Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 5

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 5
Dorrit Moussaieff fæddist í Jerúsal- em árið 1950 og ólst þar upp ásamt systur sinni Tamöru. Dorrit lærði snemma á skíðum enda hefð fyrir þeirri íþrótt í móðurættinni, fjög- urra ára gömul lærði hún að sitja hest, hún fór í ballett og í tónlistar- skóla þar sem hún lærði á píanó. „Þá voru aðeins tvö píanó í borg- inni. Annað átti afi minn og hitt var í breska sendiráðinu. Afa þótti til- hlýðilegt að dæturnar lærðu á pí- anó. Við vorum þess vegna þau fyrstu í borginni sem eignuðust pí- anó og einnig þau fyrstu sem fengu sér kæliskáp!“ Fjölskyldan flutti til London þegar Dorrit var tólf ára og þar fæddist yngsta systirin Sharon. Uppvaxtarár MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 B 5 gamli hefðbundi maturinn er líka góður, hangikjötið og sviðin. Í Mið-Austurlöndum eru líka borðuð svið. En vatnið, það er það besta í heimi og ég skil ekki fólk sem hendir aurunum sínum í gosdrykki á flöskum þegar það getur drukkið íslenskt vatn. Íslensku blómin eru líka svo falleg,“ bætir hún við. „Þau skreyta borðin hér á sumrin.“ Við spjöllum saman á þýsku yfir búð- ingnum, svona til að liðka tunguna, en auk hennar og enskunnar talar Dorrit reiprenn- andi hebresku, frönsku og dálítið í arabísku. Hún les mest á ensku og þá eru það saga, ævisögur og ljóð sem verða fyrir valinu. Hún segist lítið gefin fyrir sakamálasögur. „Shake- speare er í uppáhaldi hjá mér svo og Kipling. Ljóðið hans „Ef“, fer ég stundum með. Ís- lenskar bókmenntir les ég ef þær eru til í enskri þýðingu, eins og til að mynda bækur eftir Halldór Laxness. Ég las líka Íslend- ingasögur á ensku, vonandi á ég eftir að lesa þær á íslensku einhvern daginn. En ég hef líka mikla unun af íslenskri tónlist, einkum þjóðlögum. Íslendingar eru ein mesta tónlist- arþjóð sem ég hef kynnst. Hér syngja öll börn eða leika á hljóðfæri.“ Ég tel mig hafa kynnst öllum hennar áhugamálum en þá segir hún mér í framhaldi af umræðum um þjóðlegar listir að hún safni íslenskri handavinnu. „Söfnun er áhugamál mitt. Ég hef lengi safnað ævintýrabókum fyrir börn og eins gömlum húsateikningum. Núna safna ég líka íslenskum útsaumi, handavinnu með gömlu ís- lensku mynstrunum. Sumt af þessu handverki er yfir hundrað ára gamalt. Ég á orðið allgott safn hér í einu herberginu og húsið mitt í London er fullt af íslenskum útsaumi, bæði í púðum og borðdúkum. Mér hafa áskotnast verk frá fólki utan af landi, verslunin Fríða frænka hefur útvegað mér sum, og eins hefur Ólafur fært mér þau að gjöf á afmælum og jól- um.“ Dugnaður ofar öllu Við höfum gert enska lostætinu góð skil svo alvara lífsins getur tekið aftur við. Ég spyr hvort það sé rétt að hún sé ein af ríkustu kon- um Englands? Hún aftekur það með öllu. „Rík í samanburði við hvern eða hvað? Það fer eftir því hvaða mat menn leggja á ríki- dæmi. Ég er hamingjusöm, heilsugóð, á góða vini og er svo heppin að hafa fundið Ísland þar sem ég þarf ekki að óttast að vera skotin niður á götum úti. Ísland er gimsteinn. Á hverjum morgni þakka ég fyrir það sem ég hef.