Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 15
meta myndina og nýtur hennar. Ég
sagði gjarnan við okkar fólk, þegar
við vorum í tökum og áttum í erf-
iðleikum, að myndin væri í rauninni
þegar orðin til og við værum einfald-
lega að grafa hana upp úr jörðinni.
Ef við fyndum hana ekki á einum
stað fyndum við hana á öðrum.
Myndin kæmi til með að verða eins
og hún vildi sjálf verða. Ég leit því
aldrei á vandamál eða mistök sem
nauðsyn til að gera málamiðlanir,
heldur sem þá stefnu sem myndin
tæki sjálf. Þetta var heimspekin á
bakvið gerð Salts og boðið frá Berlín
hefur nú staðfest að hún var rétt.“
100 klukkutímar af myndefni!
Brad Gray segist hafa viljað að
bæði leikurinn og umhverfið væru
eins raunveruleg og unnt var; Salt
hafi því yfir sér blæ heimildarmynd-
ar. „Leikararnir þekktu til dæmis
ekki handritið í heild sinni, heldur að-
eins inntak hvers atriðis fyrir sig og
vissu því ekki hvert senan og sagan
stefndu. Þeir, eða öllu heldur persón-
urnar sem þeir leika, urðu því að
bregðast við óvæntum vendingum og
máttu breyta leiktextanum eftir
þeim. Sagan er í grundvallaratriðum
afar einföld en það sem kveikir líf í
henni er þessi „spontant“ leikur. Ég
er mjög ánægður með þá útkomu.“
Þegar tökum lauk tók við langt eft-
irvinnsluferli sem enn hefur ekki
verið til lykta leitt. „Við höfðum ekki
efni á að greiða klippurum laun svo
ég vann sjálfur að klippingunni
heima hjá mér. Ég var með hundrað
klukkustundir af myndefni, sem er
mjög mikið; þar af voru 80% það sem
við tókum og 20% það sem leikararn-
ir tóku. Ég reyndi að afmarka mynd-
efni hvers atriðis, en möguleikarnir
voru margir. Í raun eru atriðin eins
og augnablik í lífi persónanna frekar
en miðlun upplýsinga í tímaröð,
þannig að við litum á þau sem tilfinn-
ingar frekar en rökræna atburðarás.
Mér tókst á heilu ári að skera mynd-
efnið niður í fjóra klukkutíma. Þá
varð mér ljóst að verkið þyrfti á ut-
anaðkomandi augum að halda. Ég
hafði kynnst Valdísi Óskarsdóttur og
hún kynnti mig fyrir Elísabetu Ron-
aldsdóttur og svo hitti ég Sigvalda
Kárason og þau hafa bæði verið mér
ómetanlegar hjálparhellur frá því í
október sl. við að koma myndinni nið-
ur í þann einn og hálfa tíma sem
Berlínarhátíðin fékk.“
En hvers vegna heitir myndin
Salt?
„Upphaflegi titillinn var Salt and
Snow (Salt og snjór). Sú samsetning
fannst mér heillandi vegna þess að
salt og snjór líta eins út en annað efn-
ið eyðir hinu. Það tengist því umfjöll-
unarefni myndarinnar sem er mann-
leg samskipti. Hildur er að uppgötva
sjálfa sig sem um leið rýfur samband
hennar við bestu vini sína. Ég stytti
titilinn í Salt af því að af þessu orði er
rétt bragð fyrir tilfinningu myndar-
innar.“
ath@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 B 15
bíó
ENSKA ER OKKAR MÁL
Ný námskeið á nýju ári
Talnámskeið: 7 vikur, tvisvar í viku, 15./16. jan.-3./4. mars
Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs
Sérnámskeið í viðskiptaensku og skriflegri ensku, einnig barnanámskeið
Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum
Af hverju ekki að strengja áramótarheit og læra ensku?
Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Laura Guerra John Boyce Sue Gollifer
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
MINNISLEYSI
er að verða tísku-
fyrirbrigði í
bandarískum bíó-
myndum. Nú er
Val Kilmerað
leika minnislausan
mann sem reynir
að vara lög-
reglustjóra smá-
bæjar við morð-
tilræði við forseta
Bandaríkjanna í kvikmyndinni Blind
Horizon. Meðal annarra leikara eru
Neve Campbell, Faye Dunaway, Sam
Shepard og Amy Smart, en meðal
framleiðenda er Tom Cruise. Leik-
stjórinn heitir Michael Haussmann.
Kilmer missir minnið
Val Kilmer:
Gleyminn.
SPÆNSKI leik-
stjórinn Pedro
Almodóvar, sem
stendur nú á há-
tindi ferilsins eftir
afburða viðtökur
nýjustu mynd-
arinnar Hable con
Ella eða Talaðu
við hana, er nú
loksins kominn á
skrið með næsta
verkefni, La Mala
Education eða Hin illa menntun.
Gerð myndarinnar átti að hefjast fyrir
tveimur árum en var frestað vegna
vandamála varðandi leikararáðningar.
