Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 B 5 Að setja sér markmið Á þessum námskeiðum mínum ráð- legg ég fólki að setja sér ákveðin markmið við skógræktina. Það getur sett sér fimm ára markmið og tíu ára markmið. Fimm ára markmiðið felst í því að ná lítilli bakkaplöntu af furu upp í 80 sentimetra hæð, greni í 1,3 metra og ösp upp í tvo metra á fimm árum. Ef rétt er að málum staðið er hægt að ná þessum árangri við mjög erfiðar aðstæður, í magurri jörð, vatnslausu landi og vindasömu um- hverfi. Tíu ára markmiðið felur í sér að hleypa upp tveggja til fimm metra háum útivistarskógi á tíu árum, mis- háum eftir tegundum. Þetta er líka hægt við mjög erfiðar aðstæður og á námskeiðunum sýni ég fólki fram á það með myndum. Þegar fólk sér fram á að það getur hleypt upp trjágróðri á skömmum tíma getur það gengið til verks með ákveðnar væntingar. Þá er næst að ákveða hvað menn vilja setja niður. Vilja menn setja niður eitthvað sem verður kjarrskógur, innan við fjóra metra á hæð, eða vilja þeir gróður- setja eitthvað sem verður alvöru skógur? Menn þurfa sem sagt á þessu stigi að athuga vel sitt tegundaval. Ef ég er að hugsa um kjarrskóg er vert að huga að þremur tegundum, sem eru tiltölulega viðkvæmar fyrir veðri og vindátt. Það er í fyrsta lagi þjóð- artréð okkar, hið íslenska birki, í öðru lagi stafafura og í þriðja lagi síb- eríulerki. Þessar þrjár tegundir geta náð góðum vexti við góðar aðstæður, en ef aðstæður eru eins og víðast hvar hér á landi verða þær aldrei annað en kjarr. Ég hef stundum ráðlagt fólki að líta á furuna sunnan við Perluna. Dæmigerður kjarrskógur. Vilji menn hins vegar hleypa upp hávöxnum skógi þá er það sitka-greni og alaskaösp. Þær tegundir þrífast vel og ná miklum vexti hvort sem að- stæður eru góðar eða slæmar. En goðsögnin um íslenska birkið hefur verið lífseig þótt sú staðreynd blasi hins vegar hvarvetna við að það þrífst illa hér á landi. Hefur þú til dæmis einhvers staðar séð verulega fallegt birkitré hér á landi?“ Björn hefur hér skyndilega snúið hlutverkunum við og það stendur upp á blaðamanninn að svara. Hann verð- ur að játa, eftir nokkra umhugsun, að hann minnist þess ekki að hafa séð verulega fallegt birkitré hér á landi, nema kannski í Vaglaskógi þegar hann átti þar leið um fyrir mörgum árum. Jú, blaðamaður viðurkennir að víðast hvar hafi hann bara rekist á lágvaxið og kræklótt kjarr þar sem birkið er annars vegar. „Mín reynsla er sú að menn eigi ekki að eyða of miklu púðri í birkið,“ heldur Björn áfram og máli sínu til stuðnings dregur hann fram nýjasta hefti af Skógræktarritinu og flettir þar upp á grein eftir Eirík Benja- mínsson þar sem segir meðal annars að reynsla hans af tilraunum með ræktun birkisins hafi verið ákaflega dapurleg í landi Ölversholts í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu, en í grein- inni segir meðal annars: „Það eru mýmörg dæmi um fjöru- tíu ára gömul birkitré sem ekki ná mannhæð þrátt fyrir að vera í miðjum skógi. Birkið er falleg planta og gefur góðan ilm og er því vel staðsett í ná- grenni húsa og í görðum, en á lítið er- indi í alvöru skógrækt. Birkið dugar engan veginn sem skjólbelti og enn síður sem nytjaviður. Reynslan er af- gerandi þótt ótrúleg sé. Birkið er ónothæft til skógræktar við þær að- stæður sem hafa verið í Ölversholti síðustu fjörutíu árin og hefði betur nytjatrjám verið plantað í stað þess.“ „Þetta er mikill áfellisdómur,“ seg- ir Björn og bætir því við sposkur á svip að hann hafi áttað sig á þessum staðreyndum strax í upphafi og því ákveðið að láta birkið alveg eiga sig í landi Sólheima. Lifandi áburðarverksmiðja „Í skógræktinni er maður alltaf að berjast við ranghugmyndir og mín námskeið ganga út á að eyða þeim. Eyða þessari hræðslu við húsdýra- áburð, afsanna þá firru að það þurfi ekki að nota tilbúinn áburð og benda mönnum á kosti þess að gróðursetja ákveðnar innfluttar trjátegundir í stað íslenska birkisins ef menn á ann- að borð vilja rækta upp alvöru skóg.“ Hvað varðar hina lífseigu þjóðsögu um að búfjáráburður megi ekki snerta rætur ungra plantna, af því að þá sé hætt við að hann brenni þær, segir Björn að líklega stafi hún af því að einhvern tíma í fyrndinni hafi menn reynt að nota blauta mykju undir plöntur, með slæmum afleiðing- um. Sagan hafi fengið byr undir báða vængi og tafið síðan fyrir skógrækt fram á okkar dag. Hrossatað sé hins vegar svo mildur áburður að óhætt sé að nota hann glænýjan úr skepnunni og stinga bakkaplöntum eða stikling- um niður í hann óblandaðan. „Búfjáráburður er ómetanlegur undir ungan gróður í ófrjóu landi,“ segir Björn. „Við skulum líta raun- sætt á málin og viðurkenna að þraut- píndur íslenskur bithagi þarf áburð- arskammt til að hleypa þrótti í ný- græðing. Hlutverk tilbúins áburðar er að hleypa þrótti í nýgræðinginn og gera honum kleift að sækja lífsbjörg í rýrt umhverfi sitt af meiri atorku en áður. Jafnframt verður ungplantan langtum harðari af sér og þolir veð- urfar og harðræði íslensks umhverfis betur en vannærður gróður.