Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ U M ALLAN heim er því trúað að Kristófer Kól- umbus hafi fundið Ameríku árið 1492. Ís- lendingar telja sig vita betur, og vísa til tveggja fornsagna, Græn- lendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Þar er sagt frá sæförum af íslensku bergi brotnu, sem sigldu vestur fyrir Grænland og fundu Helluland, Markland og Vínland hið góða. Fornleifafundur á L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi í Kanada hefur leitt í ljós þyrpingu húsa sem byggð voru af norrænum mönnum. Aldursgreining gefur ártalið um 1000, sem skýtur styrkum stoðum undir frásagnir íslenskra fornsagna. En hver fann Ameríku? Meðal okkar Íslendinga hefur nafni Leifs heppna, Leifs Eiríkssonar, verið haldið mjög á lofti. Annar íslenskur sæfari, Bjarni Herjólfsson, hefur hingað til staðið fremur í skuggan- um. Það jafnvel svo, að margir sem höfundur hefur rætt við muna ekki hvað hann gerði merkilegt, eða kannast ekki við að hafa heyrt á hann minnst. Eins er margt annað áhugavert sem gerðist á næstu öld- um eftir fund Vínlands, sem mætti gjarnan njóta athygli ekki síður en sigling Leifs Eiríkssonar. Bjarni Herjólfsson Í Grænlendinga sögu segir af Bjarna Herjólfssyni frá bænum Drepstokki. Nú er talið að Drep- stokkur hafi staðið austan ósa Ölfus- ár, um tvo kílómetra vestan við Eyr- arbakka. Það svæði hét áður Eyrar. Nafnið Drepstokkur er líklega dreg- ið af orðinu afdrep eða sögninni að drepa niður fæti. Bjarni var farmað- ur, eða kaupmaður, og átti skip í för- um milli Íslands og Noregs. Eitt sinn er hann kom frá Noregi á Eyrar fregnaði hann að faðir hans hefði það sama sumar siglt með Eiríki rauða til Grænlands. Talið er að þetta hafi verið árið 985 eða ’86, sem byggt er á lýsingum í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Þótti Bjarna brottför föður síns mikil tíð- indi og vildi fylgja honum eftir. Voru hásetar hans einnig viljugir að sigla. Mælti þá Bjarni: „Óviturlig mun þykkja vár ferð, þar sem engi vár hefir komit í Grænlandshaf“. Engu að síður sigldu þeir frá Eyrum. Eftir þrjá daga hrepptu þeir þoku og haf- villur, og sigldu dögum saman án þess að vita hvert leið lá. Skipið sem Bjarni átti mun hafa verið svonefndur knörr. Knerrir voru sterkbyggð skip sem hentuðu til vöruflutninga og siglinga yfir út- hafið. Þeir voru styttri og kubbslegri en hin rennilegu og hraðskreiðu langskip, eða víkingaskip, sem notuð voru í herferðum. Landnámsmenn- irnir munu hafa siglt til Íslands á knörrum. Upp að ókunnu landi Þegar þokunni léttir sigla þeir í einn dag og koma að landi. Þeir ræddu um hvaða land þetta myndi vera, „ … en Bjarni kveðst hyggja, at þat mundi eigi Grænland“. Landið sem þeir höfðu fyrir augum var ófjöllótt og skógi vaxið, en með smáum hæðum. Bjarni ákvað að þeir skyldu sigla meðfram landinu. Eftir tvo daga koma þeir að öðru landi, og taldi Bjarni það heldur ekki vera Grænland – „því at jöklar eru mjök miklir sagðir á Grænlandi“. Þetta land var slétt og viði vaxið. Háseta Bjarna fýsti að fara í land, meðal annars til að sækja við og ferskt vatn. Bjarni hafnaði því í þessu alsendis ókunna landi og sagði að þá skorti ekkert af því, en við það fór mikill óánægjukliður um hópinn. Þeir vinda upp segl og eftir þriggja daga siglingu koma þeir að enn einu landi, háu og fjöllóttu með jökli á. En þeir sáu að land þetta var eyja held- ur óvistleg, og sneru þeir því frá landi sigldu á haf út, „ … því at mér líst þetta land ógagnvænlegt“, sagði Bjarni. Eftir fjögurra daga siglingu komu þeir enn að landi. Við spurn- ingu háseta sinna svarar Bjarni: „Þetta er líkast því, er mér er sagt frá Grænlandi, og hér munum vér at landi halda“. Vísaði Leifi heppna leiðina Þeir