Almodóvar mun nú tilbúinn með nýja
útgáfu handritsins, sem er sjálfs-
ævisögulegra en aðrar myndir hans
og segir frá tveimur vinum á sjöunda
áratugnum sem ungir að aldri ganga í
skóla hjá munkum, rétt eins og leik-
stjórinn gerði, og hefur sú skólaganga
afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf þeirra.
Tökur eiga að hefjast í apríl, en ekki
hefur enn verið tilkynnt um leikhópinn.
Almodóvar
í startholunum
Pedro Almodóv-
ar: Æskureynsl-
an á tjaldið.
FJÓRTÁN árum
eftir að Jean-
Jacques Annaud
gerði myndina
Björninn eða The
Bear er þessi
gamalreyndi
franski leikstjóri
aftur kominn í
dýraríkið. Hann er
nú við tökur á mynd sem fjallar um
tvo tígrisdýrsbræður, sem komast
undir mannahendur, annað dýrið er
stórhættulegt, hitt verður þjálfað sirk-
usdýr. Myndin heitir Two Brothers og
í hópi leikara af mannkyni eru Guy
Pearce, Jean-Claude Dreyfus og
Phillipine Leroy-Beaulieu, en hand-
ritið skrifa Annaud og Alain Godard,
sem einnig vann að síðustu mynd
leikstjórans, Enemy At the Gates.
Annaud aftur
í dýraríkinu
Í ÞESSARI framhaldsmynd
vinsældasmellsins Analyze This (1999)
snýr mafíósinn taugaveiklaði Paul
Vitti (Robert De Niro) aftur úr fangelsi,
þar sem hann virðist gersamlega
genginn af göflunum, og er geðlækni
hans, Dr. Ben Sobol (Billy Crystal), fal-
in umsjá með honum og hefur það
auðvitað svakalegar afleiðingar fyrir
lækninn og konu hans (Lisa Kudrow).
Fyrri myndin um samskipti þessa
furðulega taugasjúklings og læknis
hans var býsna skemmtileg á köflum
og naut þar kunnuglegs en kostulegs
ofleiks De Niros, fínlegri gríntúlkunar
Crystals, en ekki síst næms auga og
eyra Harolds Ramis fyrir því sem skop-
legt er í karakterum og kring-
umstæðum.
Sjálfur segir Harold Ramis að kímni-
gáfa sín hafi þróast og þroskast frá
því honum fannst í fínu lagi að gera
grín að öllu og öllum. „Það höfðar
ekki lengur til mín að hæðast að þján-
ingum fólks. Ég hlæ ekki að óförum
annarra,“ segir hann í samtali við
vikublaðið Las Vegas Weekly. En
hann bætir við að ekki sé þar með
sagt að eitthvað fyndið geti ekki
gerst í hræðilegum aðstæðum og
nefnir sem dæmi ítölsku myndina Líf-
ið er dásamlegt eftir Roberto Benigni; þar
gerist spaugilegir atburðir í miðjum
hörmungum gyðingaofsókna þótt
gyðingaofsóknirnar séu sjálfar fjarri
því að vera spaugilegar.
Ramis kveður kímnigáfuna mótaða
af lífssýn hvers og eins. „Mín hverfð-
ist um sjónarhorn fáránleikans, fyrir
einhverjar tilviljanir og fyrir tilstilli
fjölskyldu minnar og að einhverju
leyti á grunni vitsmunalegrar nið-
urstöðu.“
Ramis, sem nú er 58 ára að aldri,
ólst upp í Chicago en gekk í Wash-
ington-háskóla í St. Louis. Fyrsta
starf hans að námi loknu var sem
sjúkraliði á geðdeild. Þar uppgötvaði
(1978) og var í senn gróf og ósmekk-
leg, bráðfyndin og uppáfyndingasöm
innsýn í háskólalíf á heljarþröm.
Nú var Harold Ramis orðinn „heitur“
og árið eftir, 1979, kom úr handrits-
smiðju hans önnur grínmynd í svip-
um dúr og Animal House en flutti
ruddagrínið úr háskólagarði yfir í
sumarbúðir. Þetta var Meatballs.
Enn hélt hann áfram á svipuðum nót-
um og leikstýrði í fyrsta sinn eigin
handriti, að þessu sinni um hrakfalla-
sögur af golfvellinum, Caddyshack
(1980), þar sem hann vann með gam-
alreyndum bandarískum grínista,
hinum mæðulega Rodney Dangerfield,
sem hann samdi síðar fyrir heila
mynd, Back to School (1986). Þegar
Ramis flutti svo grínformúluna úr An-
imal House yfir á herbúðalíf í Stripes
(1981) var verulega farið að slá í
hana. Hann samdi ekki heldur leik-
stýrði aðeins næstu mynd, National
Lampoon’s Summer Vacation (1983),
og hún var mun betur heppnuð; hrak-
fallasaga heimilisföðurins Chevy Chase
á ferðalagi með fjölskyldunni er enn
þann dag í dag í flokki þeirra hlægi-
legustu af þessari tegund.
