Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 B 7
Morgunblaðið/Hanna
Súkkulaðikökur eru
dásamlega þungar og
safaríkar. Það er því upp-
lagt að „létta“ á þeim með
því að bera fram með
þeim ávexti (bakaða, syk-
urhjúpaða eða rauðvíns-
sykursoðna). Epli og per-
ur passa t.d. sérstaklega
vel með súkkulaði. Fersk
jarðarber og/eða bláber
eru einnig klassísk.
„LÉTT“ MEÐ
SÚKKULAÐIKÖKUNNI
VÍN vikunnar eru öll evr-ópsk að þessu sinni ogkoma frá Ítalíu, Frakk-landi og Spáni auk þesssem fjallað verður um
rúmenskt vín í fyrsta skipti.
Vie di Romans
Ítalir eru mun þekktari fyrir rauð-
vín en hvítvín og
er það ekki að
ástæðulausu.
Þótt finna megi
afburða rauðvín
af flestum svæð-
um eru ítölsku
hvítvínin hins
vegar oftast létt,
einföld og jafn-
vel óspennandi.
Á því eru þó
verulegar undantekningar. Til dæmis
geta hvítvínin frá Friuli, héraði í
norðausturhorni Ítalíu, keppt við
bestu hvítvín hvaða lands sem er. Það
eru ekki mörg Friuli-vín fáanleg hér
en þó einhver, t.d. hin mögnuðu vín
framleiðandans Vie di Romans.
Vie di Romans Vieris Sauvignon
sýnir hvað í Friuli býr. Gífurlega öfl-
ugt og ávöxtur mjög djúpur og þrosk-
aður (áfengismagnið hvorki meira né
minna en 15% sem gerir vínið allt að
því yfirþyrmandi). Skörp angan af
grasi, nýbökuðu gerbrauði og brenni-
netlum. Mikið og ferskt í munni með
beiskum ávexti. Kostar 2.310 krónur.
Santa Cecilia
Syðsta víngerðarsvæði Ítalíu er
Sikiley og þar hafa rauðvínin ávallt
ráðið ríkjum (þótt upp á síðkastið hafi
komið fram verulega spennandi hvít-
vín frá eldfjallaeyjunni). Planeta
Santa Cecilia
1999 er hins veg-
ar eitt af nýju
rauðvínunum,
sem eru að
koma Sikiley á
kort vínunnenda
um allan heim.
Þetta er dökkt,
feitt og þykkt
vín, allt að því
sæt sulta, þar
sem kennir ýmissa grasa. Þurrkuð
kirsuber, blýantur, áfengi, vanilla og
suðrænn hiti. Mikið súkkulaði í
munni í bland við ávöxt og tannín.
Stórt og mikið vín. Kostar 2.520 krón-
ur.
Louis Bernard Cotes
du Rhone
Cotes du Rhone-vínin eru jafn mis-
jöfn og þau eru mörg. Stundum lit-
laus og karakterlaus, stundum mögn-
uð og spennandi. Louis Bernard
Cotes du Rhone Villlages er eitt af
þessum mögnuðu. Það er mjög dökkt
og massíft, villt ber og krydd má
finna í djúpum ilm þess og bragði.
Massívt vín sem gengur með flestum
mat. Það eru til léttir Cotes du Rhone
og síðan alvöru vín sem þessi. Frá-
bær kaup á einungis 1.210 krónur.
Palacio de la Vega
Chardonnay
Navarra er athyglisvert víngerð-
arhérað á Spáni, sem oft fellur í
skuggann af nágrönnum sínum í
Rioja. Palacio de la Vega Chard-
onnay er hvítvín sem sýnir að vel er
þess virði að gefa vínunum þaðan
gaum. Þetta er Chardonnay í al-
þjóðegum stíl,ferskur sítrus, hreinn,
ávöxtur tær og feitur, vínið í góðu
jafnvægi. Góð kaup á 1.390 krónur.
Red Paradox
Það hefur ekki farið mikið fyrir
rúmenskum vínum hér á landi til
þessa. Raunar man ég ekki eftir að
hafa séð vín þaðan í sölu til þessa. Nú
hefur hins vegar verið ráðin bót á því
og í reynslusölu er vínið Villa Zorilor
Red Paradox Merlot 2000. Það er
löng vínhefð í Rúmeníu, rétt eins og í
öðrum Balkanskagaríkjum. Hún
drabbaðist hins vegar niður á tímum
kommúnismans og framleiðendur
hafa ekki enn náð sér á strik á út-
flutningsmörkuðum. Þetta vín mun
hins vegar vera
ítalskt-
rúmenskt sam-
starfsverkefni
og sýnir að það
eru góðir
möguleikar í
Rúmeníu. Þétt-
ur, dökkur
ávöxtur, sæt
sulta. Tannískt
en samt þægilegt í munni með beisk-
um möndlum í lokin. Hið ágætasta
vín sem vel er þess virði að prófa. Það
fer kannski ekki mikið fyrir hinu
„rúmenska“ víninu en það er kannski
ekkert verra...Kostar 1.390 krónur.
Vín
S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n