“ Björn segist alltaf hafa haldið því fram að það sé hættulegt að finna stórasannleik of ungur því þá hætti menn að leita. „Ég er því enn leitandi í skógræktinni og það er það skemmti- legasta við hana. Og af því að forlögin ætluðu okkur hjónum heldur erfiðan reit til ræktunar má segja að hann hafi reynt óvenju mikið á sjálfstæða hugsun. Tæpur helmingur af þessu landi okkar austur í Landbroti var nánast eyðimörk. Þetta voru hálf- grónir sandar og blásið hraun. Ég byrjaði á því að rækta vesturhlutann af landinu sem var ófrjór og vatns- laus. Smám saman þokaðist verkið út á austurhlutann sem var örfoka sand- ur og blásið hraun. Og það er auðvitað gríðarlega spennandi að freista þess að hleypa upp skógi á slíku landi. Til þess var aðeins eitt úrræði og það var að nota lúpínu. Ég hef verið að þreifa mig áfram í þessu samspili með lúp- ínurækt og trjárækt og það hefur gef- ið miklu meiri árangur en ég hafði lát- ið mér koma til hugar. Úrræðið var sem sagt að sá lúpínunni í sandinn og svarta hraunmölina jafnhliða því að stinga niður trjáplöntum. Lúpínan myndar eins konar „áburðarverk- smiðju“ á þremur árum, sem hleypir upp trjáplöntunum. Með tímanum, eftir því sem trén stækka, þokar lúp- ínan smám saman og sáir sér jafnvel sjálf annars staðar í ógrónu landi. Það er með ólíkindum að menn skuli ekki hafa áttað sig betur á þessum eigin- leikum lúpínunnar og að hún skuli ekki vera notuð í ríkari mæli til að græða upp örfoka sanda því stað- reyndin er sú að með hjálp lúpínunn- ar er hægt að hleypa upp skógi á sannkallaðri eyðimörk. Það hef ég sannreynt austur í Landbroti. Í haust athugaði ég að gamni mínu vöxtinn á öspinni sem vex upp úr lúpínunni fyr- ir austan og hann var með hreinum ólíkindum, bæði var hæðarvöxtur mikill og stofninn gildur og grósku- legur. Hér erum við ekki að tala um vöxt upp úr mold, heldur í hraunmöl og því er þetta ótrúlegur árangur. Ég hvet því alla sem eru að kljást við það erfiða verkefni að græða upp örfoka eyðimerkur að nýta sér þessa fágætu eiginleika lúpínunnar, sem líkja má við lifandi áburðarverksmiðju,“ segir Björn að lokum. Júní 2002. Austurhluti skógræktarlandsins er miklu erfiðari en vesturhlutinn — og er þá mikið sagt — aðallega hálfgrónir sandar og blásið hraun. Þarna er hægt að hleypa upp skógi eins og annars staðar, með furðu góðum árangri meira að segja. Við þessar aðstæður hentar aðeins að rækta alaskaösp og sitkagreni. Á myndinni er ösp á afar rýru landi, gróðursett 1995, kvæmið er Salka frá Gróðrarstöðinni Mörk. Skóflan vinstra megin á myndinni er hæðarvið- miðun og gefur hugmynd um vöxt þessara 7 ára gömlu trjáa sem gróðursett eru með 2,5 metra millibili. Þegar horft er á hávaxna ösp sýnist óeðlilegt að hún fari að greinast skammt frá jörðu, þess vegna eru hliðargreinar klipptar af trénu smám saman upp í seilingarhæð. Ágúst 2002. Þegar hleypt er upp útivistarskógi á örfoka landi eða svörtum sandi er hyggilegt að halda sig við tvær trjátegundir, alaskaösp og sitkagreni, og sá lúpínufræi í landið sama vor og gróðursett er. Skynsamlegt er að bera blá- korn tvisvar á bakkaplönturnar fyrsta og annað sumarið og einu sinni á þriðja ári, síðan tekur lúpínan við áburðarframleiðslu og annast framhaldið. Á neðan- verðri myndinni sést öspin teygja sig upp úr lúpínubreiðunni og er vöxtur henn- ar hraðari en nokkurn mundi gruna. svg@mbl.is Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð „Introduction to CranioSacral Therapy” námskeið verður haldið 17. og 18. janúar í Lionshúsinu, Sóltúni 20, Rvík. Námskeiðið er ætlað almenningi sem vill fræðast um meðferð- ina og læra grunnhandtök til að nota á sína nánustu, og fag- fólki sem vill kynna sér þetta frábæra meðferðarform. Kennarar eru Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og Birgir Hilmarsson nuddfræðingur. Þau hafa réttindi frá Upledger Institute. Verð kr. 15.000, kennslubók innifalin. Upplýsingar í s. 566 7803, Erla, eða 864 1694, Birgir. Námið Upledger CST-1 verður 1. til 4. mars. Cranio Sacral Therapy á Íslandi. www.craniosacral.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.