“ En það hefur nú ætíð farið það orð af gyð- ingum að þeir séu ríkir, fjárhagslega séð, hef- ur þú skýringu á því? „Hinir ríku verða oftast þekktir. Miðað við fjölda og höfðatölu eru þeir líklega margir efnaðir. En ég varð undrandi þegar ég komst að því hversu margt gyðingar og Íslendingar eiga sameiginlegt. Báðar þjóðir eru vinnu- samar og í íslensku og hebresku er til orðið „duglegur“, sem hefur ákveðna merkingu. Önnur tungumál eiga ekki eins afgerandi orð yfir dugnað. Í fjölskyldu minni var rík áhersla lögð á vinnusemi og dugnað og eftir að ég fór að sjá fyrir mér sjálf sextán ára hef ég aldrei þegið fé af öðrum. Ég hef mikla ánægju af vinnu og hef kannski getað einbeitt mér að henni af því að ég er barnlaus. En reyndar á systir mín börn og vinnur samt mikið. Í Englandi þykir það ekki fínt að tala um vinnu og peninga þegar maður kemur heim á kvöldin. Foreldrar mínir skeggræddu hins vegar viðskipti dagsins og efnahagsástandið yfir kvöldverðinum. Ræddu um mikilvægi þess að menn gerðu sér grein fyrir því að það eru ekki allir lánsamir eða hafa jafnmikið fé milli handanna og þeir hafa kannski sjálfir og að allir menn ættu rétt á menntun, heilbrigð- isþjónustu og nægum mat. Hjá gyðingum er rík hefð fyrir hjálpsemi. Ef vinur eða ná- granni missti vinnuna eða varð fyrir óláni var þess ætíð gætt að fjölskylda hans fengi nóg að borða.“ Fara þeir ekki líka vel með aurana sína? „Þeir hafa lært það af aldalangri kaupsýslu. Ég er lítið hrifin af sóun eða bruðli og mér dettur ekki í hug að kaupa hlut á einhverjum stað ef ég fæ hann á betra verði á öðrum stað. Ég gæti ekki rekið fyrirtæki ef ég væri ekki hagsýn í innkaupum. Það er mikilvægt að kaupa á góðu verði svo maður geti borgað starfsmönnum sínum vel.“ Hefur trú þín áhrif á daglegt líf þitt? „Ég trúi á guð en er ekki strangtrúaður gyðingur í þeim skilningi. Ég virði trúarsiði þeirra og finnst þeir margir merkilegir en suma tel ég úrelta eins og til dæmis þann að borða ekki svínakjöt, nú á tímum kæliskápa.“ En hver er afstaða þín til fólks sem hefur önnur trúarbrögð, er af öðrum kynþætti? „Besta vinkona mín er múslimi. Ég er guð- móðir dóttur hennar. Önnur góð vinkona mín er kaþólsk og ég er guðmóðir sonar hennar. Fyrir mér eru allir menn jafnir, án tillits til trúar eða litarháttar.“ Hvað um jafnrétti kynjanna? „Að sjálfsögðu vil ég jafnrétti karla og kvenna. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Þótt kynin standi jafn- fætis á flestum sviðum tel ég þó að færni þeirra geti verið mismunandi. Sumt gera karl- ar betur og öfugt. Og ég er til dæmis ekki frá því að konur hafi meira innsæi en karlar. Íslendingar hafa náð langt í jafnréttisbar- áttunni miðað við margar aðrar þjóðir og mér finnast íslenskar konur vera sterkar, stoltar og mjög færar. Þær hafa vanist því í tímans rás að bjarga sér án manna sinna, sem hafa verið til sjós eða fjarverandi, og þær hafa líka vanist því að ganga til sömu vinnu og þeir. Af þeim sökum ef til vill gera karlar á Íslandi ekki það fyrir konur sem ég er vön að karlar geri. Hvort það er gott eða slæmt skal ég ekki dæma um.“ Okkur blæðir öllum Forsetaembættinu fylgja ferðalög og boð hjá tignu fólki víðsvegar um heim. Ég spyr hvort hún hafi umgengist konungborna menn áður en hún kynntist forsetanum? Hún segir svo vera og minnir mig á að þeir hafi verið viðskiptavinir fjölskyldu hennar í aldaraðir. „Konungborið fólk er ekkert öðru- vísi en annað fólk. Eða eins og Shakespeare segir í Kaupmanninum í Feneyjum: „If you prick us, do we not bleed?“ Já, okkur blæðir öllum. Ég er svo lánsöm að hafa umgengist fólk af ólíku þjóðerni, úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á því auðvelt með að aðlagast nýrri menningu.