Sem handritshöfundur datt Ramis í
djúpan lukkupott með blöndu af
tæknibrelluhrolli og gríni, þar sem er
Ghostbusters, og lék að auki einn
draugabananna ásamt Murray, Aykroyd
og Ernie Hudson. Úr henni var mjólkuð
mun slakari framhaldsmynd árið
1989. Félagi Ramis, hinn hæfi-
leikasnauðari Ivan Reitman, leikstýrði.
Á 9. áratugnum fór Ramis að leika
aukahlutverk í auknum mæli, í mynd-
um á borð við Baby Boom (1987), þar
sem hann lék sambýlismann Diane
Keaton, og enn dramatískara hlutverk
í Stealing Home (1988). En mesti sig-
ur hans á kvikmyndasviðinu er óhjá-
kvæmilega Groundhog Day (1993),
sem hann samdi, leikstýrði og fram-
leiddi. Þessa kostulegu sögu af geð-
vondum veðurfréttamanni (Bill
Murray) sem endurlifir sama daginn
aftur og aftur og vaknar við I Got
You Babe með Sonny og Cher eins og
martröð eftir martröð, uns hann nær
að breyta rétt, vantar aðeins herslu-
mun til að verða sannkölluð grín-
klassík.
Síðan hefur Harold Ramis átt mis-
jafna daga. Með betri verkum hans
eru klónunarkómedían Multiplicity
(1996) með Michael Keaton, sem vann
brokkgengt úr snjallri hugmynd, og
Analyze This, sem fyrr er getið. Í
Groundhog Day, Multiplicity og jafn-
vel Analyze This leynast frækorn að
frjósamri kómískri alvöru, sem von-
andi á eftir að blómstra í frekari at-
hugunum á siðferðislegum og tilvist-
arlegum viðbrögðum manneskjunnar
við klikkuðum nútíma. Slíkt gæti
gerst ef Ramis hættir að hugsa um
markaðsformúlur og ræktar í staðinn
eigin skoplegu lífssýn.
hann á sjö mánaða starfstíma að „all-
ir þeir sem taldir eru geðveikir eru
það ekki og að sumir þeirra sem
höfðu lyklavöldin á spítalanum voru
geðveikari en þeir sem læstir voru
inni…Þetta var mikil reynsla,“ segir
hann og bætir við hlæjandi „og virki-
legur undirbúningur fyrir vinnu með
leikurum.“
Nokkur bið varð á að Harold Ramis
fengi að byggja á þessari reynslu og
undirbúningi. Næst fékk hann vinnu
við að halda úti svonefndri Party
Jokes-brandarasíðu í tímaritinu
Playboy. Sú reynsla var svo góður
undirbúningur fyrir næsta starfssvið
þegar hann gekk til liðs við Second
City-grínhópinn í Chicago og síðar
samnefndan hóp í Kanada. Í fram-
haldi af því varð hann hluti af Broad-
way-revíunni National Lampoon’s
Lemmings, þangað sem fjöldinn allur
af fyrstu kynslóð Saturday Night
Live-sjónvarpsflokksins var síðan
sóttur, verðandi spaugstjörnur á
borð við John Belushi, Dan Aykroyd, Gilda
Radner og Bill Murray. Árið var 1975 og
Lorne Michaels, stjórnandi SNL og ör-
lagavaldur flestra bandarískra grín-
ista síðan, valdi Harold Ramis ekki til að
slást í þennan hóp, sem kallaður var
The Not Ready For Prime Time
Players. Ramis lét það ekkert á sig fá
og hófst handa við handrit að gam-
anmynd, sem átti eftir að verða
tímamótasmellur í amerísku and-
ófsgríni fyrir yngri kynslóðir og gerði
suma af fyrrgreindum félögum hans
að stjörnum; hún ber eiginlega
ábyrgð á greddugríninu sem tröllrið-
ið hefur vestrænum unglingamynd-
um allar götur síðan. Myndin hét
National Lampoon’s Animal House
Í geggjuðum nútíma
Með sinn krulluhaus og kringlóttu gler-
augu er Harold Ramis rakinn fyrir hlut-
verk prófessora og vísindamanna. Hann
var hið fyrrnefnda þegar við sáum hann
síðast á hvíta tjaldinu í þeirri fínu og
gamansömu þroskasögu Orange County;
hann lék þar geðugan háskólakennara á
leið í frí áður en söguhetjurnar grípa inn
í og gera hann rammskakkan og ósjálf-
bjarga. Hann var hið síðarnefnda í vin-
sælasta hlutverki sínu sem einn af
draugabönunum í grínsmellinum Ghost-
busters. Mestum árangri hefur Harold
Ramis hins vegar náð bak við tökuvélina,
sem handritshöfundur og leikstjóri og í
þeim hlutverkum stendur hann nú að baki
gamanmyndinni Analyze That sem frum-
sýnd er hérlendis um helgina.
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
segist leikstýra leikurum með
því að reyna að skapa sam-
starfsgrundvöll um hugmyndir
sínar. Hann kveðst hafa sagt
við Michael Keaton við gerð Multi-
plicity: „Ef ég get ekki sann-
fært þig um að ég hafi rétt fyrir
mér ætlast ég ekki til að þú ger-
ir það sem ég segi.“
Harold Ramis