Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 4

Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VEX sem að er hlúðsegir einhvers staðar ogvíst er að Björn Jónsson,fyrrverandi skólastjóriHagaskóla, hefur sann- reynt það á jörðinni Sólheimum í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar hefur hann náð undraverðum ár- angri í skógrækt þótt ræktunarlandið austur þar sé að stærstum hluta uppgróið hraun, algerlega vatnslaust, með allþykkum fokjarðvegi. Að sögn Björns er landið svo brauðþurrt og sendið að þúfnamyndun er þar engin nema í blautum mýrarblettum. Vatnsleysið veldur því að raunveruleg gróðurmold nær ekki að myndast, og er jarðvegur því afar rýr, en gróður smávaxinn og þyrrkingslegur. Katla hefur þakið þetta land svartri gos- ösku hvað eftir annað og eru víða þykk lög í jörðu, austurhluti landsins hefur legið undir sandfoki frá Land- brotsvötnum síðustu aldirnar og tals- vert svæði hefur blásið upp. Vissulega ekki uppörvandi landlýsing fyrir skógræktarmann, en Birni hefur engu að síður tekist að rækta upp landið og koma þar upp dágóðum úti- vistarskógi. Sjálfur kallar hann upp- græðslustarf sitt „þreifingar“, en víst er að þær hljóta þá að vera afar mark- vissar. Björn hlaut sérstaka viðurkenn- ingu frá umhverfisráðuneytinu árið 2001 fyrir afburða starf að umhverf- ismálum og undanfarin ár hefur hann staðið fyrir námskeiðum á vegum Skógræktarfélags Íslands um skóg- og trjárækt. Á námskeiðunum leggur Björn mikla áherslu á að fólk setji sér markmið við upphaf ræktunarinnar. Þannig sé ræktunarmaðurinn í stakk búinn til að fylgja markmiðunum eftir og geti brugðist við samkvæmt því. Björn segir að allir eigi að geta rækt- að fallegan útivistarskóg á skömmum tíma með því að beita réttum vinnu- brögðum. Alltaf að læra eitthvað nýtt „Ég er alinn upp á miklu ræktunar- heimili, Ytra-Skörðugili í Skagafirði,“ segir Björn þegar hann er spurður um skógræktaráhugann og hvert rekja megi ræturnar. „Foreldrar mínir voru mikið ræktunarfólk, rækt- uðu matjurtir og stunduðu mikla tún- rækt. Þetta lá greinilega í eðlinu. Ég fór að dunda við það sem stráklingur að gróðursetja eitt og annað sem ég tíndi til. Ég komst fyrst í kynni við skógrækt þegar ég var ellefu ára gamall, í Varmahlíð. Síðan lá þetta í láginni þangað til ég flutti hingað suð- ur, upphaflega til að stunda háskóla- nám í íslensku, en síðan fór ég að kenna við Hagaskóla, árið 1960, þar sem ég var allt til ársins 1994. Konan mín, Guðrún Magnúsdóttir, er uppal- in á Sólheimum í Landbroti og við vorum mikið þar eystra á sumrin. Snemma fór að blunda í okkur löngun til að hefja þar uppgræðslu, en um- hverfið var svo hrjóstugt og óvænlegt að við biðum með það í nokkur ár áður en við lögðum loksins í að byrja. Ég fór svo út í skógræktina af fullri alvöru í kringum 1975 og fór að þreifa mig áfram þangað til að ég taldi mig sjá þann árangur sem að var stefnt. Raunar er ég enn að þreifa mig áfram og ég læri alltaf eitthvað nýtt á hverju sumri. Þegar ég kynntist skógrækt fyrst fannst mér hún eiga ákaflega lít- ið skylt við ræktun, en ræktun felur í sér að sýna einhverju alúð. Menn höfðu lært að rækta matjurtir hér á Íslandi og þar ráku menn sig á vissar