“ Margir telja að það sé engin þörf lengur fyrir kóngafólk í nútímasamfélagi, hvað finnst þér um þá skoðun? „Ef það lætur gott af sér leiða er þörf fyrir það. Þess er krafist að fólk í þeirri stöðu geti réttlætt tilvist sína og eftir því sem forréttindi þess eru meiri, þeim mun meiri eru kröfurnar um að það sýni hæfni. En öllum verða á mis- tök, háum jafnt sem lágum, og menn verða að kunna að fyrirgefa.“ Ég spyr hvaða ferð með forsetanum hafi verið henni eftirminnilegust og hún svarar að bragði: „Á Snæfellsnes.“ Ég átti nú reyndar við til útlanda. „Já, til út- landa,“ segir hún hugsi. „Rússlandsferðin er mér ofarlega í huga. Hún skilaði miklum ár- angri fyrir viðskiptalífið held ég. Ef ég gæti gert Íslandi gagn á sviði viðskipta, yrði það mér sönn ánægja.“ Við höfum farið út um víðan völl og oft gleymt okkur þegar hin ýmsu málefni ber á góma. Hún hefur mikinn áhuga á íslensku samfélagi og bregður sér þá gjarnan í hlut- verk blaðamannsins. Það gerir hún einnig þegar ég spyr í mesta sakleysi hvort menn geti átt von á brúðkaupi á Bessastöðum? Spyr mig hver skoðun mín sé. Þegar fátt verður um svör segir hún að það muni koma í ljós í fyll- ingu tímans. „Ég sagði eitt sinn að ég gæti ekki orðið for- setafrú fyrr en ég talaði góða íslensku. Með talþjálfun mína í huga gætu liðið þrjátíu ár þar til svo yrði! Margir hafa nú tjáð mér að það sé ekki lífsnauðsynlegt að ég tali reip- rennandi íslensku.“ Þegar hún kveður mig úti á hlaði spyr ég hana hverjar séu hennar bestu stundir á Íslandi. „Sú stund þegar ég kem út úr flughöfninni og anda að mér ferska, íslenska loftinu. Þá má hann blása! Og ég veit að í bílnum bíður mín flaska af vatninu góða.“ Það er rétt hjá henni. Vindurinn kemur úr öllum áttum á Bessastöðum. En ferskur er hann. Dorrit 8 ára á hestbaki í Ísrael. Dorrit 8 ára í Ísrael. Brúðkaupsafmæli foreldra Dorrit, haldið í London 1965. Á myndinni eru Tamara systir hennar, Alísa móðir hennar, móðuramma, Dorrit og faðir hennar Shlomo Moussaieff, gimsteinakaupmaður og fornmunasafnari. Foreldrar ömmu Dorrit. Myndin var tekin í Jerúsalem um aldamótin 1900. Afi Dorrit fremstur til vinstri, sitjandi með bók í hendi, ásamt foreldrum sín- um, sem eru fyrir ofan hann á myndinni, og frændfólki. Myndin er tekin í Jerúsalem seint á 19. öld þegar landið var undir stjórn Ottoman keis- aradæmisins og búningarnir því með tyrknesku yfirbragði. Á skíðum í Frakklandi 19 ára. Um föðurætt Dorrit Moussaieff eru til áreiðanlegar heimildir. Hana má rekja aftur til ársins 1260 þegar hún var í Cordoba á Spáni og var hluti af fjölmennasta gyðingasamfélaginu þar í borg. Forfeðurnir voru fræði- menn, læknar og kaupmenn. Ættin bjó í Bukara í nokkur hundruð ár og þar stendur hús hennar enn. „Á hverju ári reyndu forfeðurnir að fara í pílagrímsferð til Jerúsalem. Það voru erfiðar ferðir og hættulegar, sumir týndu lífinu, aðrir komust á leiðarenda. Sú hefð var að mæður fóru til Jerúsalem til að fæða börn og elstu synirnir fæddust flestir þar, einkum á átjándu og nítjándu öld.“ Forfeðurnir Safn Shlomo Moussaieff, föður Dorrit, er eitt mikilvægasta einka- safn fornminja sem til er frá þeim svæðum sem fjallað er um í Biblí- unni og eru flestir munirnir 2.000 til 8.000 ára gamlir. Meðal annars innsigli ýmissa konunga sem getið er um í Gamla testamentinu og eini gripurinn sem til er og menn telja að geti tengst Örkinni hans Nóa. Fornminjar Leirbrot með beiðni ekkju nokkurrar. Dorrit 5 ára í Jerúsalem. Þrykk af innsigli Akasars Júdakon- ungs, sem ríkti á árunum 732–716 f. Kr. Innsiglinu var þrykkt í leir til að loka bréfi rituðu á papýrus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.