Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 11
Samóvar í góðum félagsskap. Ljósmynd/Áslaug Ksenia Ólafsson ásamt prestinum Vladimír Alexandrov. Vel má vera að Bandaríkjamenn hafi þróað skyndibita- menninguna, en Rússar fundu hana upp – orðið bistró er fengið úr rússnesku og merkir einfaldlega „hratt“. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 B 11 matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, at- burði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Net- fang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. Þótt enginn rússneskurveitingastaður sé starf-ræktur á Íslandi (enda ekki mikið um rússneska inn- flytjendur) má víða um heim finna mjög góða rússneska staði sem svo sannarlega eru þess virði að heimsækja. Þetta á ekki síst við um stór- borgir Evrópu, þar sem Rúss- ar hafa lengi verið fyrirferð- armiklir, og einnig á Norðurlöndunum. Í Helsinki í Finnlandi eru til dæmis nokkrir góðir rúss- neskir staðir, þar sem hægt er að gæða sér á rússneskum kavíar, bortsj og öðru góðgæti yfir vodkastaupi og jafnvel vínglasi. Stærstur þeirra er Saslik (Neitsytpolku 12) þar sem jafnvel er hægt að fá bjarnarsteik á góðum degi. Sá glæsilegasti er hins vegar Bellevue (Rahajapankatu 3) þar sem stjórnarerindrekar koma gjarnan saman og ræða málin yfir málsverði. Í París er tilvalið að fara á Dominique í sjötta hverfi (19, rue Bréa). Staðurinn var stofnaður árið 1928 af rússneskum flóttamönn- um eftir byltinguna og hefur verið einn helsti rússneski veitinga- staður borgarinnar síðan. Síberísku kjötbollurnar zakuski pelemi eru víðfrægar. Í London er hins vegar tilvalið að fara á Potemkin (144 Clerken- well Road), nútímalegur staður þar sem gert er út á rússneska keis- aratímann í skreytingum. Matseðillinn fjölbreyttur, síldarréttir og akurhænur svo eitthvað sé nefnt. Rússneskir staðir Morgunblaðið/Áslaug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.