Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 2
HM Í PORTÚGAL 2 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  SPÁNVERJAR fengu gríðarlegan stuðning á áhorfendapöllunum í Caminha. Flestir þeirra 3.000 áhorf- enda sem á leiknum voru studdu hressilega við bakið á Spánverjum. Caminha er skammt frá landamær- um Spánar eða aðeins 5 kílómetra frá.  SPÁNVERJAR nýttu fyrstu níu sóknir sínar í leiknum og það var ekki fyrr en eftir 18 mínútna leik sem Roland Eradze varði fyrsta skotið í leiknum við Íslendinga en hann skipti við Guðmund Hrafn- kelsson eftir 13 mínútna leik en Guðmundur náði sér ekki á strik og varði ekkert skot.  ARON Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu leiksins en þá fékk hann að líta sína þriðju brottvísun.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson lék síðustu mínútur leiksins í stöðu leik- stjórnenda. Guðjón ætlaði ekki að treysta sér til að spila þessa stöðu og heimtaði að fá að fara út af en eftir átölur Guðmundar Guðmunds- sonar landsliðsþjálfara lék hann í þessari stöðu út leiktímann.  VOLKER Zerbe, hin örvhenta og hávaxna skytta þýska landsliðsins, segir það alveg víst að hann taki ekki þátt í fleiri heimsmeistaramót- um með þýska landsliðinu. Zerbe hefur þrisvar áður sagt skilið við landsliðið en jafnoft látið tilleiðast fyrir þrábeiðni Heiners Brands landsliðsþjálfara að gefa kost á sér á nýjan leik þegar að stórmóti hefur komið.  ZERBE er 34 ára og kom til liðs við þýska liðið fimm dögum fyrir HM í Portúgal, segir að eftir þetta mót komi ekki til greina að leika fleiri landsleiki, það sé einfaldlega komið nóg. Hann hefur leikið 266 landsleiki á 16 ára ferli.  HASSAN Moustafa, forseti al- þjóða handknattleikssambandsins, hefur farið þess að leit við íþrótta- vöruframleiðandann Adidas, að hann leiti leiða til þess að þróa nýtt efni sem leysi harpix af hólmi ell- egar þá að önnur efni verði í hand- boltum framtíðarinnar svo að notk- un klístursefna verði óþörf. „Það er engin launung að margir hafa horn í síðu handknattleiksins vegna har- pixins því notkun þess leiðir af sér nokkurn sóðaskap í íþróttahúsum,“ segir Moustafa.  ÞÁ hefur Moustafa einnig beðið Adidas um að athuga hvort þróa megi nýja gerð skósóla sem þoli bet- ur hál gólf, en Moustafa segir alltof mikinn tíma fara í að þrifa upp svita leikmanna í hverjum leik. Fyrir vik- ið detti hraði og spennan úr leikjum. Einnig komi til greina að þróa önnur gólfefni á íþróttasali sem taki betur við svita.  ÞÁ vill forsetinn herða á reglum um einnar mínútu leikhlé sem lið eiga rétt á í hvorum hálfleik. Þau taki of langan tíma, sérstaklega eru leikmenn oft lengi að fara til þjálf- ara síns við upphaf leikhlés og að hefja leik að nýju eftir leikhlé. FÓLK Á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik í Portúgal keppa hand- knattleiksmenn á Balklandsskaga í síðasta sinn undir merkjum Júgó- slavíu, sem verið hefur einn helsti merkisberi handknattleiks á síð- ustu áratugum og oftar en ekki ver- ið í hópi allra bestu þjóða. Hér eftir keppa handknattleiksmenn núver- andi Júgóslavíu undir merkjum Serbíu og Svartfjallalands eftir að þjóðirnar tvær ákváðu að vera hér eftir í laustengdu ríkjasambandi. Eftir að „gamla“ Júgóslavía brotnaði upp og Slóvenía, Króatía, Makedónía og Bosnía urðu sjálf- stæð ríki héldu íþróttamenn frá Serbíu og Svartfjallalandi áfram að keppa undir merkjum Júgóslavíu, enda stóðu þjóðirnar tvær að sam- eiginlegu ríki Júgóslavíu. Nú hefur verið ákveðið að breyting verði á og þess mun einnig verða vart á íþróttasviðinu þar sem Júgóslavíu mun heyra fortíðinni til og Serbía og Svartfjallaland taka við. Landslið Júgóslavíu heyrir fortíðinni til Guðmundur sagðist hafa haldið aðsínir menn væru að taka leikinn í sínar hendur þegar þeim tókst að jafna metin, 24:24. „Það hefði verið sál- rænt mjög sterkt að ná forystu í þessari stöðu en því miður tókst það ekki. Það eru auðvitað mörg atriði sem ráða úrslitum í einum svona leik og það var dýrt þegar við misst- um boltann í tvígang þegar við áttum möguleika á að komast yfir. Þegar við gerðum jafntefli við Spánverjana á EM í fyrra skiluðu allir toppleik en það var ekki núna og auðvitað hjálpaði það Spánverjunum að þeir voru nán- ast að leika á heimavelli.