Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 12
Einn góður … – Hvernig veistu að fíll hefur verið í ísskápnum? – Það eru fótspor í smjörinu! Kapphlaupið Leikreglur 1) Takið einn tening og 2–4 tölur. 2) Grænir reitir þýða: dragðu spjald. 3) Ef einn maður er á reit og annar kemur á reitinn, verður sá sem fyrir var að fara 5 reiti til baka. 4) Fyrstur í mark vinnur. Búið til 10 lítil spjöld og skrifið eftirfarandi setn- ingar á þau, eða klippið út úr blaðinu og límið á þau. Þú sofnaðir og missir 1 kast. Ef þú gerir ekki teygjuæfingar, færðu harðsperrur og ferð 4 reiti aftur á bak. Þú hefur svo mikla orku að þú sprettur 4 reiti fram á við. Þú mátt kasta aftur. Þú hrasar 2 reiti til baka. Kastaðu aftur. Ef þú færð 1, 2, 3 eða 4, ferðu það til baka. En ef þú færð 5 eða 6 ferðu það áfram. Ef þú syngur „Litlu andarungarnir“ rétt ferðu 2 reiti áfram. Ef vitlaust, þá 2 reiti aftur á bak. Þú verður að hvíla þig og missir eitt kast. Farðu til baka, það sem þú fékkst áðan. Farðu 3 reiti áfram. Einir Björn Ragnarsson, 12 ára, Laugalæk 12, Reykja- vík, er sannkallaður listamaður. Hann hefur útbúið spennandi spil fyrir lesendur barnablaðs Moggans. Hvernig væri að bjóða besta vini sínum í kapp- hlaup? Og muna að maður svindlar ekki á vini sínum. Þá er að hefja kapphlaupið. Einn, tveir og þrír! Og hversu vel þekkir vinur þinn þig? Það er sniðugt og skemmtilegt að at- huga það. Þú og vinur þinn setjist í sitthvert hornið með blað og penna. Á blaðið skrifið þið nokkrar spurningar um sjálfa ykkur, einsog: Hver er uppáhaldsliturinn minn? Hvað finnst mér best að borða? Finnst mér gaman að horfa á sjónvarp? Hvað heitir mamma mín? Og svona haldið þið áfram. Síðan skiptist þið á blöðum og svarið spurningum um besta vin ykkar. Rétt svör má jafnvel skrifa á annað blað sem maður afhendir eftir að spurningunum er svarað, svo enginn fari að skipta um skoðun. Þetta er sko gaman. Hversu vel þekk- ir þú vin þinn? Blaðamaður barnablaðsins rakst nýlega á 9 ára stelpu sem sagðist heita Sigga og sat og hámaði í sig nammi. Við fórum að spjalla sam- an ég spurði hvort hún ætlaði kannski að minnka við sig sælgætisátið á árinu. – Nei, ekki þetta ár, segir Sigga og brosir svo glottir silfraðar tannviðgerðirnar alls staðar í munninum. – Strengdirðu ekkert áramótaheit? – Jú, ég ætla að verða betri vinkona, svarar Sigga og en er samt eitthvað skömmustuleg á svipinn. – Hvað fékk þig til að ákveða það? spyr ég og finnst áramótaheitið fínt. – Æi, sko … ég kallaði Þuru bestu vinkonu mína fitubollu … – Ha? Hvernig datt þér það í hug? – Hún kallaði mig fyrst horrenglu! svarar Sigga fullum hálsi. En ég veit samt að það má ekki ef maður ætlar að halda áfram að vera vinkonur. – Og hvað ætlaður að gera í því? – Æj, ég veit það ekki, segir Sigga heldur súr og bítur hausinn af súkkulaðifroski. Hvernig á að vera góður vinur? Ég stakk upp á að Sigga myndi skrifa niður á blað tíu atriði um vináttu, hvernig eigi að vera góður vinur. Og Sigga fékk Þuru líka til að skrifa sams konar lista. Sigga Lóa, 9 ára: ✗ Góður vinur uppnefnir ekki vin sinn. ✗ Maður á að gefa vinkonum sínum með sér ef maður á nammi. Og hún má fá meira en maður sjálfur. ✗ Ef vinkona mín meiðir sig, set ég á hana plástur. ✗ Maður á að muna hvað besti vinur manns vill í afmælisgöf, og kaupa það. ✗ Þegar maður er í langri biðröð, á maður að geyma pláss handa vini sínum. ✗ Ef vinur manns segir sama brandarann tvisvar, á maður að þykjast ekki muna hann og hlæja aftur. ✗ Þegar vinkona mín týndi hárspennunni sinni, hjálpaði ég henni að leita. ✗ Einu sinni var hellirigning, og þá leyfði ég Þuru að vera undir regnhlífinni minni. ✗ Ef maður fær að kjósa í lið, kýs maður vinkonu sína þótt hún sé ekki fljótust að hlaupa. ✗ Það er ljótt að segja: „Sá sem er sein- astur er kúkur!“ ef maður er á undan vini sínum að hlaupa að hurð. Þura, 8 bráðum 9 ára: ✗ Ljótt er að kalla vini sína ljótum nöfnum. ✗ Ef maður kemur með nesti í skólann á maður að gefa með sér. ✗ Það á ekki að monta sig ef maður á flott- ustu gallbuxurnar. ✗ Maður á að passa vini sína fyrir hrekkju- svínum. ✗ Það er bannað að kreista hamstur sem vinkona manns á. ✗ Ekki hætta í spili ef þú ert að tapa, það er svindl. ✗ Maður á ekki að herma allt eftir vinkonu sinni. ✗ Leyfðu vinkonu þinni að fá naglalakk hjá þér. ✗ Það er gaman að skiptast á húfum. ✗ Ekki hlæja að vinkonu þinni ef nýja klippingin hennar er ekki mjög flott. Hvernig sérð þú vinskap? Hvað finnst þér um það sem Sigga og Þura skrifa? Hvað finnst þér um vinskap? Er hægt að keppa í vináttu? Ha? Já sko, barnablaðið efnir til keppni þar sem þú getur sent inn efni/verk um vináttu eða besta vin þinn. Það má vera ljóð, saga, mynd, ljós- mynd eða hvað sem þér dettur í hug. Tíu flottustu verkin verða valin úr af dóm- nefnd, og verðlaunin eru ekkert smá flott! Þú færð 12 tommu pizzu og tvö gosglös á Pizza 67 handa þér og besta vini þínum! Þú færð líka sér- staka viðurkenningu og verkið verður birt á síð- um barnablaðsins. Setjist niður og hugsið upp og skapið ógleym- anlegt listaverk. Sendið það fyrir 21. janúar til: Barnablað Moggans – Vinátta – Kringlunni 1 103 Reykjavík PS! Munið að láta fylgja með: nafn, aldur og heimilisfang, jafn- vel nafn og aldur besta vinarins! Átt þú skilið vina-verðlaunin? Ertu góð- ur vinur? Á skautum Ef vinur ykkar kann ekkert á skautum hjálpið honum þá í stað þess að hlæja þegar hann dettur á rassinn. Litið listavel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.