koma að nesi og var bátur á nesinu. Hittu þeir þar Herjólf föður Bjarna. Síðar fór Bjarni á fund Ei- ríks jarls. Bjarni sagði frá löndum þeim er hann hafði séð. Þótti hann hafa verið óforvitinn að fara ekki í land, og fékk hann af því nokkuð ámæli. Urðu miklar umræður í framhaldi af því um landaleit. Frá- sögnin af kynnum Bjarna af meg- inlandi Ameríku er rituð á síður skinnhandrits Flateyjarbókar, sem Danir skiluðu í hendur Íslendinga árið 1971. Svo segir frá því að Leifur, sonur Eiríks rauða, fór á fund Bjarna Herjólfssonar, keypti af honum skip og réð sér háseta. Segir að því búnu af siglingu Leifs, þar sem þeir komu að landi því er Bjarni hafði sagt þeim frá. Þar segir frá nafngift Hellu- lands og Marklands, og fundi Vín- lands, þar sem landkostir voru afar góðir. Leifur og menn hans byggðu þar hús úr trjám hoggnum á staðn- um og höfðu vetursetu. Þarna fundu þeir sjálfsáð hveiti sem eðlilega þóttu mikil tíðindi. Þarna fann einn- ig einn af mönnum Leifs, Tyrkir Suðurmaður (Þjóðverji), vínvið með vínberjum, og varð svo mikið um að hann talaði lengi á þýsku áður en hann gat sagt Leifi og fleirum frá fundi sínum. Aðspurður kvaðst hann viss um að þetta væri vínviður, „því at ek var þar fæddr, er hvárki skorti vínvið né vínber“. Þess vegna nefndi Leifur landið Vínland. Það er af mörgum talið hafa verið þar, sem héraðið New Brunswick er í Kan- ada, norðan við fylkið Maine í Bandaríkjunum. Á heimleið frá Vín- landi komu þeir að fólki sem hafði orðið skipreka á skeri. Af mannúð bauð Leifur þeim að koma með sér. Var hann frá því nefndur Leifur heppni. Ein af skipbrotsmönnum var Guðríður Þorbjarnardóttir sem síðar giftist Þorfinni karlsefni. Trúverðugleiki sögunnar Þær skoðanir hafa komið fram að sagan af Bjarna Herjólfssyni sé ekki fyllilega trúverðug, þar sem ekki er minnst á Bjarna í Eiríks sögu rauða (Þorfinns sögu karlsefnis), sem rituð var í skinnhandriti Hauksbókar. Þar segir frá siglingu Leifs Eiríkssonar og fundi Vínlands: „Lætr Leifr í haf ok er lengi úti ok hitti á lönd þau, er hann vissi áðr enga ván til. Váru þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviðr vaxinn. Þar váru þau tré, er mösurr heita, og höfðu þeir af þessu öllu nökkur merki, sum tré svá mikil, at í hús váru lögð.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna er ekki sagt frá Bjarna Herjólfssyni, sem fær suma til að efast um söguna af honum. En þegar betur er að gáð stangast textar í Grænlendinga sögu Hver fann Ameríku? Kristófer KólumbusSeneca Siglingar íslenskra sæfara til Norður-Ameríku um árið 1000 eru Íslendingum vel kunnar. Flestir hafa heyrt um Leif heppna en nafn Bjarna Herjólfssonar er síður þekkt. Sverrir Sveinn Sigurðarson skrifar um atburðarásina allt til leiðangurs Kristófers Kól- umbusar árið 1492, sem lík- lega var farinn meðal annars vegna áhrifa frá siglingum Ís- lendinga. Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Eyrar, þaðan sem Bjarni Herjólfsson sigldi, voru ein helsta verslunarhöfn landsins um rúmlega 800 ára skeið. Bærinn Drepstokkur er talinn hafa staðið til vinstri á myndinni, nálægt ósum Ölfusár. Eyrarbakki og Stokkseyri eru í baksýn, en í forgrunni er Óseyrarbrú. 100 m ofan við hana er staðarheitið Skipamelur þar sem talið er að hafi verið skipalægi á söguöld. Kólumbus við eyjuna Margarita. Samtímamynd listamanns. ’ Þeir ræddu um hvaða landþetta myndi vera, „… en Bjarni kveðst hyggja, at þat mundi eigi Grænland“. ‘ ’ Leifur heppni hefði ef til villekki siglt ef ekki hefði verið fyrir frásögn Bjarna Herjólfs- sonar. ‘ ’ Íslenskur biskup var á sigl-ingu til Ameríku í erinda- gjörðum páfans í Róm, 371 ári fyrir siglingu Kólumbusar. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.