“ Ert þú sammála því að lykilmenn eins og Patrekur og Dagur hafi brugðist í leiknum? „Ég vil ekki fara að ræða um ákveðna leikmenn en til að vinna lið eins og Spán, sem er heimsklassalið, þurfa nánast allir að spila vel en því miður var það ekki upp á teningnum hér í kvöld. Hins vegar var baráttan í liðinu til fyrirmyndar og menn eiga hrós skilið fyrir það. Við náðum oft og mörgum sinnum að vinna okkur inn í leikinn og strák- arnir sýndu svo sannarlega hetjulega baráttu undir lokin. Ég veit að margt hefði þurft að ganga upp svo við hefð- um getað lagt Spánverjana að velli en það gerðist því miður ekki. Varnar- vinnan var á köflum slök, hraðaupp- hlaupin gengu ekki nógu vel og tæknilegu mistökin voru allt of mörg. Þrátt fyrir að þessi atriði færu miður í okkar leik áttum við bullandi mögu- leika nánast allan leikinn.“ Ertu ekkert hræddur um að tapið virki illa á þína menn og þeir nái ekki að rífa sig upp fyrir leikinn á laug- ardaginn? „Það held ég ekki. Við eigum ennþá möguleika á að komast á Ól- ympíuleikana, sem við settum upp sem markmið okkar fyrir mótið, og við ætlum auðvitað að berjast til þrautar. Það er ekkert flóknara en það. Þessir strákar eru miklir keppn- ismenn og vilja ná langt og að sjálf- sögðu verða þeir klárir í slaginn fyrir næsta leik.“ Allt á suðupunkti á varamannabekknum Það er ekki hægt að segja annað en þú hafir reynt að breyta og bæta leik þinna manna og reyna þannig að leggja Spánverjana. „Ég held það. Við breyttum um vörn og fórum í 5:1, sem kom okkur inn í leikinn, við prófuðum allar mögulegar uppstillingar í sókninni, við tókum einn úr umferð og líka tvo, svo það er ekki hægt að segja annað en að við sem stjórnum liðinu höfum reynt til hins ýtrasta að snúa leiknum á okkar band.“ Þegar mér varð litið á varamanna- bekkinn brá oft svo við að menn voru að kýta og skammast og á köflum virtist sem allt væri að sjóða upp úr. Er þetta merki um að samstaðan sé ekki nægilega góð í liðinu? „Það er mikið í húfi og menn stað- ráðnir í að gera sitt besta. Það geng- ur hins vegar stundum mikið á á varamannabekknum. Það er verið að skipta tveimur til þremur mönnum og menn koma oft út af svekktir út í sjálfa sig. Ég fullyrði að samstaðan er góð í liðinu. Við stöndum saman allir sem einn. Við vinnum leikinn sem ein liðsheild og það gerist líka þegar við töpum.“ Ólafur var orðinn þreyttur eins og aðrir Ólafur Stefánsson er eins og allir vita leikmaður í heimsklassa. En oft finnst manni lagt of mikið á herðar hans í leik liðsins. Er það rétt mat? „Ég veit það ekki. Svona leikur tekur rosalega mikið á menn og ef fyrri hálfleikurinn er skoðaður er hann hrein keyrsla út í gegn. Við get- um hins vegar ekki skipt mönnum inn á eins og okkur lystir. Það er bara ekki hægt og við reynum að tak- marka skiptingarnar eins og við get- um. Við höfum haft það fyrir sið að Óli meldar sig við okkur á bekknum þegar hann þarf að hvíla sig og við treystum honum alveg í þeim efnum. Óli átti að mínu mati mjög góðan leik en auðvitað var hann orðinn þreyttur eins og margir aðrir þegar líða fór á leikinn,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tapið fyrir Spánverjum Berjumst til þrautar „ÉG er auðvitað ákaflega vonsvikinn yfir úrslitunum og það var margt sem gerði það að verkum að við töpuðum leiknum. Við átt- um möguleika hvað eftir annað á að komast í forystu í seinni hálfleiknum eftir að hafa unnið okkur inn í leikinn en því miður var það einkennandi fyrir leik liðsins að við töpuðum boltanum í hendurnar á Spánverjunum, sem refsuðu okkur með mörkum. Tæknilegu mistökin voru allt of mörg hjá okkur og það má bara ekki gerast þegar út í leik á móti jafnsterku liði er komið,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir ósigurinn á móti Spánverjum í Caminha í gærkvöldi. „ÉG veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Roland Eradze, markvörður íslenska liðsins, sem enn og aftur kom inn af varamannbekk liðsins og varði vel, alls 13 skot í leiknum. „Þetta var mjög erfiður leikur á alla vegu. Vörnin vann ekki vel saman í upphafi leiks og Spánverj- arnir fengu mikið sjálfstraust á þessum kafla,“ sagði Eradze og var greinilega afar vonsvikinn með nið- urstöðuna, 32:31, tap gegn Spán- verjum í Caminha og bætti því við að það væri sárt að sjá spænsku leikmennina fagna í leikslok. „Ég veit ekki hvort við vorum of þreyttir eða hvort hugarfarið var ekki rétt. En þetta var að minnsta kosti ekki sú niðurstaða sem við höfðum vonast eftir,“ sagð Roland Valur Eradze markvörður. Sárt að sjá Spánverj- ana fagna Morgunblaðið/RAX Roland Eradze Morgunblaðið/RAX Sigurður Bjarnason átti ágæta spretti gegn Spánverjum og skoraði fjögur mörk. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Caminha

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.