
negrasálmum, vísnalögum, dæg-
urlögum og þjóðlögum og settir trúar-
legir textar við í tímans rás. Nokkrir
textanna koma úr smiðju Kvennakirkj-
unnar.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Bókin kostar kr. 1. 800 kr. og fæst í
Kirkjuhúsinu við Laugaveg.
Sálmar
Hitler og seinni
heimsstyrjöldin –
Var stríðið Hitler
að kenna? er eft-
ir A.J.P. Taylor í
þýðingu Jóns Þ.
Þór. Taylor hefur
verið sakaður um
að hvítþvo Hitler.
Sjálfur segist
hann hafa skrifað þessa bók til að
svala forvitni sinni en til þess hafi
hann orðið að horfa framhjá lífseig-
um goðsögnum um heimsstyrjöldina
síðari. Í formála ritar Taylor m.a.:
„Margir gagnrýnendur gerðu heil-
mikið veður útaf Hitler og reyndu að
varpa allri ábyrgð á styrjöldinni á
hann, eða því sem næst. Þess
vegna ætla ég að ræða þátt Hitlers
örlítið meira, án þess þó að fara út í
neins konar þrætubókarlist. Ég hef
enga löngun til að sigra í rökræð-
unum, en vil að hið rétta komi
fram.“
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 359 bls., prentuð í
Ásprenti. Verð: 3.680 kr.
Sagnfræði