staðreyndir. Í matjurtarækt lögðu menn upp með ákveðnar væntingar um árangur. Menn ráku sig á að það þurfti að sýna alúð til að ná árangri. Menn höfðu skýr markmið og ákveðna tímaviðmiðun, sem er vaxt- artíminn á Íslandi, það er 110 til 115 dagar á ári. Til að ná árangri urðu menn að gera það á vaxtartímanum. Þessu náðu menn í matjurtarækt. Voru að vísu talsvert lengi að komast upp á lag með það. Bændur fóru sömuleiðis að stunda fóðurrækt fyrir sína gripi og höfðu svipaðar væntingar um árangur. Þeir vissu að á því sviði yrðu þeir líka að sýna alúð til að ná árangri og þeir höfðu þessa sömu tímaviðmiðun. Þetta voru skýrar línur. Þegar hins vegar kom að skógrækt virtust margir Íslendingar í upphafi ekki hafa trú á henni og stilltu því öll- um markmiðum og væntingum í hóf. Menn settu kannski niður plöntur með því hugarfari að vonandi yxi nú eitthvað af þessu upp með tímanum. Menn höfðu enga tímaviðmiðun, settu sér engin sérstök markmið og lögðu sig því ekki fram við ræktunina. Ég áttaði mig fljótlega á því, í mínum þreifingum með skógræktina, að ef ég lagði mig ekki fram, og sýndi verkinu ekki þá alúð sem nauðsynleg er, náði ég ekki árangri. Þetta gildir raunar um allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef við leggjum okkur ekki fram verður þetta bara kák.“ Björn fullyrðir að íslenski vaxtar- tíminn, þessir 110 til 115 dagar á ári, sé nægur til að rækta skóg á Íslandi ef menn leggi alúð við verkið. Það sé fráleitt að bíða þurfi í mörg ár til að sjá áþreifanlegan árangur. „En það er ekki nóg að pota bara niður plöntu einhvers staðar úti á víðavangi, ganga svo heim og halda að málið leysist af sjálfu sér eða tileinka sér gamla ís- lenska barlóminn um að „það gerist ekkert fyrstu fimm árin“ eftir að plantað er. Þetta er aldeilis fráleitt því að á fimm árum er hægt að ná umtals- verðum árangri í skógrækt ef rétt er að málum staðið,“ segir Björn. Trjáplantan og kartaflan Um galdurinn á bak við árangurs- ríka skógrækt segir Björn meðal ann- ars: „Við getum tekið ósköp einfalda viðmiðun. Margir hér á landi hafa gripið í það í tómstundum að stinga niður kartöflum og allir sem fara út í kartöflurækt vita að það þarf að gera eitthvað fyrir kartöfluna svo að hún beri ávöxt. Lítil trjáplanta sem sett er niður er ekki svona lánsöm. Menn hola henni bara niður og bíða svo átekta. Ef við gerum jafn mikið fyrir trjáplöntuna og kartöfluna skilar hún árangri strax á fyrsta sumri. Í þessu tilliti er tvennt mikilvægast: Að nota tilbúinn áburð undir öllum kringum- stæðum og nota svo jafnframt hús- dýraáburð ef jörð er ófrjósöm. Síðan getur maður gert vissar hliðarráð- stafanir þar sem vindasamt er með því að skýla plöntunum. Þetta á eink- um við um barrplöntur því þær þola illa að missa barrið. Ég hef til dæmis notað plastílát sem ég sker botninn úr.“ Hefurðu nokkra hugmynd um hvað þú ert búinn að gróðursetja margar plöntur frá því þú hófst þessa ræktun árið 1975? „Nei, ég hef alltaf svarað því til að gamall bóndi veit yfirleitt aldrei hvað hann hefur sett margar gimbrar á. Enda er það hreint aukaatriði.“ Áttu þér einhverjar sérstakar eft- irlætistrjáplöntur? „Já, já, duglegustu tegundirnar eru auðvitað mínar uppáhaldstegundir. Þar fer sitkagreni fremst í flokki og svo alaskaöspin. Þær eru ótrúlegar. Hjá okkur á Sólheimum er jörðin svo þurr og ófrjó og veðurfar svo vinda- samt að birkið þrífst þar alls ekki. Ég reyni því ekki að rækta birki þar. Birkið hefur hins vegar notið al- mennrar hylli hér á landi enda talið okkar þjóðartré. En staðreyndin er sú að hér á Íslandi eru aðstæður þannig að birkið þrífst víða illa, svo fjarstæðukennt sem það hljómar nú. En það sem má segja birkinu til hróss er að það tórir. Það dregur fram lífið og drepst seint. En birkið er við- kvæmt fyrir mörgu í umhverfinu og verður ekki fallegt nema það vaxi upp við afar góðar aðstæður. Hér á landi er þetta oft blessað kjarr. Ég undrast stórum hvað menn stinga niður miklu af birki hér á landi því mikið af því verður aldrei annað en vesælt kjarr. Ég spyr oft áheyrendur mína á nám- skeiðunum: Hafið þið nokkurn tíma horft á birkið í kringum ykkur af at- hygli? Hafið þið ekki tekið eftir því hvað það er í mörgum tilfellum nauð- ljótt, kræklótt, lágt og vesældarlegt? Við sjáum afar sjaldan fallegt birkitré, nema það vaxi upp í góðu skjóli, helst frá hærri trjám af inn- fluttri tegund. Ég hvet því fólk alveg hiklaust til að fara í auknum mæli að gróðursetja innfluttar tegundir enda næst með því mun betri og skjótari árangur. Það vex sem að er hlúð Umhverfisráðherrann og skógræktarmaðurinn bera saman bækur sínar. Siv Friðleifsdóttir í heimsókn hjá Birni á Sólheimum. Björn Jónsson hefur verið vinsæll fyrirlesari og leið- beinandi á námskeiðum fyr- ir skógræktarfólk enda hef- ur hann sjálfur náð undraverðum árangri á því sviði. Hann sagði Sveini Guðjónssyni að mikilvægt væri að fólk setti sér mark- mið við upphaf ræktunar- innar og að allir gætu rækt- að fallegan útivistarskóg með því að beita réttum vinnubrögðum. Maí 2002. Þetta byrjar allt á bakka- plöntunum smáu! Hér er ársgömul ösp á austurleið, kvæmið er Salka frá Gróðrarstöðinni Mörk. Þegar tveir eru í bíl er hægðarleikur að taka með sér 700 plöntur úr bænum. Þetta er hæfilegur skammtur í gróðursetningu á laugardegi, og svo er að sjálfsögðu dreift blákorni kringum plönturnar á eftir. September 2002. Eldri hluti ræktunarinnar er á uppgrónu hrauni, afar rýru landi og algerlega vatnslausu. Birki þrífst ekki við þessar aðstæður og því eru eingöngu ræktaðar erlendar víðitegundir, greni, fura og lerki. Gróðursetning er yfir- leitt fremur gisin, 2,5—3 metrar milli trjáa. Þetta skilar mjög skemmtilegum útivistarskógi sem er geðfellt umhverfi fyrir fólk og fugla. Víðirinn er skjótvaxinn og setur mjúklegan svip á landið fyrstu árin, en sitkagrenið sækir á jafnt og þétt og ræður svipmóti svæðisins eftir 20 ár. Lerkið þolir ekki hafátt en vex með ágætum í brekkum móti norðri og norðvestri. Furan þrífst sæmilega. Júlí 2002. Hér sést þriggja ára sitka- greni vaxið upp úr svörtum sandi og álengdar er lúpínan sem sáð var til þegar plantan var gróðursett og á að ljá því þrótt í uppvextinum. Samspil lúpínu, alaskaaspar og sitkagrenis getur skilað ótrúlegum árangri á landi sem hefur ekki framfleytt neinum gróðri fram að þessu. Björn Jónsson á gangi í úti- vistarskógi sínum á Sólheimum